Langar í nýtt skjákort

Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3756
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Langar í nýtt skjákort

Pósturaf Pandemic » Mið 17. Nóv 2004 17:39

Núna þar sem Half-life 2 og aðrir leikir eru komnir eða fara að koma langar mig í nýtt kort XFX geforce 4200 titanium kortið er að hætta að þola þetta rosalega álag sem ég er að setja á það.

Það sem mig langar í er annað hvort Ati X800pro/xt eða Geforce 6800ultra/gt.
Sumir halda örruglega að ég sé rosalega bjartsýn á hvað ég fæ kort en það er limit 30þúsund og ég hef hugsað mér að kaupa af Ebay eða verslun sem selur það ódýrt.
Ég sá það á Ebay á 28þúsund með shipping og tryggingu og dollarinn er rosalega lár 66krónur eins og stendur.
Ég þarf ekki að hafa áhyggjur af tolli þar sem ég sendi þetta til frænku sem smeiglar þessu inní landið. Hvernig er það með ábyrgð og öryggi Ebay?



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 17. Nóv 2004 18:05

það er enginn tollur af þessu. "bara" 24.5% vsk.

annars.. þú getur fengið þetta kort á 385$ eða 25.410kr án vsk ef frænka þín smyglar þessu. en á 31.636kr með vsk. (þetta eru verð án sendingar og alls aukakostnaðar.

þetta eru allaveganna LAAANG bestu kaup sem þú getur gert á high end skjákorti í dag.


"Give what you can, take what you need."


hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mið 17. Nóv 2004 20:51

What ever u do.

Ekki kaupa ebay.
Það er ekki secure og veit um marga sem hafi brennt sig á því.
Frekar að borga 3000kr meira og fá kortið á góðri netverzlun.

http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B0002Q8TG4/qid=1100724610/sr=8-2/ref=sr_8_xs_ap_i2_xgl23/102-9056537-9236117?v=glance&s=electronics&n=507846

u.þ.b. 30-33 þús hérna, þú mátt líka vera pottþéttur á að fá það heim á þessum stað.

Svo geturu fengið margar týpur hérna.




Birkir
Kerfisstjóri
Póstar: 1284
Skráði sig: Fim 13. Nóv 2003 15:57
Reputation: 0
Staðsetning: Utan þjónustusvæðis
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Birkir » Mið 17. Nóv 2004 20:56

Það er alveg safe að versla á ebay, maður verður bara að skoða feedback sem seljandinn hefur fengið




everdark
Ofur-Nörd
Póstar: 261
Skráði sig: Sun 04. Apr 2004 18:29
Reputation: 18
Staða: Ótengdur

Pósturaf everdark » Mið 17. Nóv 2004 20:56

ekkert að því að kaupa á ebay.. þarft bara að kunna á það og sleppa því að kaupa af kauðum sem eru með 0 feedback :roll:




hahallur
Staða: Ótengdur

Pósturaf hahallur » Mið 17. Nóv 2004 20:57

Jamm hafið þið góða reynslu af ebay.

Þið hljótið að hafa verzlað rosa mikið við þá :lol:



Skjámynd

Höfundur
Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3756
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf Pandemic » Mið 17. Nóv 2004 22:24

Ég er nátturulega ekki að fara að versla af fólki sem er með lélegt feedback ég sá 1 með 1136 feedbacks og 3 bad feedbacks þannig hann er frekar örrugur líka þá er ég að kaupa tryggingu með.



Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Mið 17. Nóv 2004 23:04

Afhverju er ég ekkert hissa þegar þú segir eitthvað svona......
hahallur skrifaði:What ever u do.

Ekki kaupa ebay.
Það er ekki secure og veit um marga sem hafi brennt sig á því.

um stærstu netverslunina með notaða hluti í heiminum, og nokkuð örugglega eina af 2 vinsælustu netverslunum í heimnum(eBay og Amazon hugsaði ég?)
Afsakaðu þótt að ég taki ekkert mark á ráðum þínum :roll:

Menn verða náttla að hafa vit á því að kaupa ekki af lélegum seljendum......



Skjámynd

gnarr
Kóngur
Póstar: 6432
Skráði sig: Lau 29. Mar 2003 19:54
Reputation: 293
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Pósturaf gnarr » Mið 17. Nóv 2004 23:43

hahallur: er allt sem þú segir rugl?

í frysta lagi!

Ebay coverar mann upp að 200$. það þýðir það að þú getur keypt hlut á ebay, sent pening hvernig sem er. ef gaurinn "hverfur" eða svindlar á þér einvhernveginn, þá borgar ebay þér 100% af verðinu á hlutum undir 200$ til baka. þetta kostar ekkert aukalega

í öðru lagi

ef þú borgar með paypal, þá coverar paypal upp að 500$ ef að þetta merki er á síðunni Mynd . það þýðir það að þú getur keypt hlut á ebay, sent pening með paypal. ef gaurinn "hverfur" eða svindlar á þér einvhernveginn, þá borgar paypaly þér 100% af verðinu á hlutum undir 500$ til baka. þetta kostar ekkert aukalega

í þriðja lagi

þú getur hringt í kreditkortafyrirtækið þitt og látið afturkalla greiðsluna ef það er verið að svindla á þér.

og í fjórða lagi

þú getur keypt eins háa "cover" tryggingu og þú vilt fyrir einvherja auka dollara.


þótt að litli bróðir afa frænda vinar þíns hafi tekist að finna eina gaurinn ´aebay sem að var með 100 bad feedback eftir 50 sölur og keypt af honum hlut án nokkurra trygginga og ekki fengið hann og ekkert spáð meira í því, þá þýðir það ekki að allir sem að noti ebay lendi í því.


"Give what you can, take what you need."


Zaphod
Gúrú
Póstar: 562
Skráði sig: Sun 06. Apr 2003 17:13
Reputation: 0
Staðsetning: Omaha Beach
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Zaphod » Fim 18. Nóv 2004 00:20

ég verslað hitt og þetta af ebay í gegnum tíðina , aldrei lent í vanda .....

Bara versla við fólk sem er með gott feedback . eina sem er að ebay er mikið af dótinu sem er verið að selja er í usa . alltof langur sendingartími og getur verið dýrt að fá hlutina senda, miðað við að versla innan evrópu .


Þegar maður er að versla svona dýra hluti myndi ég fá mér tryggingu .


"You can fool some of the people all of the time, and all of the people some of the time, but you can not fool all of the people all of the time."