Síða 1 af 1

ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 03:21
af Swooper
Ég vildi bara vekja athygli ykkar á því að ES File Explorer appið, sem ég veit að margir hérna nota, er í nýjustu útgáfunni orðið að adware. Ég er ekki að tala um bara að það séu auglýsingar í því (sem er ekkert óeðlilegt fyrir frí forrit), n.b., heldur er kominn nýr "fídus" í hann sem þykist geta aukið hleðsluhraða um 20% (augljóslega kjaftæði) en gerir ekkert nema setja hræðilega ljótt lock screen með auglýsingu í staðinn fyrir venjulega lock screenið. Þetta gerist, amk í sumum tilfellum, algjörlega óumbeðið. Mér dauðbrá í gærkvöldi þegar ég plöggaði nýja símanum mínum inn og þessi ófögnuður birtist, hélt að það væri einhver vírus kominn á hann.

Persónulega finnst mér þetta algjörlega óboðleg framkoma af hálfu nýju eigenda ES, og er sjálfur búinn að uninstalla appinu af öllum mínum Android tækjum (skipti yfir í Solid Explorer, sem ég hef séð mælt með í staðinn). Fór svo sérstaklega og gaf þeim eina stjörnu í Play Store'inu og flaggaði appið sem "Inappropriate" svona for good measure. Mæli með að sem flestir losi sig við þetta drasl.

Hér er umfjöllun AndroidPolice um málið.

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 03:45
af Swooper
Heh, í tilefni almennrar reiði yfir þessu ES máli er tilboð í gangi á FX File Explorer Plus ef einhver hefur áhuga.

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 04:23
af Legolas
TAKK

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 07:35
af audiophile
Tók eftir þessu. Hef notað ES síðan ég veit ekki hvenær og hann hefur hægt og rólega versnað og versnað.

Einhver annar frír file manager sem þú veist um sem gæti komið í staðinn?

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 08:36
af wicket
Ég hef alltaf notað Astro, virkar vel og getur tengst nærri hverju sem er.

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 08:56
af zurien
+1 Solid Explorer

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 11:00
af Fletch

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 14:34
af Xovius
Ég sá þetta einmitt núna þegar ég setti þetta inn um daginn. Hafði alltaf notað þetta fyrir 1-2 árum en nýja útgáfan er bara bull. Hægt að disable'a ýmislegt og ég gerði það og hélt bara áfram að nota þetta en maður ætti auðvitað að skipta. Nenni því bara ekki :D

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Þri 24. Maí 2016 15:17
af Andri Þór H.
Tók einmitt eftir þessu líka. Er búinn að uninstalla. Er að nota Astro núna og virkar fínt :)

Re: ES File Explorer = Adware

Sent: Mið 25. Maí 2016 08:23
af nidur
Fletch skrifaði:Ég nota Total Commander
https://play.google.com/store/apps/deta ... -Mar2515-1


What he said, allt annað er bara rugl ;)