Síða 1 af 1

XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 13:02
af Hannesinn
XBMC vs. Plex. Hvaða skoðanir hafið þið á þessu málefni?

Ég hef notað XBMC lengi á "server vélinni", sem er C2Q Q6600, 4GB, SSD, viftulaus NVIDIA 8600GTS og keyrir Linux. Yfirdrifið nóg fyrir imbakassann, XBMC, SSH, FTP og einhverjar aðrar þjónustur. Svona hef ég keyrt þetta í nokkur ár og virkar flott fyrir allt sem ég geri, stream'a tónlistinni niðrí vinnu, eða glápa á einstaka mynd niðrí vinnu eða bara hvað mér dettur í hug.

Um daginn setti ég svo upp Plex á vélina og keypti mér Chromecast til að leika mér meira. Nú þykist ég vita að Plex er gríðarlega vinsælt apparat, og margir alveg að missa sig yfir hvað þetta er sniðugt og frábært og æðislegt. Og ég sé alveg hvað fólki finnst þetta vera sniðugt við þetta, er ekki að drepast úr yfirlæti hérna. Einfaldleikinn við að deila út efninu sínu í gegnum Plex er engu líkt. En það hefur verið hægt að gera nákvæmlega það sama með XBMC í mörg ár og fáir kannast við það.

Svo finnst mér álagið á tölvuna vera soldið í ruglinu við það að keyra eina kvikmynd og transkóða hana heldur en að vera bara einfaldur file eða ftp server og keyra XBMC á 10% álagi.

En svona fyrir hinn almenna tölvuáhugamann, hvað finnst ykkur um þetta? Eruð þið að taka Plexið framyfir XBMC + ftp? Er tilgangurinn að losna við tölvuna úr stofunni?

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 13:32
af Cascade
Ég fór úr XBMC yfir í Plex

Hvað varðar álagið á tölvuna, þá geturu einfaldlega slept því að transkóða, getur notað Direct play, leyfi tengin og vélbúnaður á client það.

Mér finnst einfaldleikinn á servernum og web gui-inu fyrir plexið frábært. Finnst það frábært til að leyfa mörgum fá aðgang að þessu. Svo fullt af litlum hlutum eins og að hafa plex appið í símanum. Það kemur alveg fyrir að ég er fastur einhversstaðar að bíða eftir einhverju og get þá bara horft á einn þátt

Svo t.d. er ég með nýleg Samsung sjónvörp sem hafa Plex í sér sem app. Þá er einfaldlega nóg að tengja sjónvarpið við netið og þetta er allt komið þangað. Engin auka græja né auka fjarstýring

Flest allt sem hægt er að gera á plex er líklegast hægt á xbmc líka. En mér finnst það svo notendavænt á plex, það er allt svo einfalt

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 13:34
af NiveaForMen
Xbmc

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 14:08
af hagur
Ég er bara með bæði.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 14:43
af wicket
Bæði bara. Nota Kodi (XBMC) í stofunni og svefnherginu en Plex í mobile tækjum.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 15:26
af gardar
Plex er meira nýliði friendly, en jafnframt mun takmarkaðara.

Þú getur gert allt sem Plex gerir með XBMC/Kodi og svo margt meira.

Sjálfur nota ég xbmc/kodi þar sem mér þykir gaman að fikta og fannst plex allt of takmarkað.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 15:44
af Jón Ragnar
Plex er mjög þæginlegt allavega útaf multiplatform stuðningi.

XBMC er auðvitað mun öflugra fyrir fiktara. En stundum þarf ekkert alltaf að fikta í öllu :)

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 15:55
af hfwf
Ef það væri hægt að keyra xbmc án gui eins og plex (servernum) þá væri xbmc algjör snilld en á meðan það er þá mun ég nota plex.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 16:17
af slapi
Ég fór úr XBMC yfir í Plex því það er alveg set and forget dæmi.
XBMC er nátturulega miklu víðtækara og getur gert miklu meira með því en Plexið hefur þennan multiplatform stuðning sem seldi mig og nátturulega maður þarf ekkert að stilla að ráði.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 18:21
af gardar
Hvað eruð þið að tala um að plex hafi multiplatform stuðning fram yfir xbmc?

Veit ekki betur en að xbmc keyri á mun fleiri platformum en plex

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 18:23
af slapi
keyrir ekki Kodi á IOS nema með jailbreak....

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 22:41
af hagur
Keyrir líka natively á ýmsum snjallsjónvörpum og tækjum eins og Roku.

Hugsa að Plex hafi vinningin þegar kemur að platform supporti.

En hvernig eruð þið að ná client/server virkni með XBMC, þ.e deila á milli félaganna?

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 22:50
af AntiTrust
gardar skrifaði:Plex er meira nýliði friendly, en jafnframt mun takmarkaðara.

Þú getur gert allt sem Plex gerir með XBMC/Kodi og svo margt meira.

Sjálfur nota ég xbmc/kodi þar sem mér þykir gaman að fikta og fannst plex allt of takmarkað.


Say what? Plex getur gert svo miklu meira en XBMC að ég held að hreinlega að þú hljótir að vera að víxla nöfnum? XBMC er öflugra sem front end GUI á HTPC já, en það er about it. Plex er fyrst og fremst öflugur backend með óteljandi frontends.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Mán 15. Des 2014 22:56
af Lunesta
Erum með apple tv2 herna heima crackað með xbmc.
Það var glatað, með hvejru update-inu ræður apple tv-ið minna
við xbmc-ið og svo er allt format vesenið sem fylgdi því.

Skipti nýlega yfir í að setja upp plex og sé ekki eftir neinu.
Hef ekki séð þörf til að opna xbmc síðan.
líka svo easy að setja upp. plex alla leið!

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Þri 16. Des 2014 00:11
af jonno
.
Plex

Er með 3 samsung sjónvörp og er með plex á þeim
er lika með plex á símanum og ipadinum og apple tv 2 og hef ekki lent i neinu veseni með plex á mínu heimili

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Þri 16. Des 2014 12:19
af Hannesinn
hagur skrifaði:En hvernig eruð þið að ná client/server virkni með XBMC, þ.e deila á milli félaganna?

Með ftp server. XBMC getur streamað ftp.

Mér finnst bæði XBMC og Plex hafa sína kosti og galla sem þarf bara að vega og meta. Það er matsatriði hvort það sé galli að XBMC gangi ekki á Apple vörur nema að jailbreaka, persónulega hefur það engin áhrif á mig. :)

Sem HTPC þá getur Plexinn sinnt því, en það er ekki næstum því jafn gott í því hlutverki, en til að hafa stofuna tölvulausa til dæmis með Roku/Chromecast, þá er Plexinn mjög sniðug lausn. Og til að streyma gögnum út fyrir heimilið, þá er XBMC/ftp/ssh síður en svo lakara en Plex, en aftur á móti er Plexið svotil configfree fyrir clientinn á meðan XBMCinn er það ekki.

Ég hugsa að ég komi til með að nota bæði, XBMC í sjónvarpið, og svo Plexið+chromecast hjá fjöllunni.

Re: XBMC vs. Plex

Sent: Þri 16. Des 2014 15:55
af gardar
hagur skrifaði:En hvernig eruð þið að ná client/server virkni með XBMC, þ.e deila á milli félaganna?


UPNP í XBMC og svo BubbleUPNP til þess að transcode og dreifa út á internetið.