Síða 1 af 1

Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Fös 24. Feb 2017 20:56
af dawg
Sælir, ekki vitið þið hvar ég get keypt svona tengi og hvert ég get farið til að láta lóða það á vírana fyrir mig?
Hef ekki aðgang að loðbolta annars myndi ég græja þetta sjálfur. :P

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Fös 24. Feb 2017 23:09
af DJOli
Hvers konar tengi er þetta, ef ég mætti spyrja? til hvers er það notað?

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 00:05
af jonsig
Virkar custom tengi.

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 01:26
af dawg
Rafhlaða í mótor, get líka skipt út tenginu í rauninni, þetta sem ég tók mynd af er mótor megin.

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 01:48
af Squinchy
Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 11:31
af axyne
Tengin heita Sermos

Býst við þetta sé í eitthvað fjarstýrt apparat??

Getur tjekkað á http://www.tomstundahusid.is

Þeir ættu að geta lóðað líka fyrir þig.

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 11:50
af jonsig
áttu ekki bara gömlu góðu bílatengin ?


Mynd

Mynd

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 12:07
af vesley
Squinchy skrifaði:Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna


:lol: :lol: :lol:

Það kallast fúsk og algjör óþarfi þegar hægt er að gera þetta betur á jafn auðveldan hátt eins og með "bílatenginu" sem er krumpað saman

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 12:24
af jonsig
vesley skrifaði:
Squinchy skrifaði:Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna


:lol: :lol: :lol:

Það kallast fúsk og algjör óþarfi þegar hægt er að gera þetta betur á jafn auðveldan hátt eins og með "bílatenginu" sem er krumpað saman



6-víra tengin hafa þó betra rating, en hvorug þessara tengja þola víbring

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 15:17
af dori
Ekki setja eitthvað sull á þetta ("6 víra" og þetta bílatengi). Fáðu þér almennileg tengi, Tómstundahúsið ætti að geta reddað þér einhverju og geta örugglega gengið frá því fyrir þig.

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 16:49
af dawg
Þarf í rauninni ekki að vera tengi þarna á milli en það einfaldar uppsetningu, ætti kanski að setja nýtt engi beggja megin.
Tengið þarf að ráða við 30A.
Snilld heyri í þeim. ☺️

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 20:34
af Squinchy
vesley skrifaði:
Squinchy skrifaði:Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna


:lol: :lol: :lol:

Það kallast fúsk og algjör óþarfi þegar hægt er að gera þetta betur á jafn auðveldan hátt eins og með "bílatenginu" sem er krumpað saman


Að snúa vírana saman og skella límbandi á er fúsk, að nota tengi sem er ætlað rafmagni er það ekki.

Leikmaður

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 21:25
af vesley
Squinchy skrifaði:
vesley skrifaði:
Squinchy skrifaði:Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna


:lol: :lol: :lol:

Það kallast fúsk og algjör óþarfi þegar hægt er að gera þetta betur á jafn auðveldan hátt eins og með "bílatenginu" sem er krumpað saman


Að snúa vírana saman og skella límbandi á er fúsk, að nota tengi sem er ætlað rafmagni er það ekki.

Leikmaður


Í fyrsta lagi er 6víra tengi varla notað í dag í iðnaði og hvað þá aldrei í þeim tilgangi sem OP talaði um.

Leikmaður ?

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Lau 25. Feb 2017 22:34
af jonsig
hahaha

er ég búinn að gera alla svona reiða á vaktinni :Þ

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Sun 26. Feb 2017 01:01
af Squinchy
vesley skrifaði:
Squinchy skrifaði:
vesley skrifaði:
Squinchy skrifaði:Þarf að vera tengi á þessu? annars gætir þú alveg eins reddað þér með "6 víra" tengi og sloppið við lóðninguna


:lol: :lol: :lol:

Það kallast fúsk og algjör óþarfi þegar hægt er að gera þetta betur á jafn auðveldan hátt eins og með "bílatenginu" sem er krumpað saman


Að snúa vírana saman og skella límbandi á er fúsk, að nota tengi sem er ætlað rafmagni er það ekki.

Leikmaður


Í fyrsta lagi er 6víra tengi varla notað í dag í iðnaði og hvað þá aldrei í þeim tilgangi sem OP talaði um.

Leikmaður ?


Sem starfandi rafvirki þá get ég réttilega sagt að 6 víra tengi eru enþá notuð þótt smellutengi séu í vaxandi mæli notuð, svo getur þú séð að OP gefur takmarkaðar upplýsingar um hvaða umhverfi eða tilgangi þessi tenging mun þjóna hvað þá hvort þetta sé ætlað iðnaði ef út í það er farið

Já hljómar eins og leikmaður frekar en fagmaður

Re: Aðstoð við að finna og lóða tengi

Sent: Mán 27. Feb 2017 00:34
af DJOli
1. Ég var að komast að því að endaplöggin sem OP er með kallast Anderson Powerpole tengi, og þau þola 30A.
2. Ef þig vantar bara að tengja víra saman þá eru gulu "crimple" samtengin hentugust myndi ég halda, þar sem þau taka upp í 4q fjölþættan vír.
3. Kapalskór með auga. Við notum þá alveg talsvert, og í flestum tilfellum fyrir rafgeymasambönd, startara eða stóra mótora. Ég hef séð þá fyrir vírastærðir frá 4-35q.