Þar sem ég er mikill vitleysingur í svona málum ákvað ég að spurja ykkur hérna.
Þannig er mál með vexti að ég var staddur í þýskalandi, nokkrum klukkutímum fyrir flug skellti ég mér í mediamarkt og keypti mér tölvu.
Bara þægilega fartölvu, þessa hérna: http://www.mediamarkt.de/mcs/product/AC ... ?langId=-3
Hún kom uppsett með Win 8 á þýsku, þar sem ég fíla ekki Win 8 setti ég upp Win 7 þegar ég kom heim.
Ég fór og skoðaði vélina með CPU-Z áðan og þar stendur um minnin:
Þarna stendur að minnin séu að keyra á c.a. 800 MHz en vélin var auglýst sem 1333 MHz þegar ég keypti hana og það stendur líka þarna inn á síðu mediamarkt(neðar á síðunni undir "Arbeitsspeicher").
Núna spyr ég geta minnin hafa niðurklukkast þegar ég setti upp nýtt stýrikerfi eða er þetta hámarkið sem þessi minni eru gerð fyrir? (ég veit ekkert um svona mál)

