Er munur á FullHD og ekki HD?

Skjámynd

Höfundur
chaplin
Kóngur
Póstar: 4328
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 383
Staða: Ótengdur

Er munur á FullHD og ekki HD?

Pósturaf chaplin » Fös 27. Mar 2009 12:51

Fór í Elko um daginn, keypti mér 22" Samsung SyncMaster, voðalega sáttur, en ég ætlaði að fá mér 24" FullHD, ástæðan fyrir því að ég fékk mér hann ekki er afþví sölumaðurinn sagði að Samsung skjárinn væri með huge contrast rate (sem átti að vera killer) og allir skjáir eru með FullHD.

Svo ég spyr, var svindlað á mér bigtime?

Er munur á HD skjáunum og þeim sem eru ekki með þá tækni? Er nefnilega að skoða 2 sambærilega 24" Samsung skjái nuna hjá Elko, HD skjárinn er 20.000kr dýrari..


youtube.com/c/nútímatækni
AirPods ◦ Google Home Mini ◦ Anne Pro ◦ GDPR ◦ Sonos One ◦ Logitech MX Anywhere 2S ◦ Alan Turing ◦ Note 9 ◦ iPhone XS

Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er munur á FullHD og ekki HD?

Pósturaf hagur » Fös 27. Mar 2009 13:02

Þegar talað er um að skjár sé Full HD, þá er einfaldlega verið að tala um að hann er með upplausn uppá 1920x1080 að lágmarki. Samsung skjárinn er 1680x1050, semsagt ekki Full HD.

Hvort að sölumaðurinn hafi verið að svindla á þér skal ég ekki segja, en það ráða ekki allir skjáir við Full HD. Það geta flestir skjáir birt það, en þeir skala myndina niður í sína upplausn, þannig að Full HD upplausnin nýtur sín ekki til fullnustu.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Er munur á FullHD og ekki HD?

Pósturaf hagur » Fös 27. Mar 2009 13:06

Varðandi þessa tvo 24" skjái hjá Elko þá eru þeir báðir alveg jafn mikið "Full HD". Hugsa að verðmunurinn liggi bara í því að annar er eldri týpa en hinn. Sá dýrari er líka með HDMI tengi sem gerir tengingu við t.d Blu-Ray spilara og þess háttar tæki þægilegri. Semsagt, báðir þessir skjáir eru með sömu upplausn og eru þessvegna báðir "Full HD".