Cam kort frá Vodafone


Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Cam kort frá Vodafone

Pósturaf IL2 » Mán 09. Feb 2015 10:50

Hefur einhver prófað þetta? Ég er að hugsa um þetta fyrir mömmu þar sem hún er að tala um að fá sér erlendar stöðvar.

Kostirnir eru þeir að hún myndi geta notað sömu fjarstýringuna og er á sjónvarpinu og svo þarf ekki að leggja netsnúru að því plús að þetta ætti ekki að frjósa með tilheyrandi símtölum.



Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2319
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 401
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf Moldvarpan » Mán 09. Feb 2015 11:29

Cam kortin eru flokkuð sem loftnetskort.

Og hjá skjáeinum t.d. er takmarkað sem hægt er að setja inn á slík kort, frekar en í gegnum net, þar eru allar erlendar stöðvar í boði og HD.

Ég þekki ekki hvernig þetta er hjá Stöð2.




suxxass
Fiktari
Póstar: 89
Skráði sig: Fös 11. Apr 2014 00:32
Reputation: 6
Staðsetning: Garðabær
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf suxxass » Mán 09. Feb 2015 14:09

Erlendu stöðvarnar á fjölvarpinu hjá 365 er smá maus á digital ísland, en það fer eiginlega eftir því hvort þetta sé á höfuðborgarsvæðinu eða á landsbyggðinni, enda dreifikerfið síðra úti á landi.

Er gamla í reykjavík eða höfn í hornafirði?




bigggan
spjallið.is
Póstar: 452
Skráði sig: Fim 05. Maí 2011 17:43
Reputation: 34
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf bigggan » Mán 09. Feb 2015 14:32

IL2 skrifaði:Hefur einhver prófað þetta? Ég er að hugsa um þetta fyrir mömmu þar sem hún er að tala um að fá sér erlendar stöðvar.

Kostirnir eru þeir að hún myndi geta notað sömu fjarstýringuna og er á sjónvarpinu og svo þarf ekki að leggja netsnúru að því plús að þetta ætti ekki að frjósa með tilheyrandi símtölum.

Þú þarft svona siú sem þú stingur á milli siman og innstunguni. Annars er CAM kort gott ef þú ert með loftnet og vill losna frá annað box undir sjónvarpinu.




Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf IL2 » Mán 09. Feb 2015 14:59

Þetta er í Rvk. Held að hún myndi taka bara Gullpakkan hjá Vodafone eða þann pakka sem býður upp á skandenavísku stöðvarnar.

Moldvapan. Væri þá betra að taka myndlykill í gegnum loftnet frekar en kortið. Vill helst losna við að taka þetta í gegnum ADSL þar sem ég veit að línan innanhús (blokk) er ekkert alltof góð. 45db minkun eða hvað maður kallar það?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1549
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 216
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf depill » Mán 09. Feb 2015 16:06

IL2 skrifaði:Þetta er í Rvk. Held að hún myndi taka bara Gullpakkan hjá Vodafone eða þann pakka sem býður upp á skandenavísku stöðvarnar.

Moldvapan. Væri þá betra að taka myndlykill í gegnum loftnet frekar en kortið. Vill helst losna við að taka þetta í gegnum ADSL þar sem ég veit að línan innanhús (blokk) er ekkert alltof góð. 45db minkun eða hvað maður kallar það?


Skiptir engu máli hvort það myndlykill eða CAM kort það er same shit different name ( sem sagt bæði er yfir loftnet, stöðvarframboð er mismunandi ). Á hún ekki möguleika á Ljósneti/Ljósleiðara ?

Í allavega sjónvari símans(og á einhverjum stöðvum er tímaflakk hjá Vodafone) fær hún fullt stöðvarframboð + tímaflakk á öllum þessum rásum. Dreifing yfir örbylgju er eins hjá Skjánum og 365, en það er mismunandi stöðvar í pökkunum hjá félögunum ( þ.e. t.d. DR1 næst í örbylgju bæði hjá 365 og Skjánum ).

Hér er t.d. Evrópupakkin hjá Skjánum og hvað er á örbylgju og hvað ekki
Mynd




Höfundur
IL2
Tölvutryllir
Póstar: 662
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf IL2 » Mán 09. Feb 2015 19:19

Depill, jú hægt að gera bæði. Það sem ég var aðalega hugsa að ef ég skil þetta rétt, þá er CAM kortinu bara stungið í að aftan og bara sjónvarpsfjarstýringin notuð. Það væri gríðalegur léttir og svo að fá ekki þessi símtöl um að það virki ekkert og þurfa þá að endurræsa myndlykil með tilheyrandi bílferðum.

Netsnúrulögning yrði síðan frekar áberandi nema að maður myndi treysta á Wi-Fi.



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf gardar » Mán 09. Feb 2015 20:33

Er ekki HDMI-CEC á tækinu hennar?
Ætti að geta stýrt myndlyklinum með sjónvarpsfjarstýringunni ef svo er.



Skjámynd

zetor
spjallið.is
Póstar: 463
Skráði sig: Sun 17. Júl 2011 23:12
Reputation: 83
Staða: Ótengdur

Re: Cam kort frá Vodafone

Pósturaf zetor » Mán 09. Feb 2015 20:49

Skipti út loftnetsafruglara fyrir ömmu og setti cam kort í nýja flatskjáinn hjá henni...svo að hún þyrti ekki að nota margar fjarstýringar. Virkar mjög vel. Gamli loftnetsruglari var oft að frjósa og oft vandræði með fjarstýringar. Sniðug lausn og einfaldt fyrir ömmu