Pæling varðandi póstinn

Allt utan efnis

Höfundur
machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Pæling varðandi póstinn

Pósturaf machinefart » Sun 21. Des 2014 03:21

Sælir vaktarar, þið eruð sennilega þeir einu sem eru nægilega skrítnir til þess að hafa pælt í þessu sama og ég, þannig ég hef ákveðið að henda þessu hingað inn.

Nú pantar maður orðið allnokkuð mikið af varningi og dóti á sitt heimilisfang og gerði ég hið sama þegar ég bjó í Danmörku. Mér finnst mjög áhugavert þegar aðilar úti í heimi greiða fyrir sendingu á mína heimaadressu en því miður þá kemst pakkinn bara hluta leiðar. Hann stoppar í útibúi póstsins næst mínu heimili, þetta er ekki svona í Danmörku. Mér finnst áhugavert að vita hver sé skylda póstsins varðandi þetta og hver er sú vara sem keypt er af íslandspósti þegar að þessum sendingum kemur. Er það fullkomlega réttlætanlegt að íslandspóstur sendi mér miða um að ég megi sækja pakkann ásamt því að bjóða mér að greiða 700 krónur fyrir það að fá pakkann heim að dyrum, var ekki búið að greiða fyrir sendingu á mitt heimlisfang?

Þetta er nú ekkert stórmál en samt sem áður nokkuð áhugavert, er einhver hér sem hefur kynnt sér þetta?



Skjámynd

stefhauk
spjallið.is
Póstar: 474
Skráði sig: Mið 20. Júl 2011 21:11
Reputation: 14
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi póstinn

Pósturaf stefhauk » Sun 21. Des 2014 06:06

Hef yfirleitt fengið þennan blessaða miða um lúguna nema þegar ég hef pantað frá bandaríkjunum og þetta komi í kassa í stærra laginu þá er þessu skutlað heim með að sjálfsögðu þar að leiðandi kostnaði.



Skjámynd

roadwarrior
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Þri 22. Apr 2008 20:00
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi póstinn

Pósturaf roadwarrior » Sun 21. Des 2014 10:13

Pósturinn flokkar þetta þannig að ef þetta er sent sem bréfasending og kemst ekki innum lúguna hjá þér þá þarftu að sækja en ef þetta er sent sem erlend pakkasending þá keyra þeir heim að dyrum. Þetta var allavega skýringin sem ég fékk einu sinni




Höfundur
machinefart
Ofur-Nörd
Póstar: 288
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2014 12:23
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi póstinn

Pósturaf machinefart » Sun 21. Des 2014 14:33

Já, þannig var þetta hérna einu sinni. Hinsvegar hef ég ekki fengið neitt sent heim lengi, þrátt fyrir að hafa greitt þónokkuð í sendingargjald (ekki bréf). Þeir reyna aldrei að senda þetta heim.



Skjámynd

Oak
Bara að hanga
Póstar: 1590
Skráði sig: Fim 15. Okt 2009 16:51
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Pæling varðandi póstinn

Pósturaf Oak » Sun 21. Des 2014 14:39

Er pósturinn nokkuð að fá eitthvað af þessari upphæð sem þú borgar í sendingarkostnað? Er það ekki bara aðilinn sem sendir þetta þ.e.a.s. pósthúsið úti sem tekur við þeim pening. Pósturinn hérna heima fær kannski eitthvað brot af því.


i7 950 @ 3.2 GHz | Scythe Yasha | GA-X58A-UD3R | Mushkin 12GB kit (3x4GB) DDR3 1333MHz | PNY GTX570 | HDD 1 TB | Tacens 700W | 24" ViewSonic | W7 x64