Síða 1 af 1

Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 18:50
af Snaevar
Hvernig er þetta með ábyrgð á raftækjum og viðgerðir á eigin vegum.

T.d. ef ég kaupi fartölvu frá íslenskri verslun og skipti um rafhlöðu innan árs á eigin vegum, er þá tölvan dottin úr ábyrgð ef seinna kemur fram galli ótengdur rafhlöðuskiptunum? Er í smá debate með vinnufélögum sem vilja meina að um leið og þú ,,opnar" raftæki eins og fartölvu eða álíka þá dettur út öll ábyrgð.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 19:03
af jonsig
Auðvitað áttir þú að sækja ábyrgðina á batteríinu til seljandans.
Hinsvegar þarf hann að sanna að þú hafir valdið tjóninu með viðgerðinni eða útskiptihluturinn sem þú settir í hafi skemmt tölvuna.

Fólk er alltof vant því að kyngja bara þeirri niðurstöðu sem seljandinn telur að hafi valdið biluninni.

Í svona ýktara dæmi sem færi fyrir dómstóla, þá þyrfti matsmaðurinn að vera MSc. eða rafeindavirkjameistari tli að vera marktækt sérfræðivitni þegar spögulerað er um ástæðu bilunarinnar. Amk tæki ég ekki annað í mál.
Alltí lagi að hafa það bakvið eyrað ef maður lendir í dólg á tölvuverkstæði.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 19:05
af Snaevar
Datt einmitt í hug að þetta væri eitthvað á svipuðum nótum og svarið þitt. Takk!

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 22:30
af Kristján
það er oft á skrúfunum fyrir móðurborðið í fartölvum að þar er svona warranty límiði sem rifnar yfirleitt ef reynt er að taka hann af og þar með er ábyrgðin á móðurborðinu farið, en að skipta út rafhlöðu og ssd eða ram ætti að vera safe mundi ég halda.
þessir hlutir eru yfirleitt merktir CRU, customer replacable unit eða álíka

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 22:50
af Klemmi
Kristján skrifaði:það er oft á skrúfunum fyrir móðurborðið í fartölvum að þar er svona warranty límiði sem rifnar yfirleitt ef reynt er að taka hann af og þar með er ábyrgðin á móðurborðinu farið, en að skipta út rafhlöðu og ssd eða ram ætti að vera safe mundi ég halda.
þessir hlutir eru yfirleitt merktir CRU, customer replacable unit eða álíka


Ég efast um að þetta standist íslensk lög, óháð því hver vilji framleiðandans er.

Þú getur ekki afsalað þér lögbundnum rétti þínum varðandi ábyrgðir, og efast um að þú getir fyrirgert honum vegna límmiða frá framleiðanda.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 23:05
af worghal
Klemmi skrifaði:
Kristján skrifaði:það er oft á skrúfunum fyrir móðurborðið í fartölvum að þar er svona warranty límiði sem rifnar yfirleitt ef reynt er að taka hann af og þar með er ábyrgðin á móðurborðinu farið, en að skipta út rafhlöðu og ssd eða ram ætti að vera safe mundi ég halda.
þessir hlutir eru yfirleitt merktir CRU, customer replacable unit eða álíka


Ég efast um að þetta standist íslensk lög, óháð því hver vilji framleiðandans er.

Þú getur ekki afsalað þér lögbundnum rétti þínum varðandi ábyrgðir, og efast um að þú getir fyrirgert honum vegna límmiða frá framleiðanda.


nú í dag eru rafhlöður nánast bara flokkað sem rekstarvara þrátt fyrir að vera innan í raftækinu eins og í fartölvu og væri frekar betra að skoða hversu auðvelt það væri að komast að því og skipta um, svona eins og símar eru basically lokað og læst en fartölvur eins og lenovo þá er bara einn afskrúfaður panel og þar fyrir innan er búist við því að notandi geti skipt um disk og ram sjálfur og þá því ekki rafhlöðuna þar sem það er svo auðvelt.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 08. Jan 2024 23:29
af jonsig
Hvað varðar þessa warranty stickers. Þá keypti ég bara nokkrar rúllur af fake þannig miðum til að geta sett vatnsblokkir á kortin mín.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Þri 09. Jan 2024 04:48
af Sinnumtveir
Hiklaust að sækja að seljanda til að fá nýja rafhlöðu.

En af því að umræðan leiddist út í skrúfur og fikt við vélar:

Ég er með eina Elitebook G4 frá HP. Maður þarf nkl engin verkfæri til að opna hana og skipta út disk, rafhlöðu, minni, netkorti osfrv. Eina sem þarf er guðsgafflarnir.

Svo er ég með nýrri HP Omen vél, nokkurskonar leikjafartölvu en það er MEIRIHÁTTAR vesen að opna hana. Skrilljón skrúfur af mismunandi lengdum, allar spes og að því loknu þarf að smella sundur plastinu með gítarnögl eða þess háttar. Algjört rugl.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Þri 09. Jan 2024 09:26
af Klemmi
worghal skrifaði:nú í dag eru rafhlöður nánast bara flokkað sem rekstarvara þrátt fyrir að vera innan í raftækinu eins og í fartölvu og væri frekar betra að skoða hversu auðvelt það væri að komast að því og skipta um, svona eins og símar eru basically lokað og læst en fartölvur eins og lenovo þá er bara einn afskrúfaður panel og þar fyrir innan er búist við því að notandi geti skipt um disk og ram sjálfur og þá því ekki rafhlöðuna þar sem það er svo auðvelt.


Þessi flokkun á hlaðanlegum rafhlöðum raftækja er komin frá framleiðendum og seljendum, en stenst eftir minni bestu vitund illa íslensk lög.
Þeir sem sætta sig ekki við slík svör seljanda geta fengið úrskurð um málið, og ef þeir halda rétt á spilunum hefur mér þótt þeir almennt fá sínu framgengt.

Hér er einn slíkur úrskurður um rafhlöðu í fartölvu, þar sem seljandi bar fyrir sig skilmála á reikningi, um að rafhlaða væri rekstrarvara og því mætti takmarka ábyrgðartíma. Það var ekki tekið gilt.
https://www.neytendastofa.is/lisalib/ge ... temid=2558

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Þri 09. Jan 2024 13:21
af TheAdder
Klemmi skrifaði:
Kristján skrifaði:það er oft á skrúfunum fyrir móðurborðið í fartölvum að þar er svona warranty límiði sem rifnar yfirleitt ef reynt er að taka hann af og þar með er ábyrgðin á móðurborðinu farið, en að skipta út rafhlöðu og ssd eða ram ætti að vera safe mundi ég halda.
þessir hlutir eru yfirleitt merktir CRU, customer replacable unit eða álíka


Ég efast um að þetta standist íslensk lög, óháð því hver vilji framleiðandans er.

Þú getur ekki afsalað þér lögbundnum rétti þínum varðandi ábyrgðir, og efast um að þú getir fyrirgert honum vegna límmiða frá framleiðanda.


Ég er alls ekki sérfróður í þessu, en mér hefur skilist að þessir blessuðu fikt límmiðar standist ekki lög í USA, en geri það í EU, og við fylgjum þeim pakka. Sel það ekki dýrara en ég keypti það.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Þri 09. Jan 2024 15:42
af Pandemic
Það verður að vera hægt að rekja bilun íhlutana til þeirra breytinga sem þú gerðir svo að hlutur detti úr ábyrgð.

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Þri 09. Jan 2024 18:22
af jonsig
Svona heimspeki spurning.

Var einmitt að skoða bilað tesla batterí nýlega. Þar var bilaður rafeindabúnaður í rafhlöðustæðunni , ekki nein rafhlöðusella. Ætli það sé vilji til að flokka það sem rekstrarvöru ?

Re: Ábyrgð á raftækjum

Sent: Mán 15. Jan 2024 10:47
af frr
Hér er gott yfirlit.
https://www.ifixit.com/News/74736/warra ... -elsewhere

Þið hafið e.t.v. tekið eftir því að miðar með þessari yfirlýsingu hafa nánast horfið, þó gjarnan séu skrúfur undir límmiðum.