Daz skrifaði:Þú getur fyllt út þína tollskýrslu sjálfur ef þú hefur áhyggjur af því að tollurinn muni flokka þetta óheppilega. Starfsmennirnir hafa víst ýmislegt við tímann sinn að gera, ekki bara skoða hvern einasta pakka sem kemur ótollskýrslaður og giska út í loftið. Eða kasta pílu í tollskrána.
Það var ekki búið að tollafgreiða hann þegar ég kom. Ég mætti með alla pappíra og tók fram nákvæmlega hvað þetta var (mótor og stýring fyrir mótor) og var m.a.s. búinn að krota hvaða tollaflokkar það væru sem þetta ætti að fara í að þetta balð (frá því þegar ég var að skoða þetta áður en ég mætti). Þessa pappíra tekur konan í afgreiðslunni frá mér og fer með afturfyrir þar sem einhver tollar "brushless motor & speed controller" sem bómull.
Þeir þurfa ekkert að skoða pakkann eða innihald hans (enda voru þeir ekkert að því) en það væri kannski fínt ef þeir annað hvort myndu gera það eða fara eftir nótunni sem ég kom með til þeirra.
Ég hef velt því fyrir mér að fara að fylla út mínar eigin tollskýrslur. Hef bara ekki nennt því ennþá, finnst ég ekki flytja inn alveg nógu mikið til að réttlæta það.