Síða 2 af 2

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Fös 14. Jan 2011 09:50
af dedd10
Eftir því sem ég hef heyrt er það að 365 er búið að læsa S2S2HD fyrir sunnan en að það sé bara of dýrt að læsa þessu á Akureyri og þar í kring og væntanlega bara úti á landi en ég sel það ekki dýrar en ég keypti það

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Fös 14. Jan 2011 10:18
af benson
Nennti ekki að lesa þetta allt en í einhverjum tilfellum þarf að breyta country/regional settings á sjónvarpinu til að fá inn ákveðnar HD rásir í gegnum tunerinn á sjónvarpinu. Prófaðu að tala við Samsung setrið og ath hvað þeir segja.

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Sun 16. Jan 2011 00:21
af raglan
Ég biðst fyrirfram afsökunar ef ég er að skrifa hér á þráð sem búið er að loka.
Var að reyna að komast að einu, googlaði og endaði hér ;)

Ég er á Akureyri og var búinn að heyra af þessu með Stöð 2 Sport HD og að sú rás væri opin.

Ég er með LG tæki (42LF65) og taldi að ég ætti að geta séð Stöð 2 Sport HD í því tæki en á þeirri rás kemur bara upp kassi sem hreyfist til og frá á skjánum og þar stendur "HD service".

Veit einhver hvers vegna ég sé ekki þessa rás og fæ bara upp þennan kassa með "HD Service"?

Sé ekki betur en að tækið sé HD ready, Full HD 1080p.

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Sun 16. Jan 2011 01:33
af Cikster
Það að tækið sé HD ready ... er ekki það sem skiptir máli varðandi að ná að horfa á HD rásirnar ... það er tunerinn í tækinu sem skiptir máli. Þetta tæki nær bara standard DVB-T rásunum.

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 15:05
af dedd10
Var að spá, er búið að loka fyrir stöðina á Akureyri líka eða er þetta bara eitthvað tímabundið? Það kemur alltaf núna hjá mér eins og það sé engin útsending og eitthvað vesen, það hefur komið áður en þá opnaðist hún degi eftir r sum,

Einhver sem nær henni ekki inn núna?

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 15:19
af Hj0llz
veit um nokkra sem ná stöðinni ekki lengur, en hvort að þetta sé tímabundið eða ekki get ég ekki sagt til um

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 16:57
af dedd10
Já ok, en einhverjir sem ná henni samt?

Eins gott að þetta sé bara tímabundið, nýbúinn að kaupa TV nánast bara útaf þessari stöð!

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 18:03
af Hj0llz
nei ég veit ekki um neinn sem nær henni

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 19:25
af Sucre
Ég er á akureyri og næ ekki sport HD stöðinni lengur ætla að vona að þeir séu ekki búnir að læsa þessu

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 29. Jan 2011 22:23
af Nariur
ég hef aldrei náð henni

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Mán 31. Jan 2011 17:41
af dedd10
Ég fór niðrí ljósgjafa í dag og spurði þá út í þetta og þeir sögðu að 365 hafi lokað fyrir stoðina á föstudaginn og vissu ekkert hvort hún kæmi aftur :(

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 02. Apr 2011 12:52
af fallen
Ætla aðeins að vekja þetta hérna..

Lenda einhverjir í þvi að fá svona random hvítar línur í myndina á Stöð 2 Sport HD?

Þetta kemur aðallega hægra megin á sjónvarpið, láréttar og hvítar línur sem koma handahófskennt.

Er btw búinn að prófa að tengja myndlykilinn í annað sjónvarp og prófa nýtt sett af snúrum, breytir engu. S2Sport HD er líka eina rásin sem þetta gerist á.

Re: Stöð2Sport HD

Sent: Lau 02. Apr 2011 18:25
af Hj0llz
Já ég varð var við þetta þegar ég var með þessa rás.
Virðist vera útsendingin.