Síða 1 af 3

ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 17:05
af Moldvarpan
Núna finnst mér persónulega að taka ætti upp ESB samtalið aftur, og ræða það af meiri alvöru.

Heimsmyndin hefur breyst mikið upp á síðkastið og langaði mig að spyrja ykkur,,,

Ætti Ísland að halda áfram með aðilarumsókn sína að Evrópusambandinu?

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 18:18
af urban
Persónulega þá finnst mér alveg eðlilegt að halda áfram með aðildarumsókn.
Aðalega til þess að sjá hvað í raun og veru er í pakkanum.

Hverjir raunvörulega eru plúsarnir og mínusarnir.
En það að ég vilji halda áfram með aðiladarumsókn er ekki sama sem merki með því að ég vilji ganga í ESB.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 18:51
af agust1337
Já, þó myndi ég segja, kannski frekar á dönsku leiðina, sjá hvernig það virkar, sérstaklega fyrir hagkerfið.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 19:05
af forumgater
urban skrifaði:Persónulega þá finnst mér alveg eðlilegt að halda áfram með aðildarumsókn.
Aðalega til þess að sjá hvað í raun og veru er í pakkanum.

Hverjir raunvörulega eru plúsarnir og mínusarnir.
En það að ég vilji halda áfram með aðiladarumsókn er ekki sama sem merki með því að ég vilji ganga í ESB.


Það er ekkert sem heitir að kíkja í pakkann.

Aðildarviðræður/Aðlögunarviðræður eru ekki prútt um hvað ESB gefur og tekur heldur með hvaða hætti umsóknarríkið ætlar að taka upp reglur ESB.

https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60611

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 19:46
af bigggan
Venjulega er þetta gert þannig að ríki þurfi að taka upp öll lög sem ESB semur á þínginnu (við mundu fá ákvæðið mörg sæti þar). Hinsvegar getur hvert ríki sett reglur undir þjóðaratkvæðisgreiðslu eða láta þingið kjósa hvað þau vilja ekki, td, Bretland þar sagði þíngið nei við Evrúna held ég, en hinsvegar i Danmörku og sviþjóð var sama mál sett undir þjóðaratkvæðisgræðslu og fékk nei þar.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 20:41
af urban
forumgater skrifaði:
urban skrifaði:Persónulega þá finnst mér alveg eðlilegt að halda áfram með aðildarumsókn.
Aðalega til þess að sjá hvað í raun og veru er í pakkanum.

Hverjir raunvörulega eru plúsarnir og mínusarnir.
En það að ég vilji halda áfram með aðiladarumsókn er ekki sama sem merki með því að ég vilji ganga í ESB.


Það er ekkert sem heitir að kíkja í pakkann.

Aðildarviðræður/Aðlögunarviðræður eru ekki prútt um hvað ESB gefur og tekur heldur með hvaða hætti umsóknarríkið ætlar að taka upp reglur ESB.

https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=60611


Jæja, ekkert til sem að heitir að kíkja í pakkann segiru.

það er töluvert af dæmum um undanþágur/sérlausnir á ákveðum málum hjá hinum og þessum þjóðum.
Það er t.d. alveg öruggt mál að ísland þarf sérlausnir í 31 kafla, semsagt um utanríkis og öryggismál, einfaldlega þar sem að við erum herlaus þjóð.
Þessar sérlausnir þurfa jú að vera á hreinu áður en það færi fram þjóðaratkvæðagreiðsla.

Þætti mjög líklegt að það væri farið fram á einhverja sérlausnir í sjávarútvegsmálum, þetta þyrfti að vera á hreinu áður en þjóðaratkvæðagreiðsla færi fram.

Sjáðu til, þetta myndi nefnilega alltaf enda á þjóðaratkvæðagreiðslu, en það yrði alltaf þjóðaratkvæðagreiðsla um samning, samning sem að er ekki til í dag.

Svoleiðis er nefnilega akkúrat hægt að kíkja í pakkann.

https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=63360

Í stuttu máli er svarið já. Í tvö þeirra fjögurra skipta sem Noregur hefur sótt um aðild að Evrópusambandinu var aðildarviðræðum lokið með undirritun aðildarsamnings. Fullmótaður aðildarsamningur var lagður í þjóðaratkvæði árin 1972 og 1994 og í báðum tilvikum var honum hafnað.

Sjáðu, Norðmenn fengu nefnilega fullmótaðan aðildarsamning til þess að kjósa um.
Þeir semsagt kíktu í pakkann.
Sögðu svo bara nei.

Hvað fær þig til þess að halda fram að við gætum ekki gert það sama ?

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 21:20
af rapport
bigggan skrifaði:Venjulega er þetta gert þannig að ríki þurfi að taka upp öll lög sem ESB semur á þínginnu (við mundu fá ákvæðið mörg sæti þar). Hinsvegar getur hvert ríki sett reglur undir þjóðaratkvæðisgreiðslu eða láta þingið kjósa hvað þau vilja ekki, td, Bretland þar sagði þíngið nei við Evrúna held ég, en hinsvegar i Danmörku og sviþjóð var sama mál sett undir þjóðaratkvæðisgræðslu og fékk nei þar.


Er það ekki þannig í EES hvort sem er?

Hefur það ekki skilað okkur einni mestu hagsæld Íslandssögunnar?

Og þó við eigum fullt af fisk sem búið er að setja í vasann á 30 útgerðakörlum .. hverju höfum við að tapa?

Við höfum allt að græða...

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 21:24
af appel
Það er enginn "pakki" til að kíkja í. Það er vel vitað hvað felst í ESB aðild. Þetta er ekki samningsatriði. Lög og reglur ESB eru opinber gögn. Það er engin launung um neitt þar á bæ.

Svíþjóð og Danmörk hafa ekki tekið upp evru, hvað veldur?

Bretland fór úr ESB, og Bretland er okkar helsta viðskiptaland. Það væri fásinna að ganga í ESB þegar Bretland er gengið úr. E.t.v. ganga þeir aftur í ESB, en tekur kannski 2 áratugi. Við erum í betri stöðu að geta samið við Bretland beint frekar en að undirgangast samningateymi ESB sem hefur hagsmuni Frakkland og Þýskalands að leiðarljósi gagnvart Bretlandi.

Já, við erum í EES, en við höfum samt sveigjanleika sem önnur ESB lönd hafa ekki, t.d. samninga við önnur lönd.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 21:33
af g0tlife
Fólk talar um breytta og betri tíma ef við förum í þetta. Gaman að spurja frekar, afhverju vill evrópusambandið fá Ísland ? Vilja þeir ekki fá aðgang að fiski, rafmagni og vatni fyrir Evrópu. Ef við neitum að gefa aðgang að okkar auðlindum þá trúi ég ekki að þetta samband sjái sér eitthvern hag í því að fá ísland.

Þannig svarið mitt er nei. Við erum með einn fótinn þarna og það er alveg nóg.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 21:55
af appel

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 21:58
af Moldvarpan
Landið myndi áfram stjórna sínum auðlindum, en gæti líklega ekki bannað bátum að koma frá öðrum ESB löndum til að veiða í okkar sjó.
Svipaða sögu að segja með landbúnaðinn, margir eru hræddir að missa sérstöðu íslenska lambakjötsins sem dæmi.

En þurfum við ekki að markaðsetja okkar einangrun innan Evrópusambandsins? Að hún sé einstök. 1400km í næsta Evrópusambandsríki.

Ef ég ætti að koma með lausleg dæmi um svona sérstöðu sem ég er að meina, þá mætti líta til Parmesan og Cognac.
Ekki alveg sambærilegt en you get the point.

Mér finnst að við ættum að skoða þetta betur. Að sjálfsögðu þyrfti endanleg ESB aðild að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hún gæti verið samþykkt á Alþingi. Þannig við getum klárlega athugað hvort þessi aðild hugnist þjóðinni þegar uppi er staðið. Ef þetta getur fengið málefnilega afgreiðslu án fyrirfram ákveðna fordóma og hræðslu við breytingar.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:09
af appel
Moldvarpan skrifaði:Landið myndi áfram stjórna sínum auðlindum, en gæti líklega ekki bannað bátum að koma frá öðrum ESB löndum til að veiða í okkar sjó.
Svipaða sögu að segja með landbúnaðinn, margir eru hræddir að missa sérstöðu íslenska lambakjötsins sem dæmi.

En þurfum við ekki að markaðsetja okkar einangrun innan Evrópusambandsins? Að hún sé einstök. 1400km í næsta Evrópusambandsríki.

Ef ég ætti að koma með lausleg dæmi um svona sérstöðu sem ég er að meina, þá mætti líta til Parmesan og Cognac.
Ekki alveg sambærilegt en you get the point.

Mér finnst að við ættum að skoða þetta betur. Að sjálfsögðu þyrfti endanleg ESB aðild að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu áður en hún gæti verið samþykkt á Alþingi. Þannig við getum klárlega athugað hvort þessi aðild hugnist þjóðinni þegar uppi er staðið. Ef þetta getur fengið málefnilega afgreiðslu án fyrirfram ákveðna fordóma og hræðslu við breytingar.


Ekkert hræddur við þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB, veit að þjóðin mun svona 60%+ segja nei. Þessvegna hefur aldrei verið nein þjóðaratkvæðagreiðsla um þetta, allir stjórnmálaflokkar í ríkisstjórn segja nei við ESB. Þannig að ég skil ekki afhverju það eru til stakir menn sem vilja kjósa um eitthvað sem er svona borðleggjandi. Hvað er málið? Vilji menn ESB þá er ENGINN þröskuldur að flytja þangað :)

Annars er það ákvörðun ESB að aðlaga sig að okkar kröfum, ekki öfugt. Ef ESB vill að Ísland og Noregur gangi í ESB þá þarf að gera undartekningar á stærstu hagsmunamálunum.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:14
af urban
appel skrifaði:Það er enginn "pakki" til að kíkja í. Það er vel vitað hvað felst í ESB aðild. Þetta er ekki samningsatriði. Lög og reglur ESB eru opinber gögn. Það er engin launung um neitt þar á bæ.


Já ef að menn eru bara búnir að ákveða að það verði bara sagt já og amen við öllu, þá er alveg vitað hvað felst í ESB aðild.
En það er bara ekki svo einfalt.

Það eru nefnilega undanþágur og sérlausnir, eitthvað sem að er einmitt samið um.

Það er einmitt pakkinn sem að þarf að kíkja í, það er nefnilega akkúrat pakkinn sem að skiptir öllu máli.
myndum við fá sérlausnir í sjávarútvegsmálum, landbúnaði eða orkumálum.


https://www.evropuvefur.is/svar.php?id=64187

Í einum samningskafla, kafla númer 12 um matvælaöryggi, dýra- og plöntuheilbrigði, virðist þó mega fullyrða að Króatar hafa farið fram á varanlega undanþágu eða sérlausn. Vegna sérstakra landfræðilegra aðstæðna í Króatíu, sem er skipt í tvö ótengd landsvæði með nesi sem tilheyrir Bosníu og Hersegóvínu og nær út í Adríahaf (sjá mynd að ofan), óskuðu króatísk stjórnvöld eftir undanþágu frá ákvæðum tilskipunar (nr. 97/78/EB) um meginreglur um skipulag dýraheilbrigðiseftirlits með afurðum sem fluttar eru inn til bandalagsins frá þriðju löndum.
Niðurstaða aðildarviðræðnanna um þetta atriði var sú að Evrópusambandið og Króatar sömdu um sérlausn. Samningsniðurstaðan lítur þannig út að annarri málsgrein var bætt við 1. grein umræddrar tilskipunar. Í henni kemur fram að á grundvelli undanþágu frá fyrstu málsgrein fyrstu greinar séu vörusendingar frá Króatíu,


Það eru nefnilega samningsatriði, samningsatriði sem að ég væri alveg til í að sjá hvernig myndu enda, semsagt, sjá hvernig pakkinn er, fá að kíkja aðeins í hann áður en ákveðið er.

Menn nefnilega hafa einsog staðan er í dag alveg rosalega takmarkaðar upplýsingar til þess að taka ákvörðun, vegna þess að pakkinn hefur aldrei verið skoðaður.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:22
af appel
Öll frávik eða undanþágur eru tímabundnar, þ.e. þær renna út og lög og reglur ESB taka gildi þá.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:26
af appel
https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2023 ... lgafrestur

Verði ykkur að góðu með þetta. íslenskt hagkerfi verður ósamkeppnishæft vegna stöðu sinnar sem fjarlægrar eyju.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:33
af rapport
appel skrifaði:https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-27-samkomulag-um-timabunda-undanthagu-ekki-galgafrestur

Verði ykkur að góðu með þetta. íslenskt hagkerfi verður ósamkeppnishæft vegna stöðu sinnar sem fjarlægrar eyju.


Verður eða "er nú þegar"...?

Það er common sense að eyja úti á ballarhafi hafi ekki landfræðilegt forskot...

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:42
af appel
rapport skrifaði:
appel skrifaði:https://nyr.ruv.is/frettir/innlent/2023-05-27-samkomulag-um-timabunda-undanthagu-ekki-galgafrestur

Verði ykkur að góðu með þetta. íslenskt hagkerfi verður ósamkeppnishæft vegna stöðu sinnar sem fjarlægrar eyju.


Verður eða "er nú þegar"...?

Það er common sense að eyja úti á ballarhafi hafi ekki landfræðilegt forskot...


Það er eitt að annar aðili herðir á snörunni og svo hitt að við göngum í hana.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:43
af vesley
Það er enginn flokkur eftir á þingi sem er harður á því að ganga í ESB lengur.

Formaður Samfylkingar er hægt og rólega að vinna í því að drepa þá umræðu að fullu í sínum flokk.



Ég spyr frekar.
Af hverju ekki að fara frekar norsku leiðina og vinna eitthvað t.d. úr þeirri olíu sem er á drekasvæðinu ef við viljum fá inn miklar tekjur ?
Á meðan Norðmenn eiga þá auðlind mun þeim aldrei láta sér detta það í hug að ganga í sambandið.
Nú er skortur á olíu og gasi í Evrópu og við eigum möguleika á að vinna úr miklu magni hér á landi. Auðlind sem er að sjálfsögðu ekki lausn í baráttunni en þó umtalsvert betra en kolin sem Þjóðverjar og Bretar eru farnir að moka upp aftur í miklu magni.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 22:58
af urban
appel skrifaði:Öll frávik eða undanþágur eru tímabundnar, þ.e. þær renna út og lög og reglur ESB taka gildi þá.


Miðað við allt sem að ég hef lesið, þá eru undanþágur yfirleitt tímabundnar en sérlausnir ekki, enda dæmið með króatana
frá fyrra kvóti hjá mér skrifaði:virðist þó mega fullyrða að Króatar hafa farið fram á varanlega undanþágu eða sérlausn.
.
Samningsniðurstaðan lítur þannig út að annarri málsgrein var bætt við 1. grein umræddrar tilskipunar. Í henni kemur fram að á grundvelli undanþágu frá fyrstu málsgrein fyrstu greinar séu vörusendingar frá Króatíu,

Hefuru einhverjar upplýsingar sem að benda á að þetta sé rangt ?
Sem styðja við það sem að þú segir að allar undanþágur séu tímabundnar ?


Sjáðu til, næsti póstur hjá þér með tímabundna undanþágu, sjáðu til, við erum ekki í ESB, erum samt að taka þetta upp, værum alveg öruggt mál ekki í verri samningstöðu ef að við værum í ESB.

Ég sjálfur hef akkúrat engan áhuga á því að ganga í ESB einsog staðan er núna, en það er þar á meðal útaf því að við vitum ekki hvernig samningur myndi enda, að öllum líkindum hefði ég engan áhuga á því eftir að samningur væri í boði, en það er lágmark að skoða hann finnst mér.

ég bara skil ekki hræðsluna við að kíkja í pakkann, get alveg skilið það svo sem þegar að menn eru bara búnir að ákveða að það sé ekki hægt að semja um neitt, en það er bara ekki þannig, það er bara alveg hægt að semja um sérlausnir.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Mán 23. Okt 2023 23:06
af appel
vesley skrifaði:Það er enginn flokkur eftir á þingi sem er harður á því að ganga í ESB lengur.

Formaður Samfylkingar er hægt og rólega að vinna í því að drepa þá umræðu að fullu í sínum flokk.



Ég spyr frekar.
Af hverju ekki að fara frekar norsku leiðina og vinna eitthvað t.d. úr þeirri olíu sem er á drekasvæðinu ef við viljum fá inn miklar tekjur ?
Á meðan Norðmenn eiga þá auðlind mun þeim aldrei láta sér detta það í hug að ganga í sambandið.
Nú er skortur á olíu og gasi í Evrópu og við eigum möguleika á að vinna úr miklu magni hér á landi. Auðlind sem er að sjálfsögðu ekki lausn í baráttunni en þó umtalsvert betra en kolin sem Þjóðverjar og Bretar eru farnir að moka upp aftur í miklu magni.


Ég er algjörlega með þér þarna. Þetta er bara fáránlegt, í boði íslenskra vanvitra stjórnvalda því miður.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Þri 24. Okt 2023 01:34
af jonfr1900
appel skrifaði:Öll frávik eða undanþágur eru tímabundnar, þ.e. þær renna út og lög og reglur ESB taka gildi þá.

Nei. Aðildarsamningar ríkja hafa lagalega stöðu stofnsamninga innan ESB. Þeim verður ekki breytt þegar þeir taka gildi nema með nýjum samningum við viðkomandi ríki.

Þess vegna er Brexit í raun svona samningur. Sem hefur sömu lagalegu stöðu, nema í hina áttina.

The EU-UK Withdrawal Agreement

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Þri 24. Okt 2023 02:44
af jonfr1900
Svíþjóð þarf að taka upp evruna á endanum. Alveg eins og Pólland, Búlgaría (ferlið er byrjað), Rúmenía, Ungverjaland. Svíþjóð reyndar hélt fáránlega kosningu um evruna (áður en gjaldmiðilinn varð raunverulegur) og kaus að vera ekki með. Þetta var bara ráðgefandi kosning og samkvæmt aðildarsamningi Svíþjóðar að ESB. Þá þurfa þeir að taka upp evruna þegar efnahagsleg skilyrði eru uppfyllt.

Danmörk er með undanþágu sem er aðeins hægt að fella úr gildi með þjóðaratkvæðagreiðslu.
Evrusvæðið (Wikipedia).

Economic and Monetary Union of the European Union (Wikipedia)

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Þri 24. Okt 2023 07:30
af Moldvarpan
appel skrifaði:
vesley skrifaði:Það er enginn flokkur eftir á þingi sem er harður á því að ganga í ESB lengur.

Formaður Samfylkingar er hægt og rólega að vinna í því að drepa þá umræðu að fullu í sínum flokk.



Ég spyr frekar.
Af hverju ekki að fara frekar norsku leiðina og vinna eitthvað t.d. úr þeirri olíu sem er á drekasvæðinu ef við viljum fá inn miklar tekjur ?
Á meðan Norðmenn eiga þá auðlind mun þeim aldrei láta sér detta það í hug að ganga í sambandið.
Nú er skortur á olíu og gasi í Evrópu og við eigum möguleika á að vinna úr miklu magni hér á landi. Auðlind sem er að sjálfsögðu ekki lausn í baráttunni en þó umtalsvert betra en kolin sem Þjóðverjar og Bretar eru farnir að moka upp aftur í miklu magni.


Ég er algjörlega með þér þarna. Þetta er bara fáránlegt, í boði íslenskra vanvitra stjórnvalda því miður.


Þetta er ekki rétt, Viðreisn talar fyrir áframhaldandi samtali við ESB um þessa umsókn.

Og hvað með það þótt engin stjórnarflokkur sé með þetta á "dagskrá"? Þeir stjórna ekki umræðunni í landinu.

Það erum við sem stjórnum landinu með því sem við kjósum..

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Þri 24. Okt 2023 08:37
af KristinnK
ESB aðild einfaldlega henntar ekki Íslandi. Til dæmis þá tekur ESB ekki lengur til greina að veita undanþágu frá upptöku evrunnar eins og Bretar og Danir fengu á sínum tíma. Svíar eru ekki einu sinni með undanþágu, heldur eru tæknilega séð skyldugir til að taka upp evruna þegar upptökuskilyrði eru uppfyllt. Og okkar hagkerfi gæti einfaldlega ekki virkað með evruna. Ferðamannaálagið á landinu er nú þegar alveg á þolmörkum, ímyndið ykkur hvernig það hefði orðið ef styrkingu krónunnar hefði ekki notið við, sem eykur kostnað ferðamanna við að heimsækja Ísland, og temprar þannig eftirspurn. Sjálfstæður gjaldmiðill er algjörlega nauðsynlegur til þess að markaður getur brugðist við eftirspurn og framboði með eðlilegum hætti.

Það er þar að auki engin sérstök ástæða til að sækjast eftir aðild. Við erum nú þegar aðilar að innri markaði ESB, og tökum upp þær reglur ESB þar sem hagur Íslands gefur tilefni til. Með sameiginlegu EES nefndinni höfum við líka tækifæri til að gera breytingar á þeim reglum sem ekki hennta okkar hagkerfi eða samfélagi, og hefur ESB enga leið til að þvinga þeim upp á okkur, heldur verða reglurnar ekki hluti af EES samningnum nema samkomulag náist í EES nefndinni um útfærslu reglnanna. Í ESB er hins vegar búið að afnema nánast allar kosningar þar sem aðildarríki hafa neitunarvægi, og værum við því með ekki nema örlítið atkvæðavægi sem myndi í raun ekki gefa okkur nokkurn möguleika á því að hafa áhrif á þær reglur sem gilda hér á landi.

Re: ESB - Yay or Nay

Sent: Þri 24. Okt 2023 10:03
af Orri
Tvö vandamál sem ég myndi vona að innganga í ESB myndi laga hér á landi, sem við erum greinilega algjörlega vanhæf um að lagfæra sjálf:

1. Alvöru eftirlit með stofnunum og stjórnsýslu. Við erum alltof smá þjóð og allir hafa alltof mörgum sérhagsmunum að gæta til að geta stjórnað okkur sjálf. Yrðum vissulega ekki spillingar-laus með inngöngu í ESB, en það er enginn að fara að segja mér að stjórnmálamenn muni eiga jafn auðvelt með að selja vinum og vandamönnum ríkiseignir undir smásjá Evrópusambandsins, svo eitthvað sé nefnt.

2. Samkeppni. Ég held að við hefðum mjög gott af því að fá erlenda samkeppni inn á okkar fákeppnismarkað, sem virðist vera óleysanlegt vandamál þar sem allir alvöru challengers á íslenska markaðnum eru annaðhvort drepin í fæðingu, eða verða á endanum það stór að þau taka þátt í fákeppninni sem þau voru að leysa.

Við tölum oft um hvað við erum "best í heimi", með eldklárt fólk, framúrskarandi tækni, frábærar auðlindir, og svo erum við vissulega helvíti seig sem þjóð að búa á þessum klaka í Norður-Atlantshafi. En samt eru menn hérna skíthræddir við að bera okkur til jafns við aðrar þjóðir í Evrópusambandinu? Erum við semsagt geggjaðir einspilarar en vanhæf um að vera liðsmenn í stærra liði?