Vandræði með 1080p


Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Vandræði með 1080p

Pósturaf gislih09 » Þri 05. Feb 2013 16:44

Daginn,

Keypti þessa vél; viewtopic.php?f=11&t=52769

Um daginn, til þess að gera tvo hluti, tengja hana beint við sjónvarp(magnara) gegnum hdmi og nota sem HTPC og hinsvegar til að nota hana sem NAS vél sem gæti þá streymt beint í Roku.

Var sagt að hún myndi fara leikandi létt með 1080p, þetta er hinsvegar alls ekki raunin, hún ræður við nokkra 720p fæla(þó ekki alla) og fáa sem enga 1080p fæla. Það er því líklega óþarfi að nefna hversu capable hún er að transcode efni í Roku í gegnum Plex.

Leist vel á hana því hún átti að vera hljóðlát, en krafan um að spila 1080p er þar mun æðri. Er því að velta fyrir mér þar sem ég þekki mjög takmarkað hvaða vinnsluminni styður hvaða móðurborð og þessar pælingar, hvort ég gæti yfirhöfuð keypt nýjan örgjöva án þess að þurfa skipta öllu settinu út?

Þyrfti ég þá bara að kaupa nýjan örgjöva eða gæti mögulega verið annað að valda því að hún ræður ekki við 1080p? Eða ætti þess örgjövi jafnvel að ráða við 1080p og því hugsanlega eitthvað annað sem er vandamálið?

Gæti ég t.d. bara keypt einn svona: http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2291 og plug and play 1080p flawless og öll mín vandamál úr sögunni?

Yrði mjög feginn allri aðstoð!




cartman
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Sun 11. Des 2011 14:01
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf cartman » Þri 05. Feb 2013 17:35

Hvaða stýrikerfi ertu að nota og hvaða codecs pakka?

Eru allir driverar up to date?

Þú getur ekki skipt í Intel örgjörva því að þetta er AMD setup.

Hér er video af einum sem virðist getað spilað 1080p video og skippað fram og aftur léttilega með þessu örgjörva/móðurborðs comboi þannig að ég myndi halda að vélin þín ætti að ráða við þetta.



Skjámynd

Farcry
spjallið.is
Póstar: 406
Skráði sig: Mið 18. Apr 2012 16:38
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf Farcry » Þri 05. Feb 2013 17:38

Þú getur ekki sett þennan örgjörva í þetta móðurborð, móðurborðið er AMD enn örgjafin sem þú linkaðir á er Intel, er ekki viss um að það sé jafnvel hægt að skipta um örgjörva á þessu móðurborði.
í sambandi við 1080p afspilun ertu buin að prófa að Installa XBMC http://xbmc.org
er sjálfur að spá í þetta móðurborð fyrir HTPC það sem ég hef lesið virkar það vel með XBMC
með að streyma í roku veit ég ekki á ekki svoleiðis græju.

smá google

Plex Media Server needs little RAM to perform its tasks. Streaming media files also doesn't take much RAM or many CPU cycles. However, transcoding media is a highly CPU intensive process. Here are some guidelines when deciding whether you need more RAM or a faster/stronger CPU.

http://wiki.plexapp.com/index.php/PlexN ... quirements



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf upg8 » Þri 05. Feb 2013 17:47

Þessi vél er gerð fyrir það að vera hljóðlát og ódýr, hún er með innbyggt GPU sem þú VERÐUR að nota ef þú ætlar að horfa á 1080p video. Þú ættir að ráða við það léttilega með Media Player Classic Home Cinema og ef það dugar ekki þá mæli ég með Core Codec, ég get næstum fullyrt að það sé mest efficient codec sem hægt er að fá.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf gislih09 » Mið 06. Feb 2013 08:37

Fannst þetta einmitt mikil vonbrigði, sérstaklega þar sem við erum ekkert að tala um hökt á 1080p fælum - hún nær varla að mynda heilan ramma, þetta er bara móða.

Hef verið að nota VLC player, Windows Media Player og XBMC, allaf sama sagan, 1080p ómögulegt og 720p erfitt. Hélt að VLC ætti að geta hakkað allt í sig en ég prófa þessar ábendingar með codec pakkana og spilaran, læt ykkur vita ;)




Jss
Fiktari
Póstar: 55
Skráði sig: Fim 07. Maí 2009 11:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf Jss » Mið 06. Feb 2013 13:38

Ég er með samskonar örgjörva í HTPC vél og er "bara" með 4 GB í RAM en hún fer leikandi létt með að spila 1080P efni, er að notast við XBMC.

Ég hef prófað allt upp í 25 GB 1080P skrár.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf AntiTrust » Mið 06. Feb 2013 14:02

Ég er með sambærilegan vélbúnað í HTPC hjá mér og hún leikur sér að öllu sem ég hendi í hana hvað video playback varðar, alveg upp í 30GB skrár með verulega hátt bitrate.

Ertu ekki bara að gleyma að virkja DXVA stuðninginn í XBMC/Plex/VLC t.d.?

Hvað transkóðun varðar ætti þessi örgjörvi alveg að ráða við single-stream transkóðun, færi þó reyndar eftir gæðum á source skránni.



Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf FreyrGauti » Mið 06. Feb 2013 14:04

Ég er með næsta örrgjörva fyrir neðan þennan og hann fer leikandi með 1080p í XMBC og VLC.
Þetta hlýtur að vera eitthvað stillingar atriði hjá þér, búinn að haka við að hún nýti GPU í XBMC?



Skjámynd

svanur08
Vaktari
Póstar: 2495
Skráði sig: Fim 18. Feb 2010 16:05
Reputation: 117
Staða: Tengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf svanur08 » Mið 06. Feb 2013 14:16

Þarf ekkert einhverja uper tölvu til að spila mynd í 1080p, blu-ray spilarari ekkert með svona svakalegan búnað og tölvur hann fer létt með að spila mynd í 1080p :)


Sjónvarp: LG C3 (OLED48C3) Blu-ray spilari: SONY UBP-X800M2 Soundbar: LG S75QR


moppuskaft
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Fim 30. Sep 2010 11:38
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf moppuskaft » Mið 06. Feb 2013 14:17

Hvaða tv ertu með? spurning ef þetta er hd lcd tv þá er spurning hvort þú sért með stilt á 1080p þar!
var að lenda í þessu með mitt tv, þar sem ég var að stríma frá tölvunni í tv og var allt mjög óskírt, þángað til ég breiti þessum stilingum í tv.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf AntiTrust » Mið 06. Feb 2013 14:54

moppuskaft skrifaði:Hvaða tv ertu með? spurning ef þetta er hd lcd tv þá er spurning hvort þú sért með stilt á 1080p þar!
var að lenda í þessu með mitt tv, þar sem ég var að stríma frá tölvunni í tv og var allt mjög óskírt, þángað til ég breiti þessum stilingum í tv.


OP er alveg örugglega að tala um stuttering issues í afspilun, ekki blurry mynd, enda kæmi vélbúnaðurinn í tölvunni því lítið við ;)



Skjámynd

upg8
vélbúnaðarpervert
Póstar: 998
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 21:32
Reputation: 41
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf upg8 » Mið 06. Feb 2013 17:59

Ertu búin að uppfæra alla rekla?

Mín reynsla er að VLC og XBMC er miklu þyngri í keyrslu heldur en MPC-HC með réttum stillingum og eða core codec, þrátt fyrir að kveikt sé á DXVA á öllum spilurum. Hinsvegar hef ég lent í því að tölvur sem hafa áður ráðið léttilega við 1080p hætta að gera það, ástæðan fyrir því er ekki útaf vélbúnaðinum heldur er stöðug þróun í pökkun á myndefni og smám saman færist "hjörðin" yfir á nýja staðla sem taka minna pláss og reyna mikið meira á afl vélarinnar. Það gerist á c.a 4ra ára fresti.

Hinsvegar fór það eitthvernvegin framhjá mér og mörgum öðrum að þú værir að nota þessa vél í transcoding á efni og það reynir náttúrulega mikið meira á tölvuna heldur en afspilun á myndefni svo ég er ekki bjartsýnn á að þú náir 1080p í transcoding, í það minnsta ekki live.


Kóði: Velja allt

"There's an adapter for that"


Höfundur
gislih09
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Mán 28. Jún 2010 03:50
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf gislih09 » Mið 06. Feb 2013 20:58

Þið eruð auðvitað ekkert annað en snillingar.

Náði í MPC-HC og kódek pakka og 30gb 1080p fælar renna eins og smjör.

Jesús hvað þetta er ekki fyrir meðalmanninn að standa í þessu!

Hinsvegar virðist XBMC ennþá vera í vandræðum, sennilega útaf sambærilegum stillingum, var að reyna finna hvar ég læt XBMC nota GPU en er alveg ráðþrota hvað það varðar og google skilaði mér ekki gríðarlega miklu, Sé hinsvegar að ég er með stillt að DVXA2 er enabled.

Transcoding verður þá að bíða, meðan þetta virkar sem HTPC er ég sáttur í bili, uppfæri þá bara seinna í server vél sem verður skrímsli og nota þá þessa lausn áfram sem bara HTPC. Virðist hinsvegar ganga flott að spila 1080, downloada á utorrent, uppfæra plex server og transkóða 2 mb/s í 2-3 tæki gegnum Plex á sama tíma svo ég er sáttur. :happy

Væri samt mjög feginn ef það væri hægt að benda mér á hvernig ég stilli þetta í XBMC?

Annars smá side-pæling varðandi Plex og að transkóða á milli(ekki innanhús), ef það skyldu nú leynast inn í safninu eitthvað efni sem er höfundarréttarvarið, þarf maður eitthvað að hyggja af því að "fela" það svo maður fái ekki símtal frá aðilum sem maður vill ekki fá símtal frá?




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vandræði með 1080p

Pósturaf AntiTrust » Mið 06. Feb 2013 22:17

gislih09 skrifaði:Hinsvegar virðist XBMC ennþá vera í vandræðum, sennilega útaf sambærilegum stillingum, var að reyna finna hvar ég læt XBMC nota GPU en er alveg ráðþrota hvað það varðar og google skilaði mér ekki gríðarlega miklu, Sé hinsvegar að ég er með stillt að DVXA2 er enabled.

[..]

Væri samt mjög feginn ef það væri hægt að benda mér á hvernig ég stilli þetta í XBMC?


Það á ekki að vera flóknara en svo, að hafa DXVA2 enabled. Ég hef einu sinni lent í því, fyrir löngu síðan að það virkaði ekki og þá vantaði rétta/nýrri drivera.

gislih09 skrifaði:Annars smá side-pæling varðandi Plex og að transkóða á milli(ekki innanhús), ef það skyldu nú leynast inn í safninu eitthvað efni sem er höfundarréttarvarið, þarf maður eitthvað að hyggja af því að "fela" það svo maður fái ekki símtal frá aðilum sem maður vill ekki fá símtal frá?


Allt stream frá myPlex server yfir á client-a er SSL dulkóðað, en beinn aðgangur frá PMS yfir á client-a er tokenbased, og verið að vinna í HTTPS.