Sniðugar leiðir til að bjarga dóti af ónýtum disk

Skjámynd

Höfundur
Henjo
Gúrú
Póstar: 528
Skráði sig: Mán 15. Júl 2013 03:44
Reputation: 177
Staða: Ótengdur

Sniðugar leiðir til að bjarga dóti af ónýtum disk

Pósturaf Henjo » Mán 24. Ágú 2015 18:59

Er með þriggja ára gamlan Seagate baracuda 2tb disk. Hann fer í gang og allt en tölvan detectar hann ekki. Hún er bara lengi að loadast og heldur síðan áfram eins og venjulega. Er búinn að prufa tvær tölvur og flakkara. Sama sagan.

Allavega, það er ekkert skrýnilegt clicking noise frá disknum eða neitt. Og eftir smá ransóknarferli þá skilst mer að PCB'ið á honum gæti verið ónýtt. Og var eithvað að skoða að kaupa annan svona disk og skifta á milli, en gallinn við það er að það þarf að taka af og setja á ROM kubinn og eithvað vesen.

Allavega, mig datt í hug. Hvað ef ég myndi bara gera eins og maður hefur séð fólk gera við skjákort. Setja bara PCB'ið inní ofninn í smá tíma. Og ef diskurinn myndi kannski virka í nægan tíma fyrir mig til að taka eithvað dótt af honum þá yrði maður sáttur.

Hvað segja menn, algjör vitleysa eða gæti þetta kannski virkað?