Síða 1 af 1

Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 19:35
af Krissinn
Góða kvöldið.

Hefur einhver reynslu af þessum radarvara:

http://www.nesradio.is/223-cobra-rad-250.html

Hvaða radarvarar eru annars bestir í dag? Sem notaðir eru hér heima? ;)

Re: Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 19:59
af DaRKSTaR
efast um að nokkuð af þessu virki í dag

Re: Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 20:04
af Krissinn
DaRKSTaR skrifaði:efast um að nokkuð af þessu virki í dag


Hvaða tækni notast lögreglan við í dag?

Re: Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 20:22
af AsgeirM81
K og Ka Band, sem og Laser(mælingar úti í kanti, oftast mótarhjólalöggur).

Blind spot indicator kerfi(BLIS), sem og radar cruse control í nýrri bílum eiga það til að trufla K og Ka band(venjuleg radar tíðni), svo ef að bílinn þinn er með þannig, þá ertu nokkurn veginn screwed.

Hef lent í því nokkrum sinnum að bíll sem kemur á hraðferð framhjá mér á tvöfölduninni á brautinni, slær vel af sökum þess að bílinn minn er með BLIS + Radar cruise.

Margir af nýrri og dýrari radarvörum eru með filtera sem að eiga að geta filterað út BLIS kerfi/radar cruise, en verða þá ekki eins næm á þær tíðnir sem skipta máli.

Með Laserinn þá er radarvarinn aðalega nothæfur í að láta þig vita að þú varst að fá sekt.

Re: Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 20:39
af ColdIce
Er ekki með þennan en er með Cobra 360 frá 2013 og hann er reglulega að bjarga mér í dag, svo þeir gera alveg sitt ennþá.

Re: Radarvari í bíl

Sent: Mán 05. Ágú 2019 22:30
af Graven
Deyr í árekstri á 270km hraða, en hey fékk aldrei sekt

Re: Radarvari í bíl

Sent: Þri 06. Ágú 2019 14:51
af HalistaX
Skil aldrei hvað er svona gaman við það að keyra hratt, að keyra dópaður hinsvegar, ÞAÐ ER SKO GAMAN!!!

(Tekinn tvisvar með tveggja daga millibili í Janúar 2018, missti prófið í Janúar 2019 í 3 mánuði, fékk það aftur í Apríl!)