Tóner í kreppunni

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild

Höfundur
agustus
Nýliði
Póstar: 1
Skráði sig: Fös 15. Maí 2009 23:26
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Tóner í kreppunni

Pósturaf agustus » Fös 15. Maí 2009 23:59

Hæ.
Ég keypti nýlega notaðan LaserJet 1000 prentara í Góða hirðinum á 400 kall. Kvikindið virðist virka 100% í það sem ég ætla að nota hann og ég er mjög hress með það, en einhvern tíma kemur að því að tónerinn klárast. Í búðum hér kosta 15A tónerhylki ekki undir 10.000 kallinum. Mér finnst það stílbrot að borga meira en 25falt verð prentarans fyrir lithylkið. Á eBay fást endurfyllt hylki og líka duft til að fylla sjálfur á gamla hylkið fyrir skaplegan pening, en ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé nothæft. Hefur nokkur prófað svoleiðis og hvernig er reynslan af því ? Hvar hafa menn þá verið að kaupa duft eða endurfyllt hylki ?



Skjámynd

Danni V8
Of mikill frítími
Póstar: 1796
Skráði sig: Mán 23. Apr 2007 06:36
Reputation: 123
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Tóner í kreppunni

Pósturaf Danni V8 » Lau 16. Maí 2009 10:59

Á vinnustaðnum þar sem ég vinn var alltaf fyllt á gömlu tónerana í gamla prentaranum. Ég veit að vísu ekki hverjir sjá um það á höfuðborgarsvæðinu, en það var Tölvuþjónusta vals sem að sá um þetta fyrir okkur í Keflavík. Ég veit reyndar ekki hvað það kostaði að fylla á, en veit að það marg borgaði sig miðað við að kaupa nýja tónera. Það var einmitt HP Laserjet prentari, 1200 minnir mig.

Þú getur eflaust hringt þangað ef þú hefur áhuga að forvitnast um svona, að fylla á http://ja.is/u/1609574849/

En talandi um tóner. Foreldrar mínir keyptu fyrir nokkrum mánuðum nýjan Color Laserjet prentara og ég spurði pabba af forvitni hvað það kostar að skipta um tóner, hann sagði að fyrir prentarann hans kostar það 75þús :shock: Ég fattaði reyndar ekki að spurja hvað prentarinn kostaði...


Asus ROG Strix Z390-F Gaming | Intel Core i5 9600K @ 4,7GHz | Crosshair H100i | Corsair Vengance 16GB | Asus ROG Strix RTX2060 | Corsair RM 650x

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tóner í kreppunni

Pósturaf lukkuláki » Lau 16. Maí 2009 11:07

agustus skrifaði:Hæ.
Ég keypti nýlega notaðan LaserJet 1000 prentara í Góða hirðinum á 400 kall. Kvikindið virðist virka 100% í það sem ég ætla að nota hann og ég er mjög hress með það, en einhvern tíma kemur að því að tónerinn klárast. Í búðum hér kosta 15A tónerhylki ekki undir 10.000 kallinum. Mér finnst það stílbrot að borga meira en 25falt verð prentarans fyrir lithylkið. Á eBay fást endurfyllt hylki og líka duft til að fylla sjálfur á gamla hylkið fyrir skaplegan pening, en ég hef ekki hugmynd um hvort þetta sé nothæft. Hefur nokkur prófað svoleiðis og hvernig er reynslan af því ? Hvar hafa menn þá verið að kaupa duft eða endurfyllt hylki ?


Þú getur alveg gert þetta, þetta er lítið mál og ég mæli með þessu á meðan þetta viðurstyggilega OKUR á bleki og tóner viðgengst á Íslandi.

Ég hef í nokkur ár keypt blek frá útlöndum, fyrst frá USA síðan frá Englandi ég er að kaupa blekhylki í EPSON R300 prentara
sem hafa kostað frá kr.1.690 sem var ódýrast fyrir sennilega 2 árum og kosta í dag kr.3.295 hjá ELKO sem ég held að séu ódýrastir (þeir voru það allavega)
Það má reyndar gera ágæt kaup miðað við verð á stykki með því að kaupa pakka með 6 hylkjum í en allir vita að sumir litir fara hraðar en aðrir og áður en maður veit af þá á maður ekkert yellow en massamikið cyan.

Síðast þegar ég flutti inn blek í þennan prentara þá borgaði ég 386 krónur fyrir hvern lit hingað komið með öllum innflutningskostnaði og öllu !!!
Ég var að panta svona 2 - 3 í hverjum lit til að eiga uppi í hillu og þetta eru fín hylki og virka alltaf 100% þetta er ekki original EPSON en þau eru síst verri.

Tónerinn hef ég reyndar ekki pantað en ég hef oft fyllt á þannig hylki og það var bara ekkert mál
þannig að ef þú getur fengið þetta ódýrt að utan þá bara go for it! og fylltu á þetta sjálfur. Það fylgja þessu góðar leiðbeiningar.
Vertu með rykgrímu fyrir vitum og hanska og vertu á góðum stað með þetta því þetta er ekki gott að fá í lungun eða umhverfið.

Tek það fram að ég hef ekki pantað eftir kreppu þannig að ég hef ekki skoðað hvernig verðið er í dag en efast 99,9% um að það hafi hækkað svo mikið að þetta borgi sig ekki ennþá.

Gangi þér vel.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.


counterfeit
Fiktari
Póstar: 66
Skráði sig: Mán 13. Apr 2009 23:16
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Tóner í kreppunni

Pósturaf counterfeit » Lau 16. Maí 2009 11:25

Þetta er hrein snilld. Ég var einmitt að borga 7.200 fyrir litahylki í HP bleksprautuprentara fyrir 3 dögum síðan. Hvaðan pantarðu Lukkuláki ? Ertu til í að smella link hér inn?



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Tóner í kreppunni

Pósturaf lukkuláki » Lau 16. Maí 2009 13:27

Pantaði fyrstu skiptin frá http://www.myinks.com

En síðustu skipti frá http://www.internet-ink.co.uk/

Það hafa samt komið upp tilfelli veit ég, þar sem það hefur ekki borgað sig að standa í þessu því í þeim tilfellum
munar ekki það miklu á verði en það er um að gera að athuga málið.
Ef maður getur keypt refill þá getur það munað ennþá meiru sem maður sparar.

Og nota bene í sumum tilfellum er meira blek í þessum hylkjum en EPSON er með (R300 13ml. á móti 18ml.)

Svo er hægt að fá cleaning set ofl. sem ég hef aldrei séð á Íslandi


En helv. gengið er ekki gott núna.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.