Háskerpuútsendingar hér á landi

Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Gothiatek » Mán 28. Sep 2009 15:39

Munið þið eftir því þegar Sjónvarp Símans og Digital Ísland (Vodafone) börðu á brjóst sér og sögðust vera tilbúin til háskerpuútsendinga. Með því væri brotið blað í íslenskri sjónvarpsútsendingu.

Þetta var fyrir 2 árum síðan.

Síðan hefur ekkert gerst. Eina sem er í boði er Discovery HD (með gamalt og endurtekið efni síðast þegar ég vissi) og nokkrir fótboltaleikir. Hvað varð um samkeppni í þessu og metnað til að bjóða uppá nýjustu tækni fyrir okkur neytendur?

Hafið þið heyrt einhverjar sögusagnir af hvort fleiri HD sjónvarpsstöðvar komi til með að bætast við á næstu misserum...og jafnvel hvort möguleiki sé að leigja myndefni í HD gæðum fyrir þá sem eru ljósleiðaratengdir?

Ég veit það er víst einhver kreppa hér á landi, en eftir því sem ég best veit hefur netnotkun eða sjónvarpsáskriftir ekkert minnkað hér á landi undanfarna mánuði.


pseudo-user on a pseudo-terminal


wicket
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf wicket » Mán 28. Sep 2009 15:57

Ég held að upptaka á HD sjónvarpi á Íslandi yrði nær engin nema ef íslenskar sjónvarpsstöðvar myndu senda út í HD.
Þær eru ekki á leiðinni að fara að gera það þar sem HD væðingu myndu fylgja kostnaður við að kaupa inn ný tæki og tól. Fyrst að þau tæki voru ekki keypt inn í góðærinu að þá eru enn minni líkur á að þessi væðing fari í gang núna.

Discovery HD og einn og einn fótboltaleikur í HD er allt í lagi en það er engin upptaka tryggð á slíku úrvali. Ef fleiri erlendum HD stöðvum yrði bætt við að þá myndi það litlu sem engu breyta um vinsældir HD sjónvarpsefnis á Íslandi að mínu mati þar sem að það skiptir fólk engu máli hvort að Sky News eða MTV sé í HD eða ekki, sérstaklega þegar það þarf að borga extra fyrir það.

Það verður engin alvöru HD væðing fyrr en íslenskt efni verður í boði í háskerpu.

Síminn og Vodafone hljóta að fara að bjóða uppá HD efni í VOD þjónustum sínum þó að efnið sé eitthvað dýrara í innkaupum. Ef ég gæti valið um Batman Begins í SD eða HD myndi ég alltaf velja HD þó að verðið væri nokkrum hundrað köllum meira, setuppið manns bara verðskuldar það. Hvort að það sé ljósleiðari eða ekki skiptir ekki þar sem að koparlínurnar bera vel VOD straum í HD gæðum, það myndi bara minnka bandbreiddina sem fer til internetsins á meðan.




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf codec » Mán 28. Sep 2009 17:33

Sammála það virðist vera frekar lítill metnaður í þessu hjá þeim. Kannski er ástæðan sú að móðurfyrirtæki beggja fyrirtækjana Vodafone og Síminn (Teymi, Exista (skipti)) eru búin að vera í bullandi vandræðum og hreinlega í tómu rugli.

Reyndar er Discovery HD aðeins búin að skána, dagskráin batnaði aðeins þar í vor, en framboðið á HD rásum er samt ömurlegt. Mér finnst verðið fyrir háskerpu líka frekar hátt fyrir littla þjónustu.

Ég myndi vilja sjá fleiri stöðvar og leigu efni í HD. Einnig vill ég sjá upptöku möguleika, en það er harður diskur og búnaðurinn ræður við það í HD lyklinum frá Vodafone allavega samkvæmt specum, en það er samt ekki virkt í viðmótinu.

Ég myndi vilja sjá sama verð á HD í leigu og er á standard efni í dag og lækka aðeins standard efnið, með því fá þeir meiri sölu (fleiri myndu nýta sér þetta) og fjárfestingin fljótari að borga sig.

Hins vegar held ég að við séum ekkert að fara að sjá íslensku stöðvarnar senda út í HD á næstuni, engin peningur til í það.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf CendenZ » Mán 28. Sep 2009 19:12

fá sér sky HD.
ekkert mál hér, bara vita hvert á að snúa sér.




Taxi
spjallið.is
Póstar: 444
Skráði sig: Fös 17. Feb 2006 20:02
Reputation: 0
Staðsetning: Reykjavik
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Taxi » Mán 28. Sep 2009 21:17

CendenZ skrifaði:fá sér sky HD.
ekkert mál hér, bara vita hvert á að snúa sér.

Mælir þú með einhverjum í það. ??

Er hægt að fá Sky HD í gegnum netið.
Er ekki líka búið að loka á íslensk kreditkort til að borga áskriftina. :evil:


Asus P5N-E-SLI, E6300@3.5GHz m/Termalright Ultra, 4x1GB CL4 Black Dragon minni,Gigabyte 9600GT SLI@800MHz,160GB+500GB+2x1TB, pakkaði inn í Coolermaster Elite 332.

Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Gothiatek » Þri 29. Sep 2009 10:42

Eru þið að segja mér að upptaka á nýju íslensku sjónvarpsefni (Fangavaktin, Hamarinn, o.s.frv.) sé ekki tekið upp í HD? Þó það sé svo sent út í SD.

Ég er sammála því að það myndi lítið breytast þó MTV eða álíka kæmi í HD. En t.d. Animal Planet HD eða álíka, hlýtur bara að vera spursmál um samninga við þá aðila sem eru að senda út í HD.

Hlýtur að koma að því fljótlega að hægt sé að leigja VOD í HD, og ég sé þá engin rök fyrir því að það ætti að vera dýrara en SD myndir. Af hverju eru t.d. vídjóleigur ekki líka farnar að leigja út HD myndir (Laugarásvídjó voru náttúrulega fremstir þar í flokki sem endranær).

Það er bara magnað að það sé búið að selja nánast öllum landsmönnum flatskjái en svo er ekkert úrval af HD efni :D

Er náttúrulega bara það sama að gerast og þegar VHS var að detta út og DVD að koma inn. En mér finnst bara svo glatað að vera gefa út yfirlýsingar um að nú sé byrjað að senda út í HD á Íslandi og svo gerist ekkert í 2 ár!

Er ekki eina leiðin til að fá sér Sky að fjárfesta í gervihnattamóttakara...það er startpakki uppá fleiri tugi þúsunda. Vodafone og Síminn eiga bara semja um að dreifa þessu efni gegnum kerfin sín.


pseudo-user on a pseudo-terminal


wicket
FanBoy
Póstar: 770
Skráði sig: Mán 07. Sep 2009 09:30
Reputation: 58
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf wicket » Þri 29. Sep 2009 11:28

Vodafone og Síminn geta erfiðlega samið um það að dreifa Sky eða öðru efni hér heima útaf höfundarrétti.

Ísland er venjulega fyrir utan þessu týpisku landssvæði þegar kemur að höfundarrétti vegna smæðar og landlegu. Allt það efni sem að Sky t.d. kaupir inn er eingöngu fyrir þau svæði sem Sky sendir út á og þar er Ísland ekki skilgreint sem útseningarsvæði og þar með hafa þeir ekki leyfi til að dreifa efninu á Íslandi þar sem að eigandi efnisins fær ekki borgað fyrir Ísland.

Þeir sem ég hef talað við bæði sem þekkja inná þessi sjónvarpsmál segja að listinn yfir erlendar rásir sem hægt sé að bæta við hér löglega er næstum uppurinn fyrir utan enn flelri tónlistarstöðvar og eina og eina hobbyrás sem sendir bara út efni eins og trukkasport, Biography Channel og eitthvað slíkt sem bætir litlu við flóruna og gerir lítið til að bæta við þá pakka sem fyrir eru hér á landi, því miður.

Ísland er hreinlega of lítið til að teljast spennandi land fyrir leyfishafana og verður það eflaust áfram.



Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2831
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 211
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf CendenZ » Þri 29. Sep 2009 12:34

Það er minnsta málið að fá sér Sky HD topbox, næsta mál er að kaupa kortið og er það oftast gert í gegnum erlendan aðila.
Bara spurning, hvar skyldi maður finna erlendan aðila.

sennilega erlendis.... ha.. :wink:




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf AntiTrust » Þri 29. Sep 2009 12:59

Hvað er startpakkinn fyrir SkyHD + diskur ca ? Og hvernig er svo með kortið, er þetta áskriftargjald pr. mán í gegnum VISA þá?



Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Gothiatek » Þri 29. Sep 2009 13:12

Sýnist startpakkinn fyrir SkyHD og móttakara vera uppá svona 140 þúsund. Svo áskrift í a.m.k. ár sem fer náttúrulega bara eftir því hvaða áskriftarpakka þú tekur.

En þetta er heldur dýrt fyrir minn smekk, auk þess sem ég hef lítinn áhuga á að setja upp gervihnattardisk á húsið mitt.


pseudo-user on a pseudo-terminal


acebigg
Græningi
Póstar: 26
Skráði sig: Þri 29. Sep 2009 10:38
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf acebigg » Þri 29. Sep 2009 14:46

Ég er búinn að vera með HD afruglara síðan Vodafone byrjaði að bjóða uppá það.
Enn er bara Discovery HD og Stöð 2 Sport HD.
Discovery HD fór í einhverja endurnýjun í sumar og er hún mun betri núna.
Annað sem ég hef tekið eftir er að Stöð 2 er farin að prufa sig áfram með HD útsendingar á Sport HD.
Þeir eru að sýna landslagsmyndir og borgarlífs myndir þegar eru ekki leikir í gangi, svo það er greinilega eitthvað í gangi.

Stöð 2 Sport er líka búin að batna helling, nú sé ég 4 leiki hverja helgi og einn leik úr meistardeildinni þegar hún er í gangi.
Þegar þetta byrjaði var það 1-2 leikir á viku.

Varðandi þær stöðvar sem þeir gætu sýnt hér á Íslandi í HD þá er á nóg að taka. Stöðvar sem eru nú þegar sendar út á Íslandi og eru líka sendar út með HD merki eru National Geo, History Channel, Eurosport, Animal Planet, Nat Geo Wild og MTV. Ég væri til í þessar stöðvar.
Svo er Danska ríkissjónvarpið að byrja með DR HD 1.nóv. Spurning hvort má ekki sýna það hér líka.

Ég er annars að horfa á þetta í gegnum örbylgju lykilinn og kann ágætlega við það, smá seinkun á hljóði á Discovery HD en það lagast alltaf eftir smá tíma.
Hefur einhver samanburðarreynslu af þessum 3 HD lyklum á landinu, hver er bestur? Örbylgjan, Síminn HD eða Vodafone ljósleiðarinn?



Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Gothiatek » Mið 30. Sep 2009 11:16

Já, það er bara jákvætt ef Stöð 2 er að prófa sig áfram með HD útsendingar. Einnig hljótum við að geta fengið aðgang að DR HD þegar það er komið í loftið.

Ég var með Discovery HD í Sjónvarpi Símans fyrir um ári síðan sirka, virkaði bara furðuvel en sagði áskriftinni fljótlega upp þar sem var of mikið um endurtekið efni (kostaði 500 kall á mánuði).
Er nú með Discovery HD gegnum ljósleiðara Vodafone. Það virkar bara mjög vel líka...voru einhverjar truflanir um daginn en virðist vera komið í gott lag.

Það hlýtur að fara bætast í HD flóruna fljótlega. Annars er örugglega ekkert mikil pressa á Símanum og Vodafone...margir virðast bara kaupa sér flatskjái án þess að vera með HD spilara eða HD afruglara, horfa bara á SD með bros á vör.


pseudo-user on a pseudo-terminal


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf benson » Mið 30. Sep 2009 11:44

acebigg skrifaði:Hefur einhver samanburðarreynslu af þessum 3 HD lyklum á landinu, hver er bestur? Örbylgjan, Síminn HD eða Vodafone ljósleiðarinn?


Allavega ekki Vodafone ljós lykillinn. Örbylgjulykillinn er fínn. Hef ekki reynslu af Síminn HD.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf hagur » Mið 30. Sep 2009 11:56

Ég er með Digital Ísland HD lykilinn og er alveg sáttur við hann. Þekki hina ekki. Veit þó að Ljós-afruglarinn býður ekki upp á component out, aðeins HDMI.

Í mínu tilviki þarf ég *bæði* HDMI og component output og því ákvað ég að halda mig bara við örbylgjusjónarpið áfram þegar ég fékk Internet yfir ljósleiðara fyrir nokkrum mánuðum.



Skjámynd

ManiO
Besserwisser
Póstar: 3963
Skráði sig: Fim 08. Jún 2006 18:40
Reputation: 0
Staðsetning: Seltjarnarnes
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf ManiO » Mið 30. Sep 2009 12:58

hagur skrifaði:Ég er með Digital Ísland HD lykilinn og er alveg sáttur við hann. Þekki hina ekki. Veit þó að Ljós-afruglarinn býður ekki upp á component out, aðeins HDMI.

Í mínu tilviki þarf ég *bæði* HDMI og component output og því ákvað ég að halda mig bara við örbylgjusjónarpið áfram þegar ég fékk Internet yfir ljósleiðara fyrir nokkrum mánuðum.



Skv. vodafone síðunni býður Ljós HD afruglarinn upp á bæði component og HDMI.http://www.vodafone.is/sjonvarp/digitalplus/hd

Edit: En annars er maður ekki viss þegar maður rýnir betur í þetta. Margar síður sem eru með mismunandi upplýsingar. Þeir þurfa aðeins að fara að taka til á þessari síðu sinni, hún er alveg handónýt.


"Knowledge is knowing that a tomato is a fruit,
wisdom is knowing not to put one in a fruit salad."


codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf codec » Mið 30. Sep 2009 13:34

Ég er með ljós frá Vodafone og er svona hæfilega sátur.
Tækið sjálft virðist vera með góða speca, er t.d. með hörðum diski tilbúið í PVR (upptöku), SD->HD upscaling, PIP (mynd í mynd) ofl. En mér sýnist sem að það sé lítið af þessu virkt í viðmótinu sem er í gangi enda er það sama og í gömlu SD Amino lyklunum.

kostir
    Hægt að hafa marga afruglara, næg bandvídd.
    Bíður upp á mikla möguleika í framtíðinni: fræðilega séð, það er að segja ef PVR væri virkt, t.d. vera með 1 HD upplöku lykil og 1-2 standard (og það ætti að vera hægt að horfa á upptekið efni í gegnum hvaða lykil sem er, bæði upptöku lyklinum sjálfum og líka hinum (upptökulykillinn streymir á milli). Eða horfa á eitt upptekið efni í einum og annað upptekið (eða þá live TV) í öðrum á sama tíma).
    Ágæt myndgæði
    Discovery HD lítur vel út
    Hefur engin áhrif á hraðan á netinu.
gallar
    Ef tengt með HDMI þá scalast 4:3 efni ekki á 16:9 skjá (kemur bara miðjaður kassi).
    Vantar PVR, timeshift. Pirrandi af því tækið bíður upp á það.
    Ekki dagskrá með Discovery HD ætti að vera auðvelt fyrir Voda að laga það).
    Öðru hvoru kemur smá hikst á mynd og hljóð dettur örlítið úr synci. T.d. í leigu en ef ég pása og ýti á play aftur þá dettur það í lag.
    Hef ekki séð þennan texta (subtitle) fídus virka en það á að vera hægt að kveikja og slökkva á texta, sá takki breytir engu hjá mér.
    Textavarp vantar(ekkert stór mál fyrir mig fyrir suma skiptir það máli)

Discovery HD er flott en mér finnst vanta meira efni í HD, bæði rásir og í leiguna.
Þannig að eins og staðan er í dag er þetta svona næstum því fullkomið kerfi fyrir mig. Helst vildi ég sjá PVR (upptöku) þá væri ég gífurlega sáttur.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf hagur » Mið 30. Sep 2009 15:57

Codec, þú getur kannski komið því á hreint hvort að HD-ljós afruglarinn sé með component-out tengi, eða bara HDMI?




codec
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 338
Skráði sig: Fös 07. Ágú 2009 12:53
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf codec » Mið 30. Sep 2009 18:05

hagur skrifaði:Codec, þú getur kannski komið því á hreint hvort að HD-ljós afruglarinn sé með component-out tengi, eða bara HDMI?

Neibb, hann er með HDMI, S/PDIF optical audio og rca analog audio.



Skjámynd

hagur
Besserwisser
Póstar: 3104
Skráði sig: Mið 17. Des 2003 16:11
Reputation: 449
Hafðu samband:
Staða: Tengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf hagur » Mið 30. Sep 2009 19:10

OK, takk fyrir þetta :wink:

Þá held ég mig við örbylgju-afruglarann eitthvað áfram.




akarnid
Ofur-Nörd
Póstar: 241
Skráði sig: Lau 04. Nóv 2006 22:35
Reputation: 10
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf akarnid » Fim 01. Okt 2009 11:17

Discovery HD hættir núna í okt hjá Skjánum. Í nóv fer DR-HD að koma í staðinn. Veit ekki hvort 365 halda áfram með hana.

Ástæðan: Eigendur Discovery HD vildu bara fá alltof mikið fyrir hana en mögulegt var að greiða á eðlilegu verði. EFast um að fólk hefði verið tilbúið að greiða þúsundir fyrir eina rás.


En varðandi HD in general, þá verður engin HD væðing fyrr en íslensku stöðvarnar fara að taka upp efni í HD og senda það út í HD. En það er borin von á meðan ástandið er eins og það er. Ef þeir keyptu ekki búnaðinn og infrastrúktúrið fyrir hrun þá eru þeir ekki að fara að gera það núna.



Skjámynd

Höfundur
Gothiatek
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 311
Skráði sig: Fim 15. Maí 2003 18:14
Reputation: 0
Staðsetning: ptr->curr_loc
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf Gothiatek » Fim 01. Okt 2009 11:28

Það sökkar ef Discovery HD er að detta út, fínt að skipta yfir á hana ef ekkert er á hinum stöðvunum. En það er rétt að menn eru væntanlega ekki til í að borga mikið fyrir þá stöð, ekki ég allavegana.

Bót í máli samt ef DR HD er að koma, þeir sýna vonandi einhverjar bíómyndir annaðslagið. Verður allavegana að vera ein HD stöð í boði svo fólk sjái um hvað málið snýst, eins og ég hef bent á í þessum þræði eru mjög margir með HD sjónvarp en hafa aldrei séð neitt HD efni sem er alveg stórmerkilegt.


pseudo-user on a pseudo-terminal


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf JReykdal » Fim 01. Okt 2009 11:52

Amk. Fangavaktin er tekin upp í HD (á RED í 2K upplausn).

Til að senda út í HD þarf umtalsverða uppfærslu í innfrastrúktúr sjónvarpsstöðva en ég hef heyrt að Stöð 2 gæti að því að allt nýtt dót sem er keypt sé HD capable þannig að það grynnkar á hrúgunni þar á bæ en RÚV bara kaupir voðalega lítið af dóti þessa dagana :)

Þetta er voðalega mikil "hænan og eggið" vandamál því mikill minnihluti landsmanna getur náð HD útsendingum og það mun seint breytast nema RÚV og S2 fari í kostnaðarsamar uppfærslur hjá sér sem þeir gera ekki nema markaðurinn sé fyrir hendi.

Get samt glatt ykkur á því að Exton eru komnir með HD upptökubíl til landsins þannig að þetta mjakast hægt og rólega þótt allt gangi afskaplega hægt þessa dagana.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki
vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.


benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf benson » Fim 01. Okt 2009 14:21

Einhverntímann heyrði ég að hlutfall flatskjáiaog túbusjónvarpa væri ca 50/50. Ef það er rétt er líklega meira en helmingur landsmanna með HD ready Tv. Ætti það ekki að vera nógu stór markaður? Ég er ekki að búast við því að Rúv séu að fara að senda út í HD bráðlega. Ætli einhver á Rúv viti hvað HD er? Þeir eru örugglega enn að pæla í því hvað það var nice þegar Hemmi Gunn var sendur út í stereo.



Skjámynd

appel
Stjórnandi
Póstar: 5567
Skráði sig: Fös 13. Jún 2003 16:46
Reputation: 1040
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf appel » Fös 02. Okt 2009 01:12

Ég vinn hjá sjónvarpskerfum Símans, og við förum með þessi mál. (Þessi skrif endurspegla ekki endilega viðhorf Símans, ég er bara tæknigimp).

Þetta er athyglisverð umræða, sökum þess að ég er nýbúinn að spá og spöglera um þetta við vinnufélaga mína (sem við gerum reglulega).

Í raun er ekki tæknileg fyrirstaða um að ræða hjá Sjónvarpi Símans. Við erum búnir að dreifa HD lyklum á tugi þúsunda heimila og tengingarnar eru flestallar tilbúnar og geta streymt HD efni, þannig að Sjónvarp Símans er HD-Ready ef svo má segja (fyrir löngu). Þannig að við bíðum bara eftir áhuga :)


Vandamálið er fyrst og fremst kostnaður við HD efni (flokkað sem premium content) og svo kostnaður við kaup á tæknibúnaði til framleiðslu á HD efni/útsendingum (hjá ísl. sjónvarpsstöðvum).

Hitt er svo tregi, bæði hjá venjulegu fólki við að borga aukalega fyrir eitthvað "HD" á meðan SD "dugar", svo og hjá þeim sem ráða því hvort ráðist sé í HD útsendingar, eða framleiðslu og dreifingu á HD efni. Í raun þyrfti HD efni að "overrida" SD efnið, svo fólk hefði ekkert val. Enn sem komið er virðist þróunin í heiminum vera sú að litið er á HD efni sem premium og það selt sérstaklega. Ég vonaðist til að það hefði verið farið sömu leið og með svarthvítt yfir í lit umskiptinguna, þ.e. fólk hefði ekki getað hafnað litaútsendingunni nema þá að tuna niður color í sjónvarpinu.


Ef þú hefðir spurt mig að þessu fyrir 3-5 árum, þá hefði ég sagt að HD yrði orðið mainstream fyrir 2010. Ég hefði haft rangt fyrir mér.


*-*


JReykdal
FanBoy
Póstar: 714
Skráði sig: Lau 04. Des 2004 18:59
Reputation: 175
Staða: Ótengdur

Re: Háskerpuútsendingar hér á landi

Pósturaf JReykdal » Fös 02. Okt 2009 03:29

benson skrifaði:Einhverntímann heyrði ég að hlutfall flatskjáiaog túbusjónvarpa væri ca 50/50. Ef það er rétt er líklega meira en helmingur landsmanna með HD ready Tv. Ætti það ekki að vera nógu stór markaður? Ég er ekki að búast við því að Rúv séu að fara að senda út í HD bráðlega. Ætli einhver á Rúv viti hvað HD er? Þeir eru örugglega enn að pæla í því hvað það var nice þegar Hemmi Gunn var sendur út í stereo.


Flestir flatskjáir geta birt "HD" mynd (720p/1080i eða betra) en sem dæmi eru bara rétt núna að byrja að seljast tæki með digital HD tunerum. Þannig að til að fá HD mynd yfir loftnet þarf box til að tjúna það inn eða fara IP leiðina.

Einnig er vert að benda á að DVB-T2 tæknin sem hentar mun betur til að dreifa HD efni yfir loftnet en gamla DVB-T er varla farin í gang og bara allra nýjustu sjónvörpin hafa slíka tunera.

Skammtímalausnin væri að sjónvarpsstöðvarnar hefðu aðgang að "aukarásum" á IP dreifileiðunum og sýndu valið efni samtímis í HD og SD svona rétt til að fikra sig áfram.

IP dreifileiðirnar eru samt alls ekki fyrir alla og því mikil pólitík fólgin í því að fara í einhverjar sérþjónustur þar, sérstaklega fyrir rúv.

P.S

Það var ekki farið að senda út í stereó fyrr en 1992 eða '93 og held að Hemmi hafi örugglega verið hættur þá.


Vinsamlegast athugið: Skoðanir mínar sem birtast hér eru mínar og mínar einar en ekki

vinnuveitenda minna,vina og vandamanna, gæludýra og húsgagna nema annað sé tekið fram.