Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Allt utan efnis

Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf kjarrig » Mán 05. Okt 2015 13:59

Hvernig finnst ykkur sú viðskiptahugmynd Símans, að þeir sem eru með internettengingu hjá Símanum eru þeir eru einu sem geta notað VOD þjónustu Skjásins? Ég hef verið áskrifandi að Skjá 1 síðan var farið að rukka fyrir dagskránna, og þar sem ég er hjá Vodafone með mína internetáskrift (og er ekki að fara að breyta því) þá get ég horft frítt á línulega dagskrá Skjásins, en ekki tímaflakk og aðra möguleika sem boðið er uppá hjá Skjánum. Þessu breytti Síminn núna um mánaðarmótin.
Ef 365 fara að taka uppá því sama, að þú verðir að vera með internetáskrift hjá þeim til þess að kaupa aðgang að þeirra stöðvum? Þá lítur það þannig út fyrir mér að ég vill kaupa Skjá Einn og Stöð 2, að þá verð ég að vera með internettengingu hjá báðum aðilum.




Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf Predator » Mán 05. Okt 2015 14:05

Þú þarft ekki að vera með internet hjá Símanum heldur þarftu að vera með Sjónvarp Símans sem er hægt á öllum línum frá Mílu, skiptir ekki máli hvort internetþjónustuaðilinn sé Vodafone, 365, osfrv.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf kjarrig » Mán 05. Okt 2015 14:06

Ok, smá misskilningur hjá mér, en þar sem ég er þá línu frá Gagnaveitunni, þá get ég ekki notað þetta. Heldur þarf ég að færa mig yfir til Mílu. Er það rétt skilið?




Predator
1+1=10
Póstar: 1173
Skráði sig: Lau 01. Nóv 2003 23:57
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf Predator » Mán 05. Okt 2015 14:07

Já það passar, sjónvarp símans er ekki í boði yfir Gagnaveituna.


Ryzen 2600x - 24GB 2400MHz DDR4 - Phoenix GTX 1080 GLH 8GB - Gigabyte B450M DS3H


machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf machinefart » Mán 05. Okt 2015 14:19

Ég skil ekki alveg kröfuna, myndirðu vilja s.s. að síminn færi að þróa hugbúnað fyrir önnur tæki en sitt eigið svo þeir geti boðið upp á VOD þjónustu sína? Er ekki annars þar sem vandinn liggur? þyrfti ekki að útfæra þetta í aðrar græjur ef þetta ætti að virka?

Þekki svosem ekki nákvæmlega hvernig allt snýr í þessu en mér þætti skjáreinn ekki eiga að gera meira en í mesta lagi að bjóða aðgang að einhverjum vefþjónustum sem hægt væri að nýta sér í smíði á hugbúnaði sem myndi spila þetta. Hvort það sé raunin veit ég ekki, ég er heldur ekki svo viss um að vodafone eða neinn annar aðili myndi nýta sér svoleiðis möguleika svo kúnnar sínir gætu keypt þjónustu af símanum.



Skjámynd

rapport
Kóngur
Póstar: 7157
Skráði sig: Mán 27. Apr 2009 13:07
Reputation: 1043
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf rapport » Mán 05. Okt 2015 22:12

Ég les úr þessu það eitt að samþjöppun fjölmiðla, efnisveita og inetnertveita er ekki af honu góða...




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf kjarrig » Þri 06. Okt 2015 11:59

machinefart skrifaði:Ég skil ekki alveg kröfuna, myndirðu vilja s.s. að síminn færi að þróa hugbúnað fyrir önnur tæki en sitt eigið svo þeir geti boðið upp á VOD þjónustu sína? Er ekki annars þar sem vandinn liggur? þyrfti ekki að útfæra þetta í aðrar græjur ef þetta ætti að virka?

Þekki svosem ekki nákvæmlega hvernig allt snýr í þessu en mér þætti skjáreinn ekki eiga að gera meira en í mesta lagi að bjóða aðgang að einhverjum vefþjónustum sem hægt væri að nýta sér í smíði á hugbúnaði sem myndi spila þetta. Hvort það sé raunin veit ég ekki, ég er heldur ekki svo viss um að vodafone eða neinn annar aðili myndi nýta sér svoleiðis möguleika svo kúnnar sínir gætu keypt þjónustu af símanum.


Þegar Síminn tekur yfir Skjá Einn, þá breytist þetta, Vodafone eða Gagnaveitan gátu dreift merkinu og ég gat nýtt mér þjónustuna, þá í gegnum Sjónvarp Vodafones, en ekki hægt lengur. Og það finnst mér lélegt að Símanum að breyta þessu.
Það er verið að neyða mann yfir í Míluna til að horfa á Skjá EInn. Síminn hefur ekki verið að þróa eitt eða neitt fyrir Vodafone, Vodafone gerðu það sjálfir.




JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf JReykdal » Mið 14. Okt 2015 13:13

machinefart skrifaði:Ég skil ekki alveg kröfuna, myndirðu vilja s.s. að síminn færi að þróa hugbúnað fyrir önnur tæki en sitt eigið svo þeir geti boðið upp á VOD þjónustu sína? Er ekki annars þar sem vandinn liggur? þyrfti ekki að útfæra þetta í aðrar græjur ef þetta ætti að virka?

Þekki svosem ekki nákvæmlega hvernig allt snýr í þessu en mér þætti skjáreinn ekki eiga að gera meira en í mesta lagi að bjóða aðgang að einhverjum vefþjónustum sem hægt væri að nýta sér í smíði á hugbúnaði sem myndi spila þetta. Hvort það sé raunin veit ég ekki, ég er heldur ekki svo viss um að vodafone eða neinn annar aðili myndi nýta sér svoleiðis möguleika svo kúnnar sínir gætu keypt þjónustu af símanum.


Síminn getur alveg verið með sitt sjónvarp á Gagnaveitunni. Þeir bara vilja það ekki. Ekkert tæknilegt sem stendur í vegi fyrir því og þeir geta alveg notað sín box við það.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf tdog » Fim 15. Okt 2015 23:26

Já, þetta er bara brundmyglugremja í Símanum að vilja ekki fara með sjónvarpsdreifikerfið sitt á Gagnaveituna.



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf Dagur » Fös 16. Okt 2015 09:20

Forneskjulegt. Netflix virkar í öllum tækjum sem til eru og þú borgar bara fyrir áskrift.

Síminn og Vodafone vilja rukka fyrir áskrift og þú ert læstur inn í einu tæki sem þú þarft líka að borga áskrift af




Höfundur
kjarrig
Ofur-Nörd
Póstar: 273
Skráði sig: Sun 08. Ágú 2010 10:30
Reputation: 7
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf kjarrig » Fös 16. Okt 2015 14:18

Fékk símtal frá þjónustustjóra Símans, og er ekki sá eini sem kvartaði yfir þessu. Benti vinsamlega á að þetta sé ekkert vandamál. Ég sæki bara þessa þætti sem er verið að horfa á heima hjá mér og þá borga ég ekki neitt, sem ég borgaði glaður fyrir áður. Í stað þess að gera hlutina einfaldari og greiða áskrift fyrir það, þá get ég það ekki lengur, en ég get sótt þættina. Mjög öfugsnúið m.v. þá umræðu um ólöglegt niðurhal.




Dúlli
Vaktari
Póstar: 2149
Skráði sig: Mán 10. Des 2012 19:43
Reputation: 195
Staða: Ótengdur

Re: Breyttir skilmálar hjá Skjá 1 (Símanum)

Pósturaf Dúlli » Fös 23. Okt 2015 19:57

Er þetta orðið lokað og læst ?

Erum að reyna að horfa á opna dagskrá en ekkert í gangi á síðunni.