Síða 3 af 3

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Lau 15. Okt 2016 13:03
af urban
Hjaltiatla skrifaði:Það væri fínt ef þú gætir komið með betri grein en frá Morgunblaðinu , þá skal ég glaður lesa hana.


Ég hef auðvitað steingleymt þessu allan þennan tíma.

En hérna er ritgerð um þetta efni, er sjálfur að lesa yfir hana í þessum töluðu orðum.
http://www.sciencedirect.com/science/ar ... 7X0400017X

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 12:55
af GullMoli
Sjálfur er ég ekki 100% ákveðinn. Eitt er hinsvegar víst, ég hef engann áhuga á því að hafa Birgittu sem forsætisráðherra.

Hvað eru Píratar eiginlega að gera? Opinbera sig sem vinstri flokk og vilja svo samstarf sem þeir voru alltaf svo rosalega á móti..

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 13:17
af vesley
GullMoli skrifaði:Sjálfur er ég ekki 100% ákveðinn. Eitt er hinsvegar víst, ég hef engann áhuga á því að hafa Birgittu sem forsætisráðherra.

Hvað eru Píratar eiginlega að gera? Opinbera sig sem vinstri flokk og vilja svo samstarf sem þeir voru alltaf svo rosalega á móti..



Alveg óháð því hvernig flokkur Píratar eru eða hvaða flokkur sem er í rauninni þá tel ég það alltaf neikvætt þegar reynt er svona kapphlaup á undan kosningum og reyna að koma af stað stjórnarmyndunarviðræðum áður en fólk hefur kosið.

Fylgið hjá öllum flokkum er búið að vera á flugi upp og niður síðustu vikur og þarf afskaplega lítið til að flokkar lenda jafnvel í 10% sveiflu á fylgi, liggur við nóg að þingmaður sé í skítugum jakka á þingi og þá minnkar fylgi.

Edit:
Píratar segjast líka ekki vilja mynda stjórn við flokka sem standa ekki við loforð sín. Hefur einhverntíman í sögu landsins flokkur staðið við öll loforð sín?? Þeirra stærsta málefni er stjórnarskráin og rétt vona ég ef þeir fara í stjórn að þeir ná að klára það mál, annars er ég hræddur um að flokkurinn myndi þurrkast út í næstu kosningum.

Stjórnarskráarumræðan gæti endað eins og gömul tugga, ekki ósvipað verðtryggingunni sem hefur verið talað um í örugglega 30-40 ár.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:11
af rapport
Að fá að vita hvaða afslátt flokkar gefa af kosningaloforðunum við stjórnarmyndun, áður en maður kýs er gríðarlega framför.

Fólk kaus alltaf flokk út frá kosningaloforðum, svo þegar hann fór í stjórn og gaf afslátt af koningaloforðunum, þá voru allir sárir en kenndu hinum flokkinum um.

Píratar hafa bara vit til að "call that bluff" og bjóða kjósendum upp á að taka upplýsta ákvörðun á kjörstað.


Og það kallast þjónusta við almenning...

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 14:16
af vesley
rapport skrifaði:Að fá að vita hvaða afslátt flokkar gefa af kosningaloforðunum við stjórnarmyndun, áður en maður kýs er gríðarlega framför.

Fólk kaus alltaf flokk út frá kosningaloforðum, svo þegar hann fór í stjórn og gaf afslátt af koningaloforðunum, þá voru allir sárir en kenndu hinum flokkinum um.

Píratar hafa bara vit til að "call that bluff" og bjóða kjósendum upp á að taka upplýsta ákvörðun á kjörstað.


Og það kallast þjónusta við almenning...



Þetta eru stór orð frá flokk sem hefur enn ekki setið í stjórn, og hvað þá þegar fundurinn hefur ekki einu sinni átt sér stað og þeir flokkar sem hafa verið boðaðir eru ekki allir búnir að staðfesta komu sína.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 16:23
af rapport
vesley skrifaði:
rapport skrifaði:Að fá að vita hvaða afslátt flokkar gefa af kosningaloforðunum við stjórnarmyndun, áður en maður kýs er gríðarlega framför.

Fólk kaus alltaf flokk út frá kosningaloforðum, svo þegar hann fór í stjórn og gaf afslátt af koningaloforðunum, þá voru allir sárir en kenndu hinum flokkinum um.

Píratar hafa bara vit til að "call that bluff" og bjóða kjósendum upp á að taka upplýsta ákvörðun á kjörstað.


Og það kallast þjónusta við almenning...



Þetta eru stór orð frá flokk sem hefur enn ekki setið í stjórn, og hvað þá þegar fundurinn hefur ekki einu sinni átt sér stað og þeir flokkar sem hafa verið boðaðir eru ekki allir búnir að staðfesta komu sína.


Það er akkúrat málið, að kjósendur sjái fyrirfram hverjir vilja vinna saman og á hvaða forsendum.

Þetta fellur að sjálfsögðu um sjálft sig ef enginn vill mæta og ræða málin en þeir sem mæta og "semja" fyrir kosningar, þeir hafa eitthvað raunverulegt fram að færa, engir aðrir.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mán 17. Okt 2016 16:30
af Hjaltiatla
Eins og ég skil þetta útspil Pírata: þau eru að reyna leiða ákveðna samstöðu hjá flokkum sem vilja vinna gegn ákveðinni spillingu sem hefur fengið að grasserast í gegnum árin hjá ákveðnum risaeðlu flokkum (og virðast komast upp með það óáreittir hingað til). Það er allavegana ekkert að fara breytast ef maður kýs alltaf sama ruglið yfir sig aftur og aftur :hnuss

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 00:19
af Snorrmund
urban skrifaði:
Hjaltiatla skrifaði:Það væri fínt ef þú gætir komið með betri grein en frá Morgunblaðinu , þá skal ég glaður lesa hana.


Ég hef auðvitað steingleymt þessu allan þennan tíma.

En hérna er ritgerð um þetta efni, er sjálfur að lesa yfir hana í þessum töluðu orðum.
http://www.sciencedirect.com/science/ar ... 7X0400017X


Þessi grein byrjar vel, ætla að renna yfir hana. En ég get sagt með ágætri samvisku að ég valdi XD hérna, en er þó ekki alveg viss hvar ég enda. Það er Sjálfstæðisflokkurinn, Framsókn eða Autt.. Helsta ástæðan er sjávarútvegsstefnan, er reyndar bara að hugsa um hagsmuni mína í því samhengi. Ef að allur afli fer á uppboð og ég á hættu á því að bókstaflega missa vinnuna, eða þá að hafa hana eitt árið en ekki næsta finnst mér því miður ekki ásættanlegt.

Af einhverjum ástæðum hljóta önnur lönd að horfa til Íslands þegar að stefna í sjávarútvegsmálum er annars vegar. Okkar kerfi er væntanlega ekki fullkomið, en afhverju þá ekki að betrumbæta það frekar en að kollvarpa því ?

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 00:33
af kassi
Ekki leiðinlegt að hafa svona kappa til að stjórna landinu!
http://piratar.is/kosningar/frambjodend ... r-manason/

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 00:45
af Klemmi
kassi skrifaði:Ekki leiðinlegt að hafa svona kappa til að stjórna landinu!
http://piratar.is/kosningar/frambjodend ... r-manason/


Treysti honum betur fyrir mínum hagsmunum en Bjarna Ben...

Annars er hann í 17. sæti í sínu kjördæmi, kjördæmi sem hefur 11. þingmenn og því mun hann ekki komast inn.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 11:55
af urban
Klemmi skrifaði:
kassi skrifaði:Ekki leiðinlegt að hafa svona kappa til að stjórna landinu!
http://piratar.is/kosningar/frambjodend ... r-manason/


Treysti honum betur fyrir mínum hagsmunum en Bjarna Ben...

Annars er hann í 17. sæti í sínu kjördæmi, kjördæmi sem hefur 11. þingmenn og því mun hann ekki komast inn.


Það er nefnilega málið, þessi er ekki að fara að stjórna neinu.
Uppfylling á lista.

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 12:30
af Hjaltiatla

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 13:28
af Tbot
Ef fólk vill fá skattahækkanir þá kýstu vinstri flokka.

Því miður tók Sjálfstæðisflokkurinn ekki til hjá sér, því í grunninn gætu ansi margir fylgt honum þar sem hugsjónin er að hver er sinnar gæfu smiður en þeir sem þurfa raunverulega aðstoð er hjálpað að komast aftur á fætur.

Framsókn er framsókn.

Píratar, sögðu þeir ekki að enginn ætti að vera lengur en 2 kjörtímabil á þingi. Birgitta stefnir á þriðja tímabilið.
Ef þetta er ekki tvöfeldni þá veit ég ekki hvað.

Talandi um spillingu, vinstra liðið er alveg jafn slæmt þar.
Er ekki búið að koma trekk í trekk upp þar sem nefndarmenn í listamannaráðunum hafa verið að úthluta sér listamannalaunum (í gegnum leppa).

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 13:34
af GuðjónR
Fyrir þá sem eru búnir að gleyma af hverju það eru kosningar:


Þetta er líka ágætis lesning:
http://stundin.is/blogg/pall-asgeir/the ... ogedslegt/

Re: Kosningakönnun 2016

Sent: Mið 26. Okt 2016 13:55
af davidsb
Þegar blásið er til kosninga vegna spillingar í ríkisstjórn og ca 25% af þjóðinni kýs þá aftur þá er búið að gefa ríkisstjórninni og þeim flokkum sem að spillingunni koma leyfi til að vera spillt ríkisstjórn því í versta falli þurfa þeir að láta kjósa sig aftur.

Mér finnst allt vera fara til fjandans hérna, heilbrigðiskerfið er mannað fólki sem vinnur fleiri yfirvinnutíma en venjulega tíma, það vill enginn verða kennari né lögga, það er enginn séns að kaupa fyrstu eign nema eiga fjársterka fjölskyldu sem getur reddað útborgun fyrir þig eða að sleppa því að spara fyrir ellinni, sjávarútvegurinn fær næstum allt á silfurfati(veiðigjöld hafa lækkað um 8 milljarða á 3 árum ca, fengu makrílkvóta uppá 100+milljarða næstum gefins) og svo var matarskattur hækkaður. Skattar á tekjuhæstu hafa lækkað en hækkað á þá tekjulægstu, öryrkjar, sjúklingar og eldra fólk lifir í fátækt.
Allar þessar lækkanir og niðurfelling á vörugjöldum hafa ekki skilað sér til neytenda því það er engin sem framfylgir þeirri reglu, sá peningur fór beint í vasa fyrirtækja og eigendum þeirra.
Við missum mikið af hæfileikaríku fólki til annarra landa vegna aðstæðna hérna og svo stendur ríkisstjórnin og þorir að halda því fram að ástandið hafi aldrei verið betra á landinu. Bjarni Ben reynir að halda því fram að hér hafi ekki orðið hrun heldur bara efnahagslægð sem er bara móðgun við alla sem lentu í þvi að verða gjaldþrota, misstu húsin sín eða ævisparnað.

Ef þetta fer ekki að breytast fljótlega þá munum við eflaust sjá fjöldaflutninga til annarra landa, unga fólkið mun ekki nenna að standa í þessu ströggli hérna þegar þau geta flutt erlendis og haft það gott með húsnæðislán sem er sanngjarnt, ódýra/ókeypis leikskóla og gott heilbrigðiskerfi, meiri kaupmátt og almennt séð betri lífsgæði en það sem er í boði hérna á klakanum.