Síða 5 af 5

Re: OnePlus One

Sent: Sun 26. Apr 2015 14:09
af bjornvil
Ykkur til upplýsinga þá fór ég í gegnum RMA ferli hjá Oneplus, fékk mínum skipt út vegna touchscreen issues (ghost touches o.s.frv). Þegar ég var að fara að senda hann til þeirra þá var ég ekki búinn að taka eftir neinu veseni með hann í dágóðan tíma og var að spá í að hætta við, en svo þegar hann fékk að hitna almennilega (horfa á myndbönd og almennt að vesenast í símanum í 30-60 mín) þá byrjaði það aftur. Ég sendi s.s. símann til UK, kostaði eitthvað smotterí að senda og fékk þá svo til að senda símann til kunningja í UK. Breytti svo um addressu á sendinguna og fékk þá til að senda hann á hótel í Frakklandi þar sem ég er vegna vinnu. Fékk hann í hendurnar þá ca 3 vikum eftir að ég sendi hann frá mér. Er sáttur :) Nýji síminn er ekki með Cyanogenmod merkingu á bakinu og bakið (svarti 64 gb síminn) er þónokkuð öðruvísi viðkomu, en lítur svotil eins út.

Re: OnePlus One

Sent: Fim 30. Apr 2015 00:02
af Swooper
Var loksins að fá OTA uppfærsluna í CM12 :) Ekki búinn að keyra hana í gegn ennþá, þarf að hlaða símann aðeins fyrst til öryggis, en geri það í kvöld.

Re: OnePlus One

Sent: Fim 30. Apr 2015 00:12
af SolviKarlsson
Ég er að lenda í einhverju veseni með þetta OTA update, síminn fer bara ír ecovery og fær einhverja error meldingu sem ég næ ekki að lesa :/
Ætli ég updatei ekki bara manually á endanum

Re: OnePlus One

Sent: Fim 30. Apr 2015 02:37
af Swooper
Updateið gekk án nokkurra vandræða hjá mér. Lýst bara temmilega vel á Lollipop so far, það eina sem pirrar mig er að gamli CM lockscreeninn virðist vera farinn, fannst svo þægilegt að geta verið með 5 lockscreen shortcuts + myndavél...

Edit: Og ég sakna quick settings borðans efst úr notification skúffunni. Skil ekki af hverju þeir slepptu honum.

Re: OnePlus One

Sent: Mið 03. Jún 2015 00:50
af Swooper
Hefur einhver hérna fengið Google Now til að virka hjá sér? Ef svo er, hvaða aðferð notuðuð þið? Er búinn að vera að gramsa í þessu í allt kvöld en hefur ekki tekist að áorka neitt nema að eyða óvart út öllu sem ég var með downloadað af Google Music, sem voru svona 30GB eða eitthvað...

Re: OnePlus One

Sent: Mið 03. Jún 2015 09:47
af wicket
Eina leiðin til að virkja Google Now í dag er að setja erlent SIM í tækið, virkja Google Now og setja svo íslenska SIM kortið í aftur.

Re: OnePlus One

Sent: Mið 03. Jún 2015 11:31
af zurien

Re: OnePlus One

Sent: Mið 03. Jún 2015 12:52
af Swooper
Var búinn að sjá þetta, og ýmis önnur youtube tutorials. Eins og kemur fram í kommentunum þarna þá virkar þetta trikk (þ.e.a.s. geospoofing) ekki á Lollipop. Það skiptir heldur ekki máli hvar síminn heldur að maður sé, vandamálið er account-megin. Google Now virkar ekkert frekar hjá mér þó ég sé í t.d. Bretlandi.

Re: OnePlus One

Sent: Mið 03. Jún 2015 16:18
af bjornvil
Ég hef náð að virkja Google Now á lollipop á íslandi en ég man að það var bölvað vesen og þurfti nokkrar tilraunir. Var erlendis þegar ég setti símann minn upp síðast þannig að ég náði að virkja það. Þurfti bara að passa að SIM kortið sé ekki í símanum þegar ég fór í gegnum initial setup.

Re: OnePlus One

Sent: Fim 04. Jún 2015 02:46
af Swooper
Séns á að þú getir rifjað upp hvað það var sem þú gerðir, eða fundið tutorial sem þú notaðir eða eitthvað þannig?

Re: OnePlus One

Sent: Fim 04. Jún 2015 11:35
af wicket
Það var alltaf hægt að slökkva á Play services, logga sig út af Google account, cleara cache á Play og gera google leit. Þá kom upp gluggi sem sagði viltu virkja Google Now og þá small það í gang.

Svo hætti það að virka.

Ég hef prófað allar leiðbeiningar heimsins af YouTube, XDA, Reddit ofl en ekkert virkaði. Eina sem hefur virkað nýlega er að setja erlent SIM í, virkja Google Now og setja íslenska SIM svo aftur í.

Ef þið finnið eitthvað annað sem virkar og hefur virkað síðustu 2-3 mánuði væri ég til í að heyra af því.

Re: OnePlus One

Sent: Fim 04. Jún 2015 17:33
af Swooper
Hmm... ég á breskt SIMkort síðan ég var í London fyrr á árinu... prófa það trikk kannski í kvöld :)

Re: OnePlus One

Sent: Fim 04. Jún 2015 20:47
af Swooper
Það virkaði! Google Now komið í gang. Takk fyrir ábendinguna, wicket!

Re: OnePlus One

Sent: Mið 15. Júl 2015 16:24
af Swooper
Hef verið að lenda öðru hvoru í því að on-screen nav barinn (aka soft keys neðst á skjánum) verður bara alveg svartur, þ.e. engir home/back/multitasking takkar á honum. Það er sem betur fer hægt að komast í settings gegnum notifications panelið og slökkva og kveikja aftur á on-screen nav bar þar, en þetta er samt hvimleitt vandamál, sérstaklega þegar þetta er farið að gerast oft á dag. Einhverjir aðrir hérna sem hafa lent í þessu?

Re: OnePlus One

Sent: Mán 27. Júl 2015 02:31
af Kristján
Hvernig er hljóðið í videoupptöku hjá ykkur?

Langar að spurja ykkur sem eiga OPO.

Ég var að EDM(techno, bass heavy tónlist) tónleikum um daginn og tók nátturulega helling af myndböndum en á seinasta daginum þá ákvað ég að skoða eitt myndbandið og hljóðið var allt brenglað og prumpað, eins og skeður þegar maður tekur upp og það er of hátt hljóð í umhverfnu.

Á sömu tónleikum voru tekin upp myndbönd með Iphone6, sry eina referencið sem ég er með, og hljóðið þar er perfect, bassinn heyrist vel og ekkert brengl eða prump.

Er micinn bara svona lélegur eða er þetta síminn minn?

Fólk sem talar við mig í gegnum síman heyrir vel í með og í öðrum öppum líka eins og snapchat eða fb messenger.

Re: OnePlus One

Sent: Mán 27. Júl 2015 12:36
af Swooper
Hef ekki mikið verið að taka myndbönd, en ég tók einhver video-snöp á Eistnaflugi um daginn og það var sama með hljóðið þar og þú ert að lýsa, "brenglað og prumpað".

Re: OnePlus One

Sent: Þri 28. Júl 2015 00:22
af Kristján
Já ok, við erum svosem að tala um prototype síma sem kostaði als ekki mikið, vona að þeir noti betri mic í OPT

Re: OnePlus One

Sent: Mið 13. Apr 2016 19:33
af Swooper
Jæja, ef þið voruð ekki búnir* að frétta það þá er Marshmallow uppfærslan fyrir OnePlus One að rúlla út þessa dagana. Er einhver kominn með hana OTA nú þegar, eða kannski búinn að flasha fyrir löngu? Hvernig líkar ykkur?


*Ég myndi skrifa "búin" en skv könnun þá eru notendur vaktarinnar nær eingöngu karlkyns, svo...

Re: OnePlus One

Sent: Mið 13. Apr 2016 20:15
af zurien
Ég er með þetta á mínum, sótti zip skránna og flashaði í gegnum stock recovery.
Gekk eins og í sögu.
Hingað til þá er screen on time örlítið betri, er að fá 5-6klst yfirleitt. Miðað við sömu notkun og á lollipop. Engir leikir, netráp, ebooks og streyma tónlist af google play.
Einnig finnst mér skjárinn vera með betra "touch response" swipes etc.

Þetta er svona það helsta.