oon skrifaði:Það er algjör óþarfi að vera með þessa stæla.
Kælipúðar þjóna bara sama hlutverki og kælikrem - að leiða hita frá íhlutum í heat sink þar sem loftið á auðveldara með að koma hitanum frá. Þó mesti hitinn komi frá örgjörvanum hlýtur að vera ávinningur í því að leiða hita frá öðrum íhlutum í stað þess að hitinn liggi inni í kortinu.
Og það getur verið mikill munur á leiðni og þéttleika í þessum púðum. Þessi efni missa einnig eiginleika sína með tímanum.
Ég sé amk 25-35 gráðu mun á minnishita og "hot spot" hitagildunum. Þetta var áður að að fara yfir 100 gráður.
Ég er alls ekki týpan til að taka inná mig vitrembing annarra né að deila um QC staðreyndir vegna einhverra verksmiðjuframleiddra tölvuíhluta þar sem mögulegar breytur telja í milljónum, hef séð svo mikið fokkerí og grátlega galla í tölvubúnaði og íhlutum síðustu áratug að ef það er ekki eitthvað sem ég hef haft hands on reynslu af sjálfur þá er ég síðastur til að Yell-it-forward
Hinsvegar ef eitthvað er sannanlega að virka fyrir mig og með útkomu sem bakkar það upp þá mæli ég með því við aðra.
Grunar að jonsig gæti hafa misskilið fyrsta innlegg mitt, og haldið að ég hafi haldið því fram, að thermalpad skiptin á VRAM ein og sér hafi lækkað hitann á VRAM um +/-20 °c, sem ég hélt aldrei fram. Var eingöngu að segja að Copper shim moddið hafi lækkað hitann um það mikið
ofaná þær örfáu gráður og meira stabilití sem ég græddi á að smella Fujipoly pads á VRAM, sem ég gerði bara sem side upgrade því GPU paste og application var crap úr verksmiðju sem var aðal málið sem ég eltist við í byrjun. Coppershim dæmið er einmitt til að sleppa við að nota thermalpads á VRAM því pads (sama frá hvaða framleiðanda) eru yfirhöfuð bara ekki að ná að leiða nógu vel frá VRAM fyrir stabílt OC með sensible, extended part lifetime árangri.
Svo getur líka vel verið að VRM pad skiptin hafi haft eitthvað að segja þar sem mér þóttu stock pads bæði un-aligned og of þunnir, varla neitt pressure indent á þeim (sem er einmitt enn ein ástæðan að ég vill prófa phase change goop á þá, jafnvel búa til custom shim á þá sem extendar út fyrir og hoverar fyrir ofan kortið til að drekka meiri hita í sig)
Kortið var annars um 2 mánaða gamalt þegar ég skipti um paste og pads fyrst því mér fannst lélegt hvað það tók lítið OC, kortið var spotless (varðandi ryk og drullu), og því getur bara vel verið að Gigabyte hafi klárað regular pads á samsetningar línunni og þurft að ná í afganga-kassann-síðan-í-fyrra í kústaskápinn eða að einhver samsetningar starfsmaðurinn hjá Gigabyte hafi verið í síðasta deginum í vinnunni þegar hann setti saman kortið sem ég endaði á að kaupa
If it works it works sama hvernig gengur og rekur með kort frá öðrum AIB partnerum ogsfrv. Maður gæti amk grætt vel á að kaupa biluð high end kort og refurbisha þau fyrir lítið miðað við hvað þetta dót er að gefa sig vegna silicon degrading hitastiga sem talin eru ásættanleg í dag af framleiðendum sem eltast við að slá út samkeppni og spá minna og minna í líftíma á consumer pörtum... *hóst* intel 14th gen *hóst*
jonsig skrifaði:ég get haldið áfram í allt kvöld.
Því miður varstu bara að koma kortinu í upprunalegt form eins og það kom úr verksmiðunni áður en það varð drullugt , samsetningargalli eða eitthvað annað sem lét kortið þjást af hitavandamáli.
Ef þú vilt halda áfram félagi þá er ekkert sem ég er ekki að skilja varðandi varmaleiðni/þéttni sem þú hefur sagt nú þegar og óþarfi að eyða orkunni í það eða slíta mekkanísku rofunum á lyklaborðinu fyrir það.
Drulla, nei. Samsetningargalli, who knows? Eitthvað annað.... eins og ég sagði í póstinum mínum fyrir ofan og virðist þurfa að útskýra betur þá var það þegar ég byrjaði að OC minnin/GPU sem ég lenti í vandamálum með VRAM thermal headroom, stock kortið var ekkert að kúka á sig út fyrir spec stock í temps, VRAM keyrði bara full hátt í hita í sustained load (of hátt fyrir minn smekk varðandi extended part life) og VRAM byrjaði að maxa í 110°c eftir nokkuð normal OC.
Ekki verða bitur þó þú sért vitur