Menn sem vitna í reglurnar

Hugmyndadeild, kvartanadeild og gleðideild
Skjámynd

MarsVolta
</Snillingur>
Póstar: 1002
Skráði sig: Sun 22. Nóv 2009 19:55
Reputation: 16
Staðsetning: Reykjavík
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf MarsVolta » Fös 06. Maí 2011 11:46

biturk skrifaði:snidug umræða, síðan skulum vid líka banna að setja útá verð.

Fyndið lika að þeir sem kvarta mest undan þessu eru þeir sem ítrekað brjóta reglurnar.

Annars ætla eg ekki ad skipta mer af þessu, ef að eigandin vill þetta frekar þá er það svo en maður hættir lika að nenna að vera hjérna ef að vaktin þróast i þessa átt því það nennir engin að reporta þegar maður veit svo ekkert hvort það hafi eitthvað uppá sig. Og þá verður bara meira um reglubrot. Óþarfa bump og leidinlegt flood

þetta hefur virkað vel en ég er sammála að það er alger óþarfi að margir bendi á svona i sama þráðnum, en fínt að menn minni hvorn annan á reglurnar og það sérstaklega nýliða svo þeir geti orðið partur af samfélaginu, það þarf ekki alltaf viðvaranir, flestir gleima sér bara


Sammála þessu með byrjendurnar, frekar böggandi að horfa á auglýsingu sem brýtur svona 3-4 reglur og eigandinn "bump"-ar síðan á 2 tíma fresti. Finnst ekkert að því að aðrir notendur segi svona byrjendum að hunskast til að lesa reglurnar.
Annars er ég sammála flest öllu sem dori segir í upphafs innlegginu.



Skjámynd

jagermeister
spjallið.is
Póstar: 484
Skráði sig: Mán 16. Mar 2009 16:25
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf jagermeister » Fös 06. Maí 2011 11:56

biturk skrifaði:snidug umræða, síðan skulum vid líka banna að setja útá verð.

Fyndið lika að þeir sem kvarta mest undan þessu eru þeir sem ítrekað brjóta reglurnar.

Annars ætla eg ekki ad skipta mer af þessu, ef að eigandin vill þetta frekar þá er það svo en maður hættir lika að nenna að vera hjérna ef að vaktin þróast i þessa átt því það nennir engin að reporta þegar maður veit svo ekkert hvort það hafi eitthvað uppá sig. Og þá verður bara meira um reglubrot. Óþarfa bump og leidinlegt flood

þetta hefur virkað vel en ég er sammála að það er alger óþarfi að margir bendi á svona i sama þráðnum, en fínt að menn minni hvorn annan á reglurnar og það sérstaklega nýliða svo þeir geti orðið partur af samfélaginu, það þarf ekki alltaf viðvaranir, flestir gleima sér bara


til hvers heldurðu að tilkynna takkinn sé?



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf dori » Fös 06. Maí 2011 12:18

MarsVolta skrifaði:Finnst ekkert að því að aðrir notendur segi svona byrjendum að hunskast til að lesa reglurnar.

Það er það svosem ekki. En ef notendur gera það þá býr það til noise og leiðindi. Frekar að tilkynna þetta bara og leyfa stjórnendum að kenna nýliðunum.

Ég veit ekki um neitt annað forum þar sem notendur eru að leggja öðrum notendum línurnar um hvað má og hvað ekki.




HelgzeN
</Snillingur>
Póstar: 1083
Skráði sig: Mán 18. Jan 2010 22:05
Reputation: 0
Staðsetning: 101
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf HelgzeN » Fös 06. Maí 2011 12:26

Ef við bönnum þetta þá hefur biturk ekkert að gera í frítíma sínum ..


Turn - Intel Core i5-6400 Quad 3.3GHz - 16GB DUAL DDR4 2400MHz - 256GB SSD M.2 PCIe ADATA SP900 - 2GB GTX960 ITX
Lappi - Macbook Pro Mid 2014
Steelseries V3 | Zowie Gear | Logitech G110 | BenQ XL2411Z 24'' LED FULL HD 16:9 3D 144Hz

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf tdog » Fös 06. Maí 2011 12:29

Mín fimm cent hérna; er hjartanlega sammála þessu. Það fer mjög í taugarnar á mér að sjá tilvitnanir í reglurnar... En mætti ekki gera „tilkynningarhnappinn“ aðeins augljósari. Ég er tiltölulega tölvulæs en þetta upphrópunarmerki kveikti samt ekki alveg á perunni hjá mér, fyrr en ég hoveraði það og sá það benti á report.php. Mætti ekki setja texta við hlið þess?



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16311
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Maí 2011 12:40

tdog skrifaði:Mætti ekki setja texta við hlið þess?

Jú svo sannarlega, svona lítur iconinð út, og svona lítur tilvitna út..
Núna þarf bara photshop snilling til að búa til "Tilkynna" hnapp í þessum litum.
Viðhengi
icon_post_report.gif
icon_post_report.gif (474 Bitar) Skoðað 2385 sinnum
icon_post_quote.gif
icon_post_quote.gif (1.28 KiB) Skoðað 2385 sinnum



Skjámynd

skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf skarih » Fös 06. Maí 2011 12:43

GuðjónR skrifaði:
tdog skrifaði:Mætti ekki setja texta við hlið þess?

Jú svo sannarlega, svona lítur iconinð út, og svona lítur tilvitna út..
Núna þarf bara photshop snilling til að búa til "Tilkynna" hnapp í þessum litum.


Hvað heitir letrið sem er í tökkunum?


intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" <3

Skjámynd

tdog
Vaktari
Póstar: 2012
Skráði sig: Mán 06. Des 2010 17:32
Reputation: 24
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf tdog » Fös 06. Maí 2011 12:45

GuðjónR skrifaði:
tdog skrifaði:Mætti ekki setja texta við hlið þess?

Jú svo sannarlega, svona lítur iconinð út, og svona lítur tilvitna út..
Núna þarf bara photshop snilling til að búa til "Tilkynna" hnapp í þessum litum.


Ekki áttu psd template með tilvitna takkanum



Skjámynd

gardar
Besserwisser
Póstar: 3111
Skráði sig: Mán 11. Ágú 2008 02:49
Reputation: 12
Staðsetning: ::1
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf gardar » Fös 06. Maí 2011 14:07

Ef það er einhver sem fer hrikalega í taugarnar á ykkur þá er um að gera að bæta þeim í "foe" listann

ucp.php?i=zebra&mode=foes


GuðjónR skrifaði:Það eru 24 stjórnendur/þráðstjórar hérma, misvirkir auðvitað nokkrir ofvirkir aðrir óvirkir en ég held að með ykkar hjálp á "tilkynna" hnappnum væri hægt að halda spjallinu hreinu og fínu án þess að vitna svona mikið í reglurnar.


Mér þykir alveg óhemju mikið magn af stjórnendum, fyrir vef sem er ekki stærri en vaktin. Væri ekki sniðugt að taka aðeins til? Senda jafnvel út póst fyrifram á óvirka stjórnendur og segjast taka af þeim stjórnendaréttindin, ætli það myndi ekki sparka í rassinn á þeim og gera þá virka :)
Nú eða kannski eru þessir óvirku stjórnendur komnir með önnur áhugamál og hafa ekki lengur áhuga á að hanga hér, allt gott og blessað með það. En mér finnst stjórnenda status ekki eiga að vera einhver VIP status.
Væri mun snjallara að hafa virka stjórnendur, og hafa svo gamla stjórnendur og vini með einhverjum flottum rank í staðin :)


GuðjónR skrifaði:
tdog skrifaði:Mætti ekki setja texta við hlið þess?

Jú svo sannarlega, svona lítur iconinð út, og svona lítur tilvitna út..
Núna þarf bara photshop snilling til að búa til "Tilkynna" hnapp í þessum litum.


Tilvitna og tilkynna eru bara svo lík orð :lol:



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16311
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Maí 2011 14:10

Letrið er "Myriad Bold" og PSD er til einhversstaðar í óreiðu :)

Annars var ég að ræða þetta við vin minn og hann hafði ákaflega ákveðnar skoðanir á þessu máli.

Er virkilega nauðsynlegt að breyta takkanum? hehe það virkar svo smávægilegt eitthvað.
Þessir fáu sem koma til með að gera þetta ættu nú að kunna á þetta
Bara díla við hlutina one by one frekar en einmitt að búa til beaurocracy dauðans sem nýjir notendur botna ekki upp né niður í.
Málið er að þegar þú hangir X mikið á einu spjallsvæði þá ferðu að pirrast út í allt og alla sem gera ekki allt 100% eins og á að gera.

Og ef þú ert farinn að pirrast yfir svona smádóti þá ertu að eyða of miklum tíma á þessu spjallborði.
Það á að duga að vera bara með 1 stórt regluskjal einhversstaðar, sem er linkað í á öllum síðum og ef einhver brýtur á þessu þá annaðhvort PM með tilvitnun í regluna eða "Moderator: Þett'er bannað, sjá reglu "blah"
Frekar en að gera stórmál úr þessu.
Það hjálpar ekkert að setja upp hundrað regluskilti, notendur munu alltaf brjóta þetta - viljandi eða óvart
Regla 11: RELAX þetta er bara chat forum ekki hringborð evrópusambandsins.

Besta forumið er það sem þú verður ekki var við reglurúnk né moderators
þetta á allt að gerast bara á bak við lokaðar dyr helst
góðir mods sem leysa hlutina í hljóði.


Og svo bætti hann við:

Ég hef reyndar tekið eftir á spjallborðum erlendis, verðlöggur eru undantekningalaust 100% bannaðar.
Sá sem gagnrýnir verð á opnu er undantekningalaust bannaður á núll-einni, það þykir argasti dónaskapur.
Það er LÍKA bannað að auglýsa vöru án þess að setja inn verð !!!!!! Það finnst mér svo mikil snilld að það nær engri átt.


Hann er að vitna í stórt erlent ljósmyndaspjall:
http://www.fredmiranda.com/forum/board/10




topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf topas » Fös 06. Maí 2011 14:21

GuðjónR skrifaði:Letrið er "Myriad Bold" og PSD er til einhversstaðar í óreiðu :)

Annars var ég að ræða þetta við vin minn og hann hafði ákaflega ákveðnar skoðanir á þessu máli.

Er virkilega nauðsynlegt að breyta takkanum? hehe það virkar svo smávægilegt eitthvað.
Þessir fáu sem koma til með að gera þetta ættu nú að kunna á þetta
Bara díla við hlutina one by one frekar en einmitt að búa til beaurocracy dauðans sem nýjir notendur botna ekki upp né niður í.
Málið er að þegar þú hangir X mikið á einu spjallsvæði þá ferðu að pirrast út í allt og alla sem gera ekki allt 100% eins og á að gera.

Og ef þú ert farinn að pirrast yfir svona smádóti þá ertu að eyða of miklum tíma á þessu spjallborði.
Það á að duga að vera bara með 1 stórt regluskjal einhversstaðar, sem er linkað í á öllum síðum og ef einhver brýtur á þessu þá annaðhvort PM með tilvitnun í regluna eða "Moderator: Þett'er bannað, sjá reglu "blah"
Frekar en að gera stórmál úr þessu.
Það hjálpar ekkert að setja upp hundrað regluskilti, notendur munu alltaf brjóta þetta - viljandi eða óvart
Regla 11: RELAX þetta er bara chat forum ekki hringborð evrópusambandsins.

Besta forumið er það sem þú verður ekki var við reglurúnk né moderators
þetta á allt að gerast bara á bak við lokaðar dyr helst
góðir mods sem leysa hlutina í hljóði.


Og svo bætti hann við:

Ég hef reyndar tekið eftir á spjallborðum erlendis, verðlöggur eru undantekningalaust 100% bannaðar.
Sá sem gagnrýnir verð á opnu er undantekningalaust bannaður á núll-einni, það þykir argasti dónaskapur.
Það er LÍKA bannað að auglýsa vöru án þess að setja inn verð !!!!!! Það finnst mér svo mikil snilld að það nær engri átt.


Hann er að vitna í stórt erlent ljósmyndaspjall:
http://www.fredmiranda.com/forum/board/10


Algjörlega sammála þessu. Ég hef einmitt fengið athugasemdir frá "verðlöggu" og ásakaður um að svíkja og pretta fólk. Í kjölfarið skapaðist umræða og voru flestir á því máli að verðlagningin væri sanngjörn.




biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf biturk » Fös 06. Maí 2011 14:27

coldcut skrifaði:sorrý biturk en ég bara verð að segja þetta...þú skrifar eins og gæji sem veit að það er verið að fara að leggja niður stöðu þína í einhverju ráði og ert heví fúll útaf því! :sleezyjoe

biturk skrifaði:snidug umræða, síðan skulum vid líka banna að setja útá verð.


hver var að tala um það? Ekki snúta útúr!

biturk skrifaði:Annars ætla eg ekki ad skipta mer af þessu, ef að eigandin vill þetta frekar þá er það svo en maður hættir lika að nenna að vera hjérna ef að vaktin þróast i þessa átt því það nennir engin að reporta þegar maður veit svo ekkert hvort það hafi eitthvað uppá sig. Og þá verður bara meira um reglubrot. Óþarfa bump og leidinlegt flood


Við skoðum ALLAR tilkynningar og gerum það sem við teljum réttast varðandi þær! Örfáar tilkynningar eru fáránlegar og sumum er maður ekki sammála, eins og t.d. gæja sem kvartaði fyrir svolitlu síðan að einhver verðlögga væri að eyðileggja söluna hans því verðlöggan hafði sagt í þræðinum að rétt verð væri 1/3 af uppsettu verði!
Því miður þá eru þessar reglu-tilvitnanir og riflrildi út frá þeim að skemma heilu þræðina stundum ](*,)

biturk skrifaði:Fyndið lika að þeir sem kvarta mest undan þessu eru þeir sem ítrekað brjóta reglurnar.


brýt ég oft reglurnar? hsm? GuðjónR? dori? Daz? emmi? beatmaster? man ekki fleiri sem skrifa í þennan þráð.



ég efast ekki um að þið skoðið ekki tilkynningarnar en maður tilkynnir og síðann veit maður ekkert hvað gerist......það er það sem veldur því að menn nenna ekki að nota report takkann því maður sér aldrei að neitt hafi gerst.....það virðist sem valmöguleikinn um aðvera látinn vita þegar það er búið að sinna reportinu sé ekki að virka........allaveganna fæ ég aldrei neitt um það

en ég er ekkert fúll, mér fynnst bara ótrúlegt af öllum hlutum að þetta sé það sem fer í taugarnar á mönnum þegar síðann koma heilu síðurnar af x1, x2 x3 og svo framvegis og fleira offtopic sem á ekkert rétt á sér.......að benda á reglurnar hefði ég frekar tekið sem vinsamleg tilmæli eða ábendingar sem nýliðar fá í staðinn fyrir að raða niður aðvörunum eða pm sem kemur svo kannski eftir 15 bump sem er þá farið að verða dáldið þreytt á 2 tímum eða svo.


ég sé allavega ekki hvernig það er vandamál og ef stjórnendur eru ósáttir við að menn reini að hjálpast að......af hverju í ósköpunum hafið þið þá ekki aðvarað okkur sem erum að reina að aðstoða eða bent á að hætta þessu......það er mér alveg óskiljanlegt :-k

en eins og ég segi, skiptir mig engu máli, mér fynnst þetta bara svo kjánalegt því reinslan af spjallborðum er sú að report takkinn er voða lítið notaður og ástæðan fyrir því er hjérna fyrir ofan. Svo er þá líka spurning um að ef stjórnendur hafa almennt lítinn tíma sem er ósköp skiljanlegt að það séu fengnir einhverjir sem hafa meiri tíma eða eitthvað þannig

Topas

hvaða þráð ertu að tala um? þetta cam dót þitt sem þú neitaðir að gefa info um? eða eitthvað annað? ég allavega browsaði innlegginn þín og fann ekki það sem þú talar um.


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!

Skjámynd

skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf skarih » Fös 06. Maí 2011 14:45

Ég skal búa til nýjan takka ef ég fæ psd-ið..

En annars er þetta ágætis innlegg með að gæta allavegana kurteisi með að verðlögga sig í gang.

Ég held að það ráðist bara á tilboðunum með hvað varan selst svo á, ég hef séð verð skotin niður hérna í óþörfu bara til að vera smartípants og vísa til hinna og þessara viðmiðana, hef heirt fólk segja að hlutir eigi ekki að seljast á meira ef en 40% af upprunalegu verðgildi og svo annarstaðar með allt önnur viðmið.

Ég er persónulega á því að ef maður sé að selja vöru má maður setja hvaða verð á hana sem manni þykir viðeigandi, og svo ef það er of hátt þá hreinlega selst varan ekki. Leifa " markaðnum " að ráða þar.

Nema þá að það sé óskað að síðan hjálpi til með verðlagninguna, eins og oft er gert hér þegar seljandi spyr " hvað haldiði að ég fái fyrir þetta "

Hef séð nokkra söluþræði hlaupa út í rugl með rifrildi og annað þar sem seljandi þarf að fara að verja verðið á vöruni sinni fyrir verðlöggunum og í leiðinni kemur út eins og bjáni.

Oftar en ekki hef ég einmitt orðið vitni af því að þegar að verðlöggurnar láta á sér kræla þá er verðið skotið niður í ósanngjörn verð.

Persónulega fynst mér að maður eigi að reyna að fá sem mest fyrir það sem maður er með í höndunum. ( og oftast er það nú þannig að ef auglýsingin er vönduð þá gefur það henni meira verðgildi, og þannig samræmist hún restini af reglunum varðandi framsetningu )


intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" <3

Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf Gúrú » Fös 06. Maí 2011 14:46

biturk skrifaði:Mér finnst þetta bara svo kjánalegt því að reynslan af spjallborðum er sú að report takkinn er voðalega lítið notaður og ástæðan fyrir því er hér að ofan.


Report takkar eru reyndar almennt mjög mikið notaðir, á stórri íslenskri torrent síðu fyrir u.þ.b. ári voru t.d. 20-45 tilkynningar á dag (þó oft varðandi sömu 5-10 innleggin).
Ég get ekki annað en ímyndað mér að hann sé notaður hérna líka, maður veit alveg fyrir víst að þegar að
maður tilkynnir eitthvað hérna þá mun einhver með völdin til að gera það sem að maður vill að sé gert athuga málið,
sama hvort að fítusinn virkar eða ekki (mér finnst að þessi fítus ætti ekki að vera virkur í fyrsta lagi).

biturk skrifaði:Svo er þá líka spurning um að ef stjórnendur hafa almennt lítinn tíma sem er ósköp skiljanlegt að það séu fengnir einhverjir sem hafa meiri tíma eða eitthvað þannig


Það eru að minnsta kosti 20 valdhafar á þessu spjallborði (og margir þeirra eru meðal virkustu notenda),
ég held ég sé ekki að ljúga því að þeir ráði alveg við umferðina hérna, ef þú átt við að þeir geri það ekki.

@Guðjón
Ég held það væri best ef þú gætir bara grafið upp .psd skránna :lol: , þetta er mínútuspurnsmál ef þú getur gert það. :)


Modus ponens


topas
Ofur-Nörd
Póstar: 244
Skráði sig: Mið 16. Jún 2010 11:22
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf topas » Fös 06. Maí 2011 14:48

biturk skrifaði:
coldcut skrifaði:sorrý biturk en ég bara verð að segja þetta...þú skrifar eins og gæji sem veit að það er verið að fara að leggja niður stöðu þína í einhverju ráði og ert heví fúll útaf því! :sleezyjoe

biturk skrifaði:snidug umræða, síðan skulum vid líka banna að setja útá verð.


hver var að tala um það? Ekki snúta útúr!

biturk skrifaði:Annars ætla eg ekki ad skipta mer af þessu, ef að eigandin vill þetta frekar þá er það svo en maður hættir lika að nenna að vera hjérna ef að vaktin þróast i þessa átt því það nennir engin að reporta þegar maður veit svo ekkert hvort það hafi eitthvað uppá sig. Og þá verður bara meira um reglubrot. Óþarfa bump og leidinlegt flood


Við skoðum ALLAR tilkynningar og gerum það sem við teljum réttast varðandi þær! Örfáar tilkynningar eru fáránlegar og sumum er maður ekki sammála, eins og t.d. gæja sem kvartaði fyrir svolitlu síðan að einhver verðlögga væri að eyðileggja söluna hans því verðlöggan hafði sagt í þræðinum að rétt verð væri 1/3 af uppsettu verði!
Því miður þá eru þessar reglu-tilvitnanir og riflrildi út frá þeim að skemma heilu þræðina stundum ](*,)

biturk skrifaði:Fyndið lika að þeir sem kvarta mest undan þessu eru þeir sem ítrekað brjóta reglurnar.


brýt ég oft reglurnar? hsm? GuðjónR? dori? Daz? emmi? beatmaster? man ekki fleiri sem skrifa í þennan þráð.



ég efast ekki um að þið skoðið ekki tilkynningarnar en maður tilkynnir og síðann veit maður ekkert hvað gerist......það er það sem veldur því að menn nenna ekki að nota report takkann því maður sér aldrei að neitt hafi gerst.....það virðist sem valmöguleikinn um aðvera látinn vita þegar það er búið að sinna reportinu sé ekki að virka........allaveganna fæ ég aldrei neitt um það

en ég er ekkert fúll, mér fynnst bara ótrúlegt af öllum hlutum að þetta sé það sem fer í taugarnar á mönnum þegar síðann koma heilu síðurnar af x1, x2 x3 og svo framvegis og fleira offtopic sem á ekkert rétt á sér.......að benda á reglurnar hefði ég frekar tekið sem vinsamleg tilmæli eða ábendingar sem nýliðar fá í staðinn fyrir að raða niður aðvörunum eða pm sem kemur svo kannski eftir 15 bump sem er þá farið að verða dáldið þreytt á 2 tímum eða svo.


ég sé allavega ekki hvernig það er vandamál og ef stjórnendur eru ósáttir við að menn reini að hjálpast að......af hverju í ósköpunum hafið þið þá ekki aðvarað okkur sem erum að reina að aðstoða eða bent á að hætta þessu......það er mér alveg óskiljanlegt :-k

en eins og ég segi, skiptir mig engu máli, mér fynnst þetta bara svo kjánalegt því reinslan af spjallborðum er sú að report takkinn er voða lítið notaður og ástæðan fyrir því er hjérna fyrir ofan. Svo er þá líka spurning um að ef stjórnendur hafa almennt lítinn tíma sem er ósköp skiljanlegt að það séu fengnir einhverjir sem hafa meiri tíma eða eitthvað þannig

Topas

hvaða þráð ertu að tala um? þetta cam dót þitt sem þú neitaðir að gefa info um? eða eitthvað annað? ég allavega browsaði innlegginn þín og fann ekki það sem þú talar um.



Heyrðu mig félagi, slakaðu nú aðeins á. Ég hef aldrei auglýst gervihnattabúnað á vaktinni, hvorki cam né annað. Þetta er kanski ástæðan fyrir því að þú ættir að láta stjórnendur um stjórnina.

Eins og með svo margt annað sem skrifað er hér, þá sé ég enga ástæðu til að útskýra mál mitt fyrir þér.



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16311
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Maí 2011 14:49

Report takkinn er ekki mikið notaður hérna, annars er mikið afstætt..
Kannski 1x í mán.. +- 1




coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf coldcut » Fös 06. Maí 2011 15:31

Þrátt fyrir skoðun mína á þessum endalausu tilvitnunum í reglurnar að þá er ég algjörlega á því að það eigi að leyfa verðlöggur! Það finnst mér eitt það besta við þetta spjallborð, þ.e.a.s. að hér eru mjög litlar líkur á að það sé verið að svindla á einhverjum með verð.
En það verður samt sem áður að gæta hófs í innleggjunum þegar menn eru að verðlöggast.



Skjámynd

Höfundur
dori
Besserwisser
Póstar: 3606
Skráði sig: Fim 12. Feb 2009 10:46
Reputation: 142
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf dori » Fös 06. Maí 2011 15:37

coldcut skrifaði:Þrátt fyrir skoðun mína á þessum endalausu tilvitnunum í reglurnar að þá er ég algjörlega á því að það eigi að leyfa verðlöggur! Það finnst mér eitt það besta við þetta spjallborð, þ.e.a.s. að hér eru mjög litlar líkur á að það sé verið að svindla á einhverjum með verð.
En það verður samt sem áður að gæta hófs í innleggjunum þegar menn eru að verðlöggast.

Sammála þessu =D>

Þetta er verðvaktinn og við ættum að halda í þá hugmynd. Hins vegar ef menn eru farnir að verða of grófir og ótrúlega off topic þá mætti fara að gera eitthvað í þessu. Gæta meðalhófs samt.



Skjámynd

skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf skarih » Fös 06. Maí 2011 15:44

coldcut skrifaði:Þrátt fyrir skoðun mína á þessum endalausu tilvitnunum í reglurnar að þá er ég algjörlega á því að það eigi að leyfa verðlöggur! Það finnst mér eitt það besta við þetta spjallborð, þ.e.a.s. að hér eru mjög litlar líkur á að það sé verið að svindla á einhverjum með verð.
En það verður samt sem áður að gæta hófs í innleggjunum þegar menn eru að verðlöggast.


Það eru rök á báða bóga, ég er sammála að það má skipta sér af ef að fólk er augljóst að reyna að svindla á fólki, en ég er ekki sammála því að það sé svona algengt að innlegg nr 2. í söluþáð sé einhver sem skítur niður verðið hjá viðkomandi.

Ef að það er farið eftr venjulegum reglum varðandi framsetningu auglýsingar þá er frekar erfitt að svindla á fólki, ef þú ert með linka í upprunarlegt verð, ástand vöru og tíma sem er eftir af ábyrgð og annað.

Ég er bara á því að ef þú ert ekki að kaupa þá áttu ekki að skipta þér að verðlagi því þá ertu að eyðinleggja eðlilega sölu. Ef þú ert hinsvegar að kaupa þá er það á milli seljanda og kaupanda, og má sá kaupandi bara bjóða viðeigandi í vöruna.
og þá jafnvel harka hana eitthvað niður.

Ef að varan er overprised þá bara er hún bara ekki að fara að seljast, leiðinlegt að kaupandi sé alltaf sá sem fær aðstoð frá öllum hérna en ekki seljandin. Mér finst ekkert að því að reyna að fá sem mest fyrir þína hluti í sölu.


intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" <3


KristinnK
Gúrú
Póstar: 556
Skráði sig: Sun 03. Apr 2011 00:28
Reputation: 74
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf KristinnK » Fös 06. Maí 2011 15:48

Það er mikið verið að endurskoða hegðun og reglur hér á þessu spjallborði þessa daganna. Fyrst var reglu 16 breytt all-rækilega (því miður kann ég ekki hollensku og gat ekki fylgt henni um tíma), hún svo felld niður alveg, og nú á að stemma stigu við óþarfa tilvísanir í reglur á þráðum annarra manna. Það væri svosem fínt ef stjórnendur nenna því að fylgja vel eftir öllum tilkynningum, stundum á það til að derail-a heilum þráðunum.

Hins vegar væri það fáránlegt að banna verðlöggur. Síðan heitir ,,Vaktin", þetta er ekki bland.is. Ef einhverjum stendur stuggur af verðlöggum, þá ætti sá hinn sami frekar að endurskoða siðferði sitt í viðskiptum, frekar en reglur og fyrirkomulag þessa spjallborðs.


Intel Core i7-4770 | 2x8GB DDR3 | 1TB Sata SSD | AMD Radeon RX 580

Skjámynd

skarih
Nörd
Póstar: 149
Skráði sig: Mið 06. Apr 2011 21:42
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf skarih » Fös 06. Maí 2011 16:05

KristinnK skrifaði:Það er mikið verið að endurskoða hegðun og reglur hér á þessu spjallborði þessa daganna. Fyrst var reglu 16 breytt all-rækilega (því miður kann ég ekki hollensku og gat ekki fylgt henni um tíma), hún svo felld niður alveg, og nú á að stemma stigu við óþarfa tilvísanir í reglur á þráðum annarra manna. Það væri svosem fínt ef stjórnendur nenna því að fylgja vel eftir öllum tilkynningum, stundum á það til að derail-a heilum þráðunum.

Hins vegar væri það fáránlegt að banna verðlöggur. Síðan heitir ,,Vaktin", þetta er ekki bland.is. Ef einhverjum stendur stuggur af verðlöggum, þá ætti sá hinn sami frekar að endurskoða siðferði sitt í viðskiptum, frekar en reglur og fyrirkomulag þessa spjallborðs.


Það er allveg meðalvegur þarna á milli að vera siðlaus og láta þetta fara í taugarnar á sér, mér þykir það nú frekar siðlaust að ef maður vill fá sanngjarnt verð fyrir voruna sína að einhver komi og segji að hún sé ekki næginlega svona mikils virði, og þá langt undir sanngjörnu verði. Er það ekki allveg jafn mikið mál að fólk fái sanngjarnt fyrir hlutina, er það ekki partur af sömu fílósefíu?

Eða ættum við kannski að kalla vefin bara ódýrttölvudót.is ?


intel i7 2600k @ 3,9ghrz, 2TB WD, 8 GIG ram, 120GB Corsair Force SSD, BENQ 24"photo sense HD, Hanns G 22" <3


biturk
Kóngur
Póstar: 4431
Skráði sig: Mið 01. Apr 2009 17:08
Reputation: 4
Staðsetning: Akureyri
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf biturk » Fös 06. Maí 2011 16:16

já eða reinumsvindl.is


ef ég spyr spurninga vil ég fá það í þráðinn EKKI í pm!! pm með hótunum, svör við spurningum og fleiru eru án tafar birt í viðeigandi þráð.
Sýnum skynsemi og skrifum undir á móti esb tíma og peningasóun, farðu á www.skynsemi.is og skráðu þig!


coldcut
Vaktari
Póstar: 2192
Skráði sig: Mið 21. Nóv 2007 02:25
Reputation: 0
Staðsetning: /dev/random
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf coldcut » Fös 06. Maí 2011 16:24

@skarih: ef menn eru að henda fram tölum sem eru alltof lágar að þá er það líka leiðrétt af öðrum notendum. Þetta virkar í báðar áttir ;)



Skjámynd

GuðjónR
Stjórnandi
Póstar: 16311
Skráði sig: Fim 29. Ágú 2002 18:46
Reputation: 2020
Staðsetning: Hérna
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf GuðjónR » Fös 06. Maí 2011 16:27

kiddi er með PSD fælinn einversstaðar hjá sér, hann gerði þessa takka á sínum tíma.
Hann ætlar að tékka á þessu þegar hann má vera að.




Jim
spjallið.is
Póstar: 494
Skráði sig: Mán 23. Ágú 2010 14:40
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Menn sem vitna í reglurnar

Pósturaf Jim » Fös 06. Maí 2011 16:33

biturk skrifaði:já eða reinumsvindl.is


ÞAÐ ER "Y" Í "REYNUM"! Guð minn góður, þetta fer svo í taugarnar á mér. Geturðu ekki skrifað eina setningu rétt?