Síða 1 af 1

Besti skjárinn fyrir cs:GO?

Sent: Fös 03. Jún 2022 10:35
af dabbik
Er að leita að besta mögulega skjá fyrir cs go í verslunum á Íslandi var að pæla í acer predator x25 360hz 24.5” eða zowie by benq xl2546k 25” 240hz hvorn mæliði með eða er annar skjàr sem ég ætti að líta á? Í kringum 24” tommu

Re: Besti skjárinn fyrir cs:GO?

Sent: Fös 03. Jún 2022 11:16
af SolviKarlsson
Mér datt ekki í hug að ég myndi taka eftir mun á 240Hz skjá og 360Hz. En eftir að hafa verið með þá hlið við hlið í Arena sá ég greinilegan mun. Þar eru Alienware skjáir sem Elko selur, en sýnist þeir vera uppseldir hjá þeim akkurat núna.

Þeir gætu verið eitthvað til að kasta í pottinn líka ef þú hefur farið þangað(360Hz skjáirnir eru samt ekki allstaðar í Arena).

Re: Besti skjárinn fyrir cs:GO?

Sent: Mið 12. Okt 2022 16:56
af kristjanfinns
Ef við förum út í nitty gritty of things þá væri "besti" væntanlega BenQ/ZOWIE XL2566K 360hz. Það er TN("performance") panell á meðan hinir 360hz skjáirnir notast við IPS("image quality") panel. Ég hef spilað CSGO í 16 ár og aldrei fært mig frá BenQ síðan ég gaf upp túbuna. Persónulega finnst mér alveg nógu góðir litir á þessum TN panels í dag en ég kýs performance > image/color quality.

Re: Besti skjárinn fyrir cs:GO?

Sent: Mið 12. Okt 2022 22:02
af agust1337
240 hz xl2546, eða asus pg278qr 165 hz eru góðir kostir