Síða 1 af 1

Hjálp við val á fartölvu

Sent: Mán 27. Feb 2017 08:43
af Tesli
Sælir vaktarar,

Ég fékk það verkefni að fara í tölvubúð í Noregi í næstu viku og kaupa fartölvu handa foreldrum mínum.
Ég er mikið til dottinn úr sambandi við vélbúnað Vs verð á fartölvum og þarf því ykkar hjálp við að velja.

Þau eru með tvo auka skjái sem þurfa að geta tengst í fartölvuna (væntanlega bara auka millistykki sem ég kaupi með).
Það verða ALDREI spilaðir leikir á þessari tölvu.
Þessi tölva verður notuð í Office pakkann, netráp og myndaskoðun.
Verður að endast vel og vera hröð við þessa notkun.
Verðbilið er ekki alveg heilagt en best væri að hún væri ekki að fara mikið hærra en 100.000kr. (8.000NO)

Ég er algjörlega bundinn af tölvubúðum í Noregi, hér eru tvær.
http://www.elkjop.no/catalog/data/no_barbar_pc/barbar-pc
http://www.lefdal.com/catalog/data/lf_barbar_pc/barbar-pc

Re: Hjálp við val á fartölvu

Sent: Þri 28. Feb 2017 13:35
af Tesli
Er ekki einhver nýbúinn að spá í þessu? :)

Re: Hjálp við val á fartölvu

Sent: Þri 28. Feb 2017 14:45
af davidsb
Hvað með stærð, eru þau að leita að 10 tommu vél eða 17 tommu?
Ef það á að vera hægt að tengja 2 skjái við hana þá þarf 2 video out tengi á vélinni, 1 HDMI port styður bara einn skjá,millistykki setur bara sömu mynd á báða skjáina.

Annars myndi ég stefna á eitthvað svipað þessu.

Intel i5-i7 Kaby Lake (7gen) örgjörva
SSD diskur - 256gb er flott
Full HD skjár
8gb-16gb í minni

Þetta ætti að skila þeim tölvu sem ætti að duga í nokkur ár án þess að þurfa neina uppfærslur.

Re: Hjálp við val á fartölvu

Sent: Þri 28. Feb 2017 16:52
af baldurgauti
Ég er fór nýlega í elko hér á íslandi og keypti mér lenovo ideapad 110, var aðalega að leitast eftir einhverju með ssd disk svo það taki nú ekki allan dag að kveikja a henni og full hd skjár, sem ég er mjög sáttur við, ágætis tölva. Nota hana bara í að horfa á myndbönd og myndir. Hinsvegaf fá hátalararnir (eða hátalarinn þar sem það er bara 1) stórann mínus fyrir hörmuleg gæði mín kostaði 60þ íslenskar, og er svipuð þessari, en þessi er töluvert öflugari þar sem hún er með i5 örgjörva

http://www.elkjop.no/product/data/barba ... pad-310-15

Re: Hjálp við val á fartölvu

Sent: Þri 28. Feb 2017 17:22
af Tesli
davidsb skrifaði:Hvað með stærð, eru þau að leita að 10 tommu vél eða 17 tommu?

Ætli 15" sé ekki fínt, er samt ekki aðal málið fyrir þau. Hún verður yfirleitt á sama stað tengd við skjáina.
baldurgauti skrifaði:Ég er fór nýlega í elko hér á íslandi og keypti mér lenovo ideapad 110, var aðalega að leitast eftir einhverju með ssd disk svo það taki nú ekki allan dag að kveikja a henni og full hd skjár, sem ég er mjög sáttur við, ágætis tölva. Nota hana bara í að horfa á myndbönd og myndir. Hinsvegaf fá hátalararnir (eða hátalarinn þar sem það er bara 1) stórann mínus fyrir hörmuleg gæði mín kostaði 60þ íslenskar, og er svipuð þessari, en þessi er töluvert öflugari þar sem hún er með i5 örgjörva

http://www.elkjop.no/product/data/barba ... pad-310-15

Takk, tjékka á þessari