Síða 1 af 3

Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 17:58
af GuðjónR
Datt í hug að vekja máls á þessu þar sem Stjörnuljós ehf eru að auglýsa flugelda og blys á hópkaup með töluverðum afslætti (afstætt hugtak).
Ég veit að mörgum finnst að björgunarsveitirnar eigi að vera einir um að selja flugelda, ég er ekki að fiska eftir þeirri skoðun ykkar heldur hvar er hagstæðast að versla.
Er eitthvað varið í þennan "Gæðapakka" ?

Ég alltaf verið frekar nískur á flugelda, finnst frekar leiðinlegt að skjóta þessu og algjör sóun á peningum, en neyðist barnanna vegna.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 18:08
af pattzi
Super-Flugeldar

Styrkja mæðrastyrksnefnd

http://super-flugeldar.com/

Við verðum á sömu stöðum og undanfarin ár!

Ögurhvarfi 2, Kópavogi og Kjaransstöðum, Hvalfjarðarsveit.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 18:26
af krissdadi
Mæli með þeim :happy

pattzi skrifaði:Super-Flugeldar

Styrkja mæðrastyrksnefnd

http://super-flugeldar.com/

Við verðum á sömu stöðum og undanfarin ár!

Ögurhvarfi 2, Kópavogi og Kjaransstöðum, Hvalfjarðarsveit.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 18:28
af GuðjónR
En hefur einhver keypt þennan "Gæðapakka" ? og ef svo...er hann 9k virði?

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 19:19
af FuriousJoe
Mér finnst nú bara ekkert að því að vilja versla þar sem ódýr verð eru í boði, er þetta ekki frjálst land ? má maðurinn ekki skoða svona mál án þess að fá óþarfa "styrkja björgunasveitina!!!"

Við vitum að það þarf að styrkja þá og þeir vinna ómissandi verk, en öllum er frjálst að borga það sem maður vill hvar sem maður vill.

Ef björgunarsveitin vill meiri viðskipti á flugeldum getur hún drullast til að lækka verðið á þeim og hætta að selja ónýta flugelda frá því í fyrra eða hittífyrra, hef ítrekað lent í því að fá rakaskemdar tertur frá þeim og þeir neita alltaf að endurgreiða eða gefa mér eitthvað annað í staðinn, haga sér eins og verstu glæpamenn og eru alltaf með einhverja 16 ára "töffara" á sölustöðum sem ég bara nenni ekki að eiga við vegna heimsku þeirra.
(A.T.H versla alltaf hjá þeim, en má alveg segja mína skoðun)

Við erum ekki skyldugir til að sætta okkur við of há verð, lélega þjónustu á sölustöðum og ítrekað gallaðar vörur án endurgjalds.


Varðandi þennan pakka, hef ekki prófað hann en væri alveg til í það þetta árið.
Ég ætla að spara núna.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 20:23
af pattzi
kallikukur skrifaði:Það er bara þvílíkt ógeð að einkaaðilar séu að selja flugelda, græðgi á háu stigi.


Kaupi bara þar sem er ódýrast

svo er líka hægt að styrkja björgunarsveitina með pening bara


http://www.landsbjorg.is/styrkja.aspx?catID=139

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 22:09
af Hargo
Ég keypti þennan gæðapakka á Hópkaup, er einmitt í svipaðri stöðu og þú GuðjónR. Fannst þetta fínn afsláttur á þessum fjölskyldupökkum sem eru yfirleitt alltof dýrir miðað við það sem þeir innihalda (krakkadótarí)

Ætla að bæta svo aðeins við þetta og versla restina af púðrinu hjá íþróttafélagi sem ég hef gert undanfarin ár.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 22:16
af tomas52
http://dilar.is/

http://www.kraftkaup.is/deals

bara svona láta ykkur vita af þessum pökkum líka ;)

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 22:40
af Frussi
Ef ég ætlaði ekki að versla við björgunarsveitirnar þá færi ég klárlega í þennan pakka: http://www.kraftkaup.is/deals

Þessi hjá hópkaup er með alltof miklu af alveg eins hundleiðinlegu smádóti. Kaupa frekar tilboðin sem eru með nokkrum stórum rakettum eða köku+rakettu tilboð.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Sun 25. Des 2011 23:17
af GuðjónR
Takk fyrir svörin strákar, ég veit að flugeldasala og björgunarsveitirnar eru hitamál hjá mörgum, skiljanlega.
Ég vil alls ekki draga úr því að fólk styðji við sínar sveitir síður en svo.
Mig langar bara að vita hvar er hægt að gera hagstæðustu kaupin.

Það eru komnar nokkar góðar ábendingar, eins og hópkaup, kraftkaup, díll og súper flugeldar.
Mér finnst bara gott að hafa valið.

Ég er líka sammála Frussa hér að ofan að oft er of mikið af drasli sem maður endar með að henda, eins og hurðarsprengjum og einhverjum pappírsbombum og fleiru smádrasli.
Spurning hvort 2x kraftkaup pakkar séu ekki bara málið. Og fá svo ókeypis "nágranna sýningu" í kaupbæti :D

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mán 26. Des 2011 09:17
af gardar
GuðjónR skrifaði:En hefur einhver keypt þennan "Gæðapakka" ? og ef svo...er hann 9k virði?



Fékk þennan pakka gefins í fyrra, þetta er alveg þokkalegasti fjölskyldupakki... Nóg af smádóti fyrir litla krakka.

Mér fannst hinsvegar vanta allt fútt í þennan pakka svo að ég gæti ekki mælt með því að kaupa hann einungis heldur myndi ég grípa nokkrar góðar tertur með til þess að sprengja upp um miðnættið :)

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mán 26. Des 2011 13:22
af Einsinn
Undanfarin 2 ár eða svo hef ég og bróðir minn farið á lokadegi sölu hjá björgunarsveit og fengið helvíti góða díla þannig... þeir eru í góðu skapi þá og láta mann oftast fá aðeins meira fyrir peninginn :) (versluðum fyrir 30k eða svo í fyrra og fengum 2 góðar tertur og nokkrar rakettur sem listaverð var á kringum 40 - 50þús ef mig minnir rétt)

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mán 26. Des 2011 23:49
af Hargo
gardar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hefur einhver keypt þennan "Gæðapakka" ? og ef svo...er hann 9k virði?



Fékk þennan pakka gefins í fyrra, þetta er alveg þokkalegasti fjölskyldupakki... Nóg af smádóti fyrir litla krakka.

Mér fannst hinsvegar vanta allt fútt í þennan pakka svo að ég gæti ekki mælt með því að kaupa hann einungis heldur myndi ég grípa nokkrar góðar tertur með til þess að sprengja upp um miðnættið :)


Voru einhverjar tertur sem fylgdu þessum fjölskyldupakka?

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 00:33
af pattzi
Var að panta tvo 10 flugeldar í pakka á kraftkaup

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 01:22
af methylman
pattzi skrifaði:Var að panta tvo 10 flugeldar í pakka á kraftkaup


Þetta er nærri því óséð það er ekkert mál á flugeldunum, eða ekkert eldspítur eða annað sem hægt er að meta stærðna á þessu eftir. Dettur ekki í hug að kaupa neitt óséð

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 03:34
af pattzi
methylman skrifaði:
pattzi skrifaði:Var að panta tvo 10 flugeldar í pakka á kraftkaup


Þetta er nærri því óséð það er ekkert mál á flugeldunum, eða ekkert eldspítur eða annað sem hægt er að meta stærðna á þessu eftir. Dettur ekki í hug að kaupa neitt óséð


Hehe mamma bað mig um að panta þetta fyrir sig tók fyrir mig í leiðinni alveg nógu stórt sýnist mér

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 11:38
af jericho
dilar.is eru með tilboð í gangi til 23:59 þann 28.des:
http://dilar.is/a-innibomba-me-confetti-hjortum-a-495-kr-kostar-1-500-kr-e-a-b-atom-smasher-16-skota-kinverjaterta-a-950-kr-kostar-2-900-kr-styrki-gott-malefni

BREYTT: þráður lagaður vegna off topic umræðu

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Þri 27. Des 2011 12:49
af GuðjónR
Akkúrat, þeir sem vilja koma björgunarsveitunum á framfæri vinstamlegast gerið það hérna.
Þeir sem hafa ábendingar um ódýra flugelda endilega gerið það á þessum þræði hvort sem það eru flugeldar frá björgunarsveitunum eða öðrum.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 00:42
af gardar
Hargo skrifaði:
gardar skrifaði:
GuðjónR skrifaði:En hefur einhver keypt þennan "Gæðapakka" ? og ef svo...er hann 9k virði?



Fékk þennan pakka gefins í fyrra, þetta er alveg þokkalegasti fjölskyldupakki... Nóg af smádóti fyrir litla krakka.

Mér fannst hinsvegar vanta allt fútt í þennan pakka svo að ég gæti ekki mælt með því að kaupa hann einungis heldur myndi ég grípa nokkrar góðar tertur með til þess að sprengja upp um miðnættið :)


Voru einhverjar tertur sem fylgdu þessum fjölskyldupakka?



Nei ekki í þessum sem ég fékk..

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 01:03
af cure
Einhverstaðar hef ég séð 25% afsláttarmiða í Gullborg þá allveg fair að versla við þá þar enda með mjög fínar kökur og flugelda :sleezyjoe ég er samt ekki viss hvar hægt er að nálgast þá, en ef einhver veit það þá má sá sami endilega láta vita :happy

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 01:11
af gardar
cure82 skrifaði:Einhverstaðar hef ég séð 25% afsláttarmiða í Gullborg þá allveg fair að versla við þá þar enda með mjög fínar kökur og flugelda :sleezyjoe ég er samt ekki viss hvar hægt er að nálgast þá, en ef einhver veit það þá má sá sami endilega láta vita :happy



Bíldshöfða 18

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 01:39
af cure
jamm takk, gefa þeir manni 25% afsláttinn ef maður bara mætir, þarf ég ekki að græja svona miða til að fá afsláttinn ?

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 12:39
af playman
Veit einhver hvort að aðrir en björgunarsveitin á Akureyri séu að selja flugelda í ár?
hef ekkert séð eða heyrt af t.d. alvöru flugeldum.

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 12:47
af biturk
playman skrifaði:Veit einhver hvort að aðrir en björgunarsveitin á Akureyri séu að selja flugelda í ár?
hef ekkert séð eða heyrt af t.d. alvöru flugeldum.


væri til í að vita það líka, fór þangað áðan og VÁ hvað verðið er gígantískt hátt í ár :thumbsd

Re: Hvar er ódýrast að versla flugelda?

Sent: Mið 28. Des 2011 20:30
af playman
biturk skrifaði:
playman skrifaði:Veit einhver hvort að aðrir en björgunarsveitin á Akureyri séu að selja flugelda í ár?
hef ekkert séð eða heyrt af t.d. alvöru flugeldum.


væri til í að vita það líka, fór þangað áðan og VÁ hvað verðið er gígantískt hátt í ár :thumbsd

Eins og ég hélt, maður þorir varla að kíkka þangað :knockedout