Uppfærsla / ný tölva - Aðstoð við val


Höfundur
krizroyale
Nýliði
Póstar: 9
Skráði sig: Þri 29. Jan 2013 00:17
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Uppfærsla / ný tölva - Aðstoð við val

Pósturaf krizroyale » Þri 29. Jan 2013 01:04

Hæhæ,

ég var byrjaður að uppfæra tölvuna mína með nýjum SSD um daginn þegar móðurborðið hjá mér dó endanlega og því er planið að uppfæra.
Myndi endilega þiggja smá ráð frá gúrúum hérna.

Núverandi staða:
móðurborð: Dautt M775 móðurborð MSI P43
CPU: Intel Core 2 Duo E8400
Skjákort: MSI GeForce N9500GT
Minni: 2x2GB DDR2 1066MHz
HD: Crucial M4 256GB og nokkrir 500Gb-2TB
Aflgjafi: Einhver gamall 400W
Kassi: Einhver gamall Dragon kassi


Tilgangur nýju vélar:
1. Media Server þar sem hún þarf m.a. að transcode-a HD efni.
2. Myndvinnsla í Photoshop og Lightroom
3. Videovinnsla með HD video (þetta er eitthvað sem mig langar að gera, klippa heimavideo-in)
4. Örlítil leikjaspilun, yfirleitt frekar mikið léttmeti þó.
5. Hljóðlát er stór bónus. Ég var að vera brjálaður á látunum í örgjörvaviftunni á gömlu vélinni.

Budget:
Erfitt að segja, það mætti segja að ég er að leita að svona mesta bang-for-your-buck vél en samt svona í öflugari kantinum.

Ég hef oft t.d. viljað vera t.d. með aðeins ódýrari örgjörva í nýju chipsetti sem auðveldar mér síðari uppfærslur.
Hins vegar sýnist mér að t.d. Intel sé sífellt að koma með ný chipset/socket svo kannski er það concept ekkert það sniðugt lengur.

Pælingar:
AMD / Intel. Ég hef ekki mikið preference þar en mér sýnist að ég sé aðeins spenntari fyrir Intel og þá hugsanlega 3570K
Ivy / Sandy og 1155 / 2011. Þekki þetta ekki nógu vel og á erfitt með að velja hér.

Hugmynd:
CPU: Intel 3570K. Er samt opinn fyrir öllu. Er hrifinn af einhverju á einu stigi neðar en high-end dótið.
móðurborð: Hef ekki hugmynd. Hérna vantar mig hugmynd að einhverju góðu og á skikkanlegu verði.
Skjákort: Hérna er ég líka frekar grænn. Veit ekki hversu öflugt ég þarf. Er frekar að stefna á budget hérna.
Minni: Ég reikna með að taka 8GB, hvaða kombó veit ég ekki, líklegast 2x4GB með þá möguleika að stækka seinna.
HD: Reikna með að nota SSD-inn sem ég var að kaupa
Kassi: Væri alveg til í nýjan kassa. Má vera stór því ég á bunch af diskum sem ég væri til að hafa í honum.
Aflgjafi: Hef ekki hugmynd hvað væri heppilegt hér. Er samt svona að stefna að einhverju budget hérna.
cpu kæling: Eitthvað hljóðlátt og basic.

Vonandi getið þið hjálpað mér því maður er hálf handalaus bara með einhvern lítinn laptop þessa dagana.

/Kristján