Síða 1 af 1

veggrofi - smá hjálp

Sent: Mið 26. Okt 2016 20:35
af lifeformes
sælir, getur einhver frætt mig um það hvernig ég næ vírnum úr, það er eingin skrúfa, bara þessir svörtu hnappar oná :dead

Mynd

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Mið 26. Okt 2016 20:44
af Manager1
Getur verið að svörtu hnapparnir séu einhverskonar klemmur sem þarf þá að ýta á til að ná vírunum úr?

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Mið 26. Okt 2016 20:49
af Njall_L
Ættir að geta þrýst svörtu hnöppunum niður og þá losnar um vírana. Þetta eru bara klemmur. Passaðu bara að það sé enginn spenna á þessu fyrst ;)

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Mið 26. Okt 2016 21:09
af lifeformes
er nefnilega búinn að vera að pressa á þessa svörtu en ekkert gerist

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Mið 26. Okt 2016 21:31
af Arnarr
Þarft að ýta fast og juðast í vírunum á sama tíma :megasmile
lifeformes skrifaði:er nefnilega búinn að vera að pressa á þessa svörtu en ekkert gerist

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Fim 27. Okt 2016 07:40
af Urri
Þú átt ekki að þurfa að juðast á þeim. en tenglar eru ekkert altof dýrir ef þú ert að skipta um.

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Fim 27. Okt 2016 22:14
af jonsig
lifeformes skrifaði:sælir, getur einhver frætt mig um það hvernig ég næ vírnum úr, það er eingin skrúfa, bara þessir svörtu hnappar oná :dead

Mynd


Þetta eru stífar fjaðrir ,þarft að pressa fast og juða vírunum hægri-vinstri. Samt fáðu fagmann í þetta.

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Fös 28. Okt 2016 14:01
af DJOli
Annars fást þessir rofar hjá Reykjafelli. Ef þig vantar nýjan þá segirðu starfsmanninum bara númerið, eins og í þessu tilfelli, Jung 506U, þetta er bara ósköp venjulegur rofi.

Re: veggrofi - smá hjálp

Sent: Fös 28. Okt 2016 15:58
af lifeformes
Takk fyrir svörin strákar :happy þetta kom með að pressa bara vel á þessa svörtu, var að skipta honum út fyrir dimmer rofa