Enn og aftur: Hive

Fyrir Hive notendur: Ert þú ánægð/ur með hraðann sem þú ert að fá?

16
36%
Nei
28
64%
 
Samtals atkvæði: 44

Skjámynd

jericho
FanBoy
Póstar: 787
Skráði sig: Mið 21. Jan 2004 14:23
Reputation: 136
Staða: Ótengdur

Pósturaf jericho » Mán 10. Jan 2005 12:40

jæja - alltaf lengist og lengist tíminn þar til Hive stækkar utanlandsgáttina sína.

-Þriðjudaginn 4.jan hringdi ég og ath hvenær stækkunin átti að koma í gagnið. Mér var sagt að vonandi yrði það fyrir helgi. Hún yrði a.m.k. fyrir 10.jan

Fimmtudaginn 6.jan hringdi ég og spurðist fyrir um stækkunina. "Í næstu viku" var sagt. Ég sendi einnig póst og spurði þá hvenær við mættum eiga von á stækkuninni.

-Föstudaginn 7. jan hringdi ég og grennslaðist fyrir um stækkunina. En mér var tjáð að það yrði á næstu vikum. Hvað það þýða margar vikur, það veit ég ekki. Ég spurði því um forgangsröðunina sem Stebet minntist á í pósti sínum. Svo virtist sem sum port fengu meiri forgang en önnur, og forgangsröðunin er í algeru rugli. Ég lét Hive-menn vita af óánægju margra sem væru t.d. að spila leiki sem ekki þyrftu meira en ca 1kB/sek, en fengu nánast engan forgang og væru þar af leiðandi óspilanlegir.
Ég spurði því starfsmanninn hvort það tæki ekki styttri tíma að breyta forgangsröðuninni eitthvað, í stað þess að við þyrftum að bíða í nokkrar vikur eftir stækkuninni... hann kvað að það væri svo mikið mál, sem ég get reyndar ekki skilið. Ef þeir settu t.d. DC, Bittorrent o.þ.h. í lágmarksforgang, mætti laga heilmikið og forrit sem nota sáralitla bandvídd fengu strax forgang.

Mánudaginn 10.jan fékk ég svar við póstinum sem ég sendi fimmtudag 6.jan. Þar var sagt að tengingin kæmi í upphafi febrúar.


Einhvernveginn fæ ég það á tilfinninguna að páskarnir komi á undan þessari blessuðu stækkun...
Síðast breytt af jericho á Fim 03. Feb 2005 11:50, breytt samtals 2 sinnum.



5600x | DH-15 | RTX 3070 FE | MSI B550m Pro-VDH | Samsung Evo 970 1TB | Corsair LPX 2x8GB | Seasonic Prime Fanless 600W | Fractal Meshify C | Asus ROG Swift PG279Q


Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 10. Jan 2005 13:54

Fyrir þá sem spila netleiki (t.d. WoW) og vilja betri utanlandssamaband (án þess að lagga til dauða) þá er til lausn (þó hún sé kannski ekki aðgengileg öllum). Hún byggist á því að viðkomandi hafi (eða þekki einhvern sem hefur) aðgaðng að server sem þarf auðvitað betri utanlandstengingu en Hive eins og er og hann getur sett upp forrit á.

Lausnin er að útbúa SOCKS Proxy server og beina t.d. WoW gegnum hann í stað þess að tengjast beint gegnum Hive.

Þau forrit sem þarf eru eftirfarandi:
Server (einhver með betri utanlandssamband en Hive) - FreeProxy
CLient (tölvan sem ætlar að spila WoW) - SocksCap

Uppsetningin er ekki ýkja flókin.

Á servernum setti ég upp FreeProxy, setti í gang og breytti honum úr WebProxy (sem er default) yfir í SOCKS Proxy. Svo stillti ég hann á að nota einungis FreeProxy authentication og setti upp user fyrir mig. Svo savea ég stillingarnar og starta honum upp í console mode( einnig hægt að starta sem service).

Á clientinum setti ég upp SocksCap. Startaði því og setti upp slóðina á proxy serverinn ásamt notandaupplýsingunum. Svo bætti ég WoW inn sem applicationi sem átti að routa gegnum proxyinn og *púff*. Laggfrír WoW og allt í gúddi... i'm so happy right now :8)

P.S.
Ég veit ekki hversu mikið lagg bætist við þetta með því að fara gegnum proxy þannig að ég veit ekki hvort þetta borgar sig fyrir CS og aðra fyrstu persónu skotleiki þar sem lagg skiptir höfuðmáli.

EDIT: Breytti linknum á FreeProxy... hinn var fökkd!




KinD^
Ofur-Nörd
Póstar: 278
Skráði sig: Þri 04. Nóv 2003 02:01
Reputation: 0
Staðsetning: VKóp
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf KinD^ » Þri 11. Jan 2005 20:01

Well þetta er h20 tenging hjá hive,

hahhaha

ADSLGuide (Bretland)
Your Connection
Direction
Actual Speed
True Speed (estimated)

Downstream 12 Kbps (1.5 KB/sec) 12 Kbps (inc. overheads)
Upstream 36 Kbps (4.5 KB/sec) 38 Kbps (inc. overheads)

Hærri upload hraði en sóknarhraði

Speed.linanet.is
Áætlaður gagnahraði þinn er: 9168.5 Kbps or 1123.6 K bytes/sec

Síminn Internet
Sóknarhraði: 860.854 kB/s *
Keyrslutími: 1.193sek.


mehehehehehe ?


Korter
Nýliði
Póstar: 14
Skráði sig: Lau 09. Okt 2004 21:30
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Korter » Mið 12. Jan 2005 23:51

Væntanlega hafa flestir Hive notendur fengið póst í dag:
Stækkun á útlandagátt hafin.

Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Eftir að við fórum í loftið hefur aðsókn í tengingar frá Hive farið fram úr björtustu vonum. Íslendingar kunna greinilega vel að meta það frelsi að geta halað niður gögnum frá útlöndum án þess að hafa áhyggjur af aukakostnaði.


Með bestu kveðju

Hive.



Skjámynd

noizer
Tölvutryllir
Póstar: 699
Skráði sig: Fös 24. Sep 2004 18:40
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Pósturaf noizer » Fim 13. Jan 2005 00:00

Pabbi pantaði Hive 8 mb/s og það var sagt við hann að þetta kæmi eftir 5-10 daga. Svo hringdi hann aftur eftir einhverja daga og það var sagt við hann að við mættum ná í þetta eftir ca. 3 vikur (þetta var sko sagt þegar búnir voru 5 dagar síðan við pöntuðum)



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6422
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Fim 13. Jan 2005 08:02

og sögðuð þið ekket við því?


"Give what you can, take what you need."


JReykdal
FanBoy
Póstar: 700
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Pósturaf JReykdal » Fim 13. Jan 2005 09:40

Korter skrifaði:Væntanlega hafa flestir Hive notendur fengið póst í dag:
Stækkun á útlandagátt hafin.

Um miðbik næstu viku mun Hive ljúka fyrsta áfanga á stækkun útlandagáttar Þessi stækkun eykur gagnaflutningsgetu Hive út úr landi um 50%- 100%. Í lok janúar mun Hive taka í notkun sína eigin útlandagátt, óháða öðrum fjarskiptafyrirtækjum, sem mun gera okkur kleift að veita viðskiptavinum okkar enn betri þjónustu.

Eftir að við fórum í loftið hefur aðsókn í tengingar frá Hive farið fram úr björtustu vonum. Íslendingar kunna greinilega vel að meta það frelsi að geta halað niður gögnum frá útlöndum án þess að hafa áhyggjur af aukakostnaði.


Með bestu kveðju

Hive.



Voru þeir ekki að tala um sexföldun um daginn?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Fim 13. Jan 2005 09:48

Þeir eru að fara úr 20mbit í 155mbit. :)



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Fim 13. Jan 2005 10:46

ath. það stendur "fyrsta áfanga"




drapskind
Græningi
Póstar: 27
Skráði sig: Fim 11. Des 2003 15:35
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf drapskind » Lau 15. Jan 2005 14:55

það er þó eitthvað..



Skjámynd

skipio
spjallið.is
Póstar: 405
Skráði sig: Þri 02. Sep 2003 14:52
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf skipio » Þri 18. Jan 2005 00:13

Mér leikur smá forvitni á að vita það hjá ykkur sem verslið við Hive hvort þið hafið prófað þessa sjónvarpsútsendingu þeirra? Þeir eru víst að senda út poppTV (og kannski eitthvað meira?). Hvernig er þetta að koma út eiginlega - eru gæðin alveg ásættanleg og hvaða spilara þarf maður að nota; Real, Quicktime eða Media player?


Íslenskar gæsalappir eru „ og “ (99 og 66). Þær má framkalla með alt-0132 og alt-0147.

Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Dagur » Þri 18. Jan 2005 10:57

Eins og er þá er hægt að velja um PoppTíví og eina stuttmynd. Maður notar Windows Media Player til að horfa á þetta og mér finnst gæðin bara fín, allavega miðað við popptíví :)




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mið 19. Jan 2005 11:59

Þetta er 2mbita Windows Media 9 straumur.. hljóðið er reyndar bara í 64kbitum (128 kbit myndi ekki hafa sjáanleg áhrif á myndgæðin) en annars er þetta mjög fínt. Mjög gott að spila WoW í Windowed með þetta í glugga við hliðina á (þar sem ég er ekki með sjónvarp í herberginu mínu).




gutti
Bara að hanga
Póstar: 1583
Skráði sig: Lau 19. Apr 2003 22:56
Reputation: 44
Staðsetning: REYKJAVIK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf gutti » Lau 22. Jan 2005 01:53

(Ég er búin að vera með vesen með netið hjá hive.is). 'Eg þarf að slökkva á router af og til frá síðan ég fékk fyrir mánuð síðan. Svo er ég búinn að marg oft að hringja og kvarta á þessu og þeir, Segja sé simalínann sé biluð inna í símankassan í húsið en ég hringdi í Landsíman láta ath símalínu það er í topp standi svo hringdi sem stjórna yfir þessu eða ekki veit það ekki mamma svarið í síman og hann sagði ætlar að lækkar um 800 kb af af 20 mb gefa mér áfslátt verðinu á þessu hann fékk vita af þessu í fyrra dag 21/01 Ég vera með vesen á router en hef þeir rétt á að lækka hraða um 800 kb :evil: aðalega hvort sé að brjóta réttinn á þessu ?? PS þráðstjórar er welkomanir að laga þetta er eða læsa eða delete ps ég nenni ekki að leiðrétta !!!




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Lau 22. Jan 2005 13:52

Ég er forvitinn, er þetta búið að lagast eitthvað hjá Hive núna undanfarið eins og þeir voru búnir að lofa?



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Lau 22. Jan 2005 14:21

Staðan í dag er sú að þeir eru að græja IP tölurnar í sambandi við Teleglobe. Þetta er allt að koma hjá þeim, ég býst við að þetta verði komið upp í síðasta lagi um mánaðarmótin.




Emizter
Fiktari
Póstar: 77
Skráði sig: Mán 26. Apr 2004 23:24
Reputation: 0
Staðsetning: Njarðvík, Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Emizter » Lau 22. Jan 2005 14:38

gutti skrifaði:(Ég er búin að vera með vesen með netið hjá hive.is). 'Eg þarf að slökkva á router af og til frá síðan ég fékk fyrir mánuð síðan. Svo er ég búinn að marg oft að hringja og kvarta á þessu og þeir, Segja sé simalínann sé biluð inna í símankassan í húsið en ég hringdi í Landsíman láta ath símalínu það er í topp standi svo hringdi sem stjórna yfir þessu eða ekki veit það ekki mamma svarið í síman og hann sagði ætlar að lækkar um 800 kb af af 20 mb gefa mér áfslátt verðinu á þessu hann fékk vita af þessu í fyrra dag 21/01 Ég vera með vesen á router en hef þeir rétt á að lækka hraða um 800 kb :evil: aðalega hvort sé að brjóta réttinn á þessu ?? PS þráðstjórar er welkomanir að laga þetta er eða læsa eða delete ps ég nenni ekki að leiðrétta !!!


Bara að forvitnast... af hvaða þjóðerni ertu, og hvað ertu gamall?




kristjanm
1+1=10
Póstar: 1196
Skráði sig: Sun 20. Jún 2004 23:07
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf kristjanm » Lau 22. Jan 2005 18:07

ok



Skjámynd

emmi
Of mikill frítími
Póstar: 1877
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 10:15
Reputation: 63
Staðsetning: Reykjanesbær
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf emmi » Lau 22. Jan 2005 18:10

Hehe já, mig grunaði ekki hvað þetta er mikið ferli. :lol: Þetta hefði tekið einhverja mánuði í viðbót ef ekki hefði verið fyrir aðstoð eins ákveðins fyrirtækis. :8)




goldfinger
spjallið.is
Póstar: 466
Skráði sig: Mán 03. Nóv 2003 10:06
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf goldfinger » Mán 24. Jan 2005 10:32

Bróðir minn (22 ára, ég 17) vildi strax fá mig með sér í að tala við pabba um að fá tengingu hjá hive bara svona 1-2 vikum eftir að hive kom upp, ég harðneitaði því og sagði að það yrði pottþétt eitthvað vesen fyrstu mánuði og maður fengi ekkert áætlaðan hraða og svona og væri búinn að heyra ýmisslegt um þá á netinu og að menn væru ekki að fá áætlaðan hraða og utanlandsgáttin væri ekki það stór og þannig, ég þurfti að senda hann inn á nokkrar síður til að hann myndi trúa mér þar sem að hann var svo viss um að þetta væri bara vitleysa hjá mér.

Ennþá er hann feginn að ég hafi ekki verið sammála honum.

En kannski fær maður sér tengingu hive eftir svona 2-3 mán þegar allt verður komið í réttar skorður ?




Geita_Pétur
Nörd
Póstar: 108
Skráði sig: Fim 07. Okt 2004 00:44
Reputation: 0
Staðsetning: Island
Staða: Ótengdur

Pósturaf Geita_Pétur » Mán 24. Jan 2005 11:58

Já ég trú ekki öðru en þetta eigi eftir að smella saman hjá þeim en það veldur mér samt áhyggjum hvað þetta er alltaf að dragast hjá þeim.

Fyrst átti þetta að lagast 6 Jan ef mig minnir rétt svo í kringum 20 Jan þá að hluta, en núna er ég að heyra að það gerist ekkert fyrr en í fyrsta lagi um mánaðarmótinn jafnvel ekki fyrr en um miðjan Feb.

Miðað við þann drátt sem hefur verið á þessu veit ekki hvað skal halda, en ég hef samt enn trú á Hive og trúi því að þetta eigi eftir að komast í lag, en þessi endalausa seinkunn á stækkun utangátta er ekki að skapa þeim gott orð.



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6422
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 284
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mán 24. Jan 2005 12:46

þeir eru að gera sömu mistök og valve gerði með HL2. lofa dagsetningum uppí ermarnar á sér.

þeir ættu að segja að þetta verði komið í lag eftir 1 ár og laga þetta svo á 3 vikum. þá hefðu allir orðnir ánægðir.


"Give what you can, take what you need."


ParaNoiD
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 307
Skráði sig: Fim 26. Feb 2004 21:08
Reputation: 0
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf ParaNoiD » Mán 24. Jan 2005 15:22

ég er að spá í að fá mér 56k modem til að browsa utanlands :sleezyjoe




nu11
Nýliði
Póstar: 18
Skráði sig: Lau 22. Jan 2005 21:07
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf nu11 » Fim 27. Jan 2005 03:03

Alveg er nú endalaust fyndið að sjá þessa polla sem að kjósa að vera áfram hjá $ímnet eftir að hafa verið teknir grimmt í rassinn síðustu 4 ár, já og finnst það bara allt í lagi. Tala nú ekki um þegar þeir eru að rífa Hive í sig með einhverjum fúkyrðum þegar þeir gerðu ekkert minna en að byrja byltingu hér á .is

Er þetta ekki bara sama syndrome og fær maka ofbeldisfullra manna til að halda í þá þrátt fyrir ítrekað ofbeldið?... Það held ég.

Svo er líka spurning hvort þessir helstu (og líklega yngstu) verjendur Símnet séu ekki bara allir fastir á 12mánaða samning, og þessvegna finni sig nánast ósjálfrátt verjandi Símnet vegna þess að þeir sitja uppi með þá.


-Einn helvíti sáttur Hive notandi. (sem lætur ekki smá byrjunarörðuleika stoppa sig, enda man hversu *ónothæft* dynip ADSL hjá Símanum var á tímabili)



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 459
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Pósturaf daremo » Fim 27. Jan 2005 08:40

Ég tek undir síðasta komment.
Landssíminn hefur, og mun alltaf vera sama sora fyrirtækið sem reynir að okra á öllu sem það getur.

Ef það væri ekki fyrir Tal, Íslandssíma og Hive værum við ennþá að borga 20.000kr á mánuði fyrir GSM síma (ég var með einn svoleiðis áður en Tal kom til sögunnar) og hvað ætli ADSL tenging myndi kosta á mánuði í dag ef engin samkeppni við Landssíman væri í dag?
Mjög mikið.

nu11 skrifaði:-Einn helvíti sáttur Hive notandi. (sem lætur ekki smá byrjunarörðuleika stoppa sig, enda man hversu *ónothæft* dynip ADSL hjá Símanum var á tímabili)

Ég fékk mér einnig ADSL hjá Landssímanum þegar það var nýkomið.
Það var rándýrt, og mun verra en sú tenging sem ég er með í dag hjá Hive.