Síða 2 af 2

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 11:15
af kiddi
Samanburðurinn sem slíkur verður að litlu gagni þegar flestar vörurnar eru bara til hjá einu eða tveim fyrirtækjum, þetta er meira bara eins og sameiginlegur vörulisti frekar en verðsamanburður. Það er kannski það sem allir vilja? Að mínu mati finnst mér ekkert ósanngjarnt að setja ólík vörumerki í sama flokk, því í grunninn eru þessi kort eins, bara yfirbyggingin sem er ólík. Ég tel markaðinn ekki vera nógu stóran til að endilega réttlæta þennan ofurítarlega lista. Það er hellingsvinna sem fer í að viðhalda þessu (þó uppfærslurnar séu orðnar sjálfvirkar) og við megum ekki gera Verðvaktina að svo miklu bákni að GuðjónR gefist upp á illa launaðri viðhaldsvinnunni, því aldeilis nóg er af rugli og þrætueplum sem koma við reksturinn af þessum vef (ein ástæðan þess að ég gafst upp á rekstri hans á sínum tíma).

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 11:33
af I-JohnMatrix-I
Sammála, þetta er bara ruglingslegt. Þeir sem skoða verðvaktina hafa örugglega flestir vit á því að kynna sér muninn milli tegunda og ákveða svo útfrá því hvort það sé þess virði að fara í dýrara merki. Hinsvegar finnst mér einnig að Techshop ætti að vera tekið með í verðvaktinni því eins og aðrir komu inná þá eru margar aðrar búðir sem eru ekki með hlutina á lager. Einnig er verðið sem þú sérð á Techshop lokaverð til neytanda þannig ég sé ekkert að því að þeir séu einnig inná verðvaktinni.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 11:50
af Crush1234
ekki ef þú setur bil fx

Asus 980
Evga 980
Palit 980
I-chill 980
Gainward980
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Asus 970
Evga 970
Palit 970
I-chill 970
Gainward 970
---------------------------------------------------------------------------------------------------------

en já ef þetta er of mikil vinna fyrir þig þá getur þú sleppt því.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:19
af GuðjónR
Crush1234 skrifaði:ekki ef þú setur bil fx

Asus 980
Evga 980
Palit 980
I-chill 980
Gainward980
-----------------------------------------------------------------------------------------------------------
Asus 970
Evga 970
Palit 970
I-chill 970
Gainward 970
---------------------------------------------------------------------------------------------------------

en já ef þetta er of mikil vinna fyrir þig þá getur þú sleppt því.

Ég sleit þetta aðeins í sundur, samt ruglingslegt. Ef við förum að splitta þessu með strikum eða logóum þá fyrst verður þetta subbulegt.
En þetta er flott, rosamikið af grænu og allar búðir ódýrastar. :face

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:24
af chaplin
Ég vona að þú sért ekki að pæla of mikið í þessu Guðjón, þetta er algjört chaos.

Keep it simple, stupid. :happy

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:34
af Dúlli
Verð að segja OP er bara að tala út í tóma loftið.

Þetta er viðbjóður að splitta þessu upp og engan vegginn í hag notanda ef hann er að leita eftir verð saman burð.

Og hversu mikil leti er þetta i helvitis liði sem getur ekki bara opnað link og skoðað hvort varan hentar eður ey.

Finnst að það ætti að laga hinna flokkana til dæmis harða diskana oþolandi að leita að ssd disk þegar allor virðast vera odyrastir.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:35
af FreyrGauti
Þarf ekki líka að setja inn mismunadi týpur frá hverjum framleiðanda af hverju korti?

Gigabyte refrence er ekkert það sama og G1 gaming eða WF3!!... :guy

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:40
af GuðjónR
FreyrGauti skrifaði:Þarf ekki líka að setja inn mismunadi týpur frá hverjum framleiðanda af hverju korti?

Gigabyte refrence er ekkert það sama og G1 gaming eða WF3!!... :guy

hehehehe góður!
Einmitt það sem ég var að hugsa þegar ég var að renna yfir listana. :happy

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 12:57
af playman
Þetta er hrillingur, if it ain't broke don't fix it

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 15:41
af Dúlli
Notandi sem er skráður í viku kemur og fer að rugla í frábæru kerfi.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 16:03
af worghal
Dúlli skrifaði:Notandi sem er skráður í viku kemur og fer að rugla í frábæru kerfi.

spurning hvort hann sé eitthvað tengdur start þar sem þeir eru þeir einu með Gainward.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 16:08
af dori
worghal skrifaði:
Dúlli skrifaði:Notandi sem er skráður í viku kemur og fer að rugla í frábæru kerfi.

spurning hvort hann sé eitthvað tengdur start þar sem þeir eru þeir einu með Gainward.

Klárlega ekki, hann er að benda á hvernig búðir með ódýrari merki græða á því að fá fleiri græna reiti á Vaktinni. Ef hann væri tengdur Start myndi hann ekki kvarta yfir því.

Að því sögðu er ég á því að það eigi ekki að skipta þessu niður eftir merkjum. Myndi draga virkilega mikið úr gagnsemi kerfisins finnst mér.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 16:48
af rapport
Mér finnst þetta vera óþarfa detail sem hefur ekkert value fyrir mig sem neytanda.

Er vaktin ekki fyrst og fremmst neytendasíða eða er þetta auglýsingasíða þar sem allar búðir þurfa að vera jafnar?

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 17:23
af kiddi
Auðvitað væri best ef allar þessar raðir væru fullar af verðum, að búðirnar hér heima væru það stórar og sterkar að þær gætu boðið upp á það víðtækt vöruúrval. En því miður er okkar veruleiki annar og öllu fámennari og því held ég að við ættum að sætta okkur við töfluna eins og hún stendur í dag og hefur alltaf staðið. Ítarleg sundurliðun er meira viðeigandi t.d. hjá móðurborðunum, þar sem munur á milli útgáfa er þeim mun meiri en á skjákortunum. Móðurborðalistinn er reyndar alveg jafn fátæklegur á að sjá en það verður eiginlega að vera þannig ef hann verður að vera til staðar á annað borð. Persónulega myndi ég henda út móðurborðunum ef ég fengi einhverju um það ráðið 8-) Myndi reyndar henda fleiru, eins og t.d. aflgjöfum, tölvukössum og músunum, þetta eru of fátæklegir listar til þess að réttlæta tilvist þeirra, finnst mér.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 17:27
af machinefart
ok smá hugmynd hérna.

þetta eru miklu miklu verri upplýsingar, það er miklu leiðinlegra að fara yfir svona lista og reyna að finna ódýrasta kostinn etc, OP hefur bara einfaldlega rangt fyrir sér.

hinsvegar, gæti verið kannski pínu kúl ef það væri hægt að klikka á gtx 970 flokkinn í fyrri síðu og þá fá svona útlistun eftir týpum á bara því korti.

Ég geri mér grein fyrir að þetta gæti verið hin þokkalegasta vinna að setja saman, en ég myndi telja þetta vera þann möguleika sem gæfi bestu upplýsingar - hvort þessi fídus svari kostnaði í vinnu er annað mál.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 18:06
af vesley
kiddi skrifaði:Auðvitað væri best ef allar þessar raðir væru fullar af verðum, að búðirnar hér heima væru það stórar og sterkar að þær gætu boðið upp á það víðtækt vöruúrval. En því miður er okkar veruleiki annar og öllu fámennari og því held ég að við ættum að sætta okkur við töfluna eins og hún stendur í dag og hefur alltaf staðið. Ítarleg sundurliðun er meira viðeigandi t.d. hjá móðurborðunum, þar sem munur á milli útgáfa er þeim mun meiri en á skjákortunum. Móðurborðalistinn er reyndar alveg jafn fátæklegur á að sjá en það verður eiginlega að vera þannig ef hann verður að vera til staðar á annað borð. Persónulega myndi ég henda út móðurborðunum ef ég fengi einhverju um það ráðið 8-) Myndi reyndar henda fleiru, eins og t.d. aflgjöfum, tölvukössum og músunum, þetta eru of fátæklegir listar til þess að réttlæta tilvist þeirra, finnst mér.


Alfgjafa,tölvukassa og músalistinn eru allir bara hrikalega illa uppsettir .

A4tech,gigabyte t.d. ættu ekki eiga að heima þarna að mínu mati og er það ekkert útaf merkinu heldur er enga vakt einfaldlega að hafa ef það er bara ein verslun sem selur þetta, setja upp lista fyrir t.d. steelseries,zowie Og margar aðrar sem eru til í fleiri verslunum.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 18:22
af Kristján
GuðjónR, ertu ekki að sjá um þessa síðu einn og úr þínum eigin vasa og tíma?

ef svo er þá kannski menn átti sig á því áður en það er gagnrýnt hart hvernig síðan er og lítur út.

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 18:41
af Crush1234
worghal skrifaði:
Dúlli skrifaði:Notandi sem er skráður í viku kemur og fer að rugla í frábæru kerfi.

spurning hvort hann sé eitthvað tengdur start þar sem þeir eru þeir einu með Gainward.


Mynd

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 19:27
af GuðjónR
Kristján skrifaði:GuðjónR, ertu ekki að sjá um þessa síðu einn og úr þínum eigin vasa og tíma?

ef svo er þá kannski menn átti sig á því áður en það er gagnrýnt hart hvernig síðan er og lítur út.


hehehe jú reyndar, en gagnrýnin er samt oftast góð því hún heldur manni við efnið.
Eins og með skjákortin, það voru greinilega margir á þeirri skoðun að íterleg flokkun væri málið en eftir að ég setti það upp á þann hátt þá held ég að flestir séu sammála því að það sé ekki að gera sig sem verðsamanburður, þá er þetta frekar orðið að yfirliti yfir það sem er í boði.

p.s. takk fyrir stuðninginn ;)

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 19:52
af chaplin
Það væri kannski gaman að sjá hvernig síðan myndi líta út ef verslanir sem eiga vöruna til á lager og með lægsta verðið fengju græna miðan. :-k

Re: Ósanngjarn verð samanburður á vaktin.is?

Sent: Mið 23. Sep 2015 20:02
af GuðjónR
chaplin skrifaði:Það væri kannski gaman að sjá hvernig síðan myndi líta út ef verslanir sem eiga vöruna til á lager og með lægsta verðið fengju græna miðan. :-k

Já, það þarf að fixa grunninn þannig að hann merki vörur sem eru í sérpöntun eða ekki til á lager með *
Fólk hefur þá valið hvort það vill bíða eða ekki, en auðvitað hefur maður líka lent í því að vörur séu skráðar "á lager" en eru það svo ekki.
Þetta yrði aldrei 100% en getur samt verið betra.