Síða 1 af 1

80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 15:29
af dadik
https://www.dv.is/eyjan/2023/11/27/atti ... ontrolant/

Þetta er væntanlega stærsta hópuppsögn hjá UT félagi á Íslandi frá upphafi vega.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 16:45
af gnarr
WOW var líklega stærra. Tæplega 100 manns í hubúnaðardeildinni hjá þeim þegar það varð gjaldþrota.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 16:55
af rapport
Þetta hefur líklega ekki verið fólk nátengd þróun, líklega meira tengt business virkni.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 17:25
af Viggi
Fóru þeir ekki full force í einhverjar kælimælingar á covid bóluefnum svo þegar það fjaraði út þá höfðu þeir ekkert annað að reiða sig á

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 21:41
af Hjorturth
Svo... HVersu líklegt að það endi einhverjar tölvur ódýrt á einhverju uppboði? Væri alveg til í að leika mér með k8 á smátölvum.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 22:39
af chaplin
rapport skrifaði:Þetta hefur líklega ekki verið fólk nátengd þróun, líklega meira tengt business virkni.


Ég hætti hjá Controlant í síðasta mánuði þar sem ég mig grunaði að eitthvað skrítið væri að fara að gerast, get lofað þér því að þetta voru mikið af fólki nátengd þróun.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Mán 27. Nóv 2023 23:17
af dadik
Hjorturth skrifaði:Svo... HVersu líklegt að það endi einhverjar tölvur ódýrt á einhverju uppboði? Væri alveg til í að leika mér með k8 á smátölvum.


Getur reynt að fylgjast með hvað dettur inn á efnisveitan.is

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Þri 28. Nóv 2023 08:18
af rapport
chaplin skrifaði:
rapport skrifaði:Þetta hefur líklega ekki verið fólk nátengd þróun, líklega meira tengt business virkni.


Ég hætti hjá Controlant í síðasta mánuði þar sem ég mig grunaði að eitthvað skrítið væri að fara að gerast, get lofað þér því að þetta voru mikið af fólki nátengd þróun.


Nýsköpunarfyrirtæki sem fær haug af peningum við en skýtur sig í fótinn í early series fjármögnun me því að minnka getu sína til að nýskapa...

Þetta hljómar ekki vel... nema... þetta hafi verið einhverskonar hreinsun, að fólk hafi ekki verið að performa og að planið sé að ráða betra fólk í staðinn. Það er samt helvíti áhættusamt því að það mun kosta fyrirtækið mikið að þjálfa upp nýtt starfsfólk.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Þri 28. Nóv 2023 09:54
af chaplin
rapport skrifaði:Þetta hljómar ekki vel... nema... þetta hafi verið einhverskonar hreinsun, að fólk hafi ekki verið að performa og að planið sé að ráða betra fólk í staðinn. Það er samt helvíti áhættusamt því að það mun kosta fyrirtækið mikið að þjálfa upp nýtt starfsfólk.


Ekki er það ástæðan, margir sem voru látnir fara voru "bestir á sínu sviði". Ég held að eina alvöru ástæðan fyrir þessum uppsögnum sé sú að þeir voru búnir að ráða of mikið af fólki og fyrir löngu búnir að missa tök á "heildarsýn" vöruþróunnar. Það eru líklegast um 10-12 hugbúnaðarlausnir sem Controlant er að þróa og þær lúkka allar út fyrir að vera þróaðar af mismunandi fyrirtækjum. Þetta gerist þegar fyrirtæki fer úr 20 manns í 500 á 3-4 árum.

Sem dæmi, ef þið farið á Controlant.com og í login, þá eru 2 option. Þetta eru login síðurnar
SCM - AM

Ímyndið ykkur núna 8-10 aðrar vörur, allar með mismunandi liti, formati, texta, icons, framework, API etc. Minni tekjur þar sem eftirspurn eftir bóluefni minnkað hjálpar ekki.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Þri 28. Nóv 2023 11:34
af rapport
chaplin skrifaði:
rapport skrifaði:Þetta hljómar ekki vel... nema... þetta hafi verið einhverskonar hreinsun, að fólk hafi ekki verið að performa og að planið sé að ráða betra fólk í staðinn. Það er samt helvíti áhættusamt því að það mun kosta fyrirtækið mikið að þjálfa upp nýtt starfsfólk.


Ekki er það ástæðan, margir sem voru látnir fara voru "bestir á sínu sviði". Ég held að eina alvöru ástæðan fyrir þessum uppsögnum sé sú að þeir voru búnir að ráða of mikið af fólki og fyrir löngu búnir að missa tök á "heildarsýn" vöruþróunnar. Það eru líklegast um 10-12 hugbúnaðarlausnir sem Controlant er að þróa og þær lúkka allar út fyrir að vera þróaðar af mismunandi fyrirtækjum. Þetta gerist þegar fyrirtæki fer úr 20 manns í 500 á 3-4 árum.

Sem dæmi, ef þið farið á Controlant.com og í login, þá eru 2 option. Þetta eru login síðurnar
SCM - AM

Ímyndið ykkur núna 8-10 aðrar vörur, allar með mismunandi liti, formati, texta, icons, framework, API etc. Minni tekjur þar sem eftirspurn eftir bóluefni minnkað hjálpar ekki.


Þetta hljómar skelfilega, eins og að taka dekkin undan bílnum því hann er kominn á svo mikla ferð að "það er ekki þörf fyrir að fara hraðar"...

Fjárfestar hafa ekki verið að fjárfesta í Controlant eins og það er í dag, þeir hafa verið að fjárfesta í framtíð Controlant og þetta hljómar ein sog fyrirtækið sé að setja þróun á hold... löngu áður en það er komið með áreiðanlegt forskot eða niche sem það getur treyst á.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Þri 28. Nóv 2023 11:44
af jonsig
Controlant eru líka komnir með copy-cats. Og þurfa að aðlaga sig að hertara samkeppnisumhverfi.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Þri 28. Nóv 2023 12:04
af chaplin
rapport skrifaði:Þetta hljómar skelfilega, eins og að taka dekkin undan bílnum því hann er kominn á svo mikla ferð að "það er ekki þörf fyrir að fara hraðar"...

Fjárfestar hafa ekki verið að fjárfesta í Controlant eins og það er í dag, þeir hafa verið að fjárfesta í framtíð Controlant og þetta hljómar ein sog fyrirtækið sé að setja þróun á hold... löngu áður en það er komið með áreiðanlegt forskot eða niche sem það getur treyst á.


Þú færð Pfizer ofl. til þín og þeir vilja A, B, C - en þeir vita ekki hvað A, B, C eru, þitt verkefni er að leysa það. Þeir vilja að þú leysir þetta í gær þar sem það er heimsfaraldur. Þeir borga þér fullt af peningum, færð fjárfestingar til að stækka hratt og leysa þetta vandamál eins hratt og mögulegt er.

Vandamálið er leyst, en núna ertu með 600 manns í vinnu, ekki lengur heimsfaraldur, en mikla tækniskuld. Það er ekki vinna f. 600 manns eins og staðan er í dag vegna breytta aðstæðna sem var ekki hægt að sjá fyrir.

Ég held og vona að það sé það sem Controlant er að fara að gera núna, samræming milli teyma og skýr hugmynd hvernig allar vörurnar eiga að "look and feel". Polish, refine, etc.

Tek það samt fram, Controlant eru að gera alveg mjög flotta hluti og nýjasta product-ið sem ég þori ekkert að segja frá gæti orðið "the next big thing" í pharma. Sú vara (og auðvita núverandi vörur) eru það sem fjárfestar eru að veðja á. Sem fyrrum starfsmanni þá vona ég að þeim gangi mjög vel.

Re: 80 starfsmenn missa vinnuna hjá Controlant

Sent: Fim 30. Nóv 2023 04:05
af Sinnumtveir
Í vesturheimi eru hópuppsagnir á þessum skala ekki óalgengar þegar nýsköpunarfyriritæki
þurfa að láta sjóð sinn duga sem lengst. Oft eru þessi fyrirtæki ekki komin í áreiðanlegar
tekjur, etv vaxið fullhratt og stundum að einhverju marki óreiðukennt.

Þegar menn þurfa að láta þá peninga sem eru í hendi + tekjur duga til að menn komist
endanlega fyrir horn á markaði þá eru kostirnir ekki margir. Árskostnaður af meðalstarfsmanni
er senniega einhverstaðar á milli 15 - 30 milljónir svo ef menn synda ekkí peningum þegar
hausatalan er komin í 450 er þannig séð ekki skrítið að skoða þurfi hvort allra sé þörf fyrir
þróunarstarfið framundan.

Þetta getur verið / eru blóðug leiðindi fyrir stjórnendur en auðvitað fyrst og fremst starfsmenn
sem sagt er upp.