Net vesen hjá Hringiðunni


Höfundur
Hellfire
Græningi
Póstar: 47
Skráði sig: Mið 17. Apr 2013 17:21
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Net vesen hjá Hringiðunni

Pósturaf Hellfire » Lau 26. Sep 2015 10:31

Sælir vaktarar.
Ég er búinn að vera að reyna að finna út af hverju netið datt út hjá mér síðan klukkan 8:45. Það byrjaði á því að netið datt út og ég ákvað að endurræsa routerinn. Þá skipti hann um nafn, úr nafninu sem var búið að gefa honum. Hann fór ekki yfir í Hringiðu defaultið heldur í factory default. ZYXEL eitthvað. Síðan segir hann bara að það sé ekkert Internet samband (rautt ljós) og það kviknar ekki á wan ljósinu.
Ég er búinn að reseta hann. En hann fór ekki í Hringiðu default(allavegana ekki nafnið á honum) heldur í zyxel nafnið. Ég er búinn að prófa google dns og Hringiðu dns. Reyndi að hringja í gagnaveituna en enginn svaraði og hringiðan opnar klukkan 1.
Er með ZyXEL VMG8924-10BA

Öll hjálp væri vel þegin.