"Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

"Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Dagur » Mið 30. Sep 2009 09:04

Frétt á vísir.is
„Það verður tekið hart á þessum þjófnaði. Við höfum margfalt betri upplýsingar um þá aðila sem reka þessar skráarskiptasíður en við höfum haft áður og þetta er eitthvað sem verður kært til lögreglu enda á ég fund með henni á morgun um þetta mál," segir Snæbjörn Steingrímsson, framkvæmdarstjóri SMÁÍS.

Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær þá stálu hátt í tvö þúsund netverjar fyrsta þættinum af Fangavaktinni á vefsíðunni thevikingbay.org aðeins nokkrum klukkustundum eftir að þátturinn var frumsýndur. Þeir geta nú átt von á því að vera kærðir fyrir þjófnað.

Snæbjörn segir að allir aðilar hafi verið viðbúnir þessu mikla niðurhali og hafi því undirbúið sig mjög vel. „Þannig að við sátum bara fyrir framan tölvurnar og söfnuðum saman sönnunargögnum," útskýrir Snæbjörn og bætir því við að þeir líti á þetta sem hreinan og kláran þjófnað.

„Þetta er klárlega stuldur sem getur komið í veg fyrir að hægt sé að gefa vöruna út. Menn mega ekki gleyma því að það eru viðvkæmir tímar í þessum iðnaði um þessar mundir og menn mega hreinlega ekki við því að það sé verið að stela svona. Þarna eru því gríðarlegar fjárhæðir í húfi; dvd-útgáfa og áskriftasala. Og ekki má gleyma því að þetta efni er mjög dýrt í framleiðslu."

Snæbjörn segir að eflaust muni einhverjar sleppa með skrekkinn en bætir því við að þeir sem hafa ólöglega útgáfu af Fangavaktinni inni á sinni tölvu mættu alveg vera með í maganum í dag. „Það er svolítið handahófskennt hvort menn eigi von á kærum eða ekki. Stundum, þegar verið er að safna saman sönnunargögnum, þá liggja menn misjafnlega vel við höggi."


Ég sótti þennan þátt ekki, tek það fram alveg strax. En þeir sem gerðu það ættu kannski að opna fyrir þráðlausa netið heima hjá sér.

Annars er ég forvitinn hvaða upplýsingar þeir hafa. IP-tala er ekki einstaklingur þannig að það er erfitt fyrir þá að fara með kæru byggða á því og þurftu þeir ekki að sækja þennan torrent sjálfir til að safna þessum ip-tölum? Þá eru þeir að brjóta lög samkvæmt þeim sjálfum.




Cascade
FanBoy
Póstar: 755
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 00:02
Reputation: 36
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Cascade » Mið 30. Sep 2009 09:13

Er SWAT team Iceland að fara raida hús unglingspilta á íslandi á næstu dögum og gera tölvubúnað uppteknan?

Eða bara en eitt hype-ið frá SMÁÍS?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 09:19

Afhverju að opna fyrir netið? Ætlar þetta fífl virkilega að kæra persónur á bakvið IP tölur þegar símafyrirtæki eru ennþá að senda út routera með WEP sem standard dulkóðun á þráðlausum netum, dulkóðun sem hvaða grunnskólabarn gæti crackað?

Þeir sem sóttu þetta hafa allavega nægan tíma til að low-level formatta, eftir það liggur bara IP tala sem sönnunargagn.

Ég er samt hrottalega forvitinn um það hvernig hann fékk þær upplýsingar sem hann þykist hafa/hefur, í ljósi þess að síðast þegar hann "safnaði sönnunargögnum" var það gert á afar shady hátt.



Skjámynd

andribolla
Bara að hanga
Póstar: 1542
Skráði sig: Þri 01. Júl 2008 00:00
Reputation: 17
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf andribolla » Mið 30. Sep 2009 09:51

þurfa þeir ekki ip + Mac-adress til þess að vita líka á hvaða vél þessu var dl?
eins og þið segið hefði hver sem er getað komið og farið inn á netið og náð í þetta ....



Skjámynd

Minuz1
Kerfisstjóri
Póstar: 1259
Skráði sig: Fös 17. Okt 2003 21:44
Reputation: 143
Staðsetning: Fyrir framan bílinn með blikkandi blá ljós.
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Minuz1 » Mið 30. Sep 2009 09:59

Berð fulla ábyrgð á öllu sem er downloadað í gegnum þitt net.

En það sem er ennþá óljóst er hvort það að borga fyrir geisladiska og annað sem bera sérstök gjöld v/ hugsanlegs niðurhals fríi ekki einstaklinga undan lagalegum skilgreiningu vegna sektargreiðsla, þar sem við höfum þegar borgað fyrir ólöglegt niðurhal með kaupum á þeim vörum.


Helsti öryggisgalli í windows er að fólk notar það

Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf KermitTheFrog » Mið 30. Sep 2009 10:01

Þessir náungar!!!

Þetta eru menn sem eiga peninga, og vegna þess að þeir eiga alla þessa peninga, þá finnst þeim sjálfsagt að maður borgi þessa þúsundkalla til að horfa á þetta. Næturvaktin hefði aldrei selst jafn vel og hún gerði hefðu þessi þúsund sem ekki höfðu efni á að borga fjárhæðir fyrir Stöð 2 ekki getað náð í þetta frítt.

Æi, þetta er sosum bara væll í mér. Finnst nú samt frekar fyndið að þeir ætli að kæra 2.000 manns fyrir 200MB download.

Sjáum hvað gerist.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 10:05

andribolla skrifaði:þurfa þeir ekki ip + Mac-adress til þess að vita líka á hvaða vél þessu var dl?
eins og þið segið hefði hver sem er getað komið og farið inn á netið og náð í þetta ....


Minnsta mál að spoofa Mac addressu.

Minuz1 skrifaði:Berð fulla ábyrgð á öllu sem er downloadað í gegnum þitt net.

En það sem er ennþá óljóst er hvort það að borga fyrir geisladiska og annað sem bera sérstök gjöld v/ hugsanlegs niðurhals fríi ekki einstaklinga undan lagalegum skilgreiningu vegna sektargreiðsla, þar sem við höfum þegar borgað fyrir ólöglegt niðurhal með kaupum á þeim vörum.


Ef það er 100% svoleiðis skv. lagabókum er fjandakornið kominn tími til að breyta því, þar sem núverandi notaðir öryggisstaðlar eru oftast nær hlægilegir. Eina lagalega ákvæðið sem væri rökrétt að setja inn myndi hljóma á þessa leið "Við gefumst upp. Niðurhal er komið til frambúðar og það er ekkert sem við getum gert gegn því."

Síðast þegar ég vissi var lagabrotið hinsvegar nær eingöngu þegar efninu væri dreift, ekki þegar efnið er sótt niður til einkanota. Ef lokað er á upload frá þér, hversu mikið ertu að brjóta lögin?

Annars er mér svosem sama, aldrei sótt stakan þátt af þessu vaktasulli, allt jafn djöfulli leiðinlegt.
Síðast breytt af AntiTrust á Mið 30. Sep 2009 10:09, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Höfundur
Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Dagur » Mið 30. Sep 2009 10:05

Minuz1 skrifaði:Berð fulla ábyrgð á öllu sem er downloadað í gegnum þitt net.


Ef svo væri þá ættu þeir að kæra Símann, Vodafone og Tal.



Skjámynd

Daz
Besserwisser
Póstar: 3819
Skráði sig: Sun 20. Okt 2002 09:35
Reputation: 143
Staðsetning: Somewhere something went horribly wrong
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Daz » Mið 30. Sep 2009 10:18

Ef einstaklingar bera fulla ábyrgð á því sem er sótt í gegnum netið hjá þeim, þá hljóta margir að eiga skaðabótakröfu á Símann fyrir opnu routerana sem þeir gáfu með tengingunum sínum. (Og alla routerana sem var hægt að cracka á 2 mínútum með því einu að vita nafnið á þráðlausa netinu).



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Sep 2009 10:28

Ef Smáís tekst að gera þetta, þá vona ég innilega að nýr og betri staðall komi í ljós. Staðall sem verður mun erfiðara að nota sem sönnunargagn.
Það er ekki langt í næsta torrent-like staðal, og þessar aðgerðir RIAA/Smáís stofnanna eru bara að flýta fyrir þróunina á honum.

Sem er auðvitað bara flott :wink:



Skjámynd

Höfundur
Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Dagur » Mið 30. Sep 2009 10:36

CendenZ skrifaði:Ef Smáís tekst að gera þetta, þá vona ég innilega að nýr og betri staðall komi í ljós. Staðall sem verður mun erfiðara að nota sem sönnunargagn.
Það er ekki langt í næsta torrent-like staðal, og þessar aðgerðir RIAA/Smáís stofnanna eru bara að flýta fyrir þróunina á honum.

Sem er auðvitað bara flott :wink:



http://bitblinder.com/




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 10:51

CendenZ skrifaði:Ef Smáís tekst að gera þetta, þá vona ég innilega að nýr og betri staðall komi í ljós. Staðall sem verður mun erfiðara að nota sem sönnunargagn.
Það er ekki langt í næsta torrent-like staðal, og þessar aðgerðir RIAA/Smáís stofnanna eru bara að flýta fyrir þróunina á honum.

Sem er auðvitað bara flott :wink:


Þetta verður bara eins og við sáum með Napster, Kazaa, Morpheus, Grokster - alltaf komu nýjir, öruggari og öflugri staðlar í sviðsljósið rétt á eftir. Og eins og við erum að sjá núna eftir kæruna á Piratebay. Umræðan um nýja uppkomandi staðla hefur aldrei verið heitari, og eftir því sem ég hef lesið - er ekki svo langt í þetta.

Svo verður væntanlega hægt að gera djöfulli merkilega hluti hvað varðar P2P þegar cloud computing er orðið stærra fyrirbæri.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Sep 2009 10:59

Dagur skrifaði:
CendenZ skrifaði:Ef Smáís tekst að gera þetta, þá vona ég innilega að nýr og betri staðall komi í ljós. Staðall sem verður mun erfiðara að nota sem sönnunargagn.
Það er ekki langt í næsta torrent-like staðal, og þessar aðgerðir RIAA/Smáís stofnanna eru bara að flýta fyrir þróunina á honum.

Sem er auðvitað bara flott :wink:



http://bitblinder.com/



Nákvæmlega, Núna byrjar þetta.
Spurning hvort þetta sé gott eða slæmt, margt viðbjóðslegra á netinu en Fangavaktin.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 11:07

CendenZ skrifaði:Nákvæmlega, Núna byrjar þetta.
Spurning hvort þetta sé gott eða slæmt, margt viðbjóðslegra á netinu en Fangavaktin.


Það verða sem betur fer alltaf löggur á bakvið "ólöglegu starfsemina", sbr. admina á DC/Torrent.

En það verða því miður alltaf til pervertar - og það sem verra er, gáfaðir pervertar, sem koma til með að nýta sér nýjustu tækni.




Krisseh
Ofur-Nörd
Póstar: 245
Skráði sig: Sun 11. Maí 2008 17:24
Reputation: 4
Staðsetning: Höfuðborgarsvæðinu
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Krisseh » Mið 30. Sep 2009 11:39

En við sem erum með áskrift stöð2, er þá ekki löglegt að sækja þáttinn?


i712700KF [TG Contact Frame] - Asus TUF z690 pluswifi - Asus TUF 3070 Ti OC [CMG Copper Plate] - G.Skill TridentZ5 32GB (2x16) 6000MHz CL36 - Boot:Samsung 980Pro M.2NVMe - BeQuiet! Silent Base 802 & SP11 850W Platnium


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf coldcut » Mið 30. Sep 2009 11:45

Er þá ekki bara málið að skipta um Mac-Addressu? Og þarf maður að gera það sérstaklega fyrir þráðlausa netið?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 11:47

coldcut skrifaði:Er þá ekki bara málið að skipta um Mac-Addressu? Og þarf maður að gera það sérstaklega fyrir þráðlausa netið?


Mac addressa er physical addressa á hverjum Net adapter fyrir sig, þeas sér fyrir Ethernet adapter, sér fyrir Wireless, sér á AP.

Það eitt að spoofa MAC addressu er þó ekki endilega nóg til þess að fría þig undan ábyrgð, veit ekki hversu ítarleg fjarskiptalögin eru á Íslandi.

Ég var hinsvegar að velta því fyrir mér, er búið að breyta lögum síðan þetta var stórt umræðuefni 2004-2005? Þeas, er það komið sem lagaákvæði að niðurhal á höfundarréttarvörðu efni til einkanota sé ólöglegt? Því það var það ekki, síðast þegar ég vissi. Veit vel að deiling er ólögleg, en til þess höfum við clienta eins og BitThief og flr. sem blokka á upload og svo best sem ég veit - fría aðila undan ábyrgð þar sem engin deiling átti sér stað.
Síðast breytt af AntiTrust á Mið 30. Sep 2009 11:50, breytt samtals 1 sinni.



Skjámynd

Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Gothiatek » Mið 30. Sep 2009 11:50

Þessir þættir sem og aðrir (innlendir sérstaklega) ættu náttúrulega bara að koma á VOD-ið bæði hjá Símanum og Vodafone stuttu eftir að þeir eru frumsýndir...sama á hvaða stöð þeir eru sýndir upphaflega.
En það er væntanlega ekki gert því þá myndi áskriftarsala örugglega minnka stórkostlega. Annars finnst mér þetta nokkuð gott: http://www.pressan.is/Frettir/Lesafrett/margir-vilja-stela-fangavaktinni-gegnum-torrent-netthjonn-althingis-i-ologlegu-nidurhali


pseudo-user on a pseudo-terminal


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf coldcut » Mið 30. Sep 2009 11:58

Ókei...þannig að ég þarf þá að skipta um MAC-addressu.
En bara til þess að forvitnast aðeins...hvernig fara þeir nákvæmlega að því að safna saman IP-tölunum og er það gert á löglegan hátt?




Gullisig
Fiktari
Póstar: 88
Skráði sig: Lau 28. Feb 2009 19:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf Gullisig » Mið 30. Sep 2009 12:06

en ef þú ert áskrifandi máttu þá sækja þetta ,, og ætla þeir að sigta út þá úr þessum lista sem þeir halda að þeir hafi og senda ákærur út til þeirra sem ekki hafa áskrift af stöð 2?



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf ManiO » Mið 30. Sep 2009 12:07

Dagur skrifaði:http://bitblinder.com/


Er ekki einfalt mál fyrir ISPa að loka á port 9030? Eða er það notað í e-ð mikilvægt?


coldcut skrifaði:Ókei...þannig að ég þarf þá að skipta um MAC-addressu.
En bara til þess að forvitnast aðeins...hvernig fara þeir nákvæmlega að því að safna saman IP-tölunum og er það gert á löglegan hátt?


Það er góð spurning.

Krisseh, grunar að ef þú ert með áskrift þá ert þú ólíklegri að vera ákærður. Myndi hiklaust segja upp áskriftinni ef ég yrði ákærður.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 12:11

coldcut skrifaði:Ókei...þannig að ég þarf þá að skipta um MAC-addressu.
En bara til þess að forvitnast aðeins...hvernig fara þeir nákvæmlega að því að safna saman IP-tölunum og er það gert á löglegan hátt?


Margar leiðir til þess svosem, og ennþá fleiri á Íslandi þar sem það er allt hægt í gegnum klíkuskap. Stundum hafa verið búnir til fake .torrent skrár og þær notaðar til að hafa uppi á IP addressum, stundum er þetta trackað í gegnum/samstarfi við ISP, og svo eru auðvitað aðrar, ekki eins löglegar leiðir.

Sagan segir að síðast þegar Snæbjörn hótaði svipuðu máli þá hafi hann haft uppi á þeim gögnum sem hann þurfti með "ekki eins löglegri leið". Já eða þeir sem hann réð til þess, efast um að maðurinn sé mikið tölvunörd sjálfur, fyrir mér er hann plebbi með stóran kjaft og innantóm orð.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf CendenZ » Mið 30. Sep 2009 12:12

Fyndið samt að þeir taki harðar á dreifingu Fangavaktarinnar heldur en barnakláminu á ringulreid.

Það er auðvitað hugsunarhátturinn hjá réttarkerfinu okkar, það er einhver að missa af tekjum og það er mikilvægara en eitthvað barnaklám.
Það er ekki eins og stelpurnar sem eiga myndirnar séu að færa einhverjar skattekjur af þeim..

Ótrúlegt að lögreglustjóri seti þetta í meiri forgang, það eitt ætti frekar að vera fréttnæmara.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf AntiTrust » Mið 30. Sep 2009 12:13

ManiO skrifaði:
Dagur skrifaði:http://bitblinder.com/


Er ekki einfalt mál fyrir ISPa að loka á port 9030? Eða er það notað í e-ð mikilvægt?



Er ekki ólöglegt fyrir ISP að blokka port? Held það, man ekki fjarskiptalögin nógu vel samt.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: "Hart tekið á Fangavaktar-þjófum"

Pósturaf benson » Mið 30. Sep 2009 12:22

Gothiatek skrifaði:Þessir þættir sem og aðrir (innlendir sérstaklega) ættu náttúrulega bara að koma á VOD-ið bæði hjá Símanum og Vodafone stuttu eftir að þeir eru frumsýndir...sama á hvaða stöð þeir eru sýndir upphaflega.[/url]


Fangavaktin er kominn á Vodafone VODið undir Stöð2Frelsi. Það þarf að sjálfsögðu að vera með áskrift að St2 til að geta séð það.