Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Fös 06. Des 2013 19:27

Sælir(ar)

Mamma er alltaf að spyrja mig hvort hún eigi að fá sér Apple Tv en ég hef alltaf sagt við hana að bíða frekar aðeins lengur, nýja útgáfan er alveg að koma segi ég við hana, einmitt...

En allavega nú er Apple TV á einhverju tilboði víst þannig hún vill bara fara drífa í þessu og kaupa þetta. Hún vill þetta til þess að geta steymt úr ipadinum hjá sér það sem hún sækir af netflix.

En þá fer ég að hugsa hvort það væri ekki mikið sniðugara fyrir hana að fá sér HTPC eða eitthvað í þeim dúr. Hún er nefnilega alveg til í að eyða smá pening í þetta ef það virkar betur. Það eru þrjár fartölvar fartölvur og tvær spjaldtölvur, þess vegna datt mér í hug að það gæti verið sniðugara að vera bara með dedicated tölvu sem hægt væri að setja allt niðurhalið inná. Systur mínar eru nefnilega mikið að sækja sér efni.

Eruð þið með einhver ráð hvað maður ætti að ráðleggja henni að gera og þá kaupa?




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf steinarorri » Fös 06. Des 2013 19:44

Eina vél með plex server sem heldur utan um allt efni.
Plex forrit / vefviðmótið í fartölvum, plex app í spjaldtölvurnar, Roku eða google TV í sjónvarpið (eða HTPC með plex appi (gæti líka verið serverinn)).
Roku og google TV er td líka með Netflix.
Svo grunar mig/vona að Plex muni styðja Chromecast á næstunni sem væri algjör snilld... geta þá valið bara mynd í Plex eða Netflix appinu í símanum og castað yfir í sjónvarpið



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Fös 06. Des 2013 20:08

Fær maður google TV eða Roku einhversstaðar hérna?

Hvers konar tölvu ætti maður að kaupa sem HTPC þá. Verslanirnar virðist vera með alls konar úrvarl á þessu og sumt virkar (allavega á mig) mjög furðulegt eins og:
http://www.tolvutek.is/vara/point-of-vi ... -bluetooth

Eða á maður að kaupa eitthvað sem virkar meira eins og venjuleg tölva? t.d.
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7972




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf steinarorri » Fös 06. Des 2013 20:26

Ekki viss um að roku sé til á Íslandi per se (sá það á 21k á bestbuy.is, verslun sem flestir hér eru ekkert rosa hrifnir af... segjast eiga á lager hér heima) og Google TV er ég ekki viss um að sé til hér heldur haha (en ættir að geta keypt bæði Roku og Google TV á ebay hugsa ég).
Á þessa vél hjá tölvutek geturðu sett upp plex og önnur öpp sem hægt er að setja á Android. En á því geturðu hinsvegar ekki verið með serverinn (ætli þar sé ekki langbest að vera með skjálausa borðtölvu einhversstaðar víraða í router sem hægt er að remota sig inn á frá fartölvunum.
Einnig eru til á ebay svona litlir HDMI kubbar sem keyra á Android og ættu að vera nógu öflugir til að spila af plexserver...
Sé td að tölvan sem Tölvutek er með á 25k er þar á 50 dollara :D (svipuð/sama?)

(http://www.ebay.com/itm/Hot-sale-Androi ... 2ecc87071a)

Ég hugsa að ég sé etv ekki besti maðurinn í að setja upp e-a HTPC en það er hægt að finna litlar pc tölvur sem er hægt að hengja aftan á sjónvarpið.

Svo ef hún á nýlegt nettengjanlegt Samsung eða LG tæki (hugsanlega fleiri?) er hægt að setja upp Plexappið í þeim (veit samt ekki hversu góð þau öpp eru).
http://plexapp.com/connected/index.php



Skjámynd

Hrotti
Geek
Póstar: 815
Skráði sig: Mán 22. Mar 2010 20:05
Reputation: 128
Staðsetning: Reykjanesbær
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Hrotti » Fös 06. Des 2013 21:12

HTPC er miklu flottara dæmi og í raun eina vitið...... nema fyrir mömmur. Láttu hana bara kaupa appletv og settu netflix upp á það. Hún verður rosa glöð og þú laus við áframhaldandi vesen.

Btw, þetta er byggt á áralangri reynslu af því að setja upp allskonar multimediastuff fyrir mömmur, frænkur, osfr.


Verðlöggur alltaf velkomnar.

Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Fös 06. Des 2013 21:16

Er þá ekki Roku (til að streyma yfir í sjónvarpið) + ódýr borðtölva (sem plex server) beinttengt við router málið?

Hún er með Panasonic Viera sjónvarp, held að það sé ekki neitt Plexapp komið fyrir það. Ég kæmi væntanlega engu yfir í sjónvarpið nema gegnum Roku þá?

Sá annars annars Roku unit til sölu á ebay, með sendingar kostnaði þá var það 21k hingað sem er sama og bestbuy.is. Af hverju eru menn ekki hrifnir af því hérna? Hef ekkert heyrt af þessu áður nefnilega.


...................

Edit: Jú ég var svona einmitt að hugsa, hún á bara eftir að segja við mig að hún nenni ekki að standa í þessu veseni. Vill bara horfa á þessa netflix þætti sína :)




Icarus
vélbúnaðarpervert
Póstar: 960
Skráði sig: Mán 08. Des 2003 23:53
Reputation: 25
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Icarus » Fös 06. Des 2013 21:53

Held að þú sért að gera lífið þitt alltof flókið, alltof alltof flókið.

Ef þú ferð í HTPC lausn verður endalaust support, kenna henni að nota þetta...

Apple TV með Netflix og Airplay. Svo þæginlegt.




steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf steinarorri » Fös 06. Des 2013 22:19

Já, haha það er rétt sem þeir segja...
Gefa henni e-ð sem hún kann á :D
Ég myndi td persónulega aldrei gefa móður minni neitt sem þyrfti á fjarstýringu að halda (það að hafa eina fyrir sjónvarpið og aðra fyrir myndlykilinn er meira en nóg fyrir hana)




enypha
Fiktari
Póstar: 79
Skráði sig: Lau 31. Maí 2003 23:21
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf enypha » Lau 07. Des 2013 01:52

Apple TV hiklaust ef ipad er á heimilinu. Ef þú vilt vera extra nice geturðu sett upp plex server og gefið þeim aðgang gegnum ipad appið?


x86 4Mhz - 640KB RAM - 30MB HDD - Gultintaður skjár


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf AntiTrust » Lau 07. Des 2013 02:18

Apple TV eða Roku. Eini gallinn við Roku er að það þarf að setja upp DNS á routernum, en það er oftast bara one time thing og búið mál. Ef þú ert í Plex hugsunum er Roku frekar málið þar sem það þarf að 'skítamixa' Plexið á ATVið.




quad
Ofur-Nörd
Póstar: 207
Skráði sig: Fös 22. Jan 2010 15:17
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf quad » Lau 07. Des 2013 02:24

trúðu mér í þessu samhengi...idiot proof= epla TV ... nema áhugi á að eyða tíma í mörg samtöl ;o)


Less is more... more or less


steinarorri
Gúrú
Póstar: 565
Skráði sig: Mán 25. Jan 2010 23:54
Reputation: 45
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf steinarorri » Lau 07. Des 2013 03:08

enypha skrifaði:Apple TV hiklaust ef ipad er á heimilinu. Ef þú vilt vera extra nice geturðu sett upp plex server og gefið þeim aðgang gegnum ipad appið?


Já það er annar möguleiki, ef þið bæði eru með hraða nettengingu (allavega góðan upphraða þar sem serverinn yrði) getur þú haft server heima hjá þér ef þú ert að ná í myndir og slíkt og hún skráir sig bara inn í símanum, roku eða tölvunni.
Þá getur þú auðvitað notað serverinn líka :-D




mainman
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 373
Skráði sig: Sun 08. Jan 2006 15:40
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf mainman » Lau 07. Des 2013 06:48

Ég verð að fullyrða að í svona "mömmu" tilfellum er það einfaldleikinn sem virkar, ekki hvað tækið getur gert mikið, og helst ekki meira en tveir eða þrír takkar á fjarstýringunni.
Borgar sig alls ekki að vera að flækja hlutina of mikið því það skilar manni ekki alltaf lengra.
Sjáðu t.d. bara eins og þegar Nasa eyddi mörgum tugum miljóna dollara í að reyna að hanna penna sem gat virkað í þyngdarleysi og hann virkaði ekki einu sinni almennilega.
Rússar sendi sinn mann upp með blíant............problem solved.
Apple tv er öruglega sniðugasta lausnin á þessu enda yfirleitt allur eplabúnaður hannaður með það í huga að tækniheft fólk sem ennþá notar endinguna @hotmail.com í meilinu sínu geti notað tækið.




sporri
Nýliði
Póstar: 7
Skráði sig: Þri 07. Ágú 2007 16:28
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf sporri » Lau 07. Des 2013 08:45

Eitt til. Ef mamman á smart TV með dLNA support þá getur það spilað frá Plex án appleTV. Samsung og LG styðja Plex natively veit ekki með önnur. Ef heimilið er fullt af apple dóti þá er AppleTV málið annars HDMI stick og PlexMediaServer. HDMI gaurarnir styðja flestir Netflix og HULU.



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Lau 07. Des 2013 10:41

Þakka fín svör. Hún er annars með Panasonic Viera sjónvarp. Er víst ekki native plexapp til fyrir það. Aftur á móti þá er sjónvarpið alveg með DLNA fídus. Er það þá alveg nóg ef hún myndi vilja spila í sjónvarpinu það sem hún er að sækja úr netflix appinu í ipadinum...

Þetta væri auðvelt ef sjónvarpið hennar væri bara með netflix appið. En einhverja hluta vegna er einmitt hennar "árgangur" af Panasonic sjónvörpum ekki með stuðning\leyfi fyrir netflix appið.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf AntiTrust » Lau 07. Des 2013 12:02

Er það örugglega útaf módelinu hennar? Ekki bara afþvíað TVið er sett upp án DNS og því ekkert Netflix í boði í App Store-inu?



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Lau 07. Des 2013 16:43

Nei það er víst útáf módelinu sem hún er með, 2011 módel þar að segja.
Ég var búin að prófa stilla bandarískan dns í það, hugsaði að kannski fengi hún þá aðgang að ameríska app dæminu frá þeim og gæti þá sett inn netflix, en það virtist ekki breyta neinu. Sjónvarpið tengdist bara inná evrópska (held ég) app-dótið.




berteh
has spoken...
Póstar: 172
Skráði sig: Fim 06. Maí 2010 15:21
Reputation: 6
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf berteh » Lau 07. Des 2013 17:14

+1 á AppleTV ég setti það upp hjá mömmu með PlexConnect sem streymir heiman frá mér, kostar mig ekki nema símtal þegar hún restartar borðtölvunni sinni :) 1min simtal að segja henni hvaða skrá á að opna. hef ekki komist í að sjálvirkja það en það á að vera ekkert mál :happy

https://github.com/iBaa/PlexConnect



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3101
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 448
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf hagur » Lau 07. Des 2013 19:40

Hrotti skrifaði:HTPC er miklu flottara dæmi og í raun eina vitið...... nema fyrir mömmur. Láttu hana bara kaupa appletv og settu netflix upp á það. Hún verður rosa glöð og þú laus við áframhaldandi vesen.

Btw, þetta er byggt á áralangri reynslu af því að setja upp allskonar multimediastuff fyrir mömmur, frænkur, osfr.


Ditto!



Skjámynd

rango
FanBoy
Póstar: 785
Skráði sig: Lau 14. Júl 2012 22:36
Reputation: 3
Staðsetning: 404 - Location Not found.
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf rango » Lau 07. Des 2013 19:46

Sidious skrifaði:Nei það er víst útáf módelinu sem hún er með, 2011 módel þar að segja.
Ég var búin að prófa stilla bandarískan dns í það, hugsaði að kannski fengi hún þá aðgang að ameríska app dæminu frá þeim og gæti þá sett inn netflix, en það virtist ekki breyta neinu. Sjónvarpið tengdist bara inná evrópska (held ég) app-dótið.



Ég er með 2011 módel sem var jack shit með netflix, Ég þurfti minnir mig gera "software reset" fór í gegnum allt ferlið og valdi síðan annaðhvort sweden eða danmörk minnir mig.
og fékk þá netflix. ST40 minnir mig.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf AntiTrust » Lau 07. Des 2013 19:51

Ég held bara að ef þú ert með SmartTV yfir höfuð (f. utan IKEA tækin kannski..) að það sé nánast þumalputtaregla að Netflix sé í boði á einn eða annan hátt.



Skjámynd

Höfundur
Sidious
Ofur-Nörd
Póstar: 237
Skráði sig: Mið 30. Júl 2003 03:01
Reputation: 13
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Ráðleggingar fyrir media center fyrir mömmu

Pósturaf Sidious » Mán 09. Des 2013 22:50

Jæja hún skellti sér á apple tv. Eitt sem ég tek strax eftir, hún hefur verið að kaupa hitt og þetta gegnum app store. Var til dæmis með Broadchurch og ég ætlaði að prófa spila það, þá segir apple tv-ið mér að ég þurfi að bíða í sirka klukkutíma áður en hann getur byrjað að spila þáttinn. Prófa svo annan þátt Chicago Fire, hann byrjar að spila strax. Er þetta að gerast vegna þess að annað video-ið er inná ipadinum en hitt er í cloud-inu?

Annars er hún með ljósleiðara hjá hringdu og þetta playmo dns dæmi. Gæti annað hvort þeirra verið að valda þessari rosalegu töf?

Edit:
Mynd spiluð af netflix byrjar tildæmis nánast um leið og hún er valinn.