Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?


Höfundur
walkman
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 26. Mar 2015 03:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf walkman » Mán 13. Apr 2015 01:12

Langar að uppfæra tölvuna mína aðeins en veit ekki alveg hvað ég ætti að fara útí ,,,

Mynd

Þetta eru speccanir í tölvunni, endilega segið mér hvað væri sniðugast að upgrade/bæta við, eins langar mig í nýja HLJÓÐLÁTANN kassa og viftur,,
hvað er best í þeim hlutum semsagt hljóðlátast en þó kalt, ps,, nenni ekki að fara útí vatnskælingu, Fyrirfram þakkir vona að þið getið hjálpað mér með þetta



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf Lunesta » Mán 13. Apr 2015 02:55

Líklegast uppfæra skjakortið. Það ætti að hafa mestan mun. Örgjörva kæling
mun hafa stór áhrif á hávaða. Myndi mæla með Define R5 sem hljóðlátum kassa




Höfundur
walkman
Nýliði
Póstar: 11
Skráði sig: Fim 26. Mar 2015 03:39
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf walkman » Þri 14. Apr 2015 00:07

Lunesta skrifaði:Líklegast uppfæra skjakortið. Það ætti að hafa mestan mun. Örgjörva kæling
mun hafa stór áhrif á hávaða. Myndi mæla með Define R5 sem hljóðlátum kassa

Takk fyrir svarið.. . Er ekki jafn gott eða betra bara fyrir mig að kaupa annað skjákort og hafa tvö eða er það verra.. eins hvaða búð selur define R5 kælinguna hérna heima ? :)



Skjámynd

Lunesta
Gúrú
Póstar: 568
Skráði sig: Mán 30. Nóv 2009 16:16
Reputation: 13
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf Lunesta » Þri 14. Apr 2015 01:47

Define R5 er kassin. Er ekki með á hreinu hverjir selja hann hérna
heima.

Sennilega betra að fá sér annað. Áður voru alltaf einhverjir smá
örðuleikar við að hafa 2 kort. Það mun draga miklu meira afl
og þar af leiðandi kostar meira rafmagn. Gætir líka lent í því
að þurfa uppfæra aflgjafan fyrir vikið sem myndi þá ekkert vera
að spara þér neitt. Minnið í skjákortinu er kannski of lítið
fyrir dual gpu system, fer voða mikið eftir því hvað þú notar tölvuna
í. Að lokum þýðir auka skjákort meiri hávaði en þú vildir fá hljóðlátt
right?

Held það sé langt um betra að fá sér bara nýtt kort :)



Skjámynd

Hannesinn
Gúrú
Póstar: 572
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 16:48
Reputation: 74
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf Hannesinn » Þri 14. Apr 2015 08:10

Ef þú ert að leita að lágværu, þá er takmarkið að minnka viftumagnið sem mest. Þar skiptir mestu um aflgjafann og skjákortið. Örgjörvann þarftu alltaf að kæla og að mínu mati eru Cooler Master EVO 212 og Noctua NH-14(eða 15) augljósu kostirnir, þó Noctua viftan kosti hvítuna úr augunum á manni. Góðar og lágværar örgjörvaviftur báðar. Svo ertu aldrei illa settur með Asus Strix skjákort og Corsair RM aflgjafa, og þar byrja vifturnar að snúast við álag. Þetta eru atriði sem skipta helling við hávaða. "Hljóðlátir kassar" verða aldrei hljóðlátir á meðan þú fyllir þá af háværum íhlutum.

Aðrir hlutir skipta líka máli, WD Green harðir diskar eru hljóðlátari og víbra minna en Seagate diskar (og SSD diskar minna en báðir þessir). Kassaviftur er oft hægt að skrúfa niður í BIOS, Staðsetning á tölvunni skiptir máli, þú heyrir minna í henni þegar hún er á gólfinu við skrifborðið en á borðinu, o.s.fr.

Og í samhengi við upprunalega innleggið, þá myndi ég uppfæra skjákortið í Asus strix GTX970. Græðir afskaplega lítið á því fyrir leiki að uppfæra örgjörvann, og þess fyrir utan er 3770K eina uppfærslan sem þú getur fengið án þess að skipta út móðurborði. Svo myndi ég skoða kassa, örgjörvaviftur, kassaviftur og aflgjafa til að gera þetta hljóðlátt.
Síðast breytt af Hannesinn á Þri 14. Apr 2015 09:01, breytt samtals 1 sinni.


Enjoy your job, make lots of money, work within the law. Choose any two.

Skjámynd

stebbz13
Fiktari
Póstar: 71
Skráði sig: Þri 21. Des 2010 17:14
Reputation: 3
Staða: Ótengdur

Re: Tölvan mín, Hverju mæla menn með ?

Pósturaf stebbz13 » Þri 14. Apr 2015 08:54

Tölvutek selur Define R5


i5-4690k @ 4.5ghz / z97x-GAMING 5 / gigabyte G1 gaming gtx 970 4gb / Mushkin 8GB DDR3 1600MHz / 128GB Mushkin Chronos / HDD 3Tb / Noctua NH-D15 / Fractal Design Define R5 / 28" BenQ GW2870h / 24" BenQ GL2450