Síða 1 af 1

GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 08:04
af jericho
Hefur einhver reynslu af þessum "krakkaúrum" sem þurfa SIM-kort og eru með innbyggðum GPS? Börnin mín eru 6 og 7 ára og vegna vinnu foreldranna, þá þurfa þau að fara sjálf til/frá skóla. Það getur ýmislegt komið upp á og mér finnst þetta ákveðið öryggisatriði (don't judge) að geta fylgst með ungunum sínum. Hægt er að skilgreina ákveðið svæði á korti, þannig að ef þau fara út fyrir það þá fær maður tilkynningu. Að auki bjóða úrin upp á að hægt er að hringja í ákveðin símanúmer, t.d. mömmu eða pabba (ég hugsa þetta fyrir neyðartilvik).

Við fyrstu sýn finnst mér þetta stórsniðugt öryggistæki og vildi kanna hvort þið þekktuð til þessara úra? T.d.
- hver er batterísendingin (hlaða daglega/vikulega)?
- er mikið gagnamagn sem fer við hefðbundna notkun?
- er úrið bulky/óþægilegt eða álíka fyrirferðamikiðog venjuleg úr? Hvaða úr eru þægilegust og fyrirferðaminnst?

Hér er t.d. eitt á AliExpress

Mynd

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 08:08
af Njall_L
Hef heyrt mjög breytilega hluti um þessi Ali úr. Sumir viljast fá ágætis eintök meðan sum eru í endalausu veseni, senda vitlausar staðsetningar, virkar ekki að hringja í úrið/úr því, neyta að taka við íslenskum simkortum og svo framvegis.

Tölvutek voru farnir að bjóða upp á Wonlex, hef sett þau upp fyrir fjölskyldumeðlimi og gekk það vel fyrir sig, appið í símanum er nokkuð flott og þetta virðast vera nokkuð flott úr. Tölvutek eru líka með góðar leiðbeiningar og auðvitað ábyrgðina ef að eitthvað skildi gerast. Myndi persónulega frekar kaupa þau úr heldur en eitthvað sem að virkar kannski frá Ali
https://tolvutek.is/vara/wonlex-gps-kra ... llur-blatt

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 08:44
af berteh
Ég hef bæði keypt svona Q50 fyrir mig og fjölskyldu/vini og í þau fáu skipti sem ég hef sannarlega fengið gallaða vöru hefur ekki verið neitt mál að fá endurgreitt eða nýja vöru senda
Flest Q50 í dag koma ekki uppsett fyrir evrópumarkað en það er mjög auðvelt að laga það, það þarf ekki annað en að senda 2 skipanir í SMS á úrin og endurræsa
Appið er voða hrátt en það gerir allt sem það þarf að gera :)
Q50 er mjög heillandi kostur enda kostar það undir 15$ í dag með shipping

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 08:57
af HalistaX
Just buy your kid a damn phone you cheap as motherf*****....

Hahah nei djók. Finnst þetta samt vera eitthvað svo skrítið.

Ég væri endilega til í að heyra frá einhvrjum sem hefur reynslu af einhverju svona :D

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 09:01
af Gislinn
jericho skrifaði:- hver er batterísendingin (hlaða daglega/vikulega)?
- er mikið gagnamagn sem fer við hefðbundna notkun?
- er úrið bulky/óþægilegt eða álíka fyrirferðamikiðog venjuleg úr? Hvaða úr eru þægilegust og fyrirferðaminnst?


Eldri strákurinn hjá mér á svona úr eins og þú linkar á frá AliExpress.
- Hleðslan er að endast um 5 daga, það tekur um 2-3 klst að fullhlaða úrið.
- Ég hef ekki fylgst sérstaklega með gagnamagnsnotkun úrsins, við fáum frítt (útaf áskriftarleiðinni hjá mér) sim-kort fyrir hann með ótakmörkuðum sms-um og mínútum og 1 GB í gagnamagn á mánuði, það hefur aldrei klárast. (Ég tékkaði á gagnamagnsnotkun úrsins, mest hefur það farið í 2 MB á dag).
- Þessi úr eru meira bulky en venjuleg úr en strákurinn hjá mér kvartar ekkert, enda kallar hann þetta Hvolpasveitarúr og er hæst ánægður.

Þessi úr eru mjög mikið "you get what you pay for", þetta myndi seint teljast gæðavörur. GPS-ið getur verið fáranlega vitlaust (nei ég er ekki að tala um LBS), þegar ég meina fáranlega vitlaust þá er ég að tala um ca. 100 - 800 m vitlaust, sýnir hann á einhverjum stað og svo eftir 10 sek er hann kominn 800 m frá þeim stað (þótt að drengurinn sé snöggur þá er hann ekki að hlaupa á tæplega 300 km/klst) og eitthvað svoleiðis bull. Það eru til mun betri og flottari (og dýrari) GPS úr fyrir krakka heldur en þessi úr, en þau eru flest að kosta um 150 USD eða meira. Við notum símafídusinn í þessu mun meira en staðsetningar dótið.

HalistaX skrifaði:Just buy your kid a damn phone you cheap as motherf*****....


Yngri krakkar glata símanum á innan við 10 mínútum, úrið er þá allavega bundið við hendina á þeim þannig það er erfiðara fyrir þau að gleyma því einhverstaðar.

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 09:22
af HalistaX
Gislinn skrifaði:
jericho skrifaði:- hver er batterísendingin (hlaða daglega/vikulega)?
- er mikið gagnamagn sem fer við hefðbundna notkun?
- er úrið bulky/óþægilegt eða álíka fyrirferðamikiðog venjuleg úr? Hvaða úr eru þægilegust og fyrirferðaminnst?


Eldri strákurinn hjá mér á svona úr eins og þú linkar á frá AliExpress.
- Hleðslan er að endast um 5 daga, það tekur um 2-3 klst að fullhlaða úrið.
- Ég hef ekki fylgst sérstaklega með gagnamagnsnotkun úrsins, við fáum frítt (útaf áskriftarleiðinni hjá mér) sim-kort fyrir hann með ótakmörkuðum sms-um og mínútum og 1 GB í gagnamagn á mánuði, það hefur aldrei klárast. (Ég tékkaði á gagnamagnsnotkun úrsins, mest hefur það farið í 2 MB á dag).
- Þessi úr eru meira bulky en venjuleg úr en strákurinn hjá mér kvartar ekkert, enda kallar hann þetta Hvolpasveitarúr og er hæst ánægður.

Þessi úr eru mjög mikið "you get what you pay for", þetta myndi seint teljast gæðavörur. GPS-ið getur verið fáranlega vitlaust (nei ég er ekki að tala um LBS), þegar ég meina fáranlega vitlaust þá er ég að tala um ca. 100 - 800 m vitlaust, sýnir hann á einhverjum stað og svo eftir 10 sek er hann kominn 800 m frá þeim stað (þótt að drengurinn sé snöggur þá er hann ekki að hlaupa á tæplega 300 km/klst) og eitthvað svoleiðis bull. Það eru til mun betri og flottari (og dýrari) GPS úr fyrir krakka heldur en þessi úr, en þau eru flest að kosta um 150 USD eða meira. Við notum símafídusinn í þessu mun meira en staðsetningar dótið.

HalistaX skrifaði:Just buy your kid a damn phone you cheap as motherf*****....


Yngri krakkar glata símanum á innan við 10 mínútum, úrið er þá allavega bundið við hendina á þeim þannig það er erfiðara fyrir þau að gleyma því einhverstaðar.

Hahaha ég veit það, gamli. Ég var bara aðeins að glensa :P

Þetta er helvíti sniðugt þegar ég hugsa útí það. Hvaða foreldri myndi tíma því að vera alltaf að kaupa nýjann og nýjann síma handa krakkanum? Þegar það er bara hægt að strappa þetta við hann og allir eru happy!

Finnst samt eins og þetta sé of góð hugmynd fyrir Alibaba eða Aliexpress eða einhverja svona rip-off síðu til þess að selja...

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 09:41
af Gislinn
HalistaX skrifaði:Finnst samt eins og þetta sé of góð hugmynd fyrir Alibaba eða Aliexpress eða einhverja svona rip-off síðu til þess að selja...


Já, fyrsta sem mér datt í hug þegar ég heyrði af þessu var þetta


Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 14:27
af Black
Það var frétt á vísi fyrir stuttu síðan um gps úr sem var keypt af Aliexpress,lithium rafhlaðan var gölluð í því og sprakk barnið hlaut brunasár á hendinni eftir það. Finn samt ekki fréttina :svekktur

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 14:34
af EOS

Re: GPS úr fyrir börn

Sent: Mið 14. Sep 2016 15:11
af Black
Black skrifaði:Það var frétt á vísi fyrir stuttu síðan um gps úr sem var keypt af Aliexpress,lithium rafhlaðan var gölluð í því og sprakk barnið hlaut brunasár á hendinni eftir það. Finn samt ekki fréttina :svekktur

EOS skrifaði:Veit ekki aaaaalveg með þetta Q50
http://www.dv.is/frettir/2016/7/27/sonu ... -hondunum/



Ah þetta er einmitt fréttinn sem ég var að tala um