Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Fös 26. Des 2008 19:51

Sæl verið þið.

Ég keypti fyrir 3 mánuðum fartölvu sem ég hef verið að nota í skólanum. Þetta er þessi vél, nema mín er BLACK ekki STREET. Ég festi satt að segja kaupin allt of skjótt, án þess að hugsa út í hvernig vélin myndi höndla nýjustu leiki. Ég googlaði upplýsingar, reviews og benchmarks um skjástýringuna (Intel GMA X3100) sem fylgdi með tölvunni, áður en ég keypti hana, og sá að hún gæti alveg höndlað nýjustu leiki, þannig ég festi kaupin.

Fyrir lata eru specs hérna:

Intel Dual Core T8100 örgjörvi
2.10GHz, 800MHz FSB, 3MB L2 Cache
2GB 667MHz DDR2 minni (2x1024)
Intel GMA X3100 skjástýring (358MB samnýtt minni)


Nú í gær var ég á LANi með vinum mínum og fóru þeir allir í leikinn Left4Dead. Ég setti upp leikinn og allt gekk í sögu, en svo þegar ég fór inn í leikinn laggaði ég í drasl. Ég prófaði að fikta í einhverjum stillingum, en komst að því að í staðinn fyrir hin ýmsu nöfn á stillingum sem maður þekkir (Vertical Sync, o.s.frv.) að þá er Intel með eitthvað sem heitir Asynchronous Flip og eitthvað. Ég prófaði samt að fikta í öllum stillingunum en allt kom fyrir ekki.

Ég googlaði tweaks fyrir leikinn og fann þá þessa síðu. Ég keyrði testið fyrir Left4Dead og þá kom PASS á allt nema skjákortið. Það fer ekki á milli mála að þetta er skjákortið sem er að skíta upp á bak. Ég prófaði líka Counter-Strike 1.6 og stillti á OpenGL en þá laggaði ég feitt, þannig ég prófaði að stilla á D3D og var það mun skárra. Þannig ég gat spilað með því, en var samt sem áður að droppa niður í 30-40 og var spil-nautnin ekki sú mesta.

Þannig núna er ég að spá hvort það sé eitthvað sem ég get gert. Ég efast stórlega um að ég geti bara farið núna og skilað tölvunni og keypt eitthvað annað, þar sem ég er búinn að eiga hana í 3 mánuði, þó ég hafi notað hana lítið. En ég veit ekki. En þá er spurning hvort það sé annar möguleiki í stöðunni, kaupa nýtt skjákort og setja í hana? Hvað mælið þið með að ég geri í þessari stöðu sem ég er í? Ég satt að segja spila tölvuleiki ekki mikið en þegar maður ákveður að grípa í þá í góðra vinahópi er gott að lagga ekki í drasl, þar sem tölvan sjálf er mjög góð og hraðvirk, og er því sorglegt að svona skjástýring sé seld með svona vél. :(

Öll ráð eru vel þegin.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf FreyrGauti » Fös 26. Des 2008 20:42

Uhm, tölva sem er með skjástýringu sem samnýtir minni mun aldrei virka vel í tölvuleikjum. Þarft tölvu með alvöru skjákorti. Og að þú sért að hneyklast á því að dell selji þessa tölvu með þessari skjástýringu er spes...dell eru með fartölvur sem ætlaðar eru í leikjaspilun og þær kallast XPS, þessi vél er einfaldlega ekki sett saman með tölvuleikjaspilun í huga.

Edit: Og það sem þú getur gert er að selja hana og kaupa þér fartölvu með alvöru skjákorti.



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Fös 26. Des 2008 21:04

FreyrGauti skrifaði:Uhm, tölva sem er með skjástýringu sem samnýtir minni mun aldrei virka vel í tölvuleikjum. Þarft tölvu með alvöru skjákorti. Og að þú sért að hneyklast á því að dell selji þessa tölvu með þessari skjástýringu er spes...dell eru með fartölvur sem ætlaðar eru í leikjaspilun og þær kallast XPS, þessi vél er einfaldlega ekki sett saman með tölvuleikjaspilun í huga.

Edit: Og það sem þú getur gert er að selja hana og kaupa þér fartölvu með alvöru skjákorti.

Er sem sagt ekki hægt að setja skjákort í vélina?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

FreyrGauti
Tölvutryllir
Póstar: 664
Skráði sig: Fim 04. Des 2008 10:29
Reputation: 17
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf FreyrGauti » Fös 26. Des 2008 23:52

Nei, skjákortið er partur af móðurborðinu í fartölvum, þyrftir að skipta um móðurborð og það svarar aldrei kostnaði.




Hyper_Pinjata
Vélbúnaðarníðingur
Póstar: 397
Skráði sig: Þri 13. Mar 2007 20:47
Reputation: 0
Staðsetning: 127.0.0.1
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf Hyper_Pinjata » Lau 27. Des 2008 02:18

ég er með lélegri vél (fartölvu) en þú en kemst samt upp með left4dead á 25fps :O
spekkar:
Örri: AMD Turion 2.0ghz (eins kjarna)
Minni: 1gb DDR2 533
Skjástýring: ATI Radeon X1100 (stillanlegt úr 16mb upp í 256mb,en þá sýnir tölvan að skjákortið sé með 512mb minni,samt er fartölvan þá með 768mb í minni samkvæmt "tölvunni")
leikir sem ég hef spilað á henni (successfully):
CS: CZ (Condition Zero)
CS: 1.6
CS: S (30-35fps)
Garry's Mod (50-60fps)
L4D (25 til 35 fps,ríflega)
*hinar og þessar háskerpumyndir í 720p*


Mæ Rig: móðurborð: Asus M2A-VM,Örri: AMD Athlon X2 5200+ @ 2.7ghz,Minni: 2GB Corsair XMS2 DDR800,Skjákort: Nvidia 9600GT (skjákort framleitt af msi), HDD: 1x WD S-ATA 250GB,1x WD IDE 80gb,1x WD IDE 160GB & 430w Aflgjafi.

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Lau 27. Des 2008 18:18

Hyper_Pinjata skrifaði:ég er með lélegri vél (fartölvu) en þú en kemst samt upp með left4dead á 25fps :O

Ég get alveg spilað Left4Dead, en lagga frekar mikið. Ég náði að stilla eitthvað þannig ég laggaði ekki nema þegar zombies voru að ráðast á mig, en það bara gengur ekki alveg upp. :?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

CendenZ
Stjórnandi
Póstar: 2827
Skráði sig: Fös 04. Apr 2003 08:54
Reputation: 209
Staðsetning: Á þessu spjalli
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf CendenZ » Lau 27. Des 2008 18:21

clean formatt.

myndi prufa það strax.

dell oem koma með allskonar memory hoging servicum og forritum



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Lau 27. Des 2008 19:01

CendenZ skrifaði:clean formatt.

myndi prufa það strax.

dell oem koma með allskonar memory hoging servicum og forritum

Hehe, been there done that. Fékk Vista Home með tölvunni uppsettri, clean formattaði strax og setti upp XP.

Þetta er djöfulsins drasl. Dúndurtölva sem getur ekki spilað CS 1.6 - hversu glatað er það?


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Sun 28. Des 2008 18:26

Þá er það bara gamla góða skrúfjárnið.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf Gets » Sun 28. Des 2008 18:54

Hvað ætlarðu að gera við skrúfjárnið :?:



Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Sun 28. Des 2008 19:59

Gets skrifaði:Hvað ætlarðu að gera við skrúfjárnið :?:

Skrúfa tölvuna í sundur og athuga hvort það sé hægt að troða skjákorti þangað. :lol:


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


Gets
spjallið.is
Póstar: 461
Skráði sig: Mið 01. Ágú 2007 21:01
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf Gets » Sun 28. Des 2008 20:51

FreyrGauti skrifaði:Nei, skjákortið er partur af móðurborðinu í fartölvum, þyrftir að skipta um móðurborð og það svarar aldrei kostnaði.

[-X



Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf lukkuláki » Sun 28. Des 2008 21:04

Þú græðir ekki neitt á því að fara að skrúfa þessa tölvu í sundur til að tékka á skjákortinu ég get sagt þér það strax að það er innbyggt í móðurborðið og ekki mögulegt að skipta því út.
Það er þó ekki rétt að allar fartölvur séu þannig, það er fullt af fartölvum allavega frá DELL sem er hægt að skipta um skjákortið, ég nefni bara sem dæmi XPS M1730sem var hörku öflug vel og það var hægt að kaupa hana með mismunandi skjákorti 256mb. eða 512mb.

Þetta er bara sorglegt dæmi um að vinna ekki heimavinnuna sína því þessar vélar eru ekki að höndla neina leiki almennilega, skjástýringin er alger auli, því miður.


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Sun 28. Des 2008 22:25

lukkuláki skrifaði:Þú græðir ekki neitt á því að fara að skrúfa þessa tölvu í sundur til að tékka á skjákortinu ég get sagt þér það strax að það er innbyggt í móðurborðið og ekki mögulegt að skipta því út.
Það er þó ekki rétt að allar fartölvur séu þannig, það er fullt af fartölvum allavega frá DELL sem er hægt að skipta um skjákortið, ég nefni bara sem dæmi XPS M1730sem var hörku öflug vel og það var hægt að kaupa hana með mismunandi skjákorti 256mb. eða 512mb.

Þetta er bara sorglegt dæmi um að vinna ekki heimavinnuna sína því þessar vélar eru ekki að höndla neina leiki almennilega, skjástýringin er alger auli, því miður.

Ég veit að skjákortið er innbyggt í móðurborðið og ekki hægt að skipta ÞVÍ út, en það gæti þýtt að það sé pláss fyrir skjákort. Ég er samt ekki bjartsýnn á það.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64

Skjámynd

beatmaster
Besserwisser
Póstar: 3071
Skráði sig: Fös 14. Jan 2005 15:46
Reputation: 42
Staðsetning: Við hliðina á nýju tölvunni minni
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf beatmaster » Sun 28. Des 2008 22:42

intenz skrifaði:Ég veit að skjákortið er innbyggt í móðurborðið og ekki hægt að skipta ÞVÍ út, en það gæti þýtt að það sé pláss fyrir skjákort.
NEI!


Menn rugla saman tveimur orðum, víst og fyrst. Hið fyrrnefnda er komið af orðinu vissa en hitt er úr talmáli og haft í merkingunni: úr því að, þar sem (um orsök). Dæmi: Fyrst að ég get þetta þá getur þú þetta, þ.e.a.s: Þar eð ég get þetta þá getur þú þetta. En víst er notað um vissu: Það er nokkuð víst að ég geti gert þetta.

Skjámynd

lukkuláki
Besserwisser
Póstar: 3086
Skráði sig: Fös 30. Nóv 2007 19:06
Reputation: 65
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf lukkuláki » Sun 28. Des 2008 22:45

intenz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Þú græðir ekki neitt á því að fara að skrúfa þessa tölvu í sundur til að tékka á skjákortinu ég get sagt þér það strax að það er innbyggt í móðurborðið og ekki mögulegt að skipta því út.
Það er þó ekki rétt að allar fartölvur séu þannig, það er fullt af fartölvum allavega frá DELL sem er hægt að skipta um skjákortið, ég nefni bara sem dæmi XPS M1730sem var hörku öflug vel og það var hægt að kaupa hana með mismunandi skjákorti 256mb. eða 512mb.

Þetta er bara sorglegt dæmi um að vinna ekki heimavinnuna sína því þessar vélar eru ekki að höndla neina leiki almennilega, skjástýringin er alger auli, því miður.

Ég veit að skjákortið er innbyggt í móðurborðið og ekki hægt að skipta ÞVÍ út, en það gæti þýtt að það sé pláss fyrir skjákort. Ég er samt ekki bjartsýnn á það.



Pláss fyrir skjákort ?!? hvar ? og hvar ætlarðu að tengja það og fá það til að virka ?
Jú þú getur sennilega sett það þar sem dvd drifið er og hvernig ætlarðu að tengja það í skjáinn ? og móðurborðið ?
Þú ert nú sennilega ekki bjartasta peran í jóla-seríunni.
En endilega reyndu og sendu myndir hér á vaktina þegar þú ert búinn að þessu.
Viðhengi
1525 mbo.JPG
Móðurborð í Inspiron 1525
1525 mbo.JPG (37.11 KiB) Skoðað 1582 sinnum


If you think patience is a virtue, try surfing the net without high speed Internet.

Skjámynd

Höfundur
intenz
Besserwisser
Póstar: 3337
Skráði sig: Mið 08. Okt 2008 22:07
Reputation: 35
Staðsetning: /dev/null
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf intenz » Mán 29. Des 2008 16:59

lukkuláki skrifaði:
intenz skrifaði:
lukkuláki skrifaði:Þú græðir ekki neitt á því að fara að skrúfa þessa tölvu í sundur til að tékka á skjákortinu ég get sagt þér það strax að það er innbyggt í móðurborðið og ekki mögulegt að skipta því út.
Það er þó ekki rétt að allar fartölvur séu þannig, það er fullt af fartölvum allavega frá DELL sem er hægt að skipta um skjákortið, ég nefni bara sem dæmi XPS M1730sem var hörku öflug vel og það var hægt að kaupa hana með mismunandi skjákorti 256mb. eða 512mb.

Þetta er bara sorglegt dæmi um að vinna ekki heimavinnuna sína því þessar vélar eru ekki að höndla neina leiki almennilega, skjástýringin er alger auli, því miður.

Ég veit að skjákortið er innbyggt í móðurborðið og ekki hægt að skipta ÞVÍ út, en það gæti þýtt að það sé pláss fyrir skjákort. Ég er samt ekki bjartsýnn á það.



Pláss fyrir skjákort ?!? hvar ? og hvar ætlarðu að tengja það og fá það til að virka ?
Jú þú getur sennilega sett það þar sem dvd drifið er og hvernig ætlarðu að tengja það í skjáinn ? og móðurborðið ?
Þú ert nú sennilega ekki bjartasta peran í jóla-seríunni.
En endilega reyndu og sendu myndir hér á vaktina þegar þú ert búinn að þessu.

Rosaleg hortugheit eru í þér drengur. Ég myndi nú aðeins fara að passa mig. Þó þú takir fram að skrif þín endurspegli ekki skoðanir fyrirtækisins þíns að þá gera þau það nú samt. Í ferðatölvum sem eru með skjákort (ekki innbyggt) er hægt að skipta því út. Er því rangt að áætla að í vélum, sem eru ekki með innbyggt skjákort, sé pláss fyrir skjákort? Kannski er ég ekki bjartasta peran í jóla-seríunni en fyrir mann sem hefur aldrei skoðað inn í ferðatölvu, er þetta rökrétt hugsun.


i7 920 @ 2.8 GHz | Gigabyte EX58-UD3R | CSX 3x2 GB DDR3 @ 1600 MHz | Gigabyte ATi Radeon HD 5850 | Sileo 500 | RealPower 600W | Corsair Force 3 120 GB | 27" FullHD | W7 x64


IL2
Tölvutryllir
Póstar: 663
Skráði sig: Sun 06. Feb 2005 17:56
Reputation: 5
Staða: Ótengdur

Re: Dell Inspiron 1525 - Vanhæf skjástýring?

Pósturaf IL2 » Mán 29. Des 2008 18:37

Benda þér á þetta

http://www.notebookcheck.net/Upgrade-Re ... 236.0.html

Ég er dálítið hissa ef þú hefur verið að lesa review um að þessi tölva með þessu skjákorti (sem ég er með í minni fartölvu) eigi að ráða við nýjustu leikina. Mér hefur sýnst hún ráða við ótrúlegustu leiki ef menn gera ekki of miklar kröfur en hún getur aldrei jafnast á við venjulegt skjákort.