Sjónvarp gegnum gagnaveituna


Höfundur
arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf arro » Þri 10. Mar 2009 00:18

Hæ,

er einhver hérna með sjónvarp í gegnum gagnaveituna eins og lýst er á þessari síðu ? http://gagnaveita.is/Heimili/TengingLjosleidarans/Innanhusslagnir/

Ég er aðallega að spá í endapunktinum þar sem talað er um SCART hvað í ósköpunum er SCART, síðast þegar ég vissi ræður SCART tengi við allskonar merki s.s. plain vídjó eða RGB, hvaða plögg eru á þessari "afruglara græju" getur einhver frætt mig um það og þá líka hvaða merki er hægt að senda út af henni í gegnum þetta SCART tengi.

kv/




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf benson » Þri 10. Mar 2009 08:28

Það sem fer í afruglarann (http://www.aminocom.com/products/ipstb/aminet110.html) er svipað og s-video tengi nema aðeins stærra (sjá http://www.aminocom.com/products/pdf/Am ... _flyer.pdf).




Höfundur
arro
Nörd
Póstar: 105
Skráði sig: Mið 20. Okt 2004 19:02
Reputation: 0
Staðsetning: 201
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf arro » Þri 10. Mar 2009 08:41

takk benson, akkúrat það sem mig vantaði, alveg furðulegt dæmi hjá íslendingum að bjóða uppá einhverja nafnlausa græju...



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf Dagur » Þri 10. Mar 2009 15:28

Ég er með svona hjá mér. Þetta virkar vel en ég er einmitt ósáttur við snúrunar. Tengið úr afruglaranum er óstaðlað þannig að maður er bara fastur með þessa SCART snúru frá þeim (og hún er ekki löng). Hinn valmöguleikinn er venjuleg loftnetssnúra.

Það er frekar freistandi að fá sér HD Myndlykil




Televisionary
Tölvutryllir
Póstar: 669
Skráði sig: Þri 17. Feb 2009 15:26
Reputation: 112
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf Televisionary » Þri 10. Mar 2009 16:39

Tengið sem er notað er staðlað "mini din" tengi sjá nánar hérna um það hverjir nota hann og hvernig:
http://en.wikipedia.org/wiki/Mini-DIN_connector
Þetta er ekki nafnlausari græja en svo að búið er að selja Amino Aminet 110 boxið í sjálfsagt einhverjum 2-3 milljónum eintaka myndi ég giska. En það sem réði þessu var sú að boxið átti að vera minna en öll önnur box á markaðnum og það hefði ekki getað borið hefðbundið SCART tengi. En það sem útskýrir það einnig að þeir fóru þess leið en notuðu ekki einhvern annan tengil er sú að margir í starfsliði Amino komu frá tölvufyrirtækinu Acorn sem notaði "mini din" tengilinn á lyklaborð og mýs.

Ef menn vilja betri mynd úr A110 boxum þá skulið þið nota component snúru sem ætti að vera fáanleg frá þjónustuveitanum.

arro skrifaði:takk benson, akkúrat það sem mig vantaði, alveg furðulegt dæmi hjá íslendingum að bjóða uppá einhverja nafnlausa græju...



Skjámynd

Dagur
Geek
Póstar: 802
Skráði sig: Fös 19. Sep 2003 14:00
Reputation: 65
Staðsetning: Reykjavík
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf Dagur » Þri 10. Mar 2009 16:53

Televisionary skrifaði:Tengið sem er notað er staðlað "mini din" tengi sjá nánar hérna um það hverjir nota hann og hvernig:
http://en.wikipedia.org/wiki/Mini-DIN_connector
Þetta er ekki nafnlausari græja en svo að búið er að selja Amino Aminet 110 boxið í sjálfsagt einhverjum 2-3 milljónum eintaka myndi ég giska. En það sem réði þessu var sú að boxið átti að vera minna en öll önnur box á markaðnum og það hefði ekki getað borið hefðbundið SCART tengi. En það sem útskýrir það einnig að þeir fóru þess leið en notuðu ekki einhvern annan tengil er sú að margir í starfsliði Amino komu frá tölvufyrirtækinu Acorn sem notaði "mini din" tengilinn á lyklaborð og mýs.

Ef menn vilja betri mynd úr A110 boxum þá skulið þið nota component snúru sem ætti að vera fáanleg frá þjónustuveitanum.

arro skrifaði:takk benson, akkúrat það sem mig vantaði, alveg furðulegt dæmi hjá íslendingum að bjóða uppá einhverja nafnlausa græju...


Ok, vissi ekki af þessum staðli. Þetta er amk ekki algengt :)
Ég prófaði að hringja í Vodafone og þeir segjast ekki bjóða upp á component snúru.




benson
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 330
Skráði sig: Þri 30. Des 2008 21:53
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Sjónvarp gegnum gagnaveituna

Pósturaf benson » Þri 10. Mar 2009 23:23

Þú getur fengið composite/s-video snúru fyrir Amino hjá tækniþjónustu Vodafone.
Ef þið eruð að spá í HDMI þá er hægt að fá þessa myndlykla en einungis fyrir ljós:
http://www.tilgin.com/Documents/Product ... dSheet.pdf
Ég man ekki hvort það sé component tengi á Tilgin.