Síða 1 af 1

Niðurfelling vörugjalda

Sent: Lau 06. Des 2014 22:24
af roadwarrior
Veit einhver hvar maður getur séð hvaða vörur/vöruflokkar niðurfelling vörugjalda mun snerta?

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 01:06
af hakkarin
Skiptir ekki máli að því að Ísland er það mikið okurland að kaupmenn munu stela lækkunni. ](*,)

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 01:26
af machinefart
hakkarin skrifaði:Skiptir ekki máli að því að Ísland er það mikið okurland að kaupmenn munu stela lækkunni. ](*,)


Þá pantar þú bara vöruna frá útlöndum. Ef varan kostar meira á íslandi en að panta hana að utan, borga sendingu og borga af henni, þá bara einfaldlega verslarðu hana þar sem þú færð hana ódýrast.

Mér skildist þetta myndi hafa áhrif á langflestar vörur.

Vinsæl skoðun hérna á vaktinni er að allar búðir á íslandi vinni ítrekað við það að okra á landanum og svindla. Mér finnst það alveg jafn mikil þröngsýni og að treysta hverjum sem er blindandi. Sem neytendur er það okkar hlutverk að taka ákvarðanir um eðli okkar neyslu.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 01:28
af bigggan
örugglega hehe, lækka verðið með 15% og segja þetta sé bylting og taka hina 5% i vasann. Annars held ég þetta á við öllum vörum með vörugjöld nema bílar, þar er þetta er kolefnisskattur.

Annars finst mér þetta jákvætt, en ég er á móti hækkun lægra þrepsins.

Vinsæl skoðun hérna á vaktinni er að allar búðir á íslandi vinni ítrekað við það að okra á landanum og svindla. Mér finnst það alveg jafn mikil þröngsýni og að treysta hverjum sem er blindandi. Sem neytendur er það okkar hlutverk að taka ákvarðanir um eðli okkar neyslu.

Svoldið erfitt, þegar það er ekki hægt að versla annar staðar herna á landinu.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 01:40
af Oak
er svona að skoða aðeins á tollur.is og mér sýnist eina svona í fljótu bragði vera hljóð og myndflutningstæki sem falla inní þennan flokk að vera með vörugjöld.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 02:05
af machinefart
bigggan skrifaði:örugglega hehe, lækka verðið með 15% og segja þetta sé bylting og taka hina 5% i vasann. Annars held ég þetta á við öllum vörum með vörugjöld nema bílar, þar er þetta er kolefnisskattur.

Annars finst mér þetta jákvætt, en ég er á móti hækkun lægra þrepsins.

Vinsæl skoðun hérna á vaktinni er að allar búðir á íslandi vinni ítrekað við það að okra á landanum og svindla. Mér finnst það alveg jafn mikil þröngsýni og að treysta hverjum sem er blindandi. Sem neytendur er það okkar hlutverk að taka ákvarðanir um eðli okkar neyslu.

Svoldið erfitt, þegar það er ekki hægt að versla annar staðar herna á landinu.


Þér er frjálst að panta vörur hvaðan sem er. Ef þér finnst það enda dýrt þá getur þú haft það í huga að búðirnar eru ekki með neitt leyniorð frekar en þú og þurfa líka að greiða þessi gjöld. Þess vegna sagði ég að ef búðirnar stinga 5% í vasann, þá getur bara vel verið að þú getið verslað vöruna ódýrari að utan.

Það spila margir hlutir inn í þetta "okur" íslenskra verslanna og til dæmis það að heildsalar að utan selja vörur sínar á mismunandi verðum til Bandaríkjanna og Evrópu sem veldur því að þegar við berum okkur við Bandaríkin lítur þetta út fyrir að vera hrikalegt okur. Hinsvegar erum við oft bara mjög sambærileg öðrum evrópulöndum. Ég er að sjálfsögðu ekki að halda því fram að það sé ekki til fullt af dæmum um massíft okur á vörum, ég er bara að segja þér að það er ekkert öðruvísi annarstaðar og það eru ekki allir slæmir.

Hundleiðinlegt að sjá comment eins og frá hakkaranum en ég átti kannski ekki að búast við miklu.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 03:16
af hakkarin
machinefart skrifaði:Hundleiðinlegt að sjá comment eins og frá hakkaranum en ég átti kannski ekki að búast við miklu.


Persónuárásir eru óþarfar þótt að við höfum ekki endilega sömu skoðanir.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 08:52
af hkr
hakkarin skrifaði:
machinefart skrifaði:Hundleiðinlegt að sjá comment eins og frá hakkaranum en ég átti kannski ekki að búast við miklu.


Persónuárásir eru óþarfar þótt að við höfum ekki endilega sömu skoðanir.


Við hverju býstu? Þú kemur með einhver troll svör og kallar svo úlfur úlfur þegar fólk nennir ekki að hlusta á vitleysuna í þér.

Can't have it both ways.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 12:30
af roadwarrior
Reyndar er ég að hugsa um að panta varahluti/aukahluti í fjórhjólið sem ég er með. Þar er 15% vörugjald sem ég er að velta fyrir mér hvort muni hverfa um áramótin. Þannig að ég er ekkert sérstaklega að hugsa um íslenska kaupmenn í þessu sambandi :D

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 13:14
af urban
hakkarin skrifaði:
machinefart skrifaði:Hundleiðinlegt að sjá comment eins og frá hakkaranum en ég átti kannski ekki að búast við miklu.


Persónuárásir eru óþarfar þótt að við höfum ekki endilega sömu skoðanir.


Í fyrsta lagi þá er engin persónuárás þarna.

Hann er að setja út á póstinn, ekki út á þig.

Í öðru lagi, ekki ákveð að allir séu á móti þér og í þriðja lagi, ef að þú ert ekki til í að taka á móti fáránlegum skotum, ekki commenta svona fáránlega

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 14:33
af depill
Nú er ég alveg búinn að missa af þessu. Er þetta komið í gegnum þingið. Eru þeir ekki alveg að fara í jólafrí, er nokkuð víst um að þetta fari í gegn fyrir áramót ?

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 14:41
af bigggan
machinefart skrifaði:snip-.


Já, það er oft odyrara úti en það borgar sig ekki alltaf vegna þess sendingarkostnaðurinn er oft mikill, og sendingartíminn lengi. Mundi miklu frekar panta frá íslenskum netverslanir, en einhvernstaðar úti i heim.
Og svo er annað mál og það er að verslanir eru að fela verðinn á vörurnar á heimasíðurnar þeirra, svo maður verður að fara í búðirnar þeirra til að sjá verð á vörunar. En það er alt annar umræða.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 15:21
af Framed
roadwarrior skrifaði:Veit einhver hvar maður getur séð hvaða vörur/vöruflokkar niðurfelling vörugjalda mun snerta?


Almenn vörugjöld verða afnumin en þau leggjast í dag á sykruð matvæli og drykkjarvörur (kr. á kg. eða lítra), byggingavörur (15%), varahluti í bíla (15%), stærri heimilistæki svo sem ísskápa og þvottavélar (20%) auk annarra raftækja eins og sjónvörp og hljómflutningstæki (25%).


Tekið héðan.

depill skrifaði:Nú er ég alveg búinn að missa af þessu. Er þetta komið í gegnum þingið. Eru þeir ekki alveg að fara í jólafrí, er nokkuð víst um að þetta fari í gegn fyrir áramót ?


Þar sem þetta er hluti af fjárlagafrumvarpinu þá ætti þetta að fara í gegn fyrir áramót nema þetta verði fellt út. Já eða fjárlögin verði felld í fyrsta skiptið svo ég viti til. Það væri reyndar snilld ef þau yrðu felld. Það myndi basically þýða instant vantraust á ríkisstjórnina. [-o<


edit: Bætti við svari um af hvaða vörum gjöldin verða niðurfelld.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 15:27
af depill
Framed skrifaði:
depill skrifaði:Nú er ég alveg búinn að missa af þessu. Er þetta komið í gegnum þingið. Eru þeir ekki alveg að fara í jólafrí, er nokkuð víst um að þetta fari í gegn fyrir áramót ?


Þar sem þetta er hluti af fjárlagafrumvarpinu þá ætti þetta að fara í gegn fyrir áramót nema þetta verði fellt út. Já eða fjárlögin verði felld í fyrsta skiptið svo ég viti til. Það væri reyndar snilld ef þau yrðu felld. Það myndi basically þýða instant vantraust á ríkisstjórnina. [-o<

Never know. Þeir sem hafa lesið frumvarpið vita að það er glatað.

Lækka non-essential hluti tvö ár í röð til að fá vskinn í 14% fyrir matinn árið 2016.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 15:33
af Viktor
urban skrifaði:...

í þriðja lagi, ef að þú ert ekki til í að taka á móti fáránlegum skotum, ekki commenta svona fáránlega


Amen!
Þetta er svona týpískt neikvæðnis-illa upplýst-DV virkur í athugasemdum-comment.

Rosalega er maður orðinn þreyttur á þeirri umræðu. Það kemur sér vel að nota AdBlocker á þetta á Vísi og DV \:D/

Vörugjöld eru klárlega fáránlega slæm leið til þess að skattleggja. Var í byrjun hugsað til þess að skattleggja þá tekjuhærri, en tækniþróun hefur orðið til þess að þessu fáránlegu tollflokkar standast enganvegin tímans tönn. Ísskápur og sjónvarp er til á öllum heimilum í dag.

Vörugjöld bjóða hættunni heim varðandi flókið og dýrt tollakerfi, sem er engum til hagsbóta. Það að þurfa að hafa 100 manns í vinnu við að svara fyrirspurnum og flokka öll sjónvörp til þess að athuga hvort þau séu með innbyggðum móttakara(annars eru þau "skjár" en ekki sjónvarp) og þess háttar er skuggalega dýrt fyrir samfélagið.

Auðvitað á að hafa þetta einfalt og skilvirkt - það er eina leiðin til þess að tolla og skattakerfið verði gegnsætt og sanngjarnt.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 15:38
af Framed
depill skrifaði:
Framed skrifaði:
depill skrifaði:Nú er ég alveg búinn að missa af þessu. Er þetta komið í gegnum þingið. Eru þeir ekki alveg að fara í jólafrí, er nokkuð víst um að þetta fari í gegn fyrir áramót ?


Þar sem þetta er hluti af fjárlagafrumvarpinu þá ætti þetta að fara í gegn fyrir áramót nema þetta verði fellt út. Já eða fjárlögin verði felld í fyrsta skiptið svo ég viti til. Það væri reyndar snilld ef þau yrðu felld. Það myndi basically þýða instant vantraust á ríkisstjórnina. [-o<

Never know. Þeir sem hafa lesið frumvarpið vita að það er glatað.

Lækka non-essential hluti tvö ár í röð til að fá vskinn í 14% fyrir matinn árið 2016.


Að sjálfsögðu er þetta glatað frumvarp. Gallinn er sá að til að fella það þá þyrftu sjö stjórnarþingmenn að kjósa gegn frumvarpinu miðað við að allir 63 þingmenn kjósi og allir taki já/nei afstöðu. Ég er ekki að sjá að það gerist, því miður. :no

Sallarólegur skrifaði:...

Vörugjöld eru klárlega fáránlega slæm leið til þess að skattleggja. Var í byrjun hugsað til þess að skattleggja þá tekjuhærri, en tækniþróun hefur orðið til þess að þessu fáránlegu tollflokkar standast enganvegin tímans tönn. Ísskápur og sjónvarp er til á öllum heimilum í dag.

Vörugjöld bjóða hættunni heim varðandi flókið og dýrt tollakerfi, sem er engum til hagsbóta. Það að þurfa að hafa 100 manns í vinnu við að svara fyrirspurnum og flokka öll sjónvörp til þess að athuga hvort þau séu með innbyggðum móttakara(annars eru þau "skjár" en ekki sjónvarp) og þess háttar er skuggalega dýrt fyrir samfélagið.

Auðvitað á að hafa þetta einfalt og skilvirkt - það er eina leiðin til þess að tolla og skattakerfið verði gegnsætt og sanngjarnt.


Alveg sammála. En þetta er líka eitt af mjög fáu sem er gott í frumvarpinu.

Það er hins vegar algjörlega fáránlegt að halda því fram að þessi aðgerð, ásamt hækkun barnabóta, vegi að fullu upp á móti hækkun vsk. á matvælum.

Re: Niðurfelling vörugjalda

Sent: Sun 07. Des 2014 16:51
af pattzi
Maturinn er nógu dýr fyrir frekar að hækka á raftæki maður fer fyrir 15000 út í búð og fær 2-3 poka og ekki er maður að kaupa neitt nammi eða kex eða þannig bara venjulegan mat ...