"Besti" minnisframleiðandinn?

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

"Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf chaplin » Mán 30. Mar 2009 14:35

Já góðann daginn, búinn að vera leita mér af nýju minni og vill að sjálfsögðu forðast það að kaupa algjört drasl svo ég spyr að ykkar mati, hver er besti minnisframleiðandinn?

Ég hef oft haldið því fram að OCZ og Corsair séu bestir, en veit ekkert um það, en svo er verið að segja við mig að Kingston sé the real deal, eða bara lang besta minni sem hægt er að fá.

Eftir að ég heyrði að Kingston væri svona gott hef ég verið að skoða http://start.is/product_info.php?cPath= ... ts_id=2000 en hvort mynduði velja þetta eða t.d. http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=17689 eða http://www.tolvutek.is/product_info.php ... s_id=19058 - væri súper ef þið getið komið með smá rök. :wink:


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Halli25
Bara að hanga
Póstar: 1577
Skráði sig: Fim 13. Sep 2007 12:42
Reputation: 67
Staðsetning: Hveragerði
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf Halli25 » Mán 30. Mar 2009 14:43

Ég myndi alla vega fá mér þessi hérna: http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=3966

bíddu ég fékk mér þessi :)

Ódýrari en OCZ sambærileg frá Tölvutek.


Starfsmaður @ IOD

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf chaplin » Mán 30. Mar 2009 14:49

Já þetta kemur líka til greina.. ;) Allir commenta! =D>


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

Pandemic
Stjórnandi
Póstar: 3755
Skráði sig: Fim 31. Júl 2003 15:25
Reputation: 121
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf Pandemic » Mán 30. Mar 2009 15:35

OCZ, Corsair, G.Skill og Muskin eru allt mjög góðir framleiðendur. Ekkert vit í Kingston að mínu mati eftir slæma reynslu af þeim hérna áður fyrr.



Skjámynd

start
Nörd
Póstar: 123
Skráði sig: Lau 15. Nóv 2003 15:59
Reputation: 19
Staðsetning: Bæjarlind 1, Kópavogi
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf start » Mán 30. Mar 2009 16:29

Afhverju er Kingston langstærsti framleiðandi í heimi, meira en tvisvar sinnum stærri en næsti á eftir?

Það segir allt sem segja þarf.

Varðandi vandamál hjá Kingston þá voru gölluð minni í HyperX DDR1 minnum fyrir mörgum árum og allt í lagi að minnast á það en það hafa nú líka verið aldeilis klúður í gangi hjá OCZ og fleirum í gegnum tíðina.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf Gúrú » Mán 30. Mar 2009 17:01

start skrifaði:Það segir allt sem segja þarf.


Neeei það segir aldrei alla söguna að eitthvað sé stærst.


Modus ponens

Skjámynd

urban
Stjórnandi
Póstar: 3750
Skráði sig: Mán 06. Des 2004 01:26
Reputation: 471
Staðsetning: Undir hægra megin
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf urban » Mán 30. Mar 2009 18:13

start skrifaði:Afhverju er Kingston langstærsti framleiðandi í heimi, meira en tvisvar sinnum stærri en næsti á eftir?

Það segir allt sem segja þarf.


Hér á íslandi er Pepsi með töluvert meiri sölu en Coke.

ástæðan er ekki sú að fleirum þyki pepsi betra.
heldur sú að það fylgir mun oftar tilboðum.

sem að er einmitt líka ástæðan fyrir því að Kingston sé stærri en næsti aðili.

"budget/ódýrari" vörur sem að eru seldar í tilbúnum tölvum.

tölvunördinn sem að aftur á móti raðar saman sinni vél sjálfir fá sér yfirleitt ekki kingston.

Nú kemur þú ábiggilega til með að segja að þú seljir mun meira af Kingston en öðrum minnum. (ég geri ráð fyrir því að þetta sé Start versluninn)
þá er það aftur komið í það að þetta eru budget/ódýrar vörur.


Heyrðu þú ert bara alls ekkert svo óvitlaus !

Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf ManiO » Mán 30. Mar 2009 18:16

Ekki má gleyma að oft skiptir máli frá hverjum framleiðendurnir fá chippinn og af hvaða tegund. Nú er ég ekki mjög fróður um þessi mál, en man þegar að DDR var á toppnum þá gerðist það ekki betra en að fá minnisspjöld (finnst kjánalegt að kalla þetta kubba) með BH-9 kubbum, nafnið gæti mig misminnt en það var eitthvað í þessum dúr.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."

Skjámynd

mind
1+1=10
Póstar: 1101
Skráði sig: Fim 12. Des 2002 09:21
Reputation: 29
Staða: Ótengdur

Re: "Besti" minnisframleiðandinn?

Pósturaf mind » Mán 30. Mar 2009 19:38

Er með Corsair í tölvunni minni svo það er líklega ráðleggingin mín.

Allir framleiðendur eiga sínu vondu hárdaga. Myndi frekar nota hversu góð þjónustan þeirra(eða verslunarinnar) er þegar eitthvað fer úrskeiðis en að vera telja hjá hvorum fer meira úrskeiðis hjá í heildina.

Það er samt alltaf fínt ráð að fletta upp hvaða minniskubbar hafa sérstaklega verið prufaðir í móðurborðið þitt, sumir henta betur en aðrir.
Ef það er Asus móðurborð þá sleppurðu eiginlega við þetta, virðist ekki skipta neinu máli hversu,hvað eða hvernig maður lætur minnið í þau.

En gæðalega séð færðu næstum alltaf sambærilegt minni fyrir álíka verð á íslandi. Sbr 2x2GB 800Mhz 5CL kubbar frá Kingston,Ocz,Corsair,Mushkin o.s.f. koma sennilega til með að skila þér nákvæmlega sömu afköstum.

Hér ætti verð og þjónusta líklega vera helsti leiðbeinandinn.