Síða 1 af 1

Plex Cloud: No hardware, no problem!

Sent: Mán 26. Sep 2016 20:43
af Andri Þór H.
Sælir Vaktarar.

Núna nota ég Plex mjög mikið og leyfi góðum vinum að fá aðgang.

Svo virðist sem þú getur bara selt server tölvuna þína og keyrt þetta eingöngu í cloud og það hjá Amazon Drive.

Ég er að bíða eftir og vona að fá invite í beta testið.



Hvernig fer þetta í ykkur ?

Re: Plex Cloud: No hardware, no problem!

Sent: Mán 26. Sep 2016 20:53
af AntiTrust
Þetta er rosalega sniðugt.. Þangað til þú kemst að því að þú getur ekki auðveldlega encryptað efnið þitt yfir á ACD, og ACD hefur lokað á stórnotendur með vísan í DMCA. Ég veit ekki með ykkur en það er ekki séns sem ég tæki með tugaTB'a safn af vel völdu og flokkuðu efni.

Ég skil ekki heldur með nokkru móti hvernig mánaðar/ársgjaldið/lifetime Plexpass gjaldið á svo að covera allt þetta computing power, þar sem PMSinn sjálfur verður líka hýstur hjá AWS.

Re: Plex Cloud: No hardware, no problem!

Sent: Mán 26. Sep 2016 21:03
af Andri Þór H.
Þetta er nkl það sem ég hef verið að lesa að ACD lokar á notendur.

En ætti það ekki að vera öðruvísi ef Plex sjálfir eru búnir að gera samning við Amazon ?

PMS rukkar bara Plex Pass og svo sér ACD um að rukka um cloudið sjálft. 60$ fyrir árið er ekki neitt neitt fyrir ótakmarkað pláss.

Verður allavega forvitnilegt að fylgjast með þessu :D