Síða 1 af 1

Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 20:29
af roadwarrior
Er að velta fyrir mér hvaða takmarkannir og reglur gilda um einstakling sem er að velta fyrir sér fjárfestingu erlendis.
Er að spá í versla mér fjórhjól frá Canada og flytja heim. Veit einhver hvað ég má sem einstaklingur versla mikið og hvaða reglur gilda um það. Ef einhver gæti frætt mig á því væri það vel þegið. Upphæðin sem ég er að spá í yrði um 1 mill íslenskar.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 20:54
af appel
Þú mátt alveg kaupa vörur og þjónustur frá útlöndum.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 21:18
af roadwarrior
appel skrifaði:Þú mátt alveg kaupa vörur og þjónustur frá útlöndum.


En eru ekki einhverjar takmarkanir eða hömlur td á bankamillifærslu eða upphæðum td eins og hvað einstaklingur getur verslað mikinn gjaldeyri þegar hann ferðast erlendis?

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 21:23
af appel
Gætir notað kreditkort, ótakmarkað þar.

Veit ekki með hvað þú mátt kaupa mikinn gjaldeyri per mánuð. Í hruninu var það hálf milljón per almanamaksmánuð, þannig að þú gætir farið 31. ágúst og keypt hálfa milljón og 1. sept aðra hálfa milljón.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 21:59
af Hjaltiatla
Áður en ég fór út í sumar þá spjallaði ég við gjaldkera í mínum viðskiptabanka,spurði hann útí með notkun á kreditkortum úti þar sem ég var ekkert að nenna að vera með of mikinn pening á mér, hann nefndi að sumir væru með heimild uppá miljón á kortinu og það væri ekkert ólöglegt (þ.e ef ég þyrfti á því að halda).Ég tók því þannig að hann hafi verið að meina að taka út allt að miljón væri í lagi (Ég er samt ekkert 100% á því þar sem ég var nú ekkert að spreða miljón þarna úti í þetta skipti og var ekkert að spurja útí hámarks heimildina).

Væri ágætt að fá það staðfest á þræðinum hver max heimildin er per mánuð/ár eða álíka.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:00
af appel
Gjaldeyrishöftin ná eingöngu til fjármagnsflutninga, í raun og veru.

Innflutningur á vörum og þjónustum er ekki háð gjaldeyrishöftum.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:02
af Hj0llz
Ef ég man rétt þá máttu taka með þér gjaldeyrir fyrir 350 þúsund.
Ef þú ert með kreditkort þá máta nota þá heimild sem er á kortinu, kortafyrirtækjum og banka er sama hvar er verslað svo lengi sem að þú borgir visa reikninginn :)
mátt koma með helling af dóti inn til landsins en því meira sem þú kemur með því meiri líkur á að tollurinn fari að skipta sér af

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:14
af Hjaltiatla
appel skrifaði:Gjaldeyrishöftin ná eingöngu til fjármagnsflutninga, í raun og veru.

Innflutningur á vörum og þjónustum er ekki háð gjaldeyrishöftum.


Ég spyr kannski alveg eins og algjör vitleysingur , en betra að spurja en að vera alltaf vitlaus um þessi málefni :sleezyjoe
Flokkast það undir fjármálaflutning að vera borga leigu úti ef maður væri að leita sér að vinnu úti í nokkra mánuði (forvitinn að vita hvar limitið liggur) ?

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:17
af roadwarrior
Það sem ég er að velta fyrir mér er að versla nýtt fjórhjól frá Kanada og flytja inn. Við þau viðskifti vildi ég helst millifæra í gegnum banka (SWIFT) en kreditkortið er varaleið. Er aðalega að velta fyrir mér hvort ég myndi lenda á "vegg" ef ég reyndi að millifæra td 8000-9000 CAD í gegnum heimabankann yfir á seljandann úti

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:22
af appel
Farðu í bankann þinn og spurðu.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 22:59
af Cobra
Ef ykkur leiðist þá getiði lesið lögin http://www.althingi.is/altext/139/s/1976.html

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 23:14
af Hjaltiatla
Cobra skrifaði:Ef ykkur leiðist þá getiði lesið lögin http://www.althingi.is/altext/139/s/1976.html


Ég las þetta :)

Náði að fræðast um það sem ég spurði að áðan.

Allar fjármagnshreyfingar skv. 1. mgr. á milli landa í erlendum gjaldeyri eru óheimilar nema um sé að ræða greiðslu vegna kaupa á vöru eða þjónustu eða annarra fjármagnshreyfinga sem sérstaklega eru undanþegnar í lögum þessum. Þá er einstaklingi sem er erlendur aðili heimilt að flytja út erlendan gjaldeyri ef sýnt er fram á að féð sé til framfærslu. Nær heimildin vegna framfærslu til fjármagnshreyfinga á almanaksári fyrir allt að jafnvirði 3.000.000 kr. fyrir einstakling, 6.000.000 kr. fyrir hjón/sambúðaraðila og 2.000.000 kr. fyrir hvert ólögráða barn sem lýtur forsjá og er með lögheimili hjá framangreindum. Enn fremur er heimilt að flytja út erlendan gjaldeyri í eigu einstaklings sé sýnt fram á að fjármunirnir séu andvirði slysabóta eða arfs sem honum hefur tæmst við dánarbússkipti. Námsmenn sem sýnt geta fram á að þeir séu í námi erlendis teljast erlendir aðilar í skilningi þessa ákvæðis.

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Lau 10. Ágú 2013 23:32
af appel
Fokk shjit dúd þú ert sírísouly föked ef þú heldur að þú getur ekki flutt inn snjósleða

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Sun 11. Ágú 2013 14:27
af tlord
haha.. það er fullt af fólki (sérstaklega eldra) sem málar skrattann á vegginn í þessu samhengi..

það má ekkert - það eru einhver svaka höft - osfv blabla...

fer með það eins og mannsmorð að vera með 300 evrur í einhverri skúffu...

jamm, það er mikið af kjánum í kringum okkur

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Sun 11. Ágú 2013 18:17
af roadwarrior
Betra að hafa þetta á hreinu svo maður myndi ekki lenda í stoppi ef maður ætlaði að millifæra :sleezyjoe
Annars er maður ekkert klár á þessu, ekki eins og maður sé á hverjum degi að velta fyrir sér kaupum á einhverju sem kostar meira en nokkrir þúsundkallar.
Svo hafa komið fréttir eins og þessar :
http://www.visir.is/gudmundur-felix-a-f ... 3130629497

Re: Gjaldeyrismál, reglur og undanþágur

Sent: Mán 12. Ágú 2013 10:04
af Icarus
tlord skrifaði:haha.. það er fullt af fólki (sérstaklega eldra) sem málar skrattann á vegginn í þessu samhengi..

það má ekkert - það eru einhver svaka höft - osfv blabla...

fer með það eins og mannsmorð að vera með 300 evrur í einhverri skúffu...

jamm, það er mikið af kjánum í kringum okkur


Reyndar er það svo að það er lögbrot að hafa 300 evrur ofan í skúffu, lögbrot að hafa hálfa evru ofan í skúffu, refsing við því er allt að tvö ár í fangelsi.

[13. gr. l. Öllum erlendum gjaldeyri sem innlendir aðilar eignast, svo sem fyrir seldar vörur og þjónustu, eða með öðrum hætti, skal skilað [á innlánsreikning í eigu þess innlenda aðila hjá fjármálafyrirtæki]1) hér á landi innan þriggja vikna frá því að gjaldeyririnn komst eða gat komist í umráð eiganda eða umboðsmanns hans. Skilaskylda skv. 1. málsl. er uppfyllt þegar erlendur gjaldeyrir er varðveittur á gjaldeyrisreikningi hjá fjármálafyrirtæki hér á landi.


[16. gr.]1) [Það varðar sektum eða fangelsi allt að tveimur árum, liggi þyngri refsing ekki við broti samkvæmt öðrum lögum, að brjóta gegn:
1. Reglum settum á grundvelli 3. gr. um takmarkanir eða stöðvun tiltekinna skammtímahreyfinga fjármagns í allt að sex mánuði.
2. 4. gr. um takmarkanir á gjaldeyrisviðskiptum vegna fjármagnshreyfinga vegna beinna fjárfestinga erlendra aðila í atvinnurekstri, viðskipta erlendra aðila með hlutabréf í innlendum fyrirtækjum og fasteignakaupa erlendra aðila hér á landi.
[3. 8. gr. um milligöngu um gjaldeyrisviðskipti og verslun með erlendan gjaldeyri [eða reglum sem settar eru á grundvelli hennar].2)]3)
[4. 13. gr. a – 13. gr. n um bann við fjármagnshreyfingum og gjaldeyrisviðskiptum [eða reglum sem settar eru á grundvelli þeirra].2)]4)