ICY BOX IB-266 fartölvuharðdiskahýsing review


Höfundur
Yank
</Snillingur>
Póstar: 1058
Skráði sig: Mið 29. Des 2004 17:01
Reputation: 0
Staðsetning: www.tech.is
Staða: Ótengdur

ICY BOX IB-266 fartölvuharðdiskahýsing review

Pósturaf Yank » Sun 23. Sep 2007 23:30

Harðdiskahýsingar eru hentug leið til þess að flytja mikið magn gagna milli staða á öruggan hátt, eða til þess að eiga öryggisafrit af sumarfrísmyndunum eða öðrum mikilvægum gögnum. Helsti akkilesarhæll flestar þessara hýsinga hefur verið sá að gagnaflutningur á þær hefur nánast eingöngu verið um USB 2.0 eða Firewire tengi. Þær tengingar eru orðnar úreltar að mínu mati þegar kemur að því að flytja gögn á milli tveggja harðdiska, eins og gert er þegar flytja á gögn á harðdiskhýsingu. Þetta er vegna þess að USB 2.0 og Firewire geta flutt frekar takmarkað magn gagna og eru því orðnar flöskuhálsinn , en það hefur þann óljósa ókost að hraði við að afrita gögn á hýsinguna getur tekið langan tíma.

Þetta heyrir nú sem betur fer sögunni til og hægt er orðið að fá hýsingar með eSATA og Ethernet tengingu en það tryggir mun hraðari flutning gagna enda þær tengingar mun hraðvirkari. Vegna stærðar, þyngdar og leiðsluvandræða gætu 3,5” hýsingar jafnvel farið að heyra sögunni til. En með hraðlækkandi verði og aukinnar gagnarýmdar fartölvuharðdiska eru 2,5” fartölvuhýsingar að verða mun betri kostur.

Sjálfur á ég þó nokkur eintök af harðdiskahýsingum, en upp kemur alltaf sama vandamál þegar fara hefur átt af stað eitthvað út í bæ með gögn. Það á nefnilega eftir að afrita gögnin yfir á hýsinguna. ICY BOX IB-266 2,5“ fartölvuharðdiskahýsing kemur vonandi til með að verða betri kostur fram yfir þær eldri því hægt er að hafa hana viðvarandi tengda í borðvélinni með þar til gerðri vöggu með eSATA tengi. Það ætti því að tryggja þann möguleika að afrita gögn á hana jafnóðum á þægilegan hátt, en ef það hefur ekki verið gert, þá er hægt að afrita þau á mun meiri hraða en með eldri USB 2.0 hýsingum, sem þýðir tímasparnað.

Mynd

ICY BOX IB-266 er framleidd af RaidSonic, en þeir voru svo elskulegir að senda mér eintak sem sett var í gegnum nokkrar prófanir.

Aðeins um RaidSonic
RaidSonic er þýskt fyrirtæki sem stofnað var 1999. RaidSonic hefur í gegnum árin skapað sér gott orð fyrir hönnun og framleiðslu á harðdiskahýsingum hvort sem er fyrir 3,5“ eða 2,5“ harðdiska. Nánar má nálgast upplýsingar um framleiðslu og sögu fyrirtækisins á http://www.raidsonic.de.

Helstu eignleikar ICY BOX IB-266

External combo case for 2,5" SATA HDDs with display & dockingstation, USB2.0 & eSATA interface
• Aluminium HDD case with USB2.0 & eSATA hostinterface for mobile data exchange and at the workstation
• For 2,5“ SATA hard disk (up to 9,5mm high)
• Tray with USB 2.0 (480Mb/s) & eSATA interface
• Display (Tray) with status for power and activity
• Dockingstation for fitting into a fdd bay, with SATA interface (cable length ca. 550mm), power supply with pc
• Dimension Dockingstation: 180x100x25
• PnP & HotSwap
• Chipsatz: Sunplus 215A
• Accessoires: eSATA cable, USB2.0 cable, USB power cable, leatherette bag, driver CD (Win98 USB2.0 driver), manual and screw bag

Samantekið: Ál harðdiskahýsing fyrir 2,5“ fartölvuharðdiska með vöggu sem passar í 3,5“ floppy drifs pláss. Vaggan tengist með eSATA, en einnig er hægt að nota USB 2.0 tengi.

Kassi og fylgihlutir

Mynd
Mynd

Fylgihlutir: eSATA kapall, USB2.0 kapall, USB rafmagns kapall, leður poki , Rekkla CD (Win98 USB2.0 driver),vagga, leiðbeiningabæklingur og skrúfu poki.

Samsetning:

1. Koma fartölvuharðadiskinum fyrir í álboxinu.
2. Koma vöggunni fyrir í 3,5” floppy drifs plássið.
Hluti eitt er mjög einfaldur, einungis þarf að smella harðdisknum í og skrúfa fjórar skrúfur til þess að loka boxinu. Hluti tvö er á sama hátt einfaldur en ráðlagt er að slökkva á tölvunni áður en molinex rafmagnstengið og SATA tengið eru tengd.

Mynd

Mynd

Test Setup

CPU: Intel Core 2 E6600 2.4Ghz@2,89Ghz (320FSBx9)
Video drivers: NVIDIA Force Ware 158,22
Móðurborð: MSI 975X Platinum Power Up Edition
HD: 2 x WD36GB raid 0, Samsung 400GB, WD120GB 2,5” SATA
Minni: Corsair XMS DDR2 6400, @800MHz, timings 5 5 5 12
Hljóðkort: Creative Audigy
Skjákort: MSI 8800GTS O.C. Edition
Stýrikerfi: Win XP SP2

Prófanir

HD Tach Version 3.0.1.0

Þetta er mjög þægilegt forrit til þess að athuga les og skrif hraða harðdiska, Raid uppsetninga og USB drifa. Frekari upplýsingar hér http://www.simplisoftware.com/Public/index.php

Sérhönnuð próf

Gervipróf eins og HD Tach segja ekki alla söguna þegar kemur að raunverulegum afköstum vélbúnaðar við eðlilega notkun. Því setti ég saman nokkur Custum test sem sýna mun á afköstum við afritun gagna annarsvegar með eSATA og hins vegar USB 2.0

Custom Test 1
90 stykki af .jpg myndum 248 MB alls, Drag and drop.

Custom Test 2
246MB zip-skrá, drag and drop.

Custom Test 3
1.87GB 569 MP3 skrár 42 möppur, drag and drop.
Custom Test 4
11.4GB file, drag and drop.

Öll próf voru keyrð þrisvar og meðaltal tekið

Niðurstöður

HD Tach

Mynd

Samkvæmt HD Tach er tæplega 23% munur á leshraða eftir því hvort hýsingin er tengd með eSATA og USB. Ég átti von á meiri mun á hraða, en þessar niðurstöður segja þó ekkert til um það hversu mikinn tíma er mögulega hægt að spara með eSATA tengingu fram yfir USB 2.0

Sérhönnuð próf

Mynd

Grafið sýnir hversu lengi tók að afrita skrá eða skrár af mismunandi stærð, á harðdisk ICY BOX IB-266 flakkarans tengdan með USB 2.0 eða eSATA. eSATA hefur klárlega vinninginn og getur sparað mikin tíma. Að afrita 11,4GB skrá með eSATA tenginu tók tæplega helmingi styttri tíma.

Samantekt

ICY BOX IB-266 er vel hönnuð gæða harðdiskahýsing frá RaidSonic. Hún er fyrirferðalítil, létt, og einstaklega meðfærileg. eSATA tengimöguleikinn og vaggan sem gefur þann möguleika að tengja hýsinguna við borðtölvu á augabragði án nokkurs bjásturs við snúrur, gera þessa lausn að þeirri hröðustu og snjöllustu harðdiskahýsingu sem ég hef séð til þessa.

Þegar kemur að því að finna ókost við þessa hýsingu vandast málið. En eitthvað verður að finna ekki satt? Það er því miður ekki þannig að maður sé endanlega laus við allar snúrur með ICY BOX IB-266, því þegar vaggan er ekki notuð þarf að notast við eSATA kapal eða USB 2.0 snúru. Þeir þurfa því að vera með í förum ef farið er á flakk með hýsinguna. Það hefði verið sniðugt að sjá gert ráð fyrir köplum í hönnun umbúða utan um hýsinguna þegar verið er á ferðinni. Þetta er þó ekkert stórvandamál því hægt er að troða snúrunum í pokann ásamt álhýsingunni. Ekki besta lausnin en lausn engu að síður. Hver er ekki tilbúinn til þess að hafa þennan litla poka með sér fram yfir 3,5“ hýsinguna (sjá mynd) með öllu sínu snúrufargani og spennubreyti?

Mynd

Umræður hér http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?t=15576

Editor RISI
Copyright Yank 2007