Minnisvandamál en samt ekki !? Galli í Windows?

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Minnisvandamál en samt ekki !? Galli í Windows?

Pósturaf DoofuZ » Sun 23. Sep 2007 16:11

Ég er að lenda í ansi furðulegu minnisvandamáli sem virðist samt ekki vera minnisvandamál sem er bara fáránlega skrítið.

Vandamálið er að ég er t.d. bara að vinna mikið við vefsíðugerð og er oft að opna einhverja litla síðu í nýjum glugga af IE, oftast bara til að prófa eitthvað Javascript og þess háttar, og eftir hverja prófun þá loka ég glugganum og allt í lagi með það. En svo fer það allt í einu að gerast að file valröndin efst hverfur í einum glugganum svo hverfur takka valröndin næst og svo ef ég reyni þá að opna nýjann glugga af IE þá virkar það ekki og ef ég reyni að kalla fram Task Manager með CTRL+ALT+DEL þá kemur hann stundum ekki, en um leið og ég loka amk. eihverju einu af því sem ég hef í gangi þá virkar það en stundum kemur Task Manager eitthvað illa skaddaður, t.d. með tóma fleti og eitthvað rugl (sjá mynd niðri). Þetta hefur líka áhrif á allt annað í tölvunni, ég get t.d. ekki opnað önnur forrit þegar þetta gerist svo þetta er pottþétt vandamál í Windows en ekki bara IE :(

Þetta hefur gerst frekar oft hjá mér þegar ég hef verið að opna endalaust nýja IE glugga en ég hef samt aldrei fleiri en 4-5 opna í einu og það fyrsta sem mér datt í hug var auðvitað að þetta væri minnisvandamál svo ég keyrði FreeRAM XP Pro upp og notaði það til að fá meira minni og það virðist gera það en það lagar samt ekki þetta vesen sem er ansi furðulegt :?

Einhver sem hefur einhverja glóru um hvað ég get gert?

Ég er með Windows XP Pro SP2 og þetta er tölvan sem er í lýsingunni. Tölvan er bara búin að vera í gangi í um 6 daga samfleytt og win diskurinn hefur verið defraggaður nýlega og hann virðist vera í góðu lagi. Svo er ég með mjög fá forrit í gangi í bakgrunninum en það er bara Avira Antivir, Windows Uptime, DU Meter og vnc forrit.

Hér fyrir neðan er svo mynd af Task Manager eins og hann kemur stundum.
Viðhengi
taskmanfubar.JPG
taskmanfubar.JPG (12.63 KiB) Skoðað 948 sinnum


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]

Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 28. Sep 2007 18:22

Smá update... Eftir að ég fór að nota FreeRAM XP Pro þá er þetta eiginlega hætt að koma fyrir. Ég setti forritið inná þegar þetta gerðist núna um daginn og fyrst virtist það ekki hafa áhrif á vandamálið en svo eftir að ég lokaði öllum IE gluggum og opnaði nýja stuttu seinna þá var vandamálið farið. Er þetta ekki bara eitthvað minnisvandamál hjá IE eins og einhver minnisleki eða eitthvað?

Hefur enginn hérna lent í þessu?


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Stebet » Mán 01. Okt 2007 09:44

Skoðaðu taskmanager og gáðu hvaða forrit er að éta upp "handles" hjá þér. Þetta gerist þegar "handles" í 2000/XP eru búin. Þar sem hvert GDI object á skjánum þarf a.m.k eitt handle þá eru forrit sem leka GDI objectum/minni fljót að eyða þeim upp.

Í Vista er búið að koma í veg fyrir þetta með því að stórauka handlecountið.




Jth
Græningi
Póstar: 42
Skráði sig: Þri 25. Okt 2005 10:00
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf Jth » Þri 27. Nóv 2007 11:33

Ég lenti í þessu sama; lét formata vélina - og er enn að lenda í þessu



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16267
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 1991
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf GuðjónR » Þri 27. Nóv 2007 11:37

Skrítið, ég hef lent í svona með XP.
Endaði með að ég formattaði og losnaði þá við þetta.



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fim 29. Nóv 2007 16:27

Ég held ég sé alveg laus við þetta vandamál núna en ég fór eftir leiðbeiningum hér en það er örugglega líka eitthvað vit í þessu hér, hér eða hér. Svo er líka ágætis grein hér.

Farið bara mjög varlega í þessar breytingar í regedit, þegar ég prófaði það fyrst setti ég lágar tölur en breytti því svo í hærri tölur en það ruglaði aðeins í Windows og skrítnir hlutir fóru að gerast :roll: En það lagaðist allt eftir restart ;)

Edit: ákvað að prófa að opna endalaust mikið af IE gluggum og náði að opna um 80 glugga eða svo en þá fór Windows aðeins að hægja á sér þegar ég ætlaði að reyna að opna fleiri glugga en samt virkar allt annað nokkuð vel, ég get t.d. opnað explorer og hægrismell virkar alveg. Í þessari tilraun rauk annars handle count úr 28þús. uppí um 58þús. sem er bara gott því áður þá var ég alltaf að lenda í massívu veseni þegar handle count var bara 34þús. eða svo. Tók svo eftir því reyndar að pagefile usage rauk uppúr öllu veldi (er núna 1.45gb, man ekki hvað það var fyrir en sá á línuritinu að það rauk upp á meðan) en það skiptir kannski ekki svo miklu máli svo lengi sem það er ekki að hafa áhrif á þetta vandamál.

Eftir að ég lokaði öllum gluggunum fór handle count niðurí 24þús. og page file usage er í 628mb (hefur örugglega verið þannig áður en það rauk upp). Ég held ég sé bara í góðum málum og það er allt fyrstu síðunni sem ég benti á að þakka :8)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]


Selurinn
Kerfisstjóri
Póstar: 1225
Skráði sig: Fös 24. Feb 2006 15:51
Reputation: 2
Staðsetning: Mhz
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Selurinn » Fim 29. Nóv 2007 22:29

Er þetta ekki bara gott Tweak líka til að nýta allt physical memory, eiginlega sem allir ættu að gera.....



Skjámynd

Höfundur
DoofuZ
1+1=10
Póstar: 1127
Skráði sig: Lau 30. Okt 2004 16:02
Reputation: 8
Staðsetning: Rivertown
Staða: Ótengdur

Pósturaf DoofuZ » Fös 30. Nóv 2007 17:24

Veistu, jú, það má svosem segja það. Það væri meirað segja mjög sniðugt að setja allskonar svona registry stiilingar saman í eina registry skrá sem maður gæti þá alltaf keyrt þegar maður væri nýbúinn að setja Windows XP inná einhverja tölvu. Mig hefur reyndar langað að gera svoleiðis skrá mjög lengi, og hafa þá líka í henni allar aðrar stillingar sem ég vil venjulega hafa sem default eftir install (eins og show all files, always show extension, simple útlit o.fl.), en það er bara svo sjaldan sem ég set upp XP svo ég hef bara ekki nennt því hingað til... :roll: Samt örugglega góð hugmynd fyrir aðra ;)


Gigabyte GA-MA790FXT-UD5P, AMD Phenom II X4 955 @3.2Ghz, 2 x 4gb Corsair Vengeance DDR3 @1600mhz LP, EVGA Geforce GTX 760, Seagate Barracuda 500gb, 20x Sony DVDRW, TT Big Typhoon og 700W Tagan BZ allt í Cooler Master Stacker kassa með 55" Philips HDTV :]