Síða 1 af 1

Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 05:35
af Audunsson
Sælir félagar og gleðilega hátið.

Ég er að spá í að uppfæra skjákortið hjá mér og er því að spá hvort að ég þurfi ekki að uppfæra móðurborð og örgjörva með svo ég verði ekki með einhvern einn stóran flösku háls.
Þetta er tölvan mín
Screen Shot 2016-12-24 at 5.29.53 AM.png
Screen Shot 2016-12-24 at 5.29.53 AM.png (170.78 KiB) Skoðað 1464 sinnum
þið meigið endilga benda mér á móðurborð og örgjörva sem að passa með þessu korti. Var að spá í að panta allt af amazon.com eða newegg.com ef ég get borgað með íslensku korti þar og sent á heimilsfang í USA.

Með jólakveðju, Audunsson

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 08:52
af Moldvarpan
Það er enginn "flöskuháls" hjá þér.

Getur pluggað þessu 1080 korti beint í tölvuna án vandræða.

Þar sem þú ert með 580 fyrir, þá ætti aflgjafinn að vera nógu öflugur.
Mættir hafa meira ram, ert með minimal.
Mættir hafa stærri SSD, ert með minimal.

Annars bara nota þetta áfram. Henda á þessu yfirklukkun ef þér líður illa með þetta.

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 11:54
af littli-Jake
Þarft voða litið að spá i að uppfæra eitthvað annað.

Ég hef hinsvegar smá áhygjur af þessum hitatölum hjá þér. Er ekkert loftflæi i kassanu ? Efast um að þu hafir tekið þetta snapshot með leik e/a i gangi

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 12:25
af upg8
Sýnist að stýrikerfið sé helst hægt að flokka sem flöskuháls

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 13:47
af skrattinn
Þú ættir að skipta um móðurborð, örgjörva og hraðara minni. Þrátt fyrir að GTX 1080 er öflugt kort - þá áttu eftir að lenda í bottleneck með leiki sem þurfa líka CPU vinnslu. Nota Bene: Ég er með GTX 1080

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Lau 24. Des 2016 14:21
af Freysism
Þarft ekkert að uppfæra strax hjá þér nema þetta kort. En eg mæli með að fá þér 144hz skjá ef þú ert að spila tölvuleiki. Það er alveg hellings sjáanlegur munur á 60hz og 144hz. Skjá

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Sun 25. Des 2016 03:24
af Fumbler
Já það er satt sem Freysism segir, og með 1080 kort þá ertu ekki að ná að nýta það með 1080 skjá, gætir sparað þér og farið í 1070 kortið, með svona kort þá væri næsta skref að fá sér betri skjá 144hz 1440 skjá eða 4k skjá.

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Sun 25. Des 2016 12:57
af Tonikallinn
Fumbler skrifaði:Já það er satt sem Freysism segir, og með 1080 kort þá ertu ekki að ná að nýta það með 1080 skjá, gætir sparað þér og farið í 1070 kortið, með svona kort þá væri næsta skref að fá sér betri skjá 144hz 1440 skjá eða 4k skjá.

Ég er með GTX 1070 og 1440p 144hz skjá og ef ég fikta ðeins í settingunum get ég nýtt mér það bæði í Overwatch og minnir mig líka BF1

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Sun 25. Des 2016 12:58
af jonsig
Er með sama örgjörva,8gb ram og gtx1070 og er að spila doom maxxed out í "2k"

Re: Hvað þarf ég að uppfæra í tölvunni ef ég fæ mér GTX 1080

Sent: Sun 25. Des 2016 16:30
af Emarki
i5 2500k og ekki yfirklukkaður yrði soldið bottleneck fyrir 1080gtx. Ég myndi samt fara í 1060gtx eða 1070gtx fyrir þessa vél. Náttúrulega overclocka soldið cpu, mikið headroom á 2500k.

Miðið við tölvuna þá held ég að fps yrði það sama á 1070gtx og 1080gtx.

Ég er með tvær tölvur önnur er i7 2600k 4.4ghz með 1070gtx, hin er i5 3570k 4.4ghz með 970 gtx, það er nánast enginnn fps munur á þeim jafnvel i5 tölvan með 970gtx að ná meira. Þá er ég að tala um í cs-go, sem er cpu bound leikur.

Skjákortið vinnur ekki hraðar nema það hafi hraðan örgjörva til að mata sig.

kv. Einar.