Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Tiger
Besserwisser
Póstar: 3843
Skráði sig: Sun 16. Mar 2003 13:22
Reputation: 265
Staða: Ótengdur

Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Pósturaf Tiger » Fim 24. Des 2009 01:24

Ég fór í Tölvutek í dag og var að spá í joystick fyrir son minn. Hann var búinn að benda mér á http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=18218 og segja mér verðið sem hann sá á síðunni hjá þeim, 11.900kr. En svo þegar ég kem þanngað þá sá ég það uppí hillu og var verðið á því 16.900 kr.... er þetta ekki svolítið ýkt og í raun óheiðarlegir viðskiptahættir? Reyndar komst ég ekki að neinum starfsmanni til að spyrja um þetta þar sem tölvukerfið hjá þeim var hrunið og 18 manns á undan mér.


Mynd

Skjámynd

Glazier
BMW
Póstar: 2511
Skráði sig: Fös 30. Jan 2009 22:20
Reputation: 14
Staðsetning: Mosó
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Pósturaf Glazier » Fim 24. Des 2009 01:28

Þá áttu bara að vera sniðugur og panta hann á heimasíðunni þeirra á uppgefnu verði (11.900 kr.)
Og þá geta þeir ekki rukkað þig um 16.900 kr. ;)


Tölvan mín er ekki lengur töff.


Vectro
has spoken...
Póstar: 178
Skráði sig: Fös 30. Jún 2006 20:47
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Pósturaf Vectro » Fim 24. Des 2009 01:37

http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=18219

Kannski ekki um sömu vöru að ræða...


*edit*
vitlaus linkur
Síðast breytt af Vectro á Fim 24. Des 2009 01:41, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Pósturaf Danni V8 » Fim 24. Des 2009 01:40

Ég ætla að leyfa mér að giska á að það er rangt verð á hillinu og jafnvel á síðunni líka. Hef í rauninni ekkert fyrir mér í þeim málum nema bara verðin á sama hlut hjá öðrum tölvuvöruverslunum. Ég fór í gegnum allar síðurnar sem eru á Verðvaktinni og þetta er það sem ég fann í fljótu bragði:

@tt - 7.450
Start - 7.990
Tölvulistinn - 9.990

Mér finnst mjög hæpið að Tölvutek er að selja þetta sama stykki á rétt tæplega 10þús krónum meira en ódýrasta búðin. Það kemur mér meira að segja á óvart að þeir eru dýrastir með þetta á síðunni sinni, þar sem mér hefur oftast fundist þeir vera í ódýrari kanntinum þegar ég er að bera saman ýmsa hluti.


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Auglýst verð vs/ raunverulegt verð

Pósturaf Pandemic » Fim 24. Des 2009 18:15

Verðmerkingar standa ef um sama vörunúmer er um að ræða á miðanum. Förum við eftir settum lögum og seljum hluti á því verði sem þeir eru auglýstir á.
Gæti verið að þú sért að bera saman tvo mismunandi pinna, man nú reyndar ekki alveg hvaða pinna við erum með til sýnis.