Windows 7

Allt utan efnis
Skjámynd

Höfundur
GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16310
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Windows 7

Pósturaf GuðjónR » Mán 07. Apr 2008 15:53

Windows Vista nýkomið og nýtt Windows á leiðinni:
http://www3.vb.is/?gluggi=frett&flokkur=2&id=41517



Skjámynd

daremo
spjallið.is
Póstar: 460
Skráði sig: Mið 27. Okt 2004 00:39
Reputation: 71
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf daremo » Mán 07. Apr 2008 16:56

Þess má geta að Windows 7 verður ekki binary compatible við eldri útgáfur af windows, sem ætti að þýða að performance mun vera miklu miklu betra.
En aftur á móti mun það taka mörg ár að koma þessu í notkun.. Vista er búið að vera nógu lengi að drulla sér til almennings, en Windows 7 á eftir að slá það met án efa.



Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf beatmaster » Mán 07. Apr 2008 18:22

daremo skrifaði:Þess má geta að Windows 7 verður ekki binary compatible við eldri útgáfur af windows...
Sem að þýðir?


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.


Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Stebet » Fös 11. Apr 2008 00:21

Að segja að Windows 7 verði ekki binary compatible eru ansi stór orð og gríðarlega ólíklegt. Backwards compatibility hefur alltaf verið sterkasta hlið Windows og er ein helsta ástæðan fyrir því að þeir halda þessari markaðshlutdeild sinni :)

MS hafa EKKERT gefið út opinberlegu um feature-set í Win7. Allt sem heyrist talað um eru rumors. Ég geri fastlega ráð fyrir að við fáum info í október (jafnvel Beta 1) þegar PDC verður haldið í október, en þar kynna MS jú oftast það nýjasta sem er í þróun hjá þeim. PDC átti að vera haldið síðasta haust en var frestað vegna þess að MS fannst þeir ekki vera með nógu mikið nýtt til þess að sýna.

Win7 er scheduled í fyrsta lagi 2010 samkvæmt flestum rumors.



Skjámynd

Sydney
1+1=10
Póstar: 1108
Skráði sig: Lau 29. Mar 2008 19:26
Reputation: 55
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Sydney » Fös 11. Apr 2008 12:05

Enda var Vista jafn mikið flopp og ME á sínum tíman, algjört rusl.


Gigabyte X570 Aorus Ultra | Ryzen 9 5900X | Corsair Vengeance RGB Pro 32GB 3200MHz CL16 | Fractal Design Define S
Aorus Xtreme RTX 2080 Ti | 500GB Samsung 980 Pro | Corsair AX860 | ROG Swift PG279Q
Ducky YOTM | Glorious Model O | Sennheiser HD650 | Thrustmaster Warthog HOTAS
Thinkpad X1 Yoga 2nd Gen OLED

Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Demon » Fös 11. Apr 2008 12:20

Sydney skrifaði:Enda var Vista jafn mikið flopp og ME á sínum tíman, algjört rusl.


Nei það eru full stór orð.
ME var rusl sem hafði ekkert framyfir 2000 og dó því skjótum dauðdaga.
Vista hefur ýmislegt framyfir XP þó kannski allir átti sig ekki á því.
Svo er það damn stable hjá mér og þeim sem ég þekki, get ekki sagt það sama um ME.




Turtleblob
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Þri 19. Sep 2006 12:48
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Turtleblob » Fös 11. Apr 2008 14:06

Demon skrifaði:Vista hefur ýmislegt framyfir XP þó kannski allir átti sig ekki á því.

Það má vel vera að Vista hafi sitthvað fram yfir XP.

Það hefur einfaldlega vitlausu hlutina fram yfir XP. Þeir uppuðu security-ið aðeins en gerðu það bara á þann hátt að það eru fáir ef nokkrir sem hafa ekki bölvað Microsoft í sand og ösku fyrir UAC (Þótt að hægt sé að slökkva á því). Vista ætti frekar að fara í áttina sem Apple hefur reynt að fara, hraðvirkari, einfaldari kerfi sem hafa bæði þann kost að geta verið notendavæn og customizeable um leið. Ég vill ekki fá að vita það að tölvan mín sé ekki nógu og öflug undir stýrikerfið sem mér langar í (Þótt að hún sé það, var bara dæmi). Þeir tímar þar sem notendur keyptu hljóðalaust nýjan vélbúnað fyrir nýtt stýrikerfi eru því miður að verða liðnir.

Intel giveth and Microsoft taketh away

(Um afl í tölvum)


"But a pig is smarter than twenty cats stapled to a three-legged horse" - OverCompensating.com
E8400 - 9600GT - 3GB RAM


Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Stebet » Þri 15. Apr 2008 14:26

Turtleblob skrifaði:Það hefur einfaldlega vitlausu hlutina fram yfir XP. Þeir uppuðu security-ið aðeins en gerðu það bara á þann hátt að það eru fáir ef nokkrir sem hafa ekki bölvað Microsoft í sand og ösku fyrir UAC (Þótt að hægt sé að slökkva á því). Vista ætti frekar að fara í áttina sem Apple hefur reynt að fara, hraðvirkari, einfaldari kerfi sem hafa bæði þann kost að geta verið notendavæn og customizeable um leið. Ég vill ekki fá að vita það að tölvan mín sé ekki nógu og öflug undir stýrikerfið sem mér langar í (Þótt að hún sé það, var bara dæmi). Þeir tímar þar sem notendur keyptu hljóðalaust nýjan vélbúnað fyrir nýtt stýrikerfi eru því miður að verða liðnir.

Intel giveth and Microsoft taketh away

(Um afl í tölvum)


Ehh... nei takk. Ég vil svo sannarlega ekki að Microsoft fari sömu leið og Apple enda er OSX mun stærri öryggishola en Windows. UAC er einfaldlega gert með að að markmiði að venja fólk af því að keyra hvað sem er og vinna í möppum sem eru ekki í "User" hlutanum.




Pink-Shiznit
Nörd
Póstar: 126
Skráði sig: Fim 18. Jan 2007 20:43
Reputation: 0
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Pink-Shiznit » Þri 15. Apr 2008 14:29

Sweet! Enn ein útgáfan á bláum skjá :)


Stoltur eigandi Asus eee 1000H


TechHead
Geek
Póstar: 822
Skráði sig: Þri 23. Nóv 2004 14:56
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf TechHead » Þri 15. Apr 2008 16:34

Stebet skrifaði: UAC er einfaldlega gert með að að markmiði að venja fólk af því að keyra hvað sem er og vinna í möppum sem eru ekki í "User" hlutanum.


errr nei kallinn minn.

Microsoft hafa viðurkennt að þeir ákváðu að setja UAC í Vista til að BÖGGA notendur stýrikerfisins.
Til hvers... jú til að fá hugbúnaðarframleiðendur til að skrifa hugbúnað sem þarfnast ekki aukna "öryggisréttinda" í stýrikerfið eins og hefur viðgengst hingað til.
Með öðrum orðum, bögga notendurnar, sem svo "vonandi" bögga 3rd party hugbúnaðarframleiðendur til að koma í veg fyrir aukna réttinda þörf í uppsetningu/notkun.

Sauce: http://www.crn.com/software/207100934?cid=CRNFeed




Stebet
spjallið.is
Póstar: 424
Skráði sig: Fös 25. Jún 2004 22:15
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Stebet » Mið 16. Apr 2008 09:29

TechHead skrifaði:
Stebet skrifaði: UAC er einfaldlega gert með að að markmiði að venja fólk af því að keyra hvað sem er og vinna í möppum sem eru ekki í "User" hlutanum.


errr nei kallinn minn.

Microsoft hafa viðurkennt að þeir ákváðu að setja UAC í Vista til að BÖGGA notendur stýrikerfisins.
Til hvers... jú til að fá hugbúnaðarframleiðendur til að skrifa hugbúnað sem þarfnast ekki aukna "öryggisréttinda" í stýrikerfið eins og hefur viðgengst hingað til.
Með öðrum orðum, bögga notendurnar, sem svo "vonandi" bögga 3rd party hugbúnaðarframleiðendur til að koma í veg fyrir aukna réttinda þörf í uppsetningu/notkun.

Sauce: http://www.crn.com/software/207100934?cid=CRNFeed


Err.. jú.

Þetta er nákvæmlega það sem ég var að segja. Helsta ástæðan fyrir því að forrit heimta admin privileges er vegna þess að þau eru að vesenast fyrir utan "User" svæði notandans sem keyrir þau. Þetta á bæði við um forritara og notendur. Ef forrit og/eða notendur eru ekki að vesenast í möppum sem þau hafa ekki default owner réttindi á þá kemur UAC promptinn ekki upp.

"venja fólk af" var lúmskt breyting á "bögga fólk" :P



Skjámynd

Demon
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 365
Skráði sig: Þri 20. Jan 2004 20:13
Reputation: 10
Staðsetning: Rvk
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Demon » Mið 16. Apr 2008 15:35

Ég er núna búinn að vera með Vista í gangi í hálft ár með UAC enabled og þetta venst alveg.
Þetta er náttúrulega hrikalegt þegar maður er að setja allt upp, nýjir drivers, ný forrit osfrv en ég er ekkert að því á hverjum degi.
Stabilitywise þá er það alveg on par með XP hjá mér. S.s. kemur alveg fyrir að maður sjái bluescreen eða tölvan frýs en það er nógu sjaldan til þess að ég man ekki hvenær það gerðist síðast.
En það svosem breytir því ekki að ég ÞARF ekkert að vera nota Vista framyfir XP og það er kannski það sem margir eru að hamra á hérna.

Ég get þó sagt á móti að Windows 2k gerði allt fyrir mig eins og XP kom út.


Edit: Bara svona að bæta við. Þetta hér http://www.youtube.com/watch?v=sPv8PPl7ANU er eitthvað það hallærislegasta sem ég hef séð frá MS lengi :)
Kudos til þeirra ef þetta var viljandi hallærislegt en ég efast um það.



Skjámynd

Viktor
Internetsérfræðingur
Póstar: 6774
Skráði sig: Mán 04. Apr 2005 11:01
Reputation: 935
Staðsetning: https://notendur.hi.is/vjh2/
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Viktor » Sun 29. Jún 2008 16:47

Demon skrifaði:Edit: Bara svona að bæta við. Þetta hér http://www.youtube.com/watch?v=sPv8PPl7ANU er eitthvað það hallærislegasta sem ég hef séð frá MS lengi :)
Kudos til þeirra ef þetta var viljandi hallærislegt en ég efast um það.

Ái!!! *kJÁNAHROLLUr ársins*


I wish I was cool enough to not care how much I care about pretending not to care about things


Macbook Pro 13" M2 16GB 512GB

Ryzen 3600X 2070S 16GB


qurr
Ofur-Nörd
Póstar: 215
Skráði sig: Fim 28. Jún 2007 13:38
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik Iceland
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf qurr » Fim 29. Jan 2009 17:13

Beta útgáfan að Windows 7 er kominn út og verður ókeypis framm í ágúst



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Gúrú » Fim 29. Jan 2009 17:16

qurr skrifaði:Beta útgáfan að Windows 7 er kominn út og verður ókeypis framm í ágúst


16 mín frá og þetta hefði verið akkúrat eins árs bump.


Modus ponens

Skjámynd

einarhr
Of mikill frítími
Póstar: 1994
Skráði sig: Þri 27. Maí 2008 10:12
Reputation: 266
Staðsetning: 110 Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf einarhr » Fim 29. Jan 2009 19:40

Eg hef verið að profa Betuna með Dual boot a lappanum minum Toshiba Satellite U300 i tvær vikur og list mjög vel a þetta en sem komið er. Fann alla drivera nema Intel Turbo Memory driverinn sem þyðir að eg fæ lagt skor. einungis 2.0 en fann registry fix a netinu svo Areo virkar.

Mæli með að þið profið þetta.


| Ryzen 7 5800X 32GB |RTX 3070Ti| Server i7 6700K 16GB |


demigod
Ofur-Nörd
Póstar: 255
Skráði sig: Þri 23. Mar 2004 00:25
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf demigod » Fös 15. Maí 2009 01:49

Gúrú skrifaði:
qurr skrifaði:Beta útgáfan að Windows 7 er kominn út og verður ókeypis framm í ágúst


16 mín frá og þetta hefði verið akkúrat eins árs bump.


16:47 og 17:13 ? uhm, það eru 26 min :the_jerk_won


"Walking on water and developing software from a specification are easy if both are frozen." Edward V. Berard


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf coldcut » Fös 15. Maí 2009 02:57

Stebet skrifaði:... Backwards compatibility hefur alltaf verið sterkasta hlið Windows og er ein helsta ástæðan fyrir því að þeir halda þessari markaðshlutdeild sinni :)...


þó þetta sé gamalt comment og allt það þá verð ég bara að segja að backwards compatibility er ekki ástæðan fyrir því að þeir halda þessari markaðshlutdeild! Ástæðan fyrir því er að fólk er hrætt við breytingar. Margir þora þó að fara í Mac kerfi en Linux...NEI. Ég þekki marga sem eru mjög flinkir á tölvur og allt það en tilhugsunin að skipta Windows út fyrir eitthvað Linux sem maður þarf að læra á og er örugglega ótrúlega flókið og óstabílt er óhugsandi! Ég var einu sinni einn af þeim en nú er ég hættur þessu rugli og nota bara Linux!

In a world without fences and walls, who needs gates and windows?



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf Danni V8 » Fös 15. Maí 2009 04:47

demigod skrifaði:
Gúrú skrifaði:
qurr skrifaði:Beta útgáfan að Windows 7 er kominn út og verður ókeypis framm í ágúst


16 mín frá og þetta hefði verið akkúrat eins árs bump.


16:47 og 17:13 ? uhm, það eru 26 min :the_jerk_won


Fyrir utan að fyrra innleggið er 29. júní en hitt er 29. janúar þannig þetta hefði verið akkurat 7 mánuðir ekki ár :)


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf depill » Fös 15. Maí 2009 12:38

coldcut skrifaði:þó þetta sé gamalt comment og allt það þá verð ég bara að segja að backwards compatibility er ekki ástæðan fyrir því að þeir halda þessari markaðshlutdeild! Ástæðan fyrir því er að fólk er hrætt við breytingar. Margir þora þó að fara í Mac kerfi en Linux...NEI. Ég þekki marga sem eru mjög flinkir á tölvur og allt það en tilhugsunin að skipta Windows út fyrir eitthvað Linux sem maður þarf að læra á og er örugglega ótrúlega flókið og óstabílt er óhugsandi! Ég var einu sinni einn af þeim en nú er ég hættur þessu rugli og nota bara Linux!


Ekki sammála þessu, ég myndi einmitt segja að þetta væri ástæðan ( og margir sammála mér í því ) það er búið læsa okkur inni í Microsoft hugbúnaði. Sérstök skjöl sem opnast eingöngu eðlilega í Office hugbúnaði ( til dæmis Pivot tables í Excel, VBA forritun ( sem virkar ekki einu sinni í OfficeForMac nýjasta lenugr ), Groupware lausnir sem virka bara eðlilega end-to-end með Microsoft lausnum o.s.frv. Íslenskur viðskiptahugbúnaður virkar til dæmis oftast bara með með Windows, og rusl viðskiptahugbúnaður eins og dk ( sem fyrirtækið sem ég "vinn" ( meira svona hjálpari ) ) notar er það mikið rusl að það notar gagnagrunn sem hefur ekki verið uppfærður síðan rétt um aldamót og notar flat based gagnagrunn sem þýðir að það þarf að gera allan scheman uppá nýtt. Púff....

Það er samt ekki auðvelt fyrir mig að skipta í annan hugbúnað, ég er læstur í skráarsniði, ég þarf að greiða fyrir nýjan viðskiptahugbúnað og sambærileg leyfi ( og þar sem afskrifa sokkinn hugbúnað í gamla ) og annað hvort ákveða að byrja með tóman gagnagrunn og nota tvo bókhaldskerfi ( gamla og nýja í allt að 6 ár ) eða ráða ( eða gera sjálfur sem kostar mig mikinn tíma ) í að coverta gögnum yfir í nýja hugbúnaðinn sem hækkar skiptikostnaðinn minn gífurlega.

Ofan á það eru þessi örfá vottuðu bókhaldskerfi fyrir Íslendinga sem virka á öðrum kerfum en Windows yfirleitt mjög töpur og með yfirleitt með mjög lélegum web-interfaceum eða java applet interfaceum.

Fyrir allavega mig er ástæðan fyrir því að ég á svo erfitt með að skipta úr Windows að allt sem ég vill nota virka á Windows, gamall og nýr hugbúnaður, það er ekki að ég sé hræddur ( ég nota líka Linux, bara í miklu minna mæli ), ég spila lítið leiki, en sumir gera það, en ég er að þjónusta fólk til dæmis með einmitt viðskiptahugbúnað og ofan á það er ég nú bara fyrir tilviljun að fara taka próf á eftir uppí Háskóla sem hreinlega gerir ráð fyrir því að ég sé að nota Excel 2007 ( ég gæti ekki tekið eþtta á openoffice, og þyrfti að gera vissan part handskrifaðan og óprófaðan ef ég væri með macca ).

Þannig að segja að það sé vegna þess að fólk sé hrætt er bara mega B.S. Fólk vill bara að allt sem það vill noti virki, og það virka best og flest á Windows ( og já mér finnst Virtual Machine vera léleg rök, ég sé enga ástæðu til að vera keyra Virtual vél ef ég vinn meiri hlutan á virtual kerfinu ).



Skjámynd

KermitTheFrog
Kóngur
Póstar: 4273
Skráði sig: Mán 07. Júl 2008 23:32
Reputation: 67
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf KermitTheFrog » Lau 16. Maí 2009 04:11

Einhver sem veit um töff dökkt þema fyrir Win 7?




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf coldcut » Lau 16. Maí 2009 21:37

depill skrifaði:
coldcut skrifaði:þó þetta sé gamalt comment og allt það þá verð ég bara að segja að backwards compatibility er ekki ástæðan fyrir því að þeir halda þessari markaðshlutdeild! Ástæðan fyrir því er að fólk er hrætt við breytingar. Margir þora þó að fara í Mac kerfi en Linux...NEI. Ég þekki marga sem eru mjög flinkir á tölvur og allt það en tilhugsunin að skipta Windows út fyrir eitthvað Linux sem maður þarf að læra á og er örugglega ótrúlega flókið og óstabílt er óhugsandi! Ég var einu sinni einn af þeim en nú er ég hættur þessu rugli og nota bara Linux!


Ekki sammála þessu, ég myndi einmitt segja að þetta væri ástæðan ( og margir sammála mér í því ) það er búið læsa okkur inni í Microsoft hugbúnaði. Sérstök skjöl sem opnast eingöngu eðlilega í Office hugbúnaði ( til dæmis Pivot tables í Excel, VBA forritun ( sem virkar ekki einu sinni í OfficeForMac nýjasta lenugr ), Groupware lausnir sem virka bara eðlilega end-to-end með Microsoft lausnum o.s.frv. Íslenskur viðskiptahugbúnaður virkar til dæmis oftast bara með með Windows, og rusl viðskiptahugbúnaður eins og dk ( sem fyrirtækið sem ég "vinn" ( meira svona hjálpari ) ) notar er það mikið rusl að það notar gagnagrunn sem hefur ekki verið uppfærður síðan rétt um aldamót og notar flat based gagnagrunn sem þýðir að það þarf að gera allan scheman uppá nýtt. Púff....

Það er samt ekki auðvelt fyrir mig að skipta í annan hugbúnað, ég er læstur í skráarsniði, ég þarf að greiða fyrir nýjan viðskiptahugbúnað og sambærileg leyfi ( og þar sem afskrifa sokkinn hugbúnað í gamla ) og annað hvort ákveða að byrja með tóman gagnagrunn og nota tvo bókhaldskerfi ( gamla og nýja í allt að 6 ár ) eða ráða ( eða gera sjálfur sem kostar mig mikinn tíma ) í að coverta gögnum yfir í nýja hugbúnaðinn sem hækkar skiptikostnaðinn minn gífurlega.

Ofan á það eru þessi örfá vottuðu bókhaldskerfi fyrir Íslendinga sem virka á öðrum kerfum en Windows yfirleitt mjög töpur og með yfirleitt með mjög lélegum web-interfaceum eða java applet interfaceum.

Fyrir allavega mig er ástæðan fyrir því að ég á svo erfitt með að skipta úr Windows að allt sem ég vill nota virka á Windows, gamall og nýr hugbúnaður, það er ekki að ég sé hræddur ( ég nota líka Linux, bara í miklu minna mæli ), ég spila lítið leiki, en sumir gera það, en ég er að þjónusta fólk til dæmis með einmitt viðskiptahugbúnað og ofan á það er ég nú bara fyrir tilviljun að fara taka próf á eftir uppí Háskóla sem hreinlega gerir ráð fyrir því að ég sé að nota Excel 2007 ( ég gæti ekki tekið eþtta á openoffice, og þyrfti að gera vissan part handskrifaðan og óprófaðan ef ég væri með macca ).

Þannig að segja að það sé vegna þess að fólk sé hrætt er bara mega B.S. Fólk vill bara að allt sem það vill noti virki, og það virka best og flest á Windows ( og já mér finnst Virtual Machine vera léleg rök, ég sé enga ástæðu til að vera keyra Virtual vél ef ég vinn meiri hlutan á virtual kerfinu ).


Ókei get alveg kvittað undir þetta líka. En ég fer samt ekki ofan af því að fólk sem er ekki á kafi í tölvuleikjum (eins og ég var einu sinni) eða, eins og þú, þarf að nota sérstök forrit við vinnu og/eða nám getur alveg eins notað t.d. Ubuntu/Mint/Debian án þess að lenda í nokkrum vandræðum. Það er bara búið að innprenta Windows inní hausinn á fólki. "Windows er einfaldast, Windows er öruggast, Windows er best!" En það er gíga B.S.
Microsoft er eins og NURV í Antitrust



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf depill » Lau 16. Maí 2009 22:22

coldcut skrifaði:
Ókei get alveg kvittað undir þetta líka. En ég fer samt ekki ofan af því að fólk sem er ekki á kafi í tölvuleikjum (eins og ég var einu sinni) eða, eins og þú, þarf að nota sérstök forrit við vinnu og/eða nám getur alveg eins notað t.d. Ubuntu/Mint/Debian án þess að lenda í nokkrum vandræðum. Það er bara búið að innprenta Windows inní hausinn á fólki. "Windows er einfaldast, Windows er öruggast, Windows er best!" En það er gíga B.S.
Microsoft er eins og NURV í Antitrust

Agreed, ég er alveg svo sem sammála þér því, sem var kannski upphafilegi punkturinn þinn að 90% af heimilisnotendum ( ekki fyrirtækja vegna sérhæfðra forrita ) sem notar basicly Internet Explorer + Word ( yfirleitt ekkert annað ) og kannski Solitare geta algjörlega notað Linux ( róum okkur samt í því að ég væri að fara setja mömmu á Debian, en Ubuntu/Mint raunhæft ).

Hmm, það er nottulega íað að því með mjög mörgum atriðum í AntiTrust og þemanum, og útlitinu af Campusinum að NURV sé Microsoft..... mér fannst samt alltaf vanta í AntiTrust ( sem mér finnst mjög góð mynd ) afhverju NURV átti að vera svona stórt. Ég meina þeir notuðu Linux ( eða UNiX variant keyrandi á KDE ), Bill Gates var greinilega til. Þeir voru að fara launcha Synapse, en afhverju var NURV orðið svona stórt, ég var ekki að ná því hvaða "lífsnauðsynlegu" vöru NURV var að framleiða til þess að geta verið svona stórt til að ræsa Synapse. Önnur pæling samt :)

Windows er mest compatabile, það er eini punkturinn sem er hægt að maeka :)




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf coldcut » Lau 16. Maí 2009 23:37

depill skrifaði:Agreed, ég er alveg svo sem sammála þér því, sem var kannski upphafilegi punkturinn þinn að 90% af heimilisnotendum ( ekki fyrirtækja vegna sérhæfðra forrita ) sem notar basicly Internet Explorer + Word ( yfirleitt ekkert annað ) og kannski Solitare geta algjörlega notað Linux ( róum okkur samt í því að ég væri að fara setja mömmu á Debian, en Ubuntu/Mint raunhæft ).

Hmm, það er nottulega íað að því með mjög mörgum atriðum í AntiTrust og þemanum, og útlitinu af Campusinum að NURV sé Microsoft..... mér fannst samt alltaf vanta í AntiTrust ( sem mér finnst mjög góð mynd ) afhverju NURV átti að vera svona stórt. Ég meina þeir notuðu Linux ( eða UNiX variant keyrandi á KDE ), Bill Gates var greinilega til. Þeir voru að fara launcha Synapse, en afhverju var NURV orðið svona stórt, ég var ekki að ná því hvaða "lífsnauðsynlegu" vöru NURV var að framleiða til þess að geta verið svona stórt til að ræsa Synapse. Önnur pæling samt :)

Windows er mest compatabile, það er eini punkturinn sem er hægt að maeka :)


Jámm Debian átti ekki að vera þarna...ætlaði að setja Debian based fyrst en hætti svo við. En já fattaði heldur aldrei málið með af hverju NURV væri svona stórt dæmi útaf því að Microsoft var greinilega "til" í myndinni. Mér finnst Antitrust líka helvíti góð og skil ekki af hverju mörgum finnst hún svona léleg :popeyed

en greinilegt hverjir voru ekki að horfá Eurovision :D Engir þræðir í gangi nema þessi!



Skjámynd

kjarribesti
1+1=10
Póstar: 1145
Skráði sig: Fim 04. Jún 2009 01:55
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogurinn, reglulega fyrir norðan
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Windows 7

Pósturaf kjarribesti » Mán 03. Jan 2011 21:52

Datt aðeins í hug að Poppa þessum þræði upp til þess að sjá hvað við héldum ''þóttumst vita'' um windows 7.
gaman að lesa eftir árs reynslu af stýrikerfinu sem mér pérsónulega finnst bara andskoti stórt stökk áfram fyrir windows ..
O:)


_______________________________________