Síða 1 af 1

Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 11:34
af HalistaX
Heyhey,

RAMið sem ég er með í tölvunni núna er CL19 og ég er með 3x eins kubba nema þeir eru CL16 en þegar ég reyni að keyra þá 4x saman, þá bootar tölvan ekki og gefur frá sér eitt líklega endalaust píp þegar ég reyni að boota hana.

Var búinn að vera með einn CL19 og einn CL16 síðan í haust og virkaði það fínt.

Þessi eini kubbur sem er í núna er CL19 en útaf því að tölvan er prebuilt þá gefur Speccy engar upplýsingar með framleiðanda og svoleiðis. Bara "8.00GB Single-Channel Unknown @ 1329MHz (19-19-19-43)"

Þessir 3x hinir eru svona https://tl.is/silicon-power-8gb-ddr4-1x ... tsink.html

Get ég ekki notað 1x CL19 og 3xCL16?

Þarf ég að kaupa fjórða Silicon Power kubbinn til að geta notað 32GB af RAM?

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 11:44
af TheAdder
Án þess að vera viss, þá held ég að þú getir ekki blandað saman mismunandi "timings" á sömu RAM rásinni. tölvan hjá þér er með 2 rásir, og því virkaði að vera með tvö RAM spjöld með mismunandi timings. Ég myndi giska á að það borgi sig fyrir þig að versla 4. eins kubbinn.

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 11:57
af HalistaX
TheAdder skrifaði:Án þess að vera viss, þá held ég að þú getir ekki blandað saman mismunandi "timings" á sömu RAM rásinni. tölvan hjá þér er með 2 rásir, og því virkaði að vera með tvö RAM spjöld með mismunandi timings. Ég myndi giska á að það borgi sig fyrir þig að versla 4. eins kubbinn.

Þegar ég var með 2x8GB um daginn, einn CL16 og einn CL19, þá virkaði Dual Channel, sem mér fannst einmitt weird þegar ég sá áðan að timings var öðruvísi á kubbunum.

En ég skil samt hvert þú ert að fara. Er búinn að panta nýjann hjá TL, langaði bara að tékka hvort væri hægt að láta þetta virka án þess að ég þyrfti að eyða meiri pening í þetta.

Er það eitthvað þess virði að keyra 3x kubba þangað til ég fæ nr4? Eða á maður almennt að sleppa því?

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 12:04
af TheAdder
HalistaX skrifaði:
TheAdder skrifaði:Án þess að vera viss, þá held ég að þú getir ekki blandað saman mismunandi "timings" á sömu RAM rásinni. tölvan hjá þér er með 2 rásir, og því virkaði að vera með tvö RAM spjöld með mismunandi timings. Ég myndi giska á að það borgi sig fyrir þig að versla 4. eins kubbinn.

Þegar ég var með 2x8GB um daginn, einn CL16 og einn CL19, þá virkaði Dual Channel, sem mér fannst einmitt weird þegar ég sá áðan að timings var öðruvísi á kubbunum.

En ég skil samt hvert þú ert að fara. Er búinn að panta nýjann hjá TL, langaði bara að tékka hvort væri hægt að láta þetta virka án þess að ég þyrfti að eyða meiri pening í þetta.

Er það eitthvað þess virði að keyra 3x kubba þangað til ég fæ nr4? Eða á maður almennt að sleppa því?

Ég held að viskan í dag sé að þú sért alveg að fá betri vinnslu úr 3 kubbum, örugglega í fínu lagi að vera með þessa 3.

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 12:10
af HalistaX
TheAdder skrifaði:
HalistaX skrifaði:
TheAdder skrifaði:Án þess að vera viss, þá held ég að þú getir ekki blandað saman mismunandi "timings" á sömu RAM rásinni. tölvan hjá þér er með 2 rásir, og því virkaði að vera með tvö RAM spjöld með mismunandi timings. Ég myndi giska á að það borgi sig fyrir þig að versla 4. eins kubbinn.

Þegar ég var með 2x8GB um daginn, einn CL16 og einn CL19, þá virkaði Dual Channel, sem mér fannst einmitt weird þegar ég sá áðan að timings var öðruvísi á kubbunum.

En ég skil samt hvert þú ert að fara. Er búinn að panta nýjann hjá TL, langaði bara að tékka hvort væri hægt að láta þetta virka án þess að ég þyrfti að eyða meiri pening í þetta.

Er það eitthvað þess virði að keyra 3x kubba þangað til ég fæ nr4? Eða á maður almennt að sleppa því?

Ég held að viskan í dag sé að þú sért alveg að fá betri vinnslu úr 3 kubbum, örugglega í fínu lagi að vera með þessa 3.

Noish. Þá prufa ég það bara.

Takk fyrir aðstoðina! :)

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 12:33
af HalistaX
image_2022-04-04_122653.png
image_2022-04-04_122653.png (77.8 KiB) Skoðað 1443 sinnum


Var að henda 3 kubbum í vélina. Þetta eru CL16 kubbar en samt stendur CL19 þarna? Þarf ég að breyta einhverju í BIOS eða er ekkert must að hafa þetta rétt og ég get hætt að spá í þessu án vandræða?

Ef 3 kubbar telst ait í dag, þá myndi ég meira að segja sætta mig við þessi 24GB ef það myndi þýða að ég gæti sparað mér 9k fyrir þessum nýja kubb...

Ég ÞARF svo sem ekki svona mikið RAM, langaði bara að prufa að bæta smá við til að sjá hvort ég gæti þá haft meira drasl opið í einu en áður. Ég er ekki að fikta í þessu fyrir einhverja leiki eða eitthvað þannig.

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 13:08
af TheAdder
Til þess að virkja "yfirklukkaða" fídusa í minninu, eins og þrengri timings og hærri klukkutíðni, þá þarftu að virkja XMP prófílinn (AMD er með annað nafn minnir mig) í BIOSnum hjá þér.
Ef þú virkjar ekki þennan prófíl, þá keyrir minnið hjá þér bara á "standard" stillingum. Ertu búinn að virkja einhvern XMP prófíl?

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 14:10
af HalistaX
TheAdder skrifaði:Til þess að virkja "yfirklukkaða" fídusa í minninu, eins og þrengri timings og hærri klukkutíðni, þá þarftu að virkja XMP prófílinn (AMD er með annað nafn minnir mig) í BIOSnum hjá þér.
Ef þú virkjar ekki þennan prófíl, þá keyrir minnið hjá þér bara á "standard" stillingum. Ertu búinn að virkja einhvern XMP prófíl?

Nei hef ekkert komið nálægt XMP.

Eru standard stillingar samt ekki alveg plenty plenty? Núna get ég amk verið með slatta af tabs í Opera, nokkur sequence í Premiere Pro og svo tilfallandi hitt og þetta í gangi í einu og er að nota tæp 9GB af RAMinu, 37% usage af öllu draslinu skv Task Manager... Er samt með allt of mikið af tabs opna í Opera, þyrfti að loka nokkrum þeirra.

Að geta verið með Premiere Pro, einhverja Tabs opna í Opera og svo whatever else ég mun koma til með að opna og loka eftir þörfum var svona aðal ástæðan fyrir því að fara í meira en 16GB. 16 dugaði svo sem alveg í það en vildi fá smá auka breathing room.

Ef það sér enginn neitt að 3 kubbum, þá sé ég sjálfur ekkert að því að nota vélina þannig þangað til ég tými því aðeins meira að fjárfesta í þessum fjórða. Ef ég get mögulega sleppt því að gera það í þessum mánuði þá geri ég það auðvitað.

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 15:22
af TheAdder
HalistaX skrifaði:
TheAdder skrifaði:Til þess að virkja "yfirklukkaða" fídusa í minninu, eins og þrengri timings og hærri klukkutíðni, þá þarftu að virkja XMP prófílinn (AMD er með annað nafn minnir mig) í BIOSnum hjá þér.
Ef þú virkjar ekki þennan prófíl, þá keyrir minnið hjá þér bara á "standard" stillingum. Ertu búinn að virkja einhvern XMP prófíl?

Nei hef ekkert komið nálægt XMP.

Eru standard stillingar samt ekki alveg plenty plenty? Núna get ég amk verið með slatta af tabs í Opera, nokkur sequence í Premiere Pro og svo tilfallandi hitt og þetta í gangi í einu og er að nota tæp 9GB af RAMinu, 37% usage af öllu draslinu skv Task Manager... Er samt með allt of mikið af tabs opna í Opera, þyrfti að loka nokkrum þeirra.

Að geta verið með Premiere Pro, einhverja Tabs opna í Opera og svo whatever else ég mun koma til með að opna og loka eftir þörfum var svona aðal ástæðan fyrir því að fara í meira en 16GB. 16 dugaði svo sem alveg í það en vildi fá smá auka breathing room.

Ef það sér enginn neitt að 3 kubbum, þá sé ég sjálfur ekkert að því að nota vélina þannig þangað til ég tými því aðeins meira að fjárfesta í þessum fjórða. Ef ég get mögulega sleppt því að gera það í þessum mánuði þá geri ég það auðvitað.

Ef þú kveikir á XMP þá kreistirðu út einhverjar prósentur af vinnslu, með sýnist mér betri timings á þessu minni sem þú ert með. Fyrir flesta skiptir það ekki miklu máli.
Ég man ekki betur en tækni youtube rásir hafi verið að gera prófanir nýlega með svona mismatched minni, mistór á hvorri rás og svoleiðis, og fengið þá niðurstöðu að vinnslan væri ekki verri þannig.

Re: Tölvan vill ekki boota með 4x8GB RAM kubbum

Sent: Mán 04. Apr 2022 19:09
af Sinnumtveir
Einhver DIMManna þinna er ekki nægilega hraður til að keyra á þeim hraða sem BIOSinn þinn velur í boot. Á að giska er BIOSinn að taka klukkustillingar frá einum/tveimur af þessum þremur hraðvirkari DIMMum. Í notandahandbók móðurborðsins er oftast leiðbeining um hvaða DIMM raufar eigi að nota eftir því hvað þú er með marga DIMMa. Settu tvo DIMMa (ekki fjóra) í móðurborðið, hægvirka DIMMann og einn hraðvirkan skv notandahandbók. Athugaðu hvort tölvan boot-ar eftir því hvor DIMM er í hvorri rauf. Ef hún boot-ar í einu tilfelli en ekki hinu, þá bætirðu 3ja og fjórða DIMManum við þá uppsetningu og prófar boot. Ef ok, flott, en annars gæturðu prófað að setja inn lakari minnisklukkustillingar en minnið sjálft á að þola. Athugaðu að í langflestum tilfellum eru minnisstýringar uppgefnar fyrir ~ eina klukku hægari virkni þegar þú ert með 4 DIMMa í stað tveggja.