Dell XPS vs Thinkpad T400

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Fim 03. Sep 2009 17:34

Hvora tölvuna mynduð þið taka? Ég feitletraði athyglisverða parta í samanburðinum...

Dell Studio XPS 1340
Intel Core 2 Duo P8600 örgjörvi SVÖRT
2.40GHz, 1066MHz FSB, 3MB L2 Cache
4GB 1067MHz DDR3 vinnsluminni (1x1204 + 1x2048)
13.3" WXGA (1280x800) White-LED Display
Innbyggð 2.0 mega pixel myndavél /w Facial Recognition
nVidia GeForce 9400M G skjákort
500GB 7.200rpm harður diskur
DVD+/-RW geisladrif ásamt hugbúnaði
Innbyggt 10/100/1000 netkort
Dell 1515 (802.11n) þráðlaust netkort
HD hljóðkort, Innbyggðir hátalarar
Lyklaborð QWERTY með álímdum íslenskum táknum
TouchPad snertimús
1x USB 2.0, 1x USB 2.0/e-SATA með PowerShare
IEEE 1394a FireWire, 54mm Express Card,
VGA, HDMI, Display Port, 8-1 minniskortalesari
Innbyggðir tveir digital hljóðnemar
Tengi fyrir tvö heyrnartól & hljóðnema
6-cell Lithium-Ion rafhlaða (56 WHr)
Rafhlöðuending allt að x.x klst*
65W AC spennugjafi/hleðslutæki
Microsoft Works 9.0 (ritvinnsla, gagnagrunnur)
Trend Micro 16 Anti-virus (15 mánaða áskrift)
Dell Support Center 2.0
Windows Vista Home Premium
Studio XPS13 Resource DVD-(Diagnostics & Drivers)
Mynd

Verð: 160þús með 2 ára ábyrgð.



eða...

ThinkPad T400 - 1 Yr Depot Warranty
2764CTO
Intel Core 2 Duo processor P8700 (2.53GHz 1066MHz 3MBL2)
Operating system: Genuine Windows Vista Home Basic
System graphics: ATI Mobility Radeon 3470 with 256MB
14.1 WXGA+ TFT, w/ LED Backlight
Total memory: 4 GB PC3-8500 DDR3 SDRAM 1067MHz SODIMM Memory (2 DIMM)
Keyboard: Keyboard US English
Pointing device: UltraNav (TrackPoint and TouchPad)
Hard drive: 128 GB Solid State Drive, Serial ATA
Optical device: CD-RW/DVD-ROM Combo 24X/24X/24X/8X Max, Ultrabay Slim (Serial ATA)
System expansion slots: Express Card Slot & 7-1 Media Card Reader
Wireless card: ThinkPad WiFi (BGN)
No Bluetooth, No camera
Mobile Broadband: Integrated Mobile Broadband upgradable
Battery: 4 cell Li-Ion Battery
Power cord: Country Pack North America with Line cord & 90W AC adapter
Language pack: Language Pack US English
Accessories and options:
ThinkPad T400 / R400 14W Privacy Filter
Mynd

Verð: 210þús - 1 árs ábyrgð, hugsanlega engin samt.


Ég hef heyrt að Dell XPS séu með hitavandamál þar sem þegar þú lyftir skjánum meira en 90° gráður þá blokkar hann útblásturinn úr tölvunni að aftan.
Lokuð Dell XPS
Opin Dell XPS

Tölvan sem verður fyrir valinu verður notuð í ýmislegt, frá forritun, gagnavinnslu, myndvinnslu, smá leiki (ekkert rosalegt samt) og í almennt surf, kvikmyndaáhorf o.fl. þannig. Var nú meira spenntur fyrir Thinkpad en verðið og ábyrgðin er að væflast fyrir mér, en svo vil ég heldur ekki splæsa í tölvu með hönnunargalla (Dell).



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3195
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Frost » Fim 03. Sep 2009 19:42

Fail hjá DELL


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Fim 03. Sep 2009 21:57

Frost skrifaði:Fail hjá DELL


Já það verður að segjast alveg eins og er, þessi tölva er að kosta 300þús hér heima og með svona hönnunargalla. Er einhver sem á þessa týpu, má vera eldri týpa. Er þetta vandamál mjög alvarlegt? Hef lesið margar lýsingar á þessu, menn túlka þetta mismunandi og maður veit svo sem ekki hverjir ýkja og hverjir ekki. Það sem einum finnst viðráðanlegur hiti eða viðráðanleg viftuhljóð finnst öðrum hávaði.

Væri frábært að fá eitthvað feedback á þetta frá Dell XPS eigendum.
Einnig að fá feedback frá þeim sem eiga Thinkpad.




gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf gtice » Fös 04. Sep 2009 16:55

Ég er með svona T400.
Hún getur mest ráðið við 8GB ram.. (2x dýrir 4GB kubbar)
Það eru 2 skjákort í vélinni, hægt að skipta on the fly.. (switchable graphics)
2GB cache sem nýtist í vista og win7 á móðurborðinu.
Led baklýstur skjár => hvítt er hvítt og notar minna rafhlöðuna

Næ tæplega 10 tíma batterýendingu með stillt á intel skjákortinu.. ca 5 tímar með kveikt á ATI kortinu.

Svo auðvitað með öllum gömlu IBM fídusunum.. led lyklaborðsljós ofl sem prýðir bestu ferðavélarnar :)

Held það sé þannig með Thinkpad að það sé alheims ábyrgð, þessar vélar koma með allt að 3 ára ábyrgð frá verksmiðju :)



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Fös 04. Sep 2009 17:34

gtice skrifaði:Ég er með svona T400.
Hún getur mest ráðið við 8GB ram.. (2x dýrir 4GB kubbar)
Það eru 2 skjákort í vélinni, hægt að skipta on the fly.. (switchable graphics)
2GB cache sem nýtist í vista og win7 á móðurborðinu.
Led baklýstur skjár => hvítt er hvítt og notar minna rafhlöðuna

Næ tæplega 10 tíma batterýendingu með stillt á intel skjákortinu.. ca 5 tímar með kveikt á ATI kortinu.

Svo auðvitað með öllum gömlu IBM fídusunum.. led lyklaborðsljós ofl sem prýðir bestu ferðavélarnar :)

Held það sé þannig með Thinkpad að það sé alheims ábyrgð, þessar vélar koma með allt að 3 ára ábyrgð frá verksmiðju :)


Hvernig rafhlöðu ertu með? 4 cell, 6 cell eða 9 cell?
Já ég er eiginlega kominn á það að kaupa Thinkpad vélina. Það er a.m.k. 1 árs alþjóðleg ábyrgð á henni, búinn að fá það staðfest.

Hvernig er ATI kortið að gera sig? Ræður það við eitthvað af viti?
Eru þessar vélar hljóðlátar og hitalitlar?



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf depill » Fös 04. Sep 2009 19:05

Ég á DELL XPS m1330 og ég hef átt margar fartölvur ( mjög margar, finn alltaf þörf fyrir að uppfylla einhverri svona smá böggi í mér ). Ég finn ekkert fyrir þessu hitaböggi allavega, ég keypti mína fyrir kreppu ( sumarið 2008 ) hjá EJS og reyndar með afslætti á eithvað um 180 þúsund kr með 6 og 9 cellu batterí....

Ég elska þessa vél, lyklaborðið er í réttri stærð, þægilegt, skjárinn fínn, trackpadinn ágætur, reyndar hef ég bara aldrei notað þessa vefmyndavél get ekki commentað á hana. Mín er Intel C2D 2 Ghz - 2 GB RAM - 160 GB diskur. Straumbreytirinn er líka þokkalega nettur sem mér finnst mjög gott, það ganga aðrir DELL straumbreytar í hana en vegna sérstaktslags á endanum á straumbreytinum sel fylgir henni gengur hann ekki í aðrar DELL vélar, það er soldið gay, en ekkert bögg á vélina.

Ég fíla DELL betur en IBM, en það er bara ég, og já eg er alltaf með skjáinn lengra 90°, ekkert hitabögg á minni. Enda í þau fáu tilfelli sem viftan fer í gang ( almennilega ) finn ég þetta aðallega koma úr hliðunum.

Allaveg my vote goes for the DELL ( ég þekki aðra sem eiga XPS m1530 og eru mjög ánægðir með sína ( reyndar gamla bodyið bæði mín og þeirra ) )...



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3195
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Frost » Fös 04. Sep 2009 19:33

Hargo skrifaði:
gtice skrifaði:Ég er með svona T400.
Hún getur mest ráðið við 8GB ram.. (2x dýrir 4GB kubbar)
Það eru 2 skjákort í vélinni, hægt að skipta on the fly.. (switchable graphics)
2GB cache sem nýtist í vista og win7 á móðurborðinu.
Led baklýstur skjár => hvítt er hvítt og notar minna rafhlöðuna

Næ tæplega 10 tíma batterýendingu með stillt á intel skjákortinu.. ca 5 tímar með kveikt á ATI kortinu.

Svo auðvitað með öllum gömlu IBM fídusunum.. led lyklaborðsljós ofl sem prýðir bestu ferðavélarnar :)

Held það sé þannig með Thinkpad að það sé alheims ábyrgð, þessar vélar koma með allt að 3 ára ábyrgð frá verksmiðju :)


Hvernig rafhlöðu ertu með? 4 cell, 6 cell eða 9 cell?
Já ég er eiginlega kominn á það að kaupa Thinkpad vélina. Það er a.m.k. 1 árs alþjóðleg ábyrgð á henni, búinn að fá það staðfest.

Hvernig er ATI kortið að gera sig? Ræður það við eitthvað af viti?
Eru þessar vélar hljóðlátar og hitalitlar?


Er ekki viss um þetta kort. Vinur minn er með HD 4570 Mobility s.s. fartölvu. Hans er alveg svona semi miðað við fartölvur. Þannig að... er ekki viss.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól


gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf gtice » Fös 04. Sep 2009 20:27

T400 sem ég er með er mjög hljóðlát og hitalítil..

Hef ekki notað hana í neina þunga tölvuleiki, er með borðvél með GTX260 sem sér um það :)
En sem fartölva þá er hún þunn, sterk og meðfærileg, betri en góðar Thinkpad hafa verið í gegnum tíðina.

Fyrir þá sem eru að leita að "desktop replacement" sem má samt ennþá kalla ferðavél, þá held ég að Thinkpad W serían sé málið :lol:

já og rafhlaðan er 9cell..



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Fös 04. Sep 2009 22:26

Oh Depill, núna ertu búinn að vekja upp valkvíðann aftur hjá mér... damn it #-o

Dell kostir:
50þús kr ódýrari en Thinkpad vélin (sama Dell vél er á 300þús í EJS)
Fallegri í útliti (er reyndar nett sama um það)
HDMI og e-sata tengi
Aðeins minni og aðeins léttari eflaust
6 cellu battery
Get fengið hana strax
2 ára ábyrgð

Hvernig er þetta skjákort í henni, er það integrated eða dedicated?

Þeir ókostir sem ég hef heyrt um þessa vél (já eða réttara sagt lesið) er sem sagt hitavandamál, hávær vifta og hávært geisladrif. Veit ekki hvernig hönnunin er á eldri týpunum, þú getur kannski sagt mér það Depill, opnast skjárinn svona yfir afturhlutann eins og á myndunum sem ég setti inn? Eina sem heldur mér frá því að kaupa Dell er þetta tal um hitann og viftuna, þoli ekki háværar viftur.

Thinkpad kostir:
Solid state diskur
Sterkbyggðari
Switcable graphics (veit ekki hvort það sé í Dell)
Hægt að taka út geisladrifið og setja annan harðan disk í á mjög auðveldan hátt.
Hljóðlátar og kaldar

Ókostir varðandi Thinkpad er að það er bara 1 árs ábyrgð og ég myndi líklega ekki fá hana fyrr en í fyrsta lagi 25. september. Eina video outputtið er VGA. Auk þess kemur bara 4 cellu battery með henni á þessu verði.




gtice
Ofur-Nörd
Póstar: 280
Skráði sig: Fim 23. Feb 2006 10:50
Reputation: 9
Staðsetning: Mosfellsbær
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf gtice » Fös 04. Sep 2009 22:31

Ef þig vantar DVI + VGA út á T400 þá kaupirðu bara dokku..
T400s er svo með Displayport tengi (nýjasta nýtt)

.. og þú getur fengið þær með 3 ára alþjóðlegri ábyrgð..
sjá hér https://www.netverslun.is/verslun/produ ... 1,327.aspx



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Fös 04. Sep 2009 22:38

gtice skrifaði:Ef þig vantar DVI + VGA út á T400 þá kaupirðu bara dokku..
T400s er svo með Displayport tengi (nýjasta nýtt)

.. og þú getur fengið þær með 3 ára alþjóðlegri ábyrgð..
sjá hér https://www.netverslun.is/verslun/produ ... 1,327.aspx


Þessi tölva er á 288þús og er ekki með alveg sömu specca og Thinkpad vélin sem ég customizað hér að ofan á Lenovo síðunni (enginn SSD, ekkert ATI kort og minna RAM sem dæmi). Doccurnar kosta líka eflaust slatta, er það ekki? Annars er ég ekkert mikið að spá í þessum video out tengjum. Held það sé líka hægt að fá usb2dvi tengi, sá það einhversstaðar.

Get eflaust upgreidað warranty í 3 ár á Lenovo síðunni en það kostar meira, þá er lokaverðið á henni eflaust komið í 230-240þús (Þetta verð sem ég er að fá hér að ofan er með því að flytja þær inn)

Er búinn að skoða mörg video review af Dell XPS vélinni og allstaðar er talað um hitavandamálið. Fyrir utan það er hún að fá góða dóma en þetta er ansi stórt issue samt sem áður.
Fyrst maður er á annað borð að splæsa þessum upphæðum í nýja vél þá er spurning hvort Thinkpad sé ekki betri upp á endinguna á þessu. En Dell vélin er alveg stórkostlega glæsileg (led ljós um allt, media touch buttons o.fl.) á meðan Thinkpad-inn er meira eins og praktískur station bíll :)



Skjámynd

depill
Stjórnandi
Póstar: 1550
Skráði sig: Mán 04. Júl 2005 17:09
Reputation: 217
Staðsetning: Reykjavík, Iceland
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf depill » Lau 05. Sep 2009 00:50

Hargo skrifaði:Þeir ókostir sem ég hef heyrt um þessa vél (já eða réttara sagt lesið) er sem sagt hitavandamál, hávær vifta og hávært geisladrif. Veit ekki hvernig hönnunin er á eldri týpunum, þú getur kannski sagt mér það Depill, opnast skjárinn svona yfir afturhlutann eins og á myndunum sem ég setti inn? Eina sem heldur mér frá því að kaupa Dell er þetta tal um hitann og viftuna, þoli ekki háværar viftur.


3 ára ábyrgð er goody ( ef þú kaupir hana frá EJS það er ) ég er reyndar svo grófur að ég er líka með hana tryggða, ég nota þessa vél í skólanum og fer ekkert sérstaklega vel með hana og ég vill að ef ég ( eða jafnvel einhver kippir henni niður í skólanum ( þegar ég er að læra t.d. á bókhlöðunni ) ) að þá fái ég hana bætta.

Anyhow, vélin mín er mjög lágvær allavega að mínu mati. Ef ég heyri í viftunni þá er það oftast svona hljóð lágvært eins og það sé að lofta um, ekki svona leiðinlegt viftu hljóð. Geisladrifið er slot-loading og það er hávaði þegar þú setur diskinn í, enn ekki í sjálfum spinningnum.

Á vélinni minni fellur skjárinn já svona fyrir aftan vélina, ekkert vesen. DELL vélin er með dedicated grafískt kort (í þessari nýju er betra grafískt kort, en mín hefur alveg dugað ). Mynd Þetta er sem sagt mín ( ekki akkurat mín, en mitt body )

Ég get samt kvartað undan nokkru sem hefur samt verið lagað af EJS á innan við degi ( sem sagt ég hef farið pantað tíma, hringt í mig þegar laust, venjulega farið fyrir hádegi og fengið hana fyrir lokun sama dag ). Það var svona ógeðslegt hátíðnihljóð í vélinni ( sem var líka í MacBook Proinni minni fyrstu C2D útgáfunni ), það var lagað með því að skipta um móðurborð, ég prófaði aldrei bluetooth fyrr en ég þurfti að nota það núna svo í sumar og þá fór ég aftur í EJS og þeir gerðu við það, ekkert vandamál ( og engin greiðsla :) ).

Ég hins vegar keypti mína vél augljóslega á minni pening ( fyrir kreppu, hún var TÖLUVERT ódýrari ), en fjandinn hafi það ég held að miðað við verðin á laptopum núna, þá myndi ég samt sem áður kaupa hana. Ég sem sagt fór aftur í PC heiminn, úr maccanum ( hef samt alltaf á pc á hliðinni ) þar sem mig langaði í minni vél og finnst Macbook Air fáranleg vél. Allavega ég er mjög sáttur.




AntiTrust
Stjórnandi
Póstar: 6345
Skráði sig: Þri 19. Ágú 2008 20:58
Reputation: 159
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf AntiTrust » Lau 05. Sep 2009 01:00

Ég myndi hiklaust taka T400. SSD, DDR3, LED - og build quality sem enginn fartölvuframleiðandi kemst nálægt.

Andsk, ætli ég endi ekki með að panta mér svona vél líka. Ég myndi hinsvegar hiklaust taka 6cellu rafhlöðu eða stærri, 4cellu er í minni kantinum.



Skjámynd

Höfundur
Hargo
</Snillingur>
Póstar: 1066
Skráði sig: Mið 13. Ágú 2008 02:18
Reputation: 11
Staða: Ótengdur

Re: Dell XPS vs Thinkpad T400

Pósturaf Hargo » Lau 05. Sep 2009 13:30

Já ég er svona að hallast meira og meira að Thinkpad eftir að hafa lesið fleiri review og horft á fleiri video. Hún er allavega ekki með nein major issue og flestir eru mjög sáttir með hana.

Þeir eru nú að tala um sumir á Lenovo spjallinu að þeir séu að ná alveg upp í 4 tíma á 4 cellunni, það er reyndar með power saver mode og fleira þannig. 6 cellan gefur manni eitthvað meira, las líka um einhverja sem voru að ná 10-13 tímum á 9 cell, spurning hvort það sé satt.
En ég held ég taki 4 celluna til að byrja með, upgreida þá seinna ef mér finnst ég þurfa meiri battery tíma.