Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Xovius » Fös 17. Apr 2015 07:54

Var að spila GTA V í gærkvöldi og fékk eitthvað skrítið display crash þar sem ég heyrði ennþá í videoinu sem ég var með í bakgrunninum en báðir skjáirnir mínir fengu ekkert signal. Fyrstu restörtin virtist ekkert gerast á skjáunum en eftir að ég tók annan þeirra úr sambandi kom mynd á hinn og núna virðist allt virka fínt á honum. Aðal skjárinn minn hinsvegar virðist aldrei fá neitt signal.
Ég tékkaði í Nvidia control panel og sá hann þar en fékk hann ekki til að virka. Núna (nokkrum restarts seinna) sést hann ekki þar lengur.
Mynd
Ég er búinn að prófa að setja hann í samband við hitt skjákortið, tengja hann í annað display port á sama skjákorti en ekkert breytist. Prófaði líka að disable'a SLI og það gerir ekkert heldur. Einhver með hugmyndir um hvernig ég get lagað þetta?

Specs:
Asus Rampage IV Extreme
Intel Core i7 3930K
2x Gigabyte GTX970 í SLI
Mushkin Enhanced Redline 16GB (4x4GB) 2133MHz
Skjár 1 - Philips PHL 242G5 - Tengdur með DP
Skjár 2 - Philips 247EL - Tengdur með VGA/DVI adapter




Póstkassi
has spoken...
Póstar: 187
Skráði sig: Mið 03. Okt 2012 00:13
Reputation: 12
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Póstkassi » Fös 17. Apr 2015 08:03

Búinn að prófa að enduruppsetja skjákortsdriverinn eða setja upp nýjasta driver?



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Xovius » Fös 17. Apr 2015 08:26

Var að prófa það núna. Setti upp síðasta driver til að sjá hvort það væri eitthvað vesen með þennan nýja og þegar það virkaði ekki setti ég upp nýja aftur og enn ekkert :/



Skjámynd

nidur
/dev/null
Póstar: 1363
Skráði sig: Fim 18. Ágú 2011 16:50
Reputation: 192
Staðsetning: In the forest
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf nidur » Fös 17. Apr 2015 09:04

Getur verið að "extend my windows desktop monitor" hakið hafi dottið út?

Er þetta 144hz Philips skjár sem þú notar sem nr 1? Er mikið að pæla í að kaupa mér einn slíkan.


Everyone knows the phrases "time is money" and "money is power". That naturally concludes that time is also power. Time gives you the ability to learn how to do things, but people don't want the power in today's world. They want their time and money.

Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Xovius » Fös 17. Apr 2015 09:40

nidur skrifaði:Getur verið að "extend my windows desktop monitor" hakið hafi dottið út?

Er þetta 144hz Philips skjár sem þú notar sem nr 1? Er mikið að pæla í að kaupa mér einn slíkan.

Neibb, þetta er eitthvað meira en það, windows detectar skjáinn ekki einusinni.



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Xovius » Fös 17. Apr 2015 19:24

Jæja, aðalskjárinn er ekki ónýtur, hann virkar ef ég tengi hann með VGA snúrunni. Er einhver í eða nálægt 104 sem á DisplayPort snúru til að lána mér í smá test?

Og já, þetta er 144hz Philips skjárinn, mæli með honum! Fyrir utan þetta vesen núna er hann búinn að vera æðislegur.



Skjámynd

Frost
Besserwisser
Póstar: 3171
Skráði sig: Sun 16. Ágú 2009 02:30
Reputation: 61
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Frost » Fös 17. Apr 2015 21:49

Xovius skrifaði:Jæja, aðalskjárinn er ekki ónýtur, hann virkar ef ég tengi hann með VGA snúrunni. Er einhver í eða nálægt 104 sem á DisplayPort snúru til að lána mér í smá test?

Og já, þetta er 144hz Philips skjárinn, mæli með honum! Fyrir utan þetta vesen núna er hann búinn að vera æðislegur.


Ertu að nota skjá með DisplayPort? Prófaðu þá að tengja allt aftur eins og þú varst með það. Slökktu á tölvunni (þá slökkva á aflgjafa og taka hana úr sambandi) í svona mínútu og kveiktu aftur á henni.

Ég lendi reglulega í þessu og núna man ég loksins hvernig á að laga þetta :D viewtopic.php?f=21&t=65275&p=596230#p596230
Síðan mæli ég með að slökkva á DDC/CI á skjánum þínum ef hann er með svoleiðis.


Tölva, 2 skjáir, Alltof mörg lyklaborð, þráðlaus mús og næs heyrnatól

Skjámynd

Moldvarpan
Vaktari
Póstar: 2292
Skráði sig: Fös 16. Mar 2007 21:31
Reputation: 388
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Moldvarpan » Fös 17. Apr 2015 22:14

Ég hef lent í svipuðu atviki, en þó með mun óvandaðara kort og ódýrara.

En það var gallað, annað output-ið á kortinu skemmdist/hætti að virka eftir soldið álag.
Það var DVI sem fór í klessu og VGA var í lagi.

Hugsanlega gallað kort.



Skjámynd

Höfundur
Xovius
Bara að hanga
Póstar: 1578
Skráði sig: Sun 08. Jan 2012 14:34
Reputation: 56
Staða: Ótengdur

Re: Einn af tveimur skjáum virkar ekki eftir crash

Pósturaf Xovius » Fös 17. Apr 2015 23:02

Frost skrifaði:Ertu að nota skjá með DisplayPort? Prófaðu þá að tengja allt aftur eins og þú varst með það. Slökktu á tölvunni (þá slökkva á aflgjafa og taka hana úr sambandi) í svona mínútu og kveiktu aftur á henni.

Ég lendi reglulega í þessu og núna man ég loksins hvernig á að laga þetta :D viewtopic.php?f=21&t=65275&p=596230#p596230
Síðan mæli ég með að slökkva á DDC/CI á skjánum þínum ef hann er með svoleiðis.


Hahah, þó ég hafi prófað nákvæmlega þetta margoft síðan þetta bilaði ákvað ég að prófa einusinni enn og viti menn, allt virkar fínt núna. Ég sé engar stillingar á skjánum merktar DDC/CI í menuinu.
Takk fyrir hjálpina allir :)