Vantar álit á skólafartölvu


Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf sigurdur » Þri 24. Júl 2012 11:48

Frænka mín er á leið í menntaskóla í haust og er að litast um eftir fartölvu. Budget er max ca. 170k og hún var að spyrja álits á þessari Samsung vél. Ég þekki ekki til Samsung fartölva þó ég hafi góða reynslu af símunum þeirra. Vélin verður notuð í þetta hefðbundna netráp, ritvinnslu og slíkt og einhverja leiki, þó ekkert mjög þungt.

Hefur einhver reynslu af þessum vélum? Einhverjar tillögur um vél með sambærilega spekka á betra verði, eða betri spekka á sama verði?

kv,
Siggi




darkppl
Gúrú
Póstar: 543
Skráði sig: Mán 12. Júl 2010 21:40
Reputation: 15
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf darkppl » Þri 24. Júl 2012 12:05

það er sending heyrði ég að koma til tölvutek í næsta mánuði þá koma held ég einhver skólatilboð


I7-8700K|Corsair H-150i|Asus Maximus X Hero (Wifi) |32GB G.Skill Tridend Z RGB|GTX 1080ti |
Coolermaster Mastercase 5|

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1407
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf Eiiki » Þri 24. Júl 2012 12:17



Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846


AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf AntiTrust » Þri 24. Júl 2012 13:26

Ég tæki Asus vélina sem Eiiki er að benda á framyfir þessa Samsung vél, hiklaust.



Skjámynd

Jimmy
FanBoy
Póstar: 720
Skráði sig: Fös 29. Jan 2010 21:50
Reputation: 1
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf Jimmy » Þri 24. Júl 2012 13:44

darkppl skrifaði:það er sending heyrði ég að koma til tölvutek í næsta mánuði þá koma held ég einhver skólatilboð


Og sennilega allar aðrar tölvuverslanir á landinu.


~


stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf stebbi23 » Þri 24. Júl 2012 15:16

Ath.
ég get ekki talist hlutlaus í þessu.

Samsung eru frekar nýir á fartölvumarkaðnum, þ.e.a.s. að setja þær saman sjálfir en á þeim stutta tíma hafa þeir náð alveg gífurlega góðum árangri.
Því má þakka að þeir framleiða um 75% af íhlutunum í eigin tölvur sjálfir og skv. því sem ég hef frá þeim þá er enginn annar tölvuframleiðandi í heiminum sem framleiðir yfir 25% sjálfur.

Skjáirnir, minnin, rafhlöðurnar, SSD og fleirra kemur allt frá þeim. Ef þú framleiðir sjálfur þá er mun auðveldara að stjórna gæðunum.
Samsung er líka stærsti framleiðandi í heiminum á íhlutum í tölvur, skjám, minnum, rafhlöðum og á stóran part af Seagate.
Dell hætti t.d. að kaupa íhluti frá Samsung fyrir 2-3 árum því þeim fannst þeir of dýrir og bilunartíðnin í þeim hrundi.
Samsung eru skráðir með mjög lága bilunartíðni og voru í fyrra skráðir með lægstu bilunartíðnina hjá Squaretrade(einu stærsta raftækjatrygginga fyrirtæki í heiminum) og þá lægstu hjá PCmag.com 5%.

Í dag kom Samsung vélarnar með nýjum Samsung Powerplus rafhlöðum semhalda 80% nýtni/hleðslu í 1000 til 1500 hleðslur sem er skráð sem 3 ára notkun.
Eru einnig allar aðeins 4 sekúndur að ræsa sig úr Sleep Mode og þá í það nákvæmlega sama og þú varst í þegar tölvan var sett í Sleep Mode.



Skjámynd

Gúrú
Bannaður
Póstar: 5677
Skráði sig: Fös 17. Mar 2006 23:08
Reputation: 1
Staðsetning: ;)
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf Gúrú » Þri 24. Júl 2012 15:48

stebbi23 skrifaði:Eru einnig allar aðeins 4 sekúndur að ræsa sig úr Sleep Mode og þá í það nákvæmlega sama og þú varst í þegar tölvan var sett í Sleep Mode.


Sem er mjög tilgangslaus hæfileiki ef þú spyrð mig, og alls ekki takmarkaður við Samsung tölvur. Enginn af þessum fimm punktun sem að þeir koma með
til að auglýsa þennan hæfileika er neitt annað en fluff.

2. The Perfect Save
You've been working on that paper all day and you've lost track of time—don't lose your work along with it before you run out the door. Just close the laptop's lid and Fast Start saves both your data and your system configurations, and you'll find them just as you left them (FYI: hitting CTRL-S is still a pretty good habit to get into).

4. The Professor Smackdown
Not every professor enjoys the clackety-clack of keyboards in class. When the teacher calls for lids-down, you've got the confidence of knowing that Fast Start will store your info and put your laptop into sleep mode, saving both your notes and your battery.


Hvaða fartölva, framleidd eftir árið 2000, glatar glósum við það að vera lokuð? Engin. Það er svarið.


Modus ponens

Skjámynd

SolidFeather
Vaktari
Póstar: 2700
Skráði sig: Mán 15. Des 2003 21:11
Reputation: 151
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf SolidFeather » Þri 24. Júl 2012 15:51

Gúrú skrifaði:
stebbi23 skrifaði:Eru einnig allar aðeins 4 sekúndur að ræsa sig úr Sleep Mode og þá í það nákvæmlega sama og þú varst í þegar tölvan var sett í Sleep Mode.


Sem er mjög tilgangslaus hæfileiki ef þú spyrð mig, og alls ekki takmarkaður við Samsung tölvur. Enginn af þessum fimm punktun sem að þeir koma með
til að auglýsa þennan hæfileika er neitt annað en fluff.

2. The Perfect Save
You've been working on that paper all day and you've lost track of time—don't lose your work along with it before you run out the door. Just close the laptop's lid and Fast Start saves both your data and your system configurations, and you'll find them just as you left them (FYI: hitting CTRL-S is still a pretty good habit to get into).

4. The Professor Smackdown
Not every professor enjoys the clackety-clack of keyboards in class. When the teacher calls for lids-down, you've got the confidence of knowing that Fast Start will store your info and put your laptop into sleep mode, saving both your notes and your battery.


Hvaða fartölva, framleidd eftir árið 2000, glatar glósum við það að vera lokuð? Engin. Það er svarið.


Ekki nema hún sé stillt á shutdown þegar maður lokar því, erþaggi?

Annars hefur stelpan líklegast ekkert með fartölvu að gera í skólanum.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf AntiTrust » Þri 24. Júl 2012 16:04

SolidFeather skrifaði:
Annars hefur stelpan líklegast ekkert með fartölvu að gera í skólanum.


Það eru nú nokkrir menntaskólar sem hafa það sem skyldu að vera með fartölvu - og ekki hefði ég nennt eða getað glósað þessar þúsundir af blaðsíðum með blýant.




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf stebbi23 » Þri 24. Júl 2012 16:51

man nú þegar ég var í framhaldsskóla þá mátti vera með fartölvu en held að yfir 90% hafi verið bara með blýant og blað og þeir sem voru með fartölvu voru yfirleitt bara eitthvað að leika sér og náðu ekki neinu.
Get ekki séð fyrir mér að ég hefði nennt að glósa í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði eða einhverju sem notar einhvernsskonar formúlur í tölvu.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf AntiTrust » Þri 24. Júl 2012 17:35

stebbi23 skrifaði:man nú þegar ég var í framhaldsskóla þá mátti vera með fartölvu en held að yfir 90% hafi verið bara með blýant og blað og þeir sem voru með fartölvu voru yfirleitt bara eitthvað að leika sér og náðu ekki neinu.
Get ekki séð fyrir mér að ég hefði nennt að glósa í stærðfræði, eðlisfræði, efnafræði eða einhverju sem notar einhvernsskonar formúlur í tölvu.


Er það þá ekki bara merki um þeirra metnað í námi?

Finnst alveg sjálfsagt að fólk notfæri sér tölvur í skóla í dag. Auðveldar mikið fyrir þeim sem ætla sér að læra.




stebbi23
has spoken...
Póstar: 156
Skráði sig: Fös 17. Júl 2009 09:59
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf stebbi23 » Þri 24. Júl 2012 17:51

jú ætli það ekki...ef fólk hefur metnað fyrir náminu þá lætur það sem það hefur virka.




Höfundur
sigurdur
Ofur-Nörd
Póstar: 228
Skráði sig: Lau 16. Jan 2010 12:37
Reputation: 33
Staða: Ótengdur

Re: Vantar álit á skólafartölvu

Pósturaf sigurdur » Þri 24. Júl 2012 19:00

Sem framhaldsskólakennari hef ég blendnar tilfinningar til fartölvunotkunar í skólum, en ef kennarar og nemendur notfæra sér þessa tækni á réttan hátt geta þær verið mjög gagnlegar. Hvað um það þá ætlar stúlkan að eyða sumarhýrunni í vél og ég ætla svo sem ekki að skipta mér af því.

Ég ætla að benda henni á að kíkja betur á Asus vélarnar og hinkra eftir skólatilboðunum í ágúst. Takk fyrir ráðleggingarnar.